Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Fréttir Lög um Landsvirkjun: Hugsanlegt að breyta þeim vegna orkusölu - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segist ekki geta sagt af eða á um það hvort þurfi að breyta lögum um Landsvirkjun vegna orkukaupa- samnings við Atlantsál. Þetta kom fram hjá Jóni þegar hann var að svara Friðriki Sophussyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins og fyr- verandi iðnaðarráðherra, en Friðrik bað um utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær vegna álmálsins. Iðnaðarráðherra sagði að lögin um Landsvirkjun giltu um orkusöluna í dag. Hvort breytingu þurfi að gera á þeim vegna þessara samninga sagð- ist hann ekki geta fullyrt um á þessu stigi. Hann sagðist heldur ekki geta fullyrt um hvort formleg tenging yrði Friðrik Sophusson gagnrýndi Jón Sigurðsson fyrir að ætla að ræna heiðrinum af álmálinu. DV-mynd GVA á milli lagafrumvarpa og samnings. Það var hins vegar greinilegt að ýmsir túlkuðu svör hans þannig aö það yrði gert. Þá vakti einnig athygli sú yfirlýs- ing iðnaðarráðherra að það minnis- blað, sem hann undirritaði 4. októb- er, verði grundvöllur að lagafrum- varpi um nýtt álver. Það kom fram hjá Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra að samningum ætti áð vera lokið ekki síðar en í mars. Sagði Steingrímur að heimildarlagafrumvarp yrði þess vegna að afgreiða frá Alþingi fyrir áramót. -SMJ Mengun frá nýju álveri á Keilisnesi: Umfangsmestu mælingar í heiminum - segir Júlíus Sólnes umhverfisráðherra