Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 7
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
7
Fréttir
Víxlum Vogalax breytt og nöfn máð af
Rannsókn á bókhaldsgögnum
þrotabús Vogalax hefur leitt í ljós að
reynt hefur verið að afmá undir-
skriftir á víxlum og öðrum fylgiskjöl-
um í bókhaldinu. Að sögn Inga H.
Sigurðssonar, annars bústjóranna,
er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi
að hér sé um að ræða brot á hegning-
arlögum. Ef svo reynist vera munu
bústjórarnir gera réttum yfirvöldum
aðvart eins og skylt er samkvæmt
lögum.
Eins og DV hefur greint frá óskaði
einn af stærri kröfuhöfunum í búið
eftir rannsókn á því hvort einhverju
hafi verið skotið undan skiptum á
búinu síðustu mánuðina sem Voga-
lax var rekinn. Samkvæmt lögum
geta bústjórar rift gerðum forsvars-
manna fyrirtækisins allt frá sex
mánuðum og upp í tvö ár áður en
fyrirtækið fór á hausinn. Rannsókn-
in nú beinist fyrst og fremst að þessu
ári þar sem jafnhliða henni er verið
að loka reikningum fyrirtækisins frá
áramótum og fram til 16. ágúst að
það var lýst gjaldþrota. Þessari rann-
sókn er ekki lokið.
Að sögn Inga H. Sigurðssonar er
áætlað að kröfur í búið verði rúmur
hálfur milljarður. Allt er óvíst hvað
fæst fyrir eignirnar þar sem framboð
á eignum gjaldþrota fiskeldisstöðva
er nú miklu mun meira en eftir-
spurnin. í versta falli getur svo farið
að aðstaða fyrirtækisins í Vogum sé
í raun verðlaus.
Þrotabúið rekur starfsemina áfram
á ábyrgð Fiskveiðasjóðs út október
næstkomandi. -gse
Félagsvísindastofnun:
Sjálfstæðisflokkur
með 51,7 prósent
Miðað við birtar niðurstöður í
skoðanakönnun Félagsvisindastofn-
unar fengi Sjálfstæðisflokkurinn um
51,7 prósent atkvæöa sé miðað við
landið ef gengið yrði til þingkosninga
nú. Framsókn fengi 16,7 prósent, Al-
þýðuflokkurinn 11,9 prósent, Al-
þýðubandalagið 9,9 prósent og
Kvennahstinn 9,7 prósent.
Niðurstöður könnunarinnar hafa
verið birtar í Morgunblaðinu þannig
að fylgi flokkanna er skipt eftir kjör-
dæmunum Reykjavík og Reykjanesi
og síðan landsbyggðinni í heild. Sam-
kvæmt þessu er Sjálfstæðisflokkur-
inn stærsti flokkurinn í Reykjavík
með um 57,7 prósent fylgi. Kvenna-
listinn nýtur 12,8 prósent fylgis, Al-
þýðubandalagið 11,2 prósenta, Al-
þýðuflokkurinn 10,2 prósenta og
Framsókn 8,0 prósenta. Sjálfstæðis-
flokkurinn er enn stærri á Reykja-
nesi þar sem hann fékk 61,6 prósent
fylgis. Alþýðuflokkurinn er næst-
stærstur með 17,9 prósent, þá Fram-
sókn með 8,9 prósent, Kvennalistinn
með 8,0 prósent og loks Alþýðuflokk-
urinn með 3,6 prósent. Sjálfstæðis-
flokkurinn er einnig stærstur á
landsbyggðinni þótt það sé ekki jafn
afgerandi og í þéttbýlinu en hann
fékk 39,4 prósent fylgis þar. Fram-
sókn fékk 30,6 prósent landsbyggðar-
fylgisins, Alþýðubandalagið 12,4 pró-
sent, Alþýðuflokkurinn 10,0 prósent
og Kvennalistinn 7,6 prósent.
Ef þessar niðurstöður eru bornar
saman við síðustu kjörskrá í þing-
Bamaskák:
íslendingar
í öðru sæti
íslenska sveitin í skákkeppni
barnaskólasveita varð í öðru sæti á
Norðurlandamótinu með 8 og hálfan
vinning á eftir sænsku sveitinni sem
sigraði með 9 og hálfan vinning.
Islensku sveitina skipuðu íslands-
meistararnir úr Æfingadeild Kenn-
arskólans; þeir Amar E. Gunnars-
son, Bragi og Bjöm Þorfinnssynir og
Freyr Karlsson en varamaður var
Oddur Ingimarsson. íslenska sveitin
var sú yngsta á mótinu en enginn
strákanna er eldri en tólf ára. Strák-
arnir í sænsku sveitinni voru hins
vegar alhr orðnir þrettán. Danska
sveitin var reyndar enn eldri og það
gömul að henni var vísað úr keppni.
Mótið var mjög sviptingasamt sem
sést á því að sigursveitin fékk 9 og
hálfan vinning af sextán mögulegum.
-gse
kosningum verður niðurstaðan á
landinusemaðframangreinir. -gse
#SUHDAKAFFI V/SUNDAHÖrri
Sími: 56520
Höfum opnað
nýjan matsal
í vesturenda
hússins
m/ölkrá.
Allar veitingar.
Matseðill laugardaginn 15/9
Skelfisksúpa
Jurtakryddað lambaftllet
m/villibráðarsósu og bökuðum kartöfium
Kr. 1,150,-
Heilsteiktur silurtgur
m/sitrónusmjöri og kartöfium
kr. 850,-
Einnig er boðiö upp á sérrétti
Borðapantanir í síma 36320
Opið
föstudaga
18-01
laugardaga
18-01
Þjónað til borðs, þú heyrir bara ijúfa, lága tónlist
Sundakaffi - ölkrá - bar - Sundahöfn
SUMIR ERU
EINFALDLEGA
BETRIEN AÐRIR
Enn einu sinni hefur verið leitt í Ijós,
aö Mitsubishi Colt/Lancer hafa meira rekstraröryggi
en aðrir bílar í sama stærðarflokki.
í árlegri könnun, sem hinn virti félagsskapur ADAC (Félag bifreiðaeig-
enda í V-Þýskalandi) láetur gera á bilanatíðni bifreiða af öllum tegund-
um og gerðum, kom fram að í flokki smærri fólksbíla reyndust Mitsu-
bishi Colt/Lancer hafa lægsta bilanatíðni. Athuganir náðu yfir fyrstu
þrjú notkunarár þeirra bifreiða, sem valdar voru í könnunina, en tals-
verð aukning er nú á bilanatíðni bifreiða almennt á þýsku vegunum og
sinntu hjálparsveitir ADAC 1,3 milljónum beiðna um aðstoð sl. ár. Á
sama tíma lækkaði enn bilanatíðni bilanna frá Mitsubishi, og er þetta
í sjöunda sinn, sem áðurnefnd samtök setja Mitsubishi bifreiðir í
efsta sæti á lista sinn yfir rekstraröryggi bifreiða.
MITSUBISHI COLT/LRNCER
A
MITSUBiSHI
MOTORS
Mitsubishi Colt
HEKLAHF
Laugavegi 170 -174 Simi 695500