Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Side 19
LAUGARDAGUR 15. SEPTÉMBER 1990. 19 Vísnaþáttur Hver veit nema sé þar saga Ein er sú bók sem ég lít oftar í en flestar aðrar (að ljóðabókum þó und- anskildum). Hún nefnist Svo kvað Tómas en þar ræðir Matthías Jo- hannessen, skáld og ritstjóri, við borgarskáldið okkar, Tómas Guð- mundsson. í lokakafla bókarinnar segir Tómas: „Þegar ég var lítill drengur lá ég eitt sinn veikur og var lengi þungt haldinn. Svo hjamaði ég við og einn góðan veðurdag, ég held í febrúarmánuði, var ég orðinn það brattur, að móðir mín tók mig á handlegg sér og bar mig út að suður- syni, skrifara á Húsavík, Uklega fundist er hann kvað: Minninga að ganga garð gleður máske flesta, en oft er það sem aldrei varð eftirsjáin mesta. Og Einar Benediktsson skáld htur yfir hðin ár: Til þín fer mitt ljóðalag löngum yfir björg og sund. Manstu okkar eina dag?- Er ei lífið skammvinn stund? Eins og hylja haustleg kvöld heiðarvængsins snögga flug, leiðstu út í lífsins fjöld, langt úr sýn, en ei úr hug. Undir skýjum, yflr mold, innan hafs og reginíjalls, aleinn treð ég fótum fold, fagna engu, - minnist alls. Himinvíð mín höh er gjörð. Hana lýsti bros þitt eitt. Og þótt aht sé jafnað jörð, ég vil aldrei grafa neitt. Hljóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. Lokaorðin að þessu sinni á María Bjarnadóttir, afkomandi Hjálmars Jónssonar frá Bólu: Sem dropi falli í hafsins hyl er hverfult mannlífs skeið, og aidrei verður aftur til það augnabhk sem leið. Torfi Jónsson Sumarsalan búin. Haustsalan að hefjast. Vantarallargerðiraf bílum á skrá og á stað- inn vegna mikillar sölu. Ekkert innigjald. Nýja Bílahöllin, Funahöfða 1, sími 672277 (3 línur). Vísnaþáttur Torfi Jónsson glugganum. Framundan blöstu við mér tugkílómetrar af sóltindrandi mjöh og ég hafði orð á því við móður mína, hvað mér þætti þetta fallegt. „Já, það er fallegt, elsku drengurinn minn,“ svaraði hún. „Og úr því að þér finnst það fallegt, þá gerirðu fyr- ir mig að leggja þér það á minni.“ Ég lagði mér það á minni. Ég man marga daga sem voru merkilegir fyr- ir það eitt hvað þeir voru fallegir. Um flest okkar er því svo varið, að við kunnum Utið með lífið að fara og gloprum því út úr höndunum á okkur. Það hef ég Uka gert. Samt hef ég aldrei gert mér upp þær annir, að ég gæfi mér ekki tíma til að dást að því, sem mér hefur þótt fallegt. Ég hef reynt að festa mér það í minni eins og móðir mín bað mig. Og ég hef hugsað mér að halda því áfram, ef guð lofar.“ Einhver spekingur sagði einhvem- tíma að „menn lifa ekki hamingjuna, menn minnast hennar,“ og em ekki fegurðin og hamingjan af sama toga spunnar? Ef til viU er það þess vegna sem skáldin leita svo oft aftur í tím- ann í kveðskap sínum, einkum þegar syrtir í álinn. Anna Sveinsdóttir húsfreyja, Varma- landi í SæmundarhUð: Þegar koldimm skúraský skemmtun afla banna, hef ég stundum hinkrað í heimi minninganna. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal: Hugans myndir horfi á, hjartans Undir streyma. Mínar syndir sé ég þá sól og yndi geyma. Grímur Sigurðsson bóndi á Jökulsá í S-Þing. kveður svo: Engu er tapað, engu gleymt, er okkur vakti gaman. Allt er munað, allt er geymt, öUu haldið saman. Þegar eitthvað þreytir geð - og það er mörgu sinnum, burtu það ég þurrka með þessum gömlu minnum. Björn Bjömsson, bóndi á Klúku í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, man ungdómsárin best er hann Utur tU baka yfir farinn veg: Ég man bezt mitt æskuvor, ungdóms glaum við riðinn. Önnur flest min ævispor / era sem draumur liðinn. Og söknuð, vegna þess sem var en ' kemur aldrei aftur, má greina í stöku Ólafs Ólafssonar, bónda á Ytri-Bakka í Eyjafirði: AUtaf breytistaldarfar, ekki eru tíðir samar. Nú verða gömlu göturnar gengnar aldrei framar. En fara skal að öllu með gát. Varnar- orð Jóns Rafnssonar: Troðnar skyldu grónar götur 3 gætUega. | Hver veit nema sé þar saga s sofin frá í gamla daga. = Og sú saga hefði í sumum tUvikum gjarnan mátt vera önnur en hún varð, eða svo hefur Kristjáni Ólafs- mwmmtm HAMMERITE er ryðbindandi lakk, sem bindur fast og þurrt ryð og stöðvar ryðmyndun. Það er sjálfgrunnandi og fljótþornandi háglanslakk, borið á án undanfarandi grunnmálunar. HAMMERITE hefur mjög háan yfirborðsstyrk, þ.e. höggþol, skrapþol, hitaþol og veðrunarþol. Ýtarlegri upp- lýsingar fást hjá söluaðilum og í bækl- ingnum „Beint á ryðið“og einblöðungnum „Nú má lakka yfir ryðið“ sem eru fáanlegir hjá þeim. wm HAMMERITE FÆST í MÁLNINGAR- OG BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM HAMMERITE lakkid fæst í fjölda lita. Skoðaðu litakort hjá söluaðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.