Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Fréttir Jón Baldvin vill flármagna félagslega húsnæðiskerfið með niðurskurði hjá LÍN: Félagslega húsnæðis- kerfið hluti þjóðarsáttar - námsmenn borga ekki heimilisböl Alþýðuflokks, segir menntamálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson til- kynnti á blaðamannafundi í gær að nauðsynlegt væri að skera niður ýmis framlög á fjárlögum til að tryggja nægjanlegt fjárframlag til fé- lagslega íbúðarkerfisins. Niður- skurðinn vill hann einkum fram- kvæma á framlögum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem hann seg- ir stefna í gjaldþrot vegna ábyrgðar- leysis yfirmanna hans á undanfórn- um áratug. Fram kom í máli Jóns Baldvins að endurskipuleggja þyrfti frá grunni starfsemi sjóðsins. Einnig taldi hann brýnt á komandi árum að auka hagræðingu og sparnað í land- búnaði og sjávarútvegi. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir tæpum tveim- ur milljörðum í framlag til LÍN en ekki krónu til Byggingarsjóðs ríkis- ins. Til Byggingarsjóðs verkamanna er hins vegar ráðgert að veija 700 milljónum. Vegna andstöðu Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra segir Jón Baldvin að þingflokkur Alþýðu- flokksins hafi gert fyrirvara vegna framlaga til húsnæðiskerfisins við gerð fjárlagafrumvarpsins. Eins og kunnugt er taldi Jóhanna að þing- flokkurinn styddi ekki nægjanlega við bakið á henni er hún fór fram á umtalsvert framlag til byggingar fé- lagslegra íbúða í ríkisstjóminni. Reyndi hún því að fá stuðning nýaf- staðins flokksþings í málinu. í tillögu sinni þar taldi hún brýnt að byggðar yrðu jafnmargar félagslegar íbúðir á næsta ári og í ár. Þá taldi hún veru- legt fjármagn nauðsynlegt til að koma í veg fyrir gjaldþrot Byggingar- sjóðs ríkisins. Lætur nærri að tillaga hennar hafi kallað á 2 til 2,5 milljarða í aukin framlög til húsnæðiskerfis- ins. Eftir þjóðfrægt ósætti þeirra Jóns Baldvins og Jóhönnu á nýafstöðnu flokksþingi út af þessu máh náðist samkomulag þeirra í milli um tillögu sem samþykkt var. Orðalag hennar er ónákvæmara og einungis sagt að mæta skuli á komandi ári um þriöj- ung af félagslegri íbúðarþörf. Þetta þýðir þó að í félagslega húsnæðis- kerfið skorti minnst 1 milljarð því samkvæmt túlöguhni yrðu á næsta ári veitt ný til lán byggingar um 600 félagslegra íbúða. Auk þessa þyrfti að koma til stórt framlag til Bygging- arsjóðs ríkisins til að forða honum frá gjaldþroti. Ekki vildi Jón Baldvin gefa upp á blaðamannafundinum hversu mikla upphæð til félagslega kerfisins þau Jóhanna náðu sáttum um aö knýja í gegnum ríkisstjómina. Hins vegar benti hann á að hluti þjóðarsáttar- innar kvæði á um verulegt átak í uppbyggingu félagslega húsnæðis- kerfisins og því hlyti samkomulag aö nást innan ríkisstjómarinnar um verulegt framlag á fjárlögum. Að sögn Svavars Gestssonar getur Jón Baldvin ekki vænst þess að fjár- magna byggingarsjóðina á kostnað LÍN. „Námsmenn hafa ekki efni á að borga fómarkostnaðinn við að leysa heimilisböl Alþýðuflokksins," segir Svavar. Hann segir jafnframt aö sér þætti ólíklegt að jafnaðarmað- urinn Jóhanna Sigurðardóttir deildi þessum hugmyndum með formanni sínum. Haldi Jóhanna fast við fyrri hug- myndir um fjárþörf húsnæðiskerfis- ins er ljóst að Jón Baldvin þarf að fá ríkisstjómina til að skera framlög í fgárlagafrumvarpinu verulega niöur og leita eftir lánum hjá lífeyrissjóð- unum. Að öðrum kosti þarf hann að sýna ríkisstjóminni fram á auknar tekjur eða sætta hana við aukinn fjárlagahalla. Slíkt myndi óhjá- kvæmilega raska öllum forsendum fjárlagafrumvarpsins og valda ósátt- um innan ríkisstjórnarinnar. