Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Page 13
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. 13 Heimurinn og ég Fjórir vinir FrúVigdís Framtíð Himneskt, hugsaöi ég, sem ég gekk framá hana á malbikuðu bílastæði Smábátahafnarinnar þar sem hún beið mín einsog brúður við altari, svo hvít, svo hvít, og allt var í stakasta lagi, nema hún er ekki af holdi og blóði, og það hefði kostað mig sem samsvarar árslaunum skrifstofustjóra í þjónustu hins op- inbera að hafa hana á brott með mér. Frú Vigdís, sögðu þeir að hún héti, þeir: Gestur Gestsson Þórhallur Svavarsson Stuart Hjaltalín Svavar þór Sverrisson, þetta eru fjórir vinir, sem keyptu tuttugu og átta feta skútu af Show ’84 gerð fyrir umþaðbil ári, geymdu veturlangt í skemmu í Kópavogi og komu henni svo nýverið niður Umsjón Þorsteinn J. Viihjáimsson í Smábátahöfn, þar sem hún stend- ur á kerru, rheð skilti í stafni, sem á stendur: Til sölu. „Við erum svona að sjá til,“ út- skýrir Gestur Gestsson. „Við erum að gera upp viö okkur hvort við eigum að fullklára Frú Vigdísi og eiga hana eöa hvort við eigum að selja hana öðrum.“ „Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið sjósett," segir Þórhallur Svavarsson, einsog hún sé óspjöll- Vinirnir og Frú Vigdís. uð stúlka og ég sé væntanlegur eig- inmaður, og ég hugsa um áhrifa- mátt Frú Vigdísar sem er ekki bara skúta heldur líka lykill aö öðrum og annarskonar heimi en þessum hversdaglega hér heima: Sjálfum umheiminum, til dæmis Miðjarð- arhafinu þar sem sólin heldur hita á hjartanu daglangt, alla daga vik- unnar. „Þú ert sannarlega ekki sá Heimsyfirráð Frú Vigdís er semsé eftirsótt, líkt og lífshamingjan, og vinirnir eru að velta fyrir sér hvort eftilvill sé hún ekki betur komin hjá þeim. „Það getur vel verið að við seljum Frú Vigdísi ekki neitt,“ segir Gest- ur Gestsson, og horfir til hafs, þar sem alheimurinn bíður þess að verða sigraður. eini sem hefur sýnt henni áhuga," segir Gestur Gestsson. „Það kemur mikið af fólki að skoða og eins hringja margir til að forvitnast." Ég horfi á fjögurra manna fjölskyldu keyra hjá, með forvitni í augum, og eftiMll draum í hjarta um - um betra líf um borð í skútu útí heimi, og spyr einskis frekar. Grænmetisdagar Nú er gott úrval af grænmeti í verslunum. Það er því tilvalið að auka grænmetis- neysluna til muna. Hvernig væri t.d. aö hafa soðið blómkál í kvöldmat? Þetta er ljómandi réttur, hollur og ódýr. Það sem þarf er: 1 blómkálshöfuö, salt, 2 tómatar og 4 msk. rifmn ostur. Þá er það sósan: 1 msk. smjör, 1 msk. hveiti, græn- metissoö, 1 dl rjómi, 1 eggjarauða, 4 msk. rifinn ostur, salt og hvítur pipar. Blómkálið er soðið í saltvatni í um það bil 10 mín. eða þar til að það er mjúkt. Bræðið smjör í potti og sáldrið hveitinu ■yfir, hrærið vel saman. Þynnið sósuna með grænmetissoði, t.d. soðinu af blóm- kálinu, og ijómanum. Sósan þarf nú að sjóða í u.þ.b. 5 mín. Hrærið eggjarauðinni saman við og takið pottinn af hitanum. Ostinum er nú blandað saman við og sós- an krydduð með salti og pipar. Látið renna af blómkálshöfðinu, það er svo sett í smurt eldfast fat og sósunni hellt yfir, sáldrið ostinum yfir. Blómkálið er svo sett undir grillið og þegar osturinn hefur bráðnað er rétturinn til. Tómatarnir eru skornir í sneiðar og þeim raðaö í kringum blómkálið. Uppskrift aó sinnepspikles Nú er tilvalið að laga pikles eða súrsað grænmeti en súrsað grænmeti er mjög gott með mörgum mat. Það sem þarf er 2 kg af alls konar græn- meti, t.d. lauk, hvítkáli, gúrkum, eggald- ini, papriku, gulrótum, blómkáli og rauð- káli eða nánast hvaöa grænmeti sem er. Grænmetið er skorið í bita, hver biti svipað stór og sykurmoli, léttsaltað og lá- tið standa yfir nótt. Þá er gerður lögur en í hann þarf: 14 dl sinnepsduft, 1 tsk. engiferduft, 1 tsk. mulda negulnagla, 14 tsk. múskat, 1 msk. salt, 1 msk. hveiti, 'A dl ljósan púðursyk- ur, 1 dl sykur, 6 dl vínedik, betamon eða rotvarnarefni. Hrærið saman í deig krydd- ið, hveiti og sykur með nokkrum mat- skeiðum af vínediki. Sjóðið grænmetið í afgangnum af víned- ikinu í 6 til 8 mín. Blandið kryddleginum saman við grænmetið og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt. Að lokum er svo rotvarnarefni blandað saman við. Sinnepspiklesinn er svo settur í vel Umsjón: Sigmar B. Hauksson hreinar krukkur. Þjóðir Austur-Evrópu hafa langa reynslu af að súrsa grænmeti og til er fjöldi uppskrifta af girnilegum piklesum. Hér kemur ein frá Júgóslavíu Þetta er uppskrift að súrsuðum paprik- um. Það sem þarf er 1 kg af papriku, helst alla liti sem völ er á, grænar, gular, rauð- ar, bleikar og svartar. Þær eru skornar í strimla eða bita eftir smekk, munið að þvo þær vel og vandlega. Lögur. 