Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Síða 16
16
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Skák
Yngsti kepp -
andinn sló í gegn
- Héðinn Steingrímsson sigraði glæsilega á Skákþingi íslands á Höfn
Þrátt fyrir afhroð okkar eldri og
r eyndari meistara á íslandsþinginu
á Höfn getum við ekki annað en
samglaðst yfir fræknum sigri Héð-
ins Steingrímssonar, yngsta kepp-
anda mótsins. Það er ekki síður
fagnaðar- en undrunarefni er nýj-
um stjörnum skýtur svo óvænt upp
á himnafestinguna. Allir vissu að
Héðinn væri bráðefnilegur skák-
maður en að hann hefði tekið svo
miklum framförum í sumar sem
raun ber vitni átti enginn von á -
allra síst hann sjálfur, eins og fram
hefur komið í viðtölum.
Héðinn gerði sér lítið fyrir og
sigraði með yfirburðum á skák-
þinginu, varð einum og hálfum
vinningi fyrir ofan næsta mann.
Þetta hefði svo sem verið í lagi,
hefði Héðinn ekki um leið gert sér
htið fyrir og slegið þrettán ára gam-
alt aldursmet þess sem hér stýrir
penna um níu mánuði. Hann er
sem sé yngstur allra til að verða
íslandsmeistari í skák.
Frammistaða Héðins er frækileg
svo vægt sé til oröa tekið og hefur
að vonum vakið verðskuldaða at-
hygli. Hann sigldi af ótrúlegum
léttleika yfir hafið, meðan keppi-
nautar hans féliu útbyrðis, hver
um annan þveran. Héðinn naut
þess bersýnilega í nokkrum skáka
sinna að andstæöingar hans ætluð-
u sér um of gegn ekki eldri pilti.
En hann nýtti tækifæri sín vel og
enginn vafi er á því að hann er vel
að sigrinum kominn.
Þar með hefur Héðinn, aðeins 15
ára gamall, tryggt sér sæti í lands-
liði Islands, sem tefla mun á ólymp-
íumótinu í Novi Sad í Júgóslavíu,
sem hefst 16. nóvember nk. Þaö
gerði Björgvin Jónsspn einnig, sem
hafnaði í 2. sæti. Árangur hans
hefur skiljanlega fallið í skuggann
en hann er engu síöur eftirtektar-
verður. Björgvin var hálfum vinn-
ingi yfir alþjóðameistaraáfanga og
fór létt með. Hann hefur möguleika
á að verða útnefndur alþjóðlegur
skákmeistari á þingi FIDE í Novi
Sad í haust en einn áfanga hans
mun þó vera á mörkum þess að
telja.
Þröstur Árnason varð einn í
þriðja sæti með sjö vinninga.
Frammistaða hans kom verulega á
óvart, því að hann hafði sig lengst-
um lítt í frammi. Undir lokin vann
hann þrjár skákir í röð og náði þar
meö að sölsa undir sig glufu sem
myndast hafði í mótstöflunni. Með
jafntefli í lokaumferðinni við
Björgvin tryggði hann sér fyrsta
áfanga sinn að alþjóöameistaratitli.
Þröstur þótti hafa heppnina með
sér en árangur hans gefur þó ljós-
lega til kynna að hann er vaxandi
skákmaöur.
Ólánið, sem elti stórmeistarana,
var ekki einleikið. Ritari þessara
lína mátti þola þrjú töp eftir „fing-
urbrjóta" af versta tagi og Margeir,
sem alla jafna er þekktur fyrir
þrautseigju sína og útsjónarsemi í
endatöflum, lék jafnoft gróflega af
sér. Út yfir allan þjófabálk tók er
hann hafði unnið hróksendatafl
gegn Hannesi en tók upp á því aö
bjóða hrókakaup og lenti við þaö í
töpuðu peðsendatafli!
Enn sannast því hið fornkveðna,
að ekki nægir að eiga mörg stig,
heldur verður einnig að tefla vel.
Líklega fórum við Margeir flatt á
því að síðustu þrjú íslandsmót hafa
einkennst af kapphlaupi tveggja
titilhafa, án þess að aðrir keppend-
ur hafl komið þar nærri. Hug-
myndin var að þetta yrði endurtek-
ið efni og skákirnar átti að vinna
af gömlum vana!
