Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1990, Síða 37
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990. 49 Andlát Torfi Guðmundsson frá Drangsnesi, til heimilis að Hlíð 2, ísafirði, lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. september. Tapað fundið Kvenmannsúr fannst Fíngert kvenmannsúr fannst í grennd við Leikskólan á Eiríksgötu sl. frmmtudag. Upplýsingar í síma 625207. Tilkyriningar Handknattleiksdeild FRAM Æfingatafla 17.-23. sept. Æfingar handknattleiksdeildar Fram eru hafnar en vegna húsnæðisskorts fram til 1. október er aðeins hægt að setja æfinga- töflu í eina viku í senn. Æfmgar 17.-23. september eru sem hér segir: 2. fl. karla: Þriðjud. 18/9 kl. 21.45 2. fl. karla: Fimmtud. 20/9 kl. 21.05 2. fl. karla: Laugard. 22/9 kl. 14.15 2. fl. kvenna: Þriðjud. 18/9 kl. 20.30 3. fl. karla: Mánud. 17/9 kl. 20.30 3. fl. karia: Miövikud. 19/9 kl. 21.45 3. fl. karla: Fimmtud. 20/9 kl. 18.00 3. fl. kvenna: Mánud. 17/9 kl. 21.45 3. fl. kvenna: Fimmtud. 20/9 kl. 22.05 3. fl. kvenna: Sunnud. 23/9 kl. 14.40 4. fl. karla: Miðvikud. 19/9 kl. 20.30 4. fl. karla: Laugard. 22/9 kl. 15.30 4. fl. karla: Sunnud. 23/9 kl. 13.25 4. fl. kvenna: Fimmtud. 20/9 kl. 20.15 4. fl. kvenna: Föstud. 21/9 kl. 18.00 4. fl. kvenna: Sunnud. 23/9 kl. 10.55 5. fl. karla: Fimmtud. 20/9 kl. 17.10 5. fl. karla: Föstud. 21/9 kl. 17.10 5. fl. karla: Sunnud. 23/9 kl. 15.55 5. fl. kvenna: Mánud. 17/9 kl. 17.10 5. fl. kvenna: Laugard. 22/9 kl. 18.00 5. fl. kvenna: Sunnud. 23/9 kl. 17.10 6. fl. karla: Þriðjud. 18/9 kl. 17.10 6. fl. karla: Laugard. 22/9 kl. 16.45 6. fl. karla: Sunnud. 23/9 kl. 9.40 Allar frekari upplýsingar eru veittar í símum 680344 og 31303 (e.kl. 17.10). Innritun í skátafélagið Vífil í Garðabæ Nú fara skátar í Garðabæ að hefja vetrar- starfið og er undirbúningur þegar hafinn af fullum krafti. í dag, laugardag, 15. sept- ember, fer fram innritun milli kl. 14 og 17. Eldri félagar sem nýir eru hvattir tii að koma í Skátaheimilið og skrá sig í fé- lagið. Einnig er hægt aö hringja í síma 51989 og 52820. Þátttakendur af ævintýra- og útilífsnámskeiði félagsins nú í sumar eru sérstaklega velkomnir. Inntökuskil- yrði í Skátafélagið Vífil er einungis aö vera orðinn 8 ára. ITC deildin Irpa verður með kynningu í Kolaportinu í dag, laugardag frá kl. 10-16. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag, kl. 14 frjálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Ath.: dansnámskeið á veg- um Félags eldri borgara og Nýja danskól- ans, Ármúla 17, hefst laugardaginn 22. september nk. kl. 16.30. Upplýsingar í Nýja danskólanum. Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta kl. 14, vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Afrnæli Rannveig Guðmundsdóttir Rannveig Guðmundsdóttir alþingis- maöur, Hlíðarvegi 61, Kópavogi, er fimmtugídag. Rannveig fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk landsjirófi frá Gagnfræðaskólanum á Isafirði 1956. Rannveig var starfsmaður Pósts og síma á ísafirði 1956-62, stundaði skrifstofu- og verslunarstörf 1962-63 og 1967-68, var starfsipaður tölvu- deildar Loftleiða 1972-76 og aðstoð- armaður félagsmálaráðherra 1988-89. Hún var búsett í Noregi árin 1963-66 og 1969-71. Rannveig sat í bæjarstjórn Kópa- vogs 1978-88, var forseti bæjar- stjómar 1980-81,1982-83 og 1986-87. Hún var formaður bæjarráðs 1987-88, sat í félagsmálaráði Kópa- vogs 1978-86 og var formaður þess 1982-86. Hún var stjórnarformaður vemdaða vinnustaðarins Örva 1982-86, sat í stjórn Launanefndar sveitarfélaga 1986-88, í stjórn Spari- sjóðs Kópavogs 1981-83,1984-85 