Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Qupperneq 6
Útlönd
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Skortur á mat stöðugt
tilf innanlegri í írak
írakar halda áfram aö þrengja aö
sendiráöum erlendra ríkja þar í landi
og í Kúvæt. í gær réöust íraskir her-
menn inn á heimili franska sendi-
herrans í Kúvæt og höfðu fjóra
starfsmenn franska sendiráðsins á
brotf með sér. Þar á meðal var her-
málafulltrúi sendiráðsins. Honum
var þó sleppt skömmu síðar.
Hinir þrír voru enn í haldi íraska
hersins þegar síðast fréttist. Franska
stjómin fordæmdi aðfórina þegar í
stað. Sögur voru á kreiki um aö
sendiráðsmenn frá fleiri ríkjum
hefðu orðið fyrir aðkasti en þær voru
jafnóðum bornar til baka.
Skotið var yfir stefniö á írösku olíu-
skipi á Persaflóa í gær. Þaö var
bandarískt freigáta sem stóð fyrir
aðgerðinni í samvinnu við Ástrala
sem fóru um borð í skipið. Talið var
að írakarnir ætluðu sér að bijóta
viðskiptabannið sem enn er í fullu
gildi.
Spenna fór vaxandi í írak og Kúvæt
í gær. Ólíklegt var talið að Saddam
Hussein félhst á þá tillögu Samein-
uðu þjóöanna að þær hefðu yfirum-
sjón með dreifingu á þeim matvælum
sem flutt yrðu til landins þrátt fyrir
viðskiptabannið. Matvælin eiga aö
fara til útlendinga sem hafa ekki
haft sama aðgang að lífsnauðsynjum
síðustu daga og heimamenn.
Indveijar hafa lagt ríka áherslu á
að fá að senda hjálpargögn til landa
sinna sem hafa orðið innlyksa í ríki
Saddams Hussein. í dag á indverskt
skip með um 6000 tonn af mat halda
í átt til Persaflóa.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvemig á að dreifa matvælunum en
Sameinuðu þjóðimar setja þaö skil-
yrði að dreifingin verði í höndum
viðurkenndra hjálparstofnana. Ind-
veijar sögðu að lausn á því máli
fyndist meðan skipið væri á leiðinni
til ákvörðunarstaöar síns.
Eftir að Bandaríkjamenn féllust á
að aðeins yrði gefið eftir af viðskipta-
banninu á írak hafa æ fleiri þjóðir
samþykkt að auka stuöning sinn við
hemaðaruppbyggingu þeirra í
Saudi-Arabíu.
Japanir urðu fyrstir til að þrefalda
fjárstuðning sinn við Bandaríkja-
menn og ákváðu síðar að senda einn-
ig óvopnaö lið. Stjónarskrá landsins
bannar þeim hins vegar að senda
vopnað lið frá landi sínu.
Bretar fylgdu í kjölfarið og verða
senn hvað líður með mesta her undir
vopnum sem þeir hafa nokkm sinni
haft frá því síðari heimsstyijöldinni
lauk. í gær ákvað Margaret Thatc-
her, forsætisráðherra Bretlands, aö
senda eina vélaherdeild í viðbót til
Saudi-Arabíu. í henni eru 6000 her-
menn sem í hernum ganga undir
nafninu eyðimerkurrotturnar.
Þá hafa Bretar ákveðiö að senda
einnig tvær flugsveitir og fjölga í
Fjórir fórust í f lugslysi
Sovésk farþegaflugvél hrapaði i gær skömmu áður en hún átti að lenda á
flugvellinum í Sverdlovsk í Úralfjöilum. í vélinni voru 124 menn og létu fjór-
ir þeirra lífið. Þetfa var þriggja hreyfla þota af gerðinni Jakovlev-42 og var
á leiðinni frá Volgograd í sunnanverðu Rússlandi. Talið er að vélarbilun
hafi valdið flugslysinu. Simamynd Reuter
Þjóðarráð Kambódiu boðað til fyrsta fundar:
Kallað saman með
eða án Sihanouks
Fulltrúar stríðsaðila í Kambódíu
ætla að koma saman á fyrsta fundi
hins nýskipaða þjóöarráðs í Bankok
í Thailandi á mánudaginn. Með
þessu verður stigið skref í áttina að
friöi í Kambódíu eftir 11 ára stíð.
