Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Side 13
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. 13 Fréttir Strikamerking í verslun á Akranesi: Bylting í versl- unarrekstri Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Skagamenn hafa nú í fyrsta sinn fengið að kynnast strikamerkjakerfi í matvöruverslun. Það er verslunin Einar Ólafsson sem hefur tekið þetta kerfi upp, ein fárra verslana á landinu. Fyrir viðskiptavininn er þetta kerfi til mikilla þæginda. Allir verðstriml- ar sýna nú ekki aðeins verð hverrar einingar heldur einnig nákvæmlega hvað er keypt. Með þessu nýja kerfi eykst öryggi í innslætti á kassa og útilokað á að vera að rangar tölur séu stimplaðar inn. Fyrir verslunina eru einnig mikil þægindi að þessu kerfl að sögn Ein- ars Ólafssonar kaupmanns. Allur lager er til dæmis í tölvukerfinu sem skráir jafnharðan hve mikið gengur á vörubirgðir. Þegar þær hafa náð ákveðnu lágmarki gefur tölvan til kynna að panta þurfi inn nýjar birgð- ir. Einar sagði í samtali við DV að í raun mætti líkja þessu nýja kerfi við bylgingu. Ekki aðeins væri þetta tif mikilla hagsbóta vegna birgðabók- halds og verðmerkinga, heldur flýtti þetta afgreiðslu og myndi eflaust spara mannafla þegar fram liðu stundir. Einar sagði breytingarnar hafa verið vel undirbúnar af hálfu starfs- fólksins og það hefði gert það að verkum aö þær hefðu gengið átaka- lítið fyrir sig. „Þetta er bylting fyrir viðskiptavinina og ekki síður fyrir verslunina," sagði Einar. Sex ára sigurvegari 1 söngvakeppni: Sviðsskrekkurinn hvarf - segir Erla Björk Gísladóttir Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Sex ára stúlka frá Akranesi, Erla Björk Gísladóttir, gerði sér lítið fyrir um verslunarmannahelgina og bar sigurorð af þrjátíu og einum kepp- anda í söngvakeppni Rokklinganna sem fram fór í Húsafelli. Erla Björk, sem er dóttir Eddu Guðmundsdóttur og Gísla Sveinbjörns Einarssonar, söng lagið VOtu með mér vaka í nótt og skaut öðrum keppendum ref fyrir rass. Hin unga söngkona sagði í stuttu samtali við DV að hún hefði verið dálítið óstyrk þegar hún steig á svið- ið fyrir framan afla áhorfendur en sviðsskrekkurinn hefði alveg horfið þegar hún byrjaði að syngja. „Ég syng oft yfir sjálfa mig,“ sagði Erla Björk. Hún æfði sig aðeins einu sinni á laginu áður en hún lagði til atlögu við aðra keppendur. Hún bætti því við að uppáhaldssöngkona hennar væri Helga Möller. Erla Björk var nýlega í Reykjavík við æfingar fyrir plötuupptöku með Rokklingunum. Ætlunin er að hún eigi eitt lag á þeirri plötu, Ort í sandinn, sem Helga Möller söng ein- mitt á sínum tíma. „Mig myndi langa tO þess að verða söngkona þegar ég verð stór,“ sagði Erla Björk er DV ræddi við hana. Víst er að tímann hefur hún fyrir sér því hún verður sjö ára þann 1. nóv- ember. í vetur ætlar hún að vera í forskóladeOd Tónlistarskólans á Akranesi. Erla Björk með bikarinn sem hún fékk fyrir að sigra í söngvakeppni Rokkl- inganna i Húsafelli. DV-mynd Árni S. Árnason Sauðárkrókur: Bygging leiguíbúða aldraðra fyrirhuguð Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Húsnæöisstofnun ríkisins hefur samþykkt að veita Sauðárkróksbæ framkvæmdalán til byggingar 10 leiguíbúða fyrir aldraða. Bæjarráð hefur samþykkt að gera könnun á áhuga aldraðs fólks í bænum fyrir slíkum íbúðum. Að sögn Björns Sigurbjörnssonar, formanns bæjarráðs, hafa átta aðilar spurst fyrir um íbúðir. Einnig hafa héraðsráði verið kynnt byggingará- formin. Margir héraðsbúar hafa á síðari árum kosið að eyða æflkvöld- inu á Sauðárkróki. Ekki liggja enn fyrir teikningar af íbúðunum né ákvörðun um staðsetningu, ef af byggingu þeirra verður. Reiknaö er með að óskir umsækjenda ráði þar nokkru. 'aNITECHSooo HQ myndbandstæki ,,LONG PLAY" .'JPHHHHÍ- .. É2Ss______ 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna ,,Euro Scart" samtengi „Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950 •“ stgr. Rétt verd 36.950.- stgr. SS Aíborgunarskilmálar MWÉjJúB FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 MEIRIHATTAR TILBOÐ! Permanett og klipping á aðeins kr. 2.500,- í stutt hár og kr. 2.900,- í sítt hár. Tilboðið gildir aðeins út septembermánuð. Pantið tíma í síma 31480. Hárgreiðslustofa EIsu ÁRMÚLA 5 FRABÆRT FERÐATILBOÐ 21.-25.SEPT. VERÐ FRÁ STÓRFÍN FERÐ TIL 23. - 30. OKT. BEINT LEIGUFLUG Sumarauki af bestu gerð, veisla í veitingum og verslun. Heimsþekktar vetrarvörur á góðu verði. Frábærar ferðir fyrir hópa af öllum gerðum FERÐASKRIFSTOFAN rrrcovTMc HAl.LVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.