Alþjóðameistararnir Hannes
Hlífar og Þröstur Þórhallsson hafa
einnig ástæðu til að vera óánægðir
en Þresti er nokkur huggun aö
því, að meðan á mótinu stóð voru
honum, ásamt öörum, úthlutuð
starfslaun Vátryggingafélags ís-
lands. Þeir sem neðar komu áttu
allir góða spretti og reyndust oftar
en ekki „sýnd veiöi en ekki gefin“.
Bæjarfélagið á Höfn, Taflfélagið
og Hótel Höfn báru hita og þunga
af mótinu, með dyggum stuðningi
fjölmargra fyrirtækja. Skipulag
var allt með miklum ágætum og
öllum aðilum til sóma í hvívetna.
Er vonandi aö skákin eigi nú sterk-
ari ítök í bæjarbúum á Höfn og
framhald megi veröa á mótshaldi
þar. Framkvæmdastjórn mótsins
skipuðu Sigurður Hannesson, for-
maður, Árni Stefánsson, Edvard
Ragnarsson, Sturlaugur Þorsteins-
son, Albert Eymundsson og Sigur-
páll Ingibergsson. Skákstjóri var
Ólafur Ásgrímsson og Þórketill
Sigurðsson var honum til aðstoðar.
Hér er skák úr sjöundu umferð -
ein sú áhugaverðasta sem tefld var
á mótinu. Hún er um leið á margan
hátt dæmigerö fyrir taflmennsk-
una. Þetta er mikil baráttuskák og
eftir fjörugar sviptingar kemur
fram staða þar sem báðir eiga erf-
itt með að fóta sig. En Halldór Grét-
ar, sem var mistækur eins og svo
margir keppenda, á hér í fullu tré
við stórmeistarann.
Hvítt: Halldór G. Einarsson
Svart: Margeir Pétursson
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3
Afhrigði Tigrans Petrosjans átti
gífurlegum vinsældum að fagna
fyrir nokkrum árum en nú hafa
önnur afbrigði veriö meira í sviös-
ljósinu. Hvítur hefur átt í erfiðleik-
um með leið Margeirs.
Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. e3 g6
8. Bb5+ c6 9. Bd3 Rxc3 10. bxc3 Bg7
11. a4 c5 12. Ba3 Rd7 13. 0-0 0-0 14.
Bb5 Hc8 15. a5 Hc7 16. Da4 Rf6 17.
axb6 axb6 18. Db3 Re4 19. Be2 Hd7
20. Hfcl Bc6 21. Bb5 Hd6 22. Bxc6
Hxc6 23. Db5 Dc7 24. Re5 Bxe5 25.
dxe5 f5 26. exf6 Rxf6 27. f3 Rd5 28.
e4 Rf4 29. g3 Rh3+ 30. Kg2 Rg5 31.
Hfl Hd6 32. Bcl Rf7 33. Bf4 e5 34.
Be3 Hfd8 35. Ha6 Hd3 36. Hel H8d6
37. f4!?
Dálítið glæfraleg ákvörðun í
tímahrakinu en hún sýnir svo ekki
verður um villst að Halldór er
hvergi banginn við stórmeistar-
ann!
37. - Hxc3 38. De8 + Kg7 39. fxe5 Dc6?
Eftir 39. - Hd8 40. De6 Dxe5 ætti
skákin að verða jafntefli.
~ 4X# 1
atvi 1
A &
A
X jfe, A
^>A
s
A B C D E F G H
Héðinn Steingrimsson: íslandsmeistari aðeins fimmtán ára gamall.
Skák
Jón L. Árnason
40. Ha8?
Fertugasti leikurinn - sá síðasti
fyrir tímamörkin - er gjarnan af-
leikur. Hér hefði Halldór getað gert
út um taflið með 40. Bh6+! Kxh6
(eða 40. - Rxh6 41. De7 + ) 41. DÍB +
Kg5 42. exd6 með vinningsstöðu. í
stað þessa leggur hann gildru: Nú
leiðir 40. - Dxe4 + ? 41. Kfl til vinn-
ings á hvítt vegna máthótunarinn-
ar á íl. En Margeir er ekki svo sam-
vinnuþýður.
40. - Dxe8 41. Hxe8 Hdd3 42. Bcl
Hc2 + 43. Kh3 Hf3! 44. e6 Re5 45. Bg5?
