Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Side 15
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
15
Stjórnmálamönnum hefur löngum
gengið treglega að hemja útþenslu
opinbera báknsins. Við hátíðleg
tækifæri, svo sem eins og gerð þjóð-
arsáttar um lága verðbólgu og lág
laun, er gripið til spamaðar í ríki-
skerfinu, niðurskurðar opinberra
útgjalda. í einstaka tilvikum bera
þannig aðgerðir árangur á af-
mörkuðum sviðum í skamman
tíma. En oftast hverfa aðgerðimar
fyrr en varir eins og veikburða
sandgarður í straumþungu fljóti.
Líklega hefur aöhald og niður-
skurður hvergi skilað minni ár-
angri en í heilbrigðiskerflnu sem
hefur þanist út á undanförnum
áratugum.
Fram hefur komiö að fyrir þijátíu
ámm, árið 1960, lögðu Islendiugar
minna af þjóðarframleiðslunni til
heilbrigðismála en aðrar vestræn-
ar þjóðir. Nú er hins vegar svo
komið að einungis Sviar setja
stærri hluta þjóðarkökunnar í heil-
brigðiskerfið en íslendingar.
Tólfta hver króna
Samkvæmt birtum tölum fer um
það bil tólfta hver króna, sem þjóð-
in aflar sér, beint í rekstur sjúkra-
húsa og heilsugæslustöðva eða til
að greiöa kostnað við sérfræðiþjón-
ustu lækna, tannlækningar, lyfja-
kaup og svo auðvitað toppinn á
píramídanum, yfirstjórn alls kerf-
isins.
Ætla mætti að sífellt aukin út-
gjöld þjóðarinnar til heilbrigðis-
mála fullnægðu þörf kerfisins.
Svo er þó ekki.
Þörfin, hvort sem hún er raun-
Jjat Í.Í
\\| ^ it, mm
inni. Breskir sjónvarpsmenn af-
hjúpuðu þessa svindlara og sýndu
fram á að eingöngu var um að ræða
sjónhverfingar og bellibrögð. Sú
mynd var sýnd hérlendis og í fram-
haldi hennar framkvæmdi íslensk-
ur töframaöur sams konar „upp-
skurð“ í sjónvarpssal með miklum
tilþrifum.
Engu að síður eru íslenskir spek-
ingar að halda því fram opinber-
lega að um raunverulegar skuröað-
gerðir hafi verið að ræða og að
sjúklingum hafi batnað við „að-
gerðina". Og komast upp með þaö,
enda skelfir skottulæknanna, Vil-
mundur Jónsson landlæknir,
löngu horfinn til feðra sinna.
Enn þykjast menn líka vera að
lækna fólk með því að senda
straum út um allan bæ. Aðrir bjóð-
ast til að gefa sjóndöprum fulla
sjón.
Þegar hlustað er á bull skottu-
læknanna og talsmanna þeirra
hlýtur að vekja undrun að þeir
skuli ekki fyrir löngu búnir að gera
alla heilbrigða og gott ef ekki eilífa
líka.
Nýviðvörun
Síðasta vöm skottulækna er
ávallt sú að það sem þeir geri sé í
það minnsta ekki hættulegt. Meö
öðrum orðum að þótt óhefðbundn-
ar aðferðir lengi ekki líf sjúklings
þá sé þó ljóst að þær dragi ekki úr
lífslíkunum.
En er það rétt?
Nýjar rannsóknir á krabba-
meinssjúklingum í Bretlandi gefa
allt annað til kynna.
Viðvörunin frá Bristol
veraleg eða tilbúin, virðist þvert á
móti vaxa jafnt og þétt eftir því sem
meira fjármagni er dælt í heil-
brigðiskerfið.
Hvemig stendur á þessu?
Og ekki síður mikilvæg spurning:
Hefur þessi útþensla skilað sér í
bættri heilsu? Eru íslendingar heil-
brigðari til hkama og sálar nú en
þeir voru árið 1960?
Dýrmætasta eignin
Það er nánast gömul lumma að
heilsan sé dýrmæt.
En sú staðhæfing er auðvitað rétt
nú sem fyrr.
Heilsan er dýrmætasta eign sér-
hvers einstaklings. Veraldlegur
auður dugar þeim skammt sem
hefur misst héilsuna.
En hún er líka dýr. Að minnsta
kosti ef fjárveitingar til heilbrigðis-
mála eru notaðar sem mælikvarði.
Er árangur þessa viðamikla kerf-
is í einhverju samræmi við kostn-
aðinn? Fá þjóðir, sem leggja mun
minna af þjóðartekjum sínum til
heilbrigðismála, jafngóða þjón-
ustu?
Meðalævi íslendinga hefur lengst
um 3-4 ár síðustu þrjátíu árin.
Vafalaust er það að einhverju leyti
að þakka öflugra heilbrigðiskerfi -
eða að minnsta kosti sumum þátt-
um þess - en einnig breyttum lífs-
venjum fólks.
Svo bregður hins vegar við að
allra síðustu árin hefur þróunin
snúist við. Meðalævi fslendinga
styttist þannig á árunum 1987-1988.
Hafi sú þróun haldið áfram á síð-
asta ári, en um það hggja ekki fyr-
ir tölur, er enn frekari ástæða til
að staldra við og huga að stöðu
þessara mála.