114 dl edik, 6 14 dl vatn, 2 dl matarolia, 2 tsk. salt, 8 hvít piparkorn. Lögurinn er soðinn í 6 til 8 mín. Þá er paprikan soðin í leginum þar til hún er mjúk. Sett í hreinar krukkur og má bera hana á borð eftir 10 daga. íslendingar hafa ekki verið mikið fyrir grænmeti, þetta er þó óðum að breytast. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem fólk er farið að neyta grænmetis eitt- hvað aö ráði. 1916 má segja að íslendingar hafi vart borðað grænmeti. Þetta ár, 1916, kom út bókin Matreiðslubók, leiðbeiningar handa almenningi, eftir Fjólu Stefáns, forstöðu- konu Húsmæðraskólans í ísafjaröarkaup- stað. í þessari bók er uppskrift að sýrðum rauðrófum. Hún er svona: 500 g rauðrófur, 2 14 dl edik, 2 dl vatn, 100 g sykur, 10 g negull. Rauðrófurnar eru þvegnar og soðnar í saltvatni þangað til þær eru meyrar. Flysj- aðar, skornar í sneiðar og settar í ílát og yfir þær hellt blöndu sem soðin hefir ver- ið úr sykri, vatni og ediki. Gott er að láta negulnagla sjóða í henni. Síðar segir: „Rauörófur eru borðaðar með heitum kjötréttum og köldum mat. Líka má steikja rauðrófur eins og buff og gefa með þeim marðar kartöflur.“ Sælkerinn „Hollur" bjór í fréttum útvarps í liðinni viku var sagt frá niðurstöð- um i rannsókn á áfengisneyslu íslendinga. Ekki kom nýr sannleikur fram í þessari rannsókn. Samt kom þar fram að karlar drekka nú meira en áður en bjórinn kom og einnig að íslendingar drekka ekki eins illa og áður, þ.e.a.s verða ekki eins fullir. í stuttu máli drekkur fólk oftar en áður en minna magn. Þessi þróun hefur orðið í flestum ef ekki öllum nágrannalöndum okkar. Þróunin hefur orðið sú að fólk drekkur minna af t.d. léttum vínum en betri og dýrari vín og vinsældir þurra vína aukast stöðugt. í byrjun þessa áratugar fór að draga úr neyslu bjórs í flestum löndum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Af þessu höfðu stjómendur bjórverksmiðja töluverðar áhyggjur sem vonlegt var. Bjór var ekki í tísku, hann þótti fitandi og því ekki hollur. í Bandaríkjunum komust þurr hvítvfn í tfsku og á Norðurlöndum og Þýskalandi urðu alls konar vínblönd- ur, ættaðar frá Kyrrahaflnu, vinsælar. Margar bjórverk- smiðjur fóru hreinlega á hausinn eða voru keyptar af öörum stærri. Þegar bjórframleiðendur fóru að rannsaka markaöinn komust.þeir að því að fólki fannst bjór of mettandi og fitandi. Það var því gripiö til þess ráðs að fara að fram- leiða bjór með mun færri hitaeiningum en áður hafði tíökast. i fyrstu gekk þetta illa og hinn svokallaði „dry“ bjór þótti ekki góður og aö honum var of mikið vatnsbragð. Eftir töluverðar rannsóknir náðu bruggararair tökum á þessari tækni. Á markaðinn kom mjög góður hitaein- ingasnauöur bjór eða „dry“ bjór sem strax varð mjög vinsæll. Á sama tíma jukust vinsældir venjulegs bjórs og nú má segja að bjórinn hafl sjaldan verið vinsælli. „Dry“ bjórinn hélt samt velli og í dag brugga flestar stærri bjórverksmiðju hann og er góður markaður fyrir þessa bjórtegund. Nýlega kom í verslanir ÁTVR „dry“ bjór. Nefhist hann Michelob Dry. Bjór þessi er framleiddur af Anheuser-Bush í Bandaríkjunum og hlaut verölaun sem athyglisverðasta nýjungin á áfengismarkaönum á alþjóðlegu matvælasýn- ingunni SIAL í Paris. Eftir aö hafa bragðað Michelob Dry spurði Sælkerasíðan sig: „Hverjir drekka þennan bjór?“ Jú, væntanlega þeir sem eru aö hugsa um linumar þvi aö það er staðreynd að í þessum bjór eru mun færri hita- einingar en í venjulegum bjór. En færi maður út á bjórkrá til að fá sér kollu af „dry“ bjór? Nei, varla. Flestir kráargestir kjósa venjulegan bjór úr krana. Að athuguðu máli eru niðurstöður Sælkerasíöunnar þær að þaö var gott að fá „dry“ bjór í verslanir ÁTVR því aö margir bjóraðdáendur eiga í baráttu viö aukakíló- in. Hitt er þó athyglisveröara að „dry“, t.d Michelbob Dry, er að sumu leyti sá bjór sem einna helst likist létt- vini. „Dry“ bjórinn passar þvi sérlega vel með sumum tegundum matar, t.d. pitsum og austurlenskum mat. Vín passar f flestum tilvikum ekki með slíkum mat og venjulegur bjór er hreinlega of mettandi. „Dry“ bjór- inn er þar þvi tilvalinn, bragðið að honum er ekki krefj- andi, hann er léttur og svalandi Næst þegar þiö fáið ykkur pitsu, kínverskan eða indverskan mat, prófið þá að drekka með honum „dry“ bjór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.