Enn er óljóst hvort Noradom Si-
hanouk prins kemur til fundarins en
hann á að teljast forseti þjóðarráðs-
ins þótt hann hafi ekki samþykkt að
taka við stöðunni. Allar fjórar fylk-
ingarnar, sem undanfarið hafa barist
í landinu, ætla að halda fundinn,
hvort sem Sihanouk kemur eða ekki.
Rauðu kmerarnir hafa heldur ekki
gefið ákveðið svar um hvort þeir
koma til fundarins en þó er talið full-
víst að þeir geri það. Þá er ákveðið
aö stjórnin í Phnom Penh sendi sína
fulltrúa.
Fyrsta hlutverk þjóðarráðsins er
að senda fulltrúa á allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna. Hann á að
koma fram fyrir hönd allrar þjóðar-
innar en Sameinuðu þjóðirnar fara í
raun með öll völd í landinu þar til
ný stjóm hefur verið kjörin.
Þetta er í samræmi við áætlun sem
stórveldin komu sér saman um í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna og á
að tryggja frið í landinu framvegis.
Allar ijórar fylkingarnar, sem beij-
ast í Kambódíu, voru á móti áætlun-
inni en fyrir liggur að stórveldin
ætla ekki að styðja þær eftirleiðis.
Því var þeim nauðugur einn kostur
að setjast aö samningaborðinu.
Eftir sem áður ríkir mikil óvissa
um hvort friður kemst á í landinu
því enn er barist á nokkrum stöðum
og óvíst talið að skæruliðar fáist til
að leggja niður vopn. Það á sérstak-
lega viö um Rauðu kmerana sem
hafasterkastöðuílandinu. Reuter
Smygla átti Benz I gúmpoka
Ástralía:
Skautstjúpson
sinníhöfuðið
Ástralskur öryggisvörður hefur
verið fundiim sekur um að hafa
myrt sjö ára gamlan stjúpson
sinn eftir deilu sem þeir áttu út
af fargjaldi í skólabílinn. Maöur-
inn sagði aö um óhapp heíöi ver-
iö aö ræða en rétturinn komst að
annarri niðurstöðu.
Öryggisvörðurinn heitir Peter
Barnett. Það tók Hæstarétt Nýja-
Suöur-Wales á niundu klukku-
stund aö komast aö niðurstöðu.
Aö lokum uröu dómaramir sam-
mála um að staðfesta dóm undir-
réttar og dæma Barnett tyrir
morð.
Málsatvik voru þau aö vorið
1989 var Barnett að gæta stjúp-
sonarins og tveggja annarra
bama á byggingarsvæði þar sem
hann annaöist öryggisvörslu. Eitt
bamana sagði að Bamett hefði
skotið soninn í augað eftir að
hann sagði honum frá vandræð-
um sinum við að fá kort í skóla-
bílinn.
Barnett sagöi að um óhapp
hefðí verið að ræða en rétturinn
benti á að læknar hefðu komíst
aö þeirri niðurstöðu viö rann-
sókn líksins að hann heföi skotiö
af á aðeins fárra sentímetra færi.
í slíku tilfelli gæti ekki veriö um
óhapp að ræöa. Enn hefur ekki
verið ákveðið hve langan dóm
Bametthlýtur. Reuter
Smyglarar í Hong Kong em taldir
hugmyndaríkari en flestir aörir sem
stunda þessa atvinnugrein. Þeir hafa
nú slegið öll fyrri met meö því að
reyna að fleyta Mercedes Benz frá
Hong Kong til Kína í gúmpoka. Lög-
reglan komst þó í spiliö svo að Benz-
um í Kína hefur ekki fjölgað í bili að
minnsta kosti.