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra hefur hann ekki heyrt neinar hugmyndir frá ráð- herrum Alþýðuflokksins eftir flokks- þingið varðandi upphæðir eða hvað- an eigi að taka þá. „Fyrir flokks- þingið var Jóhanna að tala um 1,5 milljarð til 2 milljarða til viðbótar þeim 700 milljónum sem gert er ráð fyrir. Ég veit ekki hvort flokksþingið samþykkti það eða ekki.“ Olafur Ragnar segir að það komi ekki til greina að auka fjárlagahallann til að mæta þessum framlögum og þar sem ekki hafi komið fram neinar mark- tækar tillögur um niðurskurð sjái hann ekki neinar leiðir til að koma til móts við óskir Jóhönnu og þing- flokksAlþýðuflokksins. -kaa Sviptingar í þriðju einvígisskákinni 1 New York: Tvísýn biðstaða eftir magnaðaskák Ærin verkefni bíða aðstoðarmanna Karpovs og Kasparovs í dag því að er þriðja einvígisskákin fór í biö í nótt voru stórmeistarar í Hudson- leikhúsinu á Broadway ekki á eitt sáttir um það hvor ætti betri færi. Karpov hafði hrók gegn biskupi og peði í endatafli en staðan var flókin, eins og raunar skákin öll sem svo sannarlega hélt áhorfendum við efn- ið. Heimsmeistarinn, Kasparov, sýndi mikla dirfsku og hugkvæmni í skák- inni sem hófst með kóngsindverskri vörn eins og fyrsta skák einvígisins. Kasparov fómaöi skiptamun fyrir peð og lét síðan drottninguna af hendi gegn tveimur léttum mönnum. Að öðru jöfnu eru það vafasöm skipti en eins og fyrri daginn hafði Kasp- arov metið stöðuna rétt. Tafl Karpovs var afskaplega óyndislegt og hann brá á þaö ráð - til þess að losa sig úr klemmunni - að gefa drottninguna aftur með góðu. Engu að síður átti Kasparov öraggt frum- kvæði en í tímahraksdansinsum þótti hann fara heldur geyst í sakim- ar. Karpov náði að rétta úr kútnum og eins og fyrr sagði er biðstaðan tvisýn. Biðskákin verður tefld í kvöld og nótt að íslenskum tíma og þá er að sjá hvort Kasparov tekst aftur að ná upp þræði eða hvort Karpov er hólp- inn. Hann er „móralskur sigurveg- ari“ eins og stórmeistarinn banda- ríski, Nick de Firmian orðaði það, eftir að hafa átt hræðilega stöðu. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 Karpov lætiur Saemisch-afbrigðið (5. fS) nú liggja milli hluta eins og teflt var í fyrstu skákinni. 5. - 0-0 6. Be2 e5 7. Be3 De7!? Enn sýnir Kasparov meiri hug- kvæmni í byijun. Þetta er óvenjuleg- ur leikmáti, algengara er 7. - Rg4, eða 7. - h6, afbrigði enska stórmeistarans Nunn. 8. dxe5 dxe5 9. Rd5 Dd8!? í stað 9. - Rxd5 10. cxd5 b6, sem teflt hefur verið áður, bryddar Ka- sparov upp á nýrri hugmynd. 10. Bc5 Karpov tekur áskoruninni og nú hefst mikill darraðardans. Skák Jón L. Árnason 10. - Rxe4! 11. Be7 Dd7 12. Bxf8 Kxf8 13. Dc2 Rc5 14. Hdl Hvítur virðist á grænni grein, því að 14. - Dc6? 15. b4 Re6 16. c5 gefur honum gott tafl. En Kasparov hefur önnur áform. 14. - Rc6!! 15. 0-0 Re6! I i. iiát lii * m á A A AS él A A A s S^? ABCDEFGH 16. Rb6 axb6 17. Hxd7 Bxd7 Kasparov hefur aðeins tvo létta menn og peð í skiptum fyrir drottn- inguna en hann hefur metið stöðuna rétt. Hvergi er snöggán blett að sjá og menn hans eiga sterka reiti. Karpov á erfitt með að finna skyn- samlega áætlun. 18. Dd2 Be819. b3 e4 20. Rel f5 21. Bdl Re5 22. Rc2!? í staö þess að bíða þess sem verða vill hyggst Karpov gefa drottninguna aftur með góðu. 22. - Hxa2 23. Dd5 Ke7 24. Rb4 Ekki 24. Dxb7? Bc6 25. Dc8 Ha8 og drottningin selur sig ekki nógu dýrt. Nú er 24. - Ha7 heimsmeistaranum ekki að skapi. 