Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Qupperneq 26
Lífsstíll LAUGARÐAGUR 15. SÉPTEMBER 1990. Sigurvegarinn í ljósmyndasamkeppni DV og ferðamálaárs Evrópu: Ljósmyndir og ferða- lög eru mín lífsfylling - segir Rafn Hafnfjörð „Fyrstu myndavélina fékk ég áriö sem ég fermdist, þaö var kassa- myndavél. Smátt og smátt kviknaði svo áhuginn á ljósmyndun en ég fékk bakteríuna ekki fyrir alvöru fyrr en um 16 ára aldurinn," segir Rafn Hafnfjörð, sigurvegarinn í ljós- myndasamkeppni DV og feröamála- árs Evrópu. Rafn er kunnur ljósmyndari hér á landi sem og erlendis. Myndir eftir hann hafa birst í ótal erlendum blöð- um og tímaritum og ýmiss konar landkynningarritum. Hann hefur haldið eina sýningu á verkum sínum, það var á Kjarvals- stöðum árið 1979. Halldór B. Runólfs- son ritaði dóm um sýninguna og sagði meðal annars. „Við þeim sem ganga um sahnn blasa kröftug verk, náttúrulýsingar eins og ljóð. Því segi ég þetta að staðsetning yrkisefna Rafns er aukaatriði; Það eru marg- breytileg form náttúrunnar sem máli skipta. Hvort sem um er aö ræða fjall eða fallvötn séð frá jörðu eða úr lofti mynda þau heilsteypta byggingu verksins. Þaö er líkt og listamaður- inn lagi náttúruna til, snurfusi hana og snikki, áöur en hann myndi hana. Auðvitað er því þveröfugt varið og aðeins næmt augað sem horfir í / 2. sæti. Múkki í fæðuleit. Ljósmynd Matthias Jónsson, Jaðarsbraut 37 á Akranesi. 3. sæti. Bergrisinn stendur með stat í hendi. Ljósmynd Jóhann Þ. Sigur- bergsson, Háaleitisbraut 115, Reykjavík. 4. sæti. Miðnæturgólf. Ljósmynd Páll A. Pálsson. 1. sæti. „Væri friður ekki vel viðeig- andi nafn á myndinni eða þá friður plús ferðalög sama sem friðsæld? Er það ekki það sem við ættum að sækjast eftir og vinna aö í samein- ingu?“ spyr Rafn Hafnfjörö, sigur- vegarinn í Ijósmyndasamkeppni DV og Ferðamálaárs Evrópu. gegnum myndavéhna, afmarkar myndefnið innan ferhyrningsins, hið besta úrtak.“ Auk þess má geta þess að Rafni var falið að gera bakgrunnssviðið að ís- lensku deildinni á heimssýningunni í Montreal í Kanada árið 1967. Á þeim tíma þóttu landslagsmyndir hans al- gjör nýjung hér á landi, jafnt í sýn sem tækni. 5. sæti. Farkosturinn þveginn og snyrtur. Ljósmynd Þröstur Þórðarson, Álakvísl 8, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.