Og 1987-89 og hefur setið í flokksstjórn Alþýðuflokksins síðan 1978. Rannveiggiftist25.9.1960, Sverri Jónssyni, f. 9.7.1939, tæknifræðingi hjá íslandsbanka en hann er sonur Jóns H. Guðmundssonar, fyrrv. skólastjóra, og Sigríðar Jóhannes- dótturhúsfreyju. Böm Rannveigar og Sverris eru Sigurjóna Sverrisdóttir, f. 7.5.1959, leikkona, gift Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara en þau eru búsett á Ítalíu og eiga tvo syni; Eyjólfur Orri Sverrisson, f. 7.7.1965, flugvirki í Kanada en sambýliskona hans er Geirný Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni, og Jón Einar Sverrisson, f. 21.3.1976. Systkini Rannveigar eru Guðrún Sæmundsen, f. 1.8.1926, skólaritari og ekkja eftir Pétur Sæmundsen bankastjóra og eignuðust þau þrjá syni; Margrét Guðmundsdóttir, f. 8.2.1928, bankastarfsmaður í Reykjavík og ekkja eftir Finn Thordarsen Jónsson bókara og eignuðust þau sex dætur; Hulda Guðmundsdóttir, f. 12.2.1930, versl- unarmaður á ísafirði, gift Hákoni Bjarnasyni vélstjóra og eiga þau fimm börn; Marta B. Guðmunds- dóttir, f. 9.11.1932, stöðvarstjóri á Varmá og landsþekkt skíðakona, ekkja eftir Geir Jónasson skipstjóra, á þrjár dætur, búsett í Kópavogi en sambýlismaður hennar er Þorvarð- ur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norðurleiða; Jónas Þ. Guðmunds- son, f. 6.11.1934, sendibílstjóri í Kópavogi, kvæntur Þórhöllu Þór- hallsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn; Helga Guðmundsdóttir, f. 6.8.1937, fulltrúi í Reykjavík, gift Ólafi Ágústssyni, starfsmanni hjá ísal og eiga þau þrjú börn, og Gunn- björn Guðmundsson, f. 23.2.1944, prentari í Reykjavík, kvæntur Jón- ínu Auðunsdóttur, starfsmanni hjá Sjóvá- Almennum og eiga þau tvö börn. Foreldrar Rannveigar voru Guð- mundur Kristján Guðmundsson, f. 15.8.1897, d. 12.1.1961, bóndií Stakkadal og síðan skipstjóri á ísafirði, og kona hans, Sigurjóna Guðmundína Jónasdóttir, f. 14.1. 1903, d. 9.9.1954, húsfreyja. Guðmundur var sonur Guðmund- ar, b. í Stakkadal i Sléttuhreppi Guðmundssonar, b. á Atlastöðum og Látrum Þeófílussonar. Móðir Guðmundar í Stakkadal var Karó- lína Ólafsdóttir, b. á Atlastöðum Jónssonar. Móöir Guðmundar skip- stjóra var Sigríður Helga Sakarías- dóttir, b. í Stakkadal, bróður Ingi- bjargar, langömmu Kristjáns Sig- urðssonar, læknis í Keflavík og rit- höfundanna Jakobínu og Fríðu Sig- urðardætra. Önnur systir Sakarías- ar var Sigurfljóð, langamma Árna Gunnarssonar alþingismanns. Sak- arías var sonur Sakaríasar, b. í Stakkadal Guðlaugssonar, og Bjarg- ar Árnadóttur, hreppstjóra á Látr- um Halldórssonar. Móðursystir Rannveigar er Þor- valdína, móðir Brynjólfs Sigurös- sonar, prófessors við HÍ. Sigurjóna var dóttir Jónasar, hreppstjóra á Sléttu í Sléttuhreppi Dósóþeusson- ar, b. í Görðum Hermannssonar. Móðir Jónasar var Margrét Sturlu- dóttir, hreppstjóra í Görðum í Aðal- vík Bárðarsonar, b. á Hóli í Bolung- arvík Sturlusonar. Móðir Bárðar var Ingibjörg Bárðardóttir, b. í Arn- ardal Illugasonar, ættföður Arnar- dalsættarinnar. Móðir Sturlu í Görðum var Steinunn Jónsdóttir, b. í Meiri-Hlíð í Bolungarvík Jóns- sonar, formanns í Arnarbæli á Fellsstönd Arasonar, þess er náði landi við Skor er Eggert Ólafsson fórst á Breiðafirði. Móðir Sigurjónu Rannveig Guðmundsdóttir. var Þórunn Jóhanna Brynjólfsdótt- ir, b. á Látrum, Búðum og á Sléttu Þorsteinssonar, b. á Atlastöðum Snæbjörnssonar, b. í Tungu í Skut- ulsfirði Jónssonar, b. í Tungu Kol- beinssonar, b. á Ósi í Bolungarvík Snæbjarnarsonar, b. á Meiri-Bakka Hákarla-Kolbeinssonar, b. í Grunnavík. Móðir Þórunnar var • Ingibjörg Hermannsdóttir, b. á Sléttu Sigurðssonar, bróður Sigurð- ar langafa Árna, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Jóns Hjartar, fóöur Finnbjörns, prentara og fram- kvæmdastjóra og Hjartar, fyrrv. aðalféhirðis Ferðaskrifstofu ríkis- ins, fóður Sveins Hjartar, hagfræð- ings LÍÚ. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 1983 og voru stofnfélagar 230. Nú eru félagsmenn orðnir um 1700 og eru 600-700 þeirra búsettir utan höfuð- borgarsvæðisins. Verkefnin hafa vaxið stöðugt og er því fyllilega orðið tímabært að breyta skipulaginu, svo að samtökin geti betur þjónað félagsmönnum sínum um land allt. Árlegur fjöldi nýrra tilfella hjarta- og æðasjúkdóma er talinn vera 400-500 manns. Það er þvi ástæða til að ætla að félagsmannafjöldinn muni stór- aukast áfram. Einnig geta allir sem vilja styðja markmiö samtakanna gerast fé- lagsmenn Samkvæmt hinu nýja skipu- lagi munu samtökin skiptast í deildir eft- ir landssvæðum. Stofnfundir fyrstu fé- laga hjartasjúklinga hafa verið ákveðnir. I dag, 15. september verður fundur fyrir félagsmenn á Reykjavikursvæðinu að Hótel Sögu kl. 14. Sunnudaginn 16. sept- ember verður fundur fyrir félagsmenn við Eyjafjörð að Hótel KEA á Akureyri kl. 15.30. Áformað er að stofna síðan félög hjartasjúklinga í öllum kjördæmum landsins í október og nóvember. Aðal- fundur Landssamtakanna verður síðan í mars 1991. i pÁYITINN ilistarhús mun rísa ókn er hafin til að afla fjár til bygg- r tónlistarhúss. Markmiðið er að ífalda fjölda styrktarfélaga með því ringja til fólks og bjóða því að leggja i ákveðna upphæð mánaðarlega eða ;a. Samningur hefur verið gerður við irkortafyrirtæki um innheimtu. tök um byggingu tónlistarhúss hafa ið til liðs við sig Raggý Bj. Guðjóns- ir og Sigríði Pétursdóttur sem na þessu fjáröflunarátaki og hafa istöð að Laugavegi 18a, 5.. hæð s. !. Þótt ekki séu margir dagar síðan íð hófst hefur það nú þegar borið gur umfram björtustu vonir. Þessi kvæmd er hluti af enn stærra átaki sem Samtök um byggingu tónlistarhúss standa fyrir. í vor var stofnaður íslenski tónhstarhússjóðurinn með það markmið að gefa einstaklingum og fyrirtæHjum hvar sem er í heiminum tækifæri til að taka þátt í að koma þaki yfir íslenska tónlistarmenningu. Nú í haust verður fariö af stað með sérstakan áróður í ís- lendingabyggðum í Kanada. Árið 1994 verður haldið upp á 50 ára afmæli fs- lenska lýðveldisins og stefnt er að því að einnig verði þá hægt að fagna sjálfstæði tónhstarflutnings á íslandi með því að taka tónlistarhúsið í notkun. Það tekur 3-4 ár að byggja húsið á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur lagt til í Laugar- dalnum. Bækur frá íslenska kiljuklúbbnum fslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur. Gangandi íkorni er fyrsta skáldsaga Gyrðis Elíassonar og kom fyrst út árið 1987. Möltufálkinn eft- , ir bandaríska höfundinn Dashiell Ham- mett er ein fyrsta og jafnframt ein fræg- asta skáldsagan í anda hins svonefnda harðsoðna reyfara. Síðara bindi hinnar frægu skáldsögu Fávitinn eftir Fjodor Dostojevski sem kom út í Rússlandi árið 1868. Allar bækurnar eru prentaðar hjá Coll- ins í Glasgow í Skotlandi. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtudaginn 20. september 1990 kl. 10.00: Borgarbraut 33, Borgampsi, þingl. eigandi Rafblik - Reynir Ásberg Ní- elsson. Uppboðsbeiðandi er inn- heimtumaður ríkissjóðs. Fitjahb'ð 10, sumarhús í Skorradal, þingl. eigandi Félag byggingariðnað- arm. Ámessýslu. Uppboðsbeiðandi er Ingimundur Einarsson hdl. Hagamelur 7, Skilmannahreppi, þingl. eigandi Ámi P. Baldursson. Uppboðs- beiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl__________________________ Kveldúlfsgata 15, Borgamesi, þingl. eigandi Agúst Guðmundsson. Upp- boðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Skiptaréttar Reykjavíkur, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjóra í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin) laugar- daginn 22. september 1990 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollaðar og upptækar vörur og bifreiðar, fjárnumdir og lögteknir munir, ýmsir munir úr dánar- og þrotabúum. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík: Fiat 131 1978, Mazda 1975, Volvo 1974, plastmöppur, varahl. í bifreiðar, skip og flugvélar, blómafræ, alls -konar húsgögn, alls konar fatnaður, vefnaðarvara, alls konar heimilisbúnað- ur, varahl. í tölvur, hjólbarðar, flísar og hreinlætistæki, lampar, plastdreglar, teppi, matvara, glervara, sjónvarpstæki, skófatnaður, net, leiktæki, pappír, postulín, snyrtivara, reiðhjól, alls konar upptækar vörur og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar: Mikið magn af alls konar matvöru o.fl. úr þb. Kjör- gæða hf„ Tölva og föndurvara, skrifstofubúnaður, símstöðvar og tæki, sport- búnaður og margt fleira úr ýmsum þrota- og dánarbúum. Lögteknir og fjárnumdir munir: áhöld, skrifstofubúnaður, sjónvarpstæki, videotæki, hljómflutningstæki, alls konar húsgögn, alls konar heimilistæki, trésmíðavélar, fræsivélar, borvélar, bandsög, handverkfræsari. Tæki til hljóð- og myndbandagerðar (Audio-Video Equipment, svo sem Convergence Corporation 200 Editor ásamt fylgihlutum, Abekas Edis digital Video- effects, Ampex video recorder vpr-80, TBC 3 timebase corrector, U-matic B.V.U. 800 video recorder og alls konar önnur tæki, allt talið eign isfilm hf. Þá verða seld hlutabréf að nafnvirði kr. 4.970.000 í Kjörbúð Laugaráss hf. og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs- haldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Spilda úr Laxeyri, Hálsahreppi, þingl. eigandi Hálsahreppur, c/o oddviti Hálsahr. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. SÝSLUMAÐUR MÝRA-0G BORGARFJARÐARSÝLU Uppboðshaldarinn í Reykjavík Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram að Austurvegi 4, Holsvelli, þriðjudaginn 18. september 1990 á neðangreindum tima. Um er að ræða fyrsta uppboð: Hraunalda 4, Hellu, kl. 15.30, þingl. eigandi er Óli Einar Adolfsson. Upp- boðsbeiðandi er Ólaíur Axelsson hrl. Leikskálar 4 og 6, Hellu, kl. 16.00, þingl. eigandi Sigurður Karlsson. Uppboðsbeiðandi er Óskar Magnús- son hdl. Hlíðarvegur 14, Holsvelli, kl. 16.30. þingl. eigandi Ragnhildur Lárusdóttir. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jón- atansson hdl. Búð I, Djúpárhreppi, kl. 13.30, þingl. eigandi Páll Haihðason. Uppboðs- beiðendur eru Ingvar Bjömsson hdl. og Sigurður G. Guðjónsson. Kirkjulækjarkot, Fljótshlíðarhreppi, kl. 13.15, þingl. eigandi Gylfi Markús- son. Uppboðsbeiðandi er Stofnlána- deild landbúnaðarins. Unhóll I, Djúpárhreppi, kl. 13.30, þingl. eigandi Pálmar Guðbrandsson. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Axelsson hrl. Lambalækur, Fljótshlíðarhreppi, kl. 17.00, þingl. eigandi Garðar Halldórs- son. Uppboðsbeiðendur em Sigríður Thorlacius hdl. og Valgarður Sigurðs- son hdl. Laugar, Landmannahreppi, kl. 14.00, þingl. eigandi Búliskur h£, Holsvelli. Uppboðsbeiðandi er Ævar Guð- mundsson hdl. Ás I, Ásahreppi, kl. 14.00, þingl. eig- andi Sigþór Jónsson. Uppboðsbeið- andi er Ólaíur B. Ámason hdl. UPPBOÐSHALDARINN í RANGÁRVALLASÝSLU, FRIÐJÓN GUÐRÖÐARS0N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.