Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 11
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. 11 Helgarpopp 15 manna djass- hljómsveit Kon- ráðs Bé á svið Stórhljómsveitir (Big Band) eiga sér ekki langa hefö í íslensku tónlistar- lífi. í hugum ungs fólks í dag eru slík fyrirbrigði helst tengd stórborgarlífi á tímabilinu frá kreppu og fram und- ir kalda stríö. Settlegir hvítflippar, sem skipta litum milli þess sem þeir þenja horn, berja bumbur eða plokka bassa. Þetta er hugmynd margra um stórhljómsveitir. I Ijósi þessarar fyr- irframgefnu hugmyndar um stór- hljómsveitir vekur það athygh að hópur framsæknustu rokkara lands- ins ætlar að koma opinberlega fram fimmtudaginn 20. september undir merkjum Konráðs bé sem er stór- hljómsveit Braga Ólafssonar Sykur- mola. Hljómsveitina skipa 15 hljóð- færaleikarar: Sólveig póló-hristur, Siggi Best píanó, Ivar Bongó slagverk, Jón Skuggi bassi, Betúla klarínett, Magga Stína marimba, Dóra Wonder saxa- fónn, Kommi básúna, Adler Papafótí trompet, Böggi rafgítar, Margrét fiðla og harmóníka, Bógómíl Font söngur, Þór Eldon banjó og hljómsveitar- stjórinn Konráð Bé lemur húðir. Les- endum til glöggvunar má geta að flestir tengjast hljóðfæraleikararnir Smekkleysu á einn eða annan hátt. Vonandi er engu leyndarmáli ljóstrað upp með því að segja til söngvarans Bógómíls Font en hann er líklega frægari sem trommuleik- ari í frægustu hljómsveit landsins. Bógómíl sér um allan söng í Djazz- hljómsveit Konráðs Bé og bíða marg- ir spenntir eftir að söngpípan sú hefji upp raust. Krásirnar sem þessi fríði flokkur ætlar að bera gestum sínum á borð á fimmtudaginn ku vera fengnar úr söngbókum gamalla meistara sveifl- unnar. Aðspurður sagði hljómsveit- arstjórinn efnisskrána spanna ís- lensk og erlend dægurlög frá 1920- Umsjón: Snorri Már Skúlason 1960 auk þess sem djass standardar frá sama tímabili flytu með. Þannig myndi hljómsveitin taka þrjú lög sem Haukur Morthens hefur gert ódauð- leg. Ádöfinni hjá Smekkleysu Af Smekkleysu er það annars að fregna að útgáfumál fyrirtækisins taka kipp með fallandi laufi og ber þar fyrst til að telja nýja hljómplötu með Bless sem Þór Eldon útsetur ásamt hljómsveitinni. Platan var tek- in upp í vor og markar að vissu leyti nýja tíma, tónlist plötunnar er nokk- uð frábrugðin því sem menn eiga að venjast frá hendi Bless. Nokkrir gestir koma fram á plöt- unni þ.á m. Einar Örn Benediktsson, Björk Guðmundsdóttir og Óttar Proppe. Ham er með nýja plötu í október auk þess sem útgefin verður plata með Björk Guðmundsdóttur þar sem hún syngur gömul íslensk dægurlög í djössuðum búningi Guð- mundar Ingólfssonar, Guðmundar Steingrímssonar og fleiri. Einnig stendur fyrir dyrum endur- útgáfa Smekkleysu á ýmsu merki- legu efni frá öndverðum síðasta ára- tugi. Þar á meðal er efni með Purrki Pillnikk, Þey, Tappa tíkarrassi, Kukli og jafnvel fleirum. Óvíst er hvort eitthvað af þessu endurútgefna efni komi út fyrir jóhn. Fréttastúfar að utan Talsvert er nú um liðið síðan bandaríska hljómsveitin REM lét síðast í sér heyra en það var á plöt- unni Green árið 1988. Platan sú fleytti hljómsveitinni í hæstu hæð- ir vinsældalista og REM naut hylli sem aldrei fyrr. Fjölmarga aðdá- endur hljómsveitarinnar er vafa- laust farið að hungra í nýja plötu enda hefur REM farið vaxandi með hverri afurð nú í nokkur ár. Nýj- ustu fregnir að vestan herma að fjórmenningarnir í hljómsveitinni séu komnir í hljóðver og að afrakst- urinn verði opinberaður í býijun nýs árs. Gripurinn ku ganga undir vinnuheitinu Borehole. Fréttir af nýrri hljóðversplötu REM eru ekki þær einu úr herbúð- um hljómsveitarinnar því að allt bendir til að tónleikaskífa verði útgefin í nóvember næstkomandi þar sem heyra má allt það besta úr smiðju REM. Allt er þegar þrennt er. Ekki er öll sagan sögð af REM piltum með ofangreindum fréttum. Þrír fjórðu hlutar hljómsveitarinn- ar settu nefnilega saman hljóm- sveitina The Hindu Gods fyrr á þessu ári og er skipan hennar í stuttu máli REM mínus Michael Stipe söngvari plús Warren Zevon sem er söngpípa hinnar nýju hljómsveitar. The Hindu Gods hafa þegar lokið upptökum á plötu sem