24. - c6 25. Dxe6+ Kxe6 26. Rxa2 Enn hefur staðan breytt um „kar- akter“. Karpov á hrók gegn biskupi og peði en hann hefur ekki náð að losa almennilega um taflið - fram- kvæðið er enn í höndum heimsmeist- arans. 26. - Rf7 27. Be2 Rd6 28. Rb4 Bc3 29. Rc2 f4 30. Hdl h5 31. f3 e3 32. g3 g5 33. Bd3 h4 34. Kfl c5 35. Ke2 b5!? Valdað frípeð Kasparovs hlýtur að vera a.m.k. á við skiptamun en Karpov hefur þó náð að skoröa það tryggilega. Nú freistar heimsmeist- ariim þess að opna tafliö ef vera skyldi að losnaði um peðið. Þetta var umdeild ákvörðun en báðir vora nú orðnir afar tímanaumir. 36. cxb5 Rxb5 37. Bc4+ Ke7?! 38. Hd5! BfB 39. Hxc5 Rc3 + 40. Kfl Bg6 41. Rel 8 7 6 5 4 3 2 1 Biðstaöan. Kasparov (svartur) setti biðleik sinn í umslag sem opnað verður í kvöld. Karpov hefur náð að bæta stöðu sína verulega í allra síð- ustu leikjum, eftir þrengingar fram- an af tafli. Nú virðist hann hólpinn en bragðið getur til beggja vona. Spennandi staða. k * ii I á k iAA A ABCDEFGH • Fáir voru i Bláfjöllum I gær er DV kom þar viö en þeir Samúel J. Samú- elsson og Björn Axelsson höfðu fengið eina rjúpu. „Við sáum ekki mikið af rjúpum," sögðu félagarnir í Bláfjöllunum í gær. DV-mynd G.Bender Snæfellsnes: Skotveiðimenn f óru degi f yrr en mátti og náðu 20 rjúpum - dræm ijúpnaveiði fyrsta veiðidaginn „Við Halldór Þórðarson fengum okkur labbitúr upp með Laka og löbbuðum lengi en sáum ekki fugl, samt var veður mjög gott,“ sagði Jón G. Baldvinsson í gærkvöldi, en í dag ætlaði hann í Tungufljótið í sjóbirt- ing. „Kunningi minn hringdi í mig áðan af Snæfellsnesi og höfðu þeir fengið sjö ijúpur. Þeir höfðu labbað í þijú flöll en ekki fengið meira, sáu samt eitthvað af fugli. En það var greini- legt að skotveiðimenn höfðu þjóf- startað og fréttist af þeir höfðu fengiö 20 ijúpur á sunnudaginn," sagöi Jón í lokin. „Veðurfarið hefur ekki verið gott og við fengum fáar rjúpur," sagði Birgir Þorgilsson á Hótel Matthildi á Hólmavík í gærkvöldi, nýkomin inn á hótelið af Tröllatunguheiðinni. „Menn vora með þetta 3 og 4 ijúp- ur, frétti af tveimur í dag sem voru komnir með 13 saman,“ sagði Birgir í lokin. Skotveiðimenn, sem höfðu snætt á Hótél Stykkishólmi, gátu ekki borðaö ijúpur því þeir höfðu ekki fengið neina. „Það er kalt og hvasst héma og fáar ijúpur hafa sést,“ sagði tíð- indamaður okkar á hótehnu. „Það er ekkert minna af ijúpu núna en endranær, en hún er ljón- stygg,“ sagði Thulin Johansen, staddur í Staöarskála í gærkvöldi með félögum sínum í landshðinu. „Það mesta sem við fréttum af í dag vora 30 ijúpur á Holtavörðuheiðinni og tveir menn fengu 17 ijúpur. Við í landsliðinu skiptum okkur hérna og svo í Bárðardahnn, þar höfðu þeir fengið htið. Við höfum fengið eitt- hvað héma en ekki mikið,“ sagði Thulin í lokin. „Veiðin er lítil sem engin hérna í Mývatnssveitinni og ég náði um 20 rjúpum sem er ekki mikið fyrsta veiðidaginn," sagði Jónas Þór Hah- grímsson á Húsavík, staddur í Mý- vatnssveit í gærkvöldi. „Það er mikill snjór og ijúpurnar eru úti um aht ennþá. Ég sá á milli 50 og 60 rjúpur en þær voru styggar. Frétti að þeir hefðu fengið mest 13 í kringum Húsavík, þeir voru í hraun- . inu rétt hjá flugvelhnum. Þetta er einhver lélegasta byijun í ijúpna- veiðinni, sem ég man eftir,“ sagði Jónas en ætlaði samt til ijúpna í morgunsárið. „Það er þoka og slydda hérna í Vopnafiröi og líklega hafa fáir farið til rjúpna í dag. En við sáum tölu- vert af rjúpum í göngunum,“ sagði Artúr Pétursson í Syðri-Vík í Vopna- firði í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.