Benzinn fannst í höfninni í Hong
Kong. Það sást aðeins í gúmpokann
og lögreglan varð forvitin og vildi fá
að vita hvað leyndist undir hvalbak-
inu. Pokinn var dreginn á land og
innihaldið skoðaö. Það reyndist vera
Benz sem lögreglan hafði leitaö í tvo
daga.
Lögreglan telur víst að Benzinn
hafi átt að fara til Kína en smygl á
bílum til alþýðulýðveldisins er arð-
söm atvinnugrein í Hong Kong. Allt
virtist tilbúið til að draga bílinn mar-
andi í kafi yfir til Kína.
Algengt er að nota þessa aðferð til
að smygla ýmsum heimilistækjum,
eins og sjónvörpum og myndbönd-
um, til Kína. Fiskibátar eru þá fengn-
ir til að draga vaminginn upp að
ströndinni og þar vitja kaupendumir
hans.
Lögreglan telur að að minnsta kosti
20% af öllum stolnum bílum í Hong
Kong endi í Kína. Á síðasta ári var
á fimmta þúsund bílum stolið á göt-
umHongKong. Reuter
Þegar lögreglan hafði dregiö gúmpokann upp úr höfinni i Hong Kong reyndist innihaldið vera Mecedes Benz.
Símamynd Reuter
flota sínum á Persaflóa. Thatcher
sagði að þetta væri gert til að full-
vissa Saddam Hussein um að ekki
stæði til aö slaka á viðskiptabanninu
á írak þótt leyft heföi verið að senda
mat inn fyrir landamærin til flótta-
manna.
Haldið er áfram að skammta mat
af vaxandi nákvæmni í írak. Nú fær
hver heimamaður aðeins þijú lítil
brauð á dag og skammturinn af öðr-
um neysluvörum hefur verið minnk-
aður. Þá fá útlendingar ekki
skömmtunarseðla og verða því að
útvega sér mat sjálfir.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3^4 Ib.Sp
6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán.uppsögn 5-5,5 lb
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir
Sértékkareikningar 3,0 nema Ib Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2,53,0 Allir
Innlán með sérkjörum 3-3,25 nema Ib Ib.Bb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6,6-7 Ib
Sterlingspund 13-13,6 Sp
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,1 Sp
Danskarkrónur 8,5-9,2 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 13,75 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 12,25-14,25 Ib
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 6,5-8,75 Ib
Utlántilframleiöslu
Isl.krónur 14-14,25 Sp
SDR 11-11,25 Ib
Bandarikjadalir 9,75-10 Ib
Sterlingspund 16,5-16,7 Sp
Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Sp
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. ágúst 90 14,2
Verðtr. ágúst 90 8,2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala sept. 2932 stig
Lánskjaravísitala ágúst 2925stig'
Byggingavísitala sept. 551 stig
Byggingavísitala sept. 172,2 stig
Framfærsluvísitala júli 146,8 stig
Húsaleiguvisitala hækkaöi 1,5% l.júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,077
Einingabréf 2 2,761
Einingabréf 3 3,344
Skammtimabréf 1,712
Lífeyrrsbréf
Kjarabréf 5,029
Markbréf 2,676
Tekjubréf 2,022
Skyndibréf 1,500
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,439
Sjóösbréf 2 1,767
Sjóðsbréf 3 1,701
Sjóðsbréf 4 1,455
Sjóðsbréf 5 1,025
Vaxtarbréf 1,7205
Valbréf 1,6165
Islandsbréf 1,053
Fjórðungsbréf 1,053
Þingbréf 1,052
öndvegisbréf 1,048
Sýslubréf 1,056
Reiðubréf 1,039
HLUTABRÉF
SöJuverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 544 kr.
Flugleiðir 210 kr.
Hampiðjan 173 kr.
Hlutabréfasjóður 168 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 168 kr.
Eignfél. Alþýðub. 131 kr.
Skagstrendingur hf. 410 kr.
Islandsbanki hf. 168 kr.
Eignfél. Verslunarb. 140 kr.
Olíufélagið hf. 557 kr.
Grandi hf. 186 kr.
Tollvörugeymslan hf. 110 kr.
Skeljungur hf. 588 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn,
lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.