Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990.
Veiðivon
Veiðimaðurirai kom mínútu
of seint og varð af fiskinum
Veiðimenn leika sér ekki að þvi að setja i fiska í ánum en það kemur stund-
um fyrir eins og við segjum frá hér á siðunni.
DV-mynd G.Bender
Sumir veiðimenn eru óheppnari
en aðrir í veiðinni. Við fréttum af
sendibílstjóra sem fékk túr vestur á
firði með leiktjöld í bíómynd sem
verið er að taka upp þessa dagana.
Sendibílstjórinn er mikill dellukall í
veiði og hugsaði sér gott til glóðar-
innar að renna fyrir fisk. Flugu-
stöngin var með í skottinu og allar
flugumar sem höfðu verið hnýttar í
vetur.
Túrinn hjá vininum átti að vera
einn dagur en lengdist heldur betur.
Þetta var vinna í þrjá daga en á fyrsta
degi tók. hann eftir fimm punda
bleikju fyrir neðan brú eina rétt hjá
tökustaðnum. Þennan fisk ætlaði
hann að ná í á flugustöngina sem íjöl-
skyldan hafði nýlega gefið honum.
Fyrsti dagurinn, er hann kom á
staöinn með leiktjöldin, leið, síðan
annar dagurinn og ennþá var bleikj-
an á sama stað. Á þriðja degi var
komið langt fram á kvöld er gert var
smáhlé og nú skyldi kastað fyrir
bleikjuna. Vinurinn drífur sig í veiði-
gallann og þræðir línuna og fluguna
á stöngina. Setur á flugu sem hann
hafði sjálfur hnýtt og nú skyldi fisk-
urinn tekinn. Þetta var fiskur í töku-
stuði, hann fann það á sér, enda hafði
hann athugað um morguninn hvort
fiskurinn væri ekki á sínum stað.
En viti menn, þetta var alls ekki
eins og það átti að vera. Einni mín-
útu áður en hann kemur á bílnum
að brúnni og ætlar að kasta fyrir fisk-
inn rennir annar bíll að brúnni á
móti og út stígur veiðimaður með
maðkinn. Bleikjan tók um leið og
maðkurinn kom í vatnið. Þetta var
fimm punda sjóbleikja en sendibíl-
stjórinn kom „aðeins“ of seint. En
það munaði ekki nema mínútu.
Húkkaði fiskinn í sporð-
inn en hann kvaddi
skömmu seinna
Húkk hefur aldrei verið tahn
skemmtilegt iðja. Veiöimaðurinn var
fyrir fáum dögum í Laxá í Leirár-
sveit að veiöa í Laxfossinum. Eitt-
hvað var af laxi í fossinum og helhng-
ur af sjóbirtingi. Veiðimaðurinn
kastar flugunni og sjóbirtingurinn
tekur ótt og títt.
Allt í einu er tekið feiknavel í flug-
una og er þetta greinilega lax. Fisk-
urinn er lengi á og tekur vel í. Veiði-
félaginn mætir á staðinn og fylgist
spenntur með baráttunni við fiskinn.
Fiskurinn er farinn að þreytast og
er dreginn að landi. En það var ekki
allt sem sýndist, fiskurinn var húkk-
aður í sporðinn og veiðimaðurinn
varð ekki lítið illur. Og líklega hefur
fiskurinn heyrt það því hann losar
sig af og syndir út í hylinn, laus við
veiðimanninn.
Stærsti lax
sumarsins á þurrt
Veiðisumarið hefur gefið nokkra
stórlaxa í sumar og um daginn var
dreginn á land einn sem lítið hefur
frést af ennþá. Veiðimenn voru að
veiöa í Laxá í Kjós, sem var í miklum
vexti, og höfðu veitt lax. Einn þeirra
veður út í hyl ofarlega í ánni þar sem
hann hafði oft vaðið áð’ur. En hylur-
inn hafði dýpkað verulega þar sem
vaðið var út í veiðistaðinn og fór
veiðimaðurinn á kaf.
Félagi hans óð út í hylinn og rétti
honum toppinn á flugustönginni
sinni. Sá sem var á kafi greip í stöng-
ina og skömmu seinna komst hann
á land. í gríni á eftir var talað um
að þetta væri stærsti fengur sem
veiðst hefði fyrr og síðar í veiðiám
landsins og það á fluguna. Um 200
punda ferliki og tók...
Dorgveiðifélag íslands
með landshlutakeppni
Þó að ennþá sé langt í veturinn eru
félagsmenn Dorgveiðifélags íslands
komnir á fullt með vetrarstarfið. Það
er farið að skipuleggja landshluta-
keppni í dorgveiði og sá sem vinnur
verður íslandsmeistari. Þetta verður
í febrúar og mars. Þaö liggur í loftinu
að taka þátt í heimsmeistarakeppn-
inni í dorgveiði seinna í vetur líka.
-G.Bender
Þjóðarspaug DV
Fórí...
Þjónar og matreiðsluraenn í
veitíngahúsi einu í Reykjavík
þykja frekar seinir að koma með
umbeönar pantanir til matar-
gesta. Einhveiju sinni var gestur
þar margbúinn aö spyija einn
þjóninn hvort maturinn, sem
hann pantaði, færi nú ekki að
koma. Alltaf svaraði þjóninn þvi
til að maturinn væri alveg að
koma. Er þjónninn kom loks með
matinn að boröi áðurnefnds gests
var gesturinn horfinn en á borð-
inu var lítill miði sem á stóð:
„Fór í mat. Kem aftur klukkan
flögur.“
Bölvuð
gleymskan
Það henti eitt sinn grafara í
gamla kirkjugaröinum að grafa
of ákaft því allt í einu áttaði hann
sig á þeirri staðreynd að hann
komst bara alls ekki upp úr gröf-
inni. Tók hann því að kalla á
hjálp en þaö var sama hvað hann
kallaði enginn heyrði til hans. Er
hann hafði hírst þarna í gröfmni
þó nokkurn tíma bar þar að
dauðadrukkinn mann.
„Hjálpaðu mér nú, vinur, mér
er orðið svo hrikalega kalt,“ sagði
grafarinn.
Sá drukkni horfði góða stund á
grafarann en sagöi því næst:
„Þaö er nú kannski engin furða
að þér skuli vera kalt. Það hefur
nefnilega gleymst að moka yfir
þig.“
Fiskurinn
Líffræðikennari í sveitaskóla
spurði eitt sinn ungan nemanda
sinn að því hvaða flsktegund
væri lífæð okkar íslendinga.
Strákurinn hugsaði sig vel um og
sagði:
„Ætli það sé ekki bara plokk-
fiskur.“
Ófullur
Drykkfelldur maður sagði
kunningja sínum frá því að hann
væri að hugsa um að bregða sér
á grímudansleik þá um kvöldið
en vandinn væri bara sá að hann
vissi ekkert í hverju hann ætti
að vera svo að hann þekktist ekki.
„Blessaður, vertu bara ófull-
ur,“ sagði kunninginn þá.
4
Finnur þú fimm breytingai? 72
Viltu gjöra svo vel að fjarlægja glasið þitt.. . Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningamir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
firði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 72
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sjötu-
gustu getraun reyndust
vera:
1. Kristín Eva Sigurðar-
dóttir,
Selfossi I, 800 Selfoss.
2. Kristín Sveinbjörns-
dóttir,
Akralandi 1, Reykjavík.
Vinningarnir verða
sendir heim.