Lyfjabagginn
Einstakir þættir í rekstri heil-
brigðiskerfisins vekja ávaht jafii-
mikla undran og umræður. Það i
til að mynda við um lyfjabagganr.
sem tahð er að kosti þjóðina f heild
um það bil fjóra og hálfan milljarfi
króna á þessu ári.
Fáir aðrir en þeir sem hafa
beinna hagsmuna að gæta munu
halda því fram að nýverandi lyf-
sölukerfi sé hagkvæmt fyrir þjóð-
ina. Enda ríkir í reynd meiri og
minni einokun i innflutningi og
dreifingu lyfja. Og álagningin er há.
Það era hins vegar hvorki lyfsal-
ar né sjúkhngar sem taka endan-
lega ákvörðun um hvaða lyf eru
notuð í landinu. Sú ákvörðun er
læknanna.
Þegar læknar ákveða hvaða lyf
skuli notað gegn tilteknum sjúk-
dómi geta þeir valiö á milli margra
vörumerkja. Mörg lyf sömu teg-
undar hafa að geyma sömu efni í
sömu hlutföllum og koma því sjúkl-
ingnum aö nákvæmlega sama
gagni. Læknar hafa því val á milli
margra vörumerkja þar sem eini
munurinn er að eitt er rándýrt en
annað á sanngjamara verði. Það
era hagsmunir þjóðarinnar að
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
velja ódýrari vöramerkin en lyfsal-
ans að velja dýrara lyfið.
Viðurkennt hefur verið að til-
raunir yfirmanna heilbrigðiskerf-
isins til þess að fá lækna til að velja
ódýrari vöramerkin í shkum til-
vikum hafa mistekist. Enda í sjálfu
sér ekki um neitt aðhald aö ræða
annað en hvatningu til læknanna
sem sumir hverjir taka reyndar
stofur sínar á leigu, ódýrt, hjá lyf-
sölunum.
Ópersónulegt
Eftir því sem kerfið þenst út og
stofnanirnar verða stærri þeim
mun meira er kvartað undan þvi
að þær séu ópersónulegar. Sjúkl-
ingum á stórum sjúkrahúsum
finnst oft að htið sé á þá eins og
hvem annan hlut. Að mannlegi
þátturinn sé fyrir borð borinn.
Vafalaust er þetta afar misjafnt
eftir stofnunum og einstökum
deildum sjúkrahúsa. Það sem
mestu ræður er auðvitað afstaða
lækna og hjúkrunarfólks. Hvort
lögð er áhersla á að fullnægja þörf-
um sjúklingsins fyrir upplýsingar
um sjúkdóm sinn og meðhöndlun
hans, fyrir andlegt samneyti við
það fólk sem þá stundina er lykill-
inn að velferð hans, eða tilskipanir
og fræðilegt rósamál látið nægja.
Ein afleiðing vonbrigða margra
með reynslu sína af heilbrigðis-
kerfinu er sú gróska sem nú er í
alls konar skottulækningum.
Að senda straum
Sjúkt fólk, sem hefur litla eða
enga von um bata af hálfu lækna-
visindanna, er að sjálfsögðu auð-
veld bráð skottulækna sem þykjast
getað læknað fólk eftir öðrum leið-
um. Það grípur hvert hálmstrá í
von um hið ómögulega.
Frægt var hér um árið þegar
heilu flugfarmamir af sjúku fólki
streymdu til Filippseyja þar sem
fingraliprir svikahrappar þóttust
framkvæma skurðaðgerðir á fólki
með beram höndum, fjarlægja ill-
kynja æxh og loka svo sárinu þann-
ig aö engin merki sæjust á húð-
Stofnunin Bristol Cancer Help
Centre er kunn fyrir að hafa þróað
óhefðbundna meðferð krabba-
meinssjúkhnga. Þar er meginá-
herslan lögð á ráðgjöf, breytt mat-
aræði, nudd og aðrar slíkar að-
ferðir sem eiga að gera sjúklinginn
færari um að beijast sjálfur gegn
sjúkdómnum. Það hefur verið trú
margra að þessi aðferð hafi skilað
góðum árangri. Annað hefur nú
komið 1 ljós.
Rannsóknin, sem var skipulögð
af Institute of Cancer Research í
Bretlandi, náði til 800 sjúklinga
með krabbamein í bijósti. Leitað
var svara við þeirri spurningu
hvort sjúkhngar, sem leitað höfðu
til Bristol-stofnunarinnar og því
fengið frekari meðferð samkvæmt
óhefðbundnum leiðum, næðu betri
árangri í baráttunni við sjúkdóm-
inn en hinir sem eingöngu heföu
fengið hefðbundna meðferð á
venjulegu sjúkrahúsi. Þess var
vandlega gætt að hkamlegt ástand
þeirra sem í úrtakinu lentu væri
fyllilega sambærilegt.
Niðurstaðan, sem birt var fyrir
nokkrum dögum, sýndi að þeir sem
leituðu til Bristol-stofnunarinnar
fóra mun verr út úr sjúkdómnum
en hinir sem létu hefðbundnar
lækningar nægja. Mun fleiri þeirra
veiktust á ný og dóu.
í þessum niðurstöðum er falin
alvarleg viðvörun. En æth nokkur
ráðamanna sé aö hlusta?
Elías Snæland Jónsson