Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 9
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. 9 Hef stundum mán- aðartekjur duglegs íslendings í árslaun „Leikritiö er um þann ægikraft sem þrá mannsins er. Þaö er djúpt og einlægt, bamslega einlægt, kannski um þann hluta lífsins sem viö tölum ekki um enda dugar ein mannsævi ekki til að uppfylla allar þrár manna. Þetta leikrit gerist ekki á neinum ákveönum tíma heldur hér og nú og reynir talsvert á fattarann í áhorfendum. Viö er- um stööugt minnt á að leikhúsið er lífið og lífið er leikhús." Þannig lýsir Guörún Kristín Magnúsdóttir leikskáld verðlauna- verki sínu, Ég er hættur, farinn. Ég er ekki meö í svona asnalegu leikriti. Leikrit þetta hlaut fyrstu verðlaun í flokki leikrita fyrir full- oröna í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur sem efnt var til í til- efni opnunar Borgarleikhússins. Þetta er fyrsta sviðsverk Guðrúnar Kristínar en áður hefur eitt leikrit eftir hana verið flutt í útvarp. Það heitir í mjúku myrkri búa draum- arnir. Það var skrifað úti á sjó þeg- ar hún var einn veturinn messi á varðskipinu Óðni. Hún hefur lengi fengist við ritstörf og Fjölvi hefur gefiö út bamabækur eftir hana með eigin teikningum og til stendur aö framhald verði á þeirri útgáfu. „Þegar maður hefur verið hús- móðir í 30 ár og notið þess fram í fingurgóma að tala við börnin sín og segja þeim sögur þá stendur maður uppi með það að eiga ekkert nema ánægjuna af því. Það skapar engar tekjur. Ég titla mig hugverk- taka í símaskránni og var reyndar nokkuð ánægð með þá þýðingu mína á enskunni „free-lancé“. Lifi ekki eins og íslendingur „Það er leikur, ekki vinna að skrifa og ég þarf sífellt að velja milli þess að hafa tíma eða pen- inga. Það er vel hægt að lifa af rit- störfum með smáíhlaupavinnu en maður lifir ekki eins og íslending- ur. Stundum hef ég í árstekjur það sem duglegur íslendingur hefur í mánaðarlaun. En ég svelt ekki því að ég nýt líðandi stundar og læt mér nægja að vera hluti af al- heimssköpunarverkinu,“ segir Guðrún Kristín. Guörún Kristín býr í þröngu kjallaraeldhúsi þar sem öllu ægir saman. Skrifborðið er hluti af eld- húsinnréttingunni og inni í stofu hangir slönguskinn í loftinu og sút- aðir hamir fyrrum heimilishunda og katta hggja á stólbökum. Hennar aukavinna hefur meðal annars verið fólgin í því að leika í kvik- myndum en hún hefur farið með smáhlutverk í flestum „norðrun- um“. „Þetta er spurning um að fá sér einhvers konar vinnu þar sem maður verður andlega sterill eða vera skapandi. Ég kýs að ráða mér sjálf og vinna að mínum eigin verk- um. Það verður svo bara að ráöast hver kaupir.“ Guðrún Kristín fæddist árið 1939 heima á Skarphéðinsgötunni þar sem hún býr nú í kjallaranum. Foreldar hennar eru Lilja Hjalta- dóttir, dóttir Eldeyjar-Hjalta, og Magnús Jónsson, ættaður frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Guðrún var eina barn þeirra sem upp komst. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum en síðar lá leiðin í Myndlista- og handíðaskól- ann þar sem hún lærði leirkera- smíö. „Það var gaman að alast upp hér í Norðurmýrinni sem þá var við endimörk Reykjavíkur. Þegar ég var lítil stelpa var öskuhauga- svæðið, þar sem nú er Heilsuvernd- arstöðin, vinsælt leiksvæði. Uppá- haldið mitt var samt að fara út á sjó með pabba en hann átti litla trillu og við vitjuðum saman um grásleppunetin og drógum fiska úr sjó. „ÞarnakemurÞuríðurformað- ur,“ sögðu karlarnir við höfnina þegar við komum skálmandi sam- an. Síðan hefur mig alltaf dreymt um að eignast bát og geta siglt út á ytri höfnina og setið þar og hugs- að meðan ég hlusta á öldurnar gjálfra við kinnunginn," segir Guð- rún. „Enginn kvóti, enginn gróði, þá gleðst ég yfir því að þurfa ekki að lifa á því að drepa. Ég er nefni- lega grænmetisæta og það er kallað að maður borði ekki vini sína held- ur frá þeim.“ Þrátt fyrir að Guðrún sé rótgróið borgarbarn og innfæddur Reykvík- ingur dvaldist hún mikið í sveit sem barn og unglingur og á mjög ljúfar minningar frá þeim tíma. Eftir að hafa kynnst kyrrðinni í sveitinni og lært að njóta augna- bhksins þá get ég ekki varist þeirri hugsun að sjónvarpið sé varasam- ur miðill, sérstaklega eru börnin varnarlaus. í sjónvarpinu er hraðri atburðarás ýtt að áhorfandanum og ekkert svigrúm verður eftir fyr- ir ímyndunaraflið. Það er mikil þörf fyrir fallegt efni handa böm- um,“ segir Guðrún en margar af sögunum hennar hafa verið fluttar í Stundinni okkar í Sjónvarpinu með hennar eigin teikningum að vanda. Ofbeldi gert skemmtilegt „Það er alltof mikið af því að of- beldið sé gert skemmtilegt og þján- ingin hlægileg í því efni sem ætlað er börnum. Svona efni slævir rétt- arvitund og samúð. Hinu réttsýna viðkvæma barni er gert erfitt fyrir þegar allir hlæja að ófórum ann- arra en samviska þess skynjar sársauka. En það er virðingarleysi við þroska barna að bjóða þeim upp á lélegt efni.“ Leikrit Guðrúnar, Ég er hættur, farinn, verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu 13. október. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, „dramatúrg" Hafliði Arngrímsson og Grétar Reynisson gerir leikmynd. Hvert hefur verið hlutverk höfundar í því ferli sem fram fer í leikhúsinu? „Þessir þrír galdrakarlar leik- hússins hafa verið með krógann minn í fóstri undanfarna mánuði og ég hef litið svona til með uppeld- inu. Handrit er ekki sama og sýn- ing; leikverk gefur lifandi tæki- færi. Ég má koma á æflngar þegar ég vil og þeir hóa í mig þegar þeim finnst þurfa. Þetta er ákaflega skemmtileg og fíngerð samvinna." - Hverhafaveriðkynniþínafleik- húsi fram til þessa? „Ég fór í fyrsta sinn í leikhús tæplega 10 ára gömul, 1950, og sá Nýársnóttina eftir Indriða Einars- son í Þjóðleikhúsinu. Ég man enn eftir Lárusi Pálssyni í hlutverki kölska sem mér fannst alveg kynngimagnaður. Ég varð ástfang- in af leikhúsinu og hef verið það æ síðan og alltaf farið mjög mikið í leikhús. Leikhúsið er svo áhuga- vert vegna þess aö þar er hugsað svo mikið og tilfinningin svo sterk. Sýning er ekki bara það sem við sjáum og heyrum heldur barmafull af hugsun og geislun sem við finn- um. „Gott listaverk er - eins og lífið - sífelld endurtekning á góðum formum, eilíft spil hins fallega, sterka sem hefur áhrif á huga og Guðrún Kristín Magnúsdóttir, leikskáld og hugverktaki. tilfinningar,“ segir Guðrún að lok- DV-mynd GVA um. -Pá STJARNAN HELSINGOR IF SUNNUDAGINN 16. SEPT. KL.20:00 í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNIÁSGARÐI GARÐABÆ Forsala aðgöngumiða í Ásgarði laugardag kl.14:00-18:00 og sunnudag frá kl.14:00 Sttiman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.