Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990.
17
Lesendur
„í Lúxemborg er ísland vel kynnt af flugsamgöngunum einum frá þvi
snemma á 6. áratugnum," segir hér m.a. - Á Findel-flugvelli að loknu
fyrsta þotuflugi íslendinga til Lúxemborgar.
Forsetaferöir og fréttaflutningur:
Leiðigjarnt til
lengdar
Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar:
Hann fer nú að verða helst til leiði-
gjarn til lengdar þessi fréttaflutning-
ur af ferðum forseta okkar til ann-
arra landa. Það er ekkert spennandi
þegar svona ferðir eiga sér stað á
nokkurra vikna, jafnvel nokkurra
daga, fresti eins og nú er raunin. -
Ferðalög og móttökur á vegum for-
setaembættisins eru að verða kapít-
uli út af fyrir sig hvað varðar fyrir-
ferð, fréttaflutning og fríðindi fyrir
þá sem þeim tengjast.
Ferð forseta okkar til Lúxemborgar
nú síðast er einmitt dæmi um þetta.
Hvað er það sem við íslendingar
þurfum alveg sérstaklega að kynna
í því annars ágæta landi? I Lúxem-
borg er ísland þegar vel kynnt af
flugsamgöngunum einum frá því
snemma á 6. áratugnum og þarf ekki
frekar vitnanna við. - Sú síbylja í
fréttum, að forsetinn hafi heimsótt
klaustrið í Clervaux, þar sem Halldór
Laxness hafi haft stuttan stans endur
fyrir löngu, er að verða svo herfilega
klígjugjörn að henni má likja við lýs-
istökuna sem var oröin öbærileg
skylda forðum daga.
Eg vil bara biðja til guðs að í næstu
ferð forseta vors, sem kannski stend-
ur yfir er þetta birtist, og í þetta sinn
til frænda okkar í Svíaríki, verði
aðeins linað á fréttafiutningi í þeim
dúr sem nú hefur dunið á okkur
landsmönnum hér á norðurslóðum.
- Er nú ekki kominn tími til að taka
saman kostnaðinn af þessum fyrir-
gangi öllum og birta hann opinber-
lega, t.d. kostnaðinn á þessu ári til
dagsins í dag?
/• -/’ . -/• -/• -/■
1í() I 1/S) iíSi 1í()
í) IfS) IrS) lí) lí()
ÖMAR, HALLl OG LADDI
sameina skemmtikraftana
FYRSTA SYNING
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 22. SEPT
PANTIÐ TIMANLEGA
Uppselt var á allar sýningar
frá síðastliðnum áramótum til vors.
OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3
MÍMISBAR opinn frá kl. 19.
Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr.
Tilboð á gistingu.
Nánari upplýsingar í síma 91-29900.
5i IíS) IfS) lí() IíS)
S) lf() IfS) IfS) IfS)
IíS) líSt líS) IfS) .IfSi
r() IfS) IfS) líS) IfS)
ISLENSKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN, sem nú er
haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi
sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í
ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús-
undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund
fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er-
lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum,
vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs.
Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir
sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum,
sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. _ ____
FLUGLEIDIR