verður fáanleg í hljómplötuversl- unum fyrir jólin. Skrattinn og amman írsku drykkjuboltarnir í Pogues sendu frá sér nýtt smáskífulag í byrjun mánaðarins sem kallast Summer in Siam. Lagið er undan- fari stórrar plötu frá hljómsveit- inni Hell’s Ditch sem væntanleg er á næstu vikum en skífuna unnu Pogues piltar í samvinnu við Joe Strummer. Strummer hefur verið í slagtogi með Pogues síðustu miss- eri, m.a. troðið upp sem gestur á tónleikum. Nú er samstarfið hins vegar al- varlegs eðlis, Pogues hefur ýtt hin- um fræga Steve Lillywhite, sem útsett hefur síðustu plötur hljóm- sveitarinnar, til hliðar og í stól hans er Joe Strummer nú sestur. Er því ekki að neita að hér er um spennandi samstarf að ræða og hafa sumir haft á orði að skrattinn dansi við ömmu sína á væntanlegri plötu Pogues. Og meira af Pogues. Sú sögusögn komst á kreik í Bretlandi um dag- inn að söngvari Pogues, Shane MacGowan, hefði farið til tann- læknis og við þau tíðindi fengu margir aðdáendur hans hland fyrir hjartað. Fyrir þá sem ekki vita er MacGowan ekki beint smáfríður og eiga tennur kappans þar stóran hlut að máli. Það var því ekki að undra þótt aðdáendur fyrtust við fréttir af tannlækni með tæki og tól í skolta MacGowans, helgasta véi ljótasta poppara Bretlandseyja. Vörumerki hans og Pogues voru í hættu að mati aðdáenda sem sef- uðust ekki fyrr en staðfest var af talsmönnum hljómsveitarinnar að sagan væri ættuð frá Gróu gömlu á Leiti. Ian Dury styrkir sjúka Bæklaði pönkarinn, sem hreif unga og aldna í lok síðasta áratug- ar, Ian Dury, hefur ákveðið að kalla hljómsveit sína, The Blockheads, til starfa að nýju. Ekki eru hljóm- sveitinni þó ætlaðir langir lífdagar því að aðeins verða tveir tónleikar á dagskrá hennar, 25. og 26. sept- ember nk. Kveikjan að þessari stuttu upp- risu Ian Dury and the Blockheads er sú að fyrrum trommari hljóm- sveitarinnar, Charley Charles, er meö krabbamein og hefur dvalið á sjúkrahúsi vegna þess um nokkurt skeið. Gömlu félögunum fannst sjálfsagt að styrkja trymbilinn í veikindunum og munu allir upp- haílegu meðlimir The Blockheads spila með á áðurnefndum tónleik- um, utan þess hvað fenginn verður nýr trommuleikari. Efnisskrá tónleikanna verður samansafn af öllu því frægasta sem kom frá hljómsveitinni á sínum tíma og mun allur ágóði renna óskiptur til endurhæfmgar þeirra sem náð hafa að sigrast á krabba- meini. 27. þing SÍBS verður haldið að Reykjalundi dagana 43. og 14. október 1990. Þingið yerður sett í samkomusal Reykjalundar laugardaginn 13. október kl. 9.30. Stjórnin Til sölu húseignir á Barðaströnd og Vopnafirði Kauptilboð óskast í dýralæknisbústaðinn Krossholti hjá Birkimel á Barðaströnd, samtals 755 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 15.122.000.00. Húsið verðurtil sýnis í samráði við Kristján Þórðar- son, Breiðalæk, sími 94-2021. Kauptilboð óskast í Torfastaðaskóla í Vopnafirði, samtals 2580 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 28.350.000.00. Húsið verður til sýnis í samráði við Vilmund Gíslason, sveitarstjóra Vopnafjarðar- hrepps (sími 97-31122). Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðilum og á skrif- stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik. Tilboð leggist inn á sama stað eigi síðar en kl 11.00 þann 27. september 1990 og verða þau opnuð i viðurvist viðstaddra bjóð- enda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í lagningu vegslóða vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu I sam- ræmi við útboðsgögn BFL-10. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudegin- um 13. september 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,- Helstu magntölur eru: Ýtuvinna 350 klst. Aðkeyrð fylling 55.000 m3 Verklok eru 31. desember 1990. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag- inn 21. september 1990 fyrir kl. 14.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 10. september 1990 KARkTE Byrjenda- og fram- haldsnámskeið hefj- ast 18. september. Kennari verður Tor Egill Berndal. Innritun hafin. Uppl. í síma 12355 og 12815. SMOTOKftW KAKATE KARATEFÉLAG VESTURBÆJAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.