Að skákinni lokinni kom í ljós
að 45. Bf4 hefði verið betra. Nú fær
svartur óvæntan möguleika.
45. - h6?
Hrekur biskupinn á rétta reitinn!
Staðan er afskaplega viðkvæm og
hver leikur dýrmætur. Eftir skák-
ina fann Margeir vinningsleið á
svart, með 45. - Hfí2 46. Hhl h6! 47.
Bf4 Rf3!! og svartur verður á undan
að máta. T.d. 48. Hal Kf6 49. Ha7
Rgl+ o.s.frv. Engu breytir heldur
47. Be3 Hfe2 48. Bxh6+ Kxh6 49.
e7 Rf3! (ekki 49. - Kg5? 50. Hg8!) og
svartur vinnur.
46. Bf4
46. - Rd3?
Lítur vel út en í raun er þetta
afleikur, sem tapar taflinu.
47. Bd6 - Hff2 48. e7 Hxh2+ 49. Kg4
Rf2+ 50. Kf3 Hc3+ 51. He3 Hxe3 +
52. Kxe3 Rg4+ 53. Kd3 c4+ 54. Kxc4
Rf6 55. Hf8 Rxe4 56. Be5 +
- Og Margeir gafst upp.
Lítum að síðustu á handbragð sig-
urvegarans. Þessi skák hans er
tefld í 9. umferð er ætla mátti að
spenna mótsins væri farin aö setja
svip sinn á taflmennskuna. En
Héðinn reyndist vandanum vaxinn
og tefldi af miklu öryggi. Halldór
er á hinn bóginn óþekkjanlegur frá
skákinni við Margeir.
Hvítt: Héðinn Steingrímsson
Svart: Halldór G. Einarsson
Grunfeldsvörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Bf4
Bg7 5. e3 c6 6. Rf3 0-0 7. Hcl Da5 8.
Rd2! Rh5? 9. Bg5 He8 10. cxd5 cxd5
11. Rb3 Dd8 12. DÍ3 Be6 13. Rc5 Rd7
14. Rxe6 fxe6 15. Bb5 a6 16. Ba4 b5
17. Bb3 Rb6 18. Dh3 Dd7?
8 7 s
6 Á A + i 1
5 Á %
4 3 A ÉL A
2 I S A
X X
Vi ii
a * i 1
i á ÉL 4l
A
J.<Si A w
A A : A AA
a & S
ABCDEFGH
19. Re4! Hac8 20. Rc5 Dc6 21. 0-0 Bf6
22. Dxe6+ Dxe6 23. Rxe6 Rc4 24. h4
Rg7 25. Rc5 Bxg5 26. hxg5 e5 27.
Bxc4 bxc4 28. Rd7! exd4 29. Rf6 +
KÍ7 30. Rxe9 Hxe8 31. exd4 He4 32.
b3 Re6 33. Hfel Hxd4 34. bxc4 dxc4
35. He3 Rf4 36. Hbl Hd7 37. HÍ3
- Og svartur gaf.
-JLÁ
ABCDEFGH
Skákþing ísl. '90 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 V.
1. Héöinn Steingrímsson 1 Vi 0 1 1 1 1 1 1 1 /i 9
2. Björgvin Jónsson 0 Vi 1 1 0 '/2 1 1 '/2 1 1 7'Á
3. Þröstur Árnason Vi Vi 0 1 1 /l 0 1 /l 1 1 7
4. Jón L.Árnason 1 0 1 /i 0 0 1 /i 1 1 /i 6/2
5. Hannes Hlifar 0 0 0 Vi 1 ‘/2 1 /i 1 1 1 6 /1
6. Margeir Pétursson 0 1 0 1 0 1 0 1 /l /l 1 6
7. Þröstur Þórhallsson 0 . /i Vi. 1 '/2 0 /l 0 1 /l 1 5 /1
8. HalldórG. Einarsson 0 0 1 0 0 1 /l 1 /l 0 1 5
9. Snorri G. Bergsson 0 0 0 /l /l 0 1 0 1 /l /i 4
10.Sig.Dadi Sigfússon 0 Vi Vi 0 0 /l 0 /l 0 ■ 1 /i 3/2
U.Tómas Björnsson 0 0 0 0 0 h il 1 il 0 1 3 h
12. Árni A. Árnason h 0 0 il 0 0 0 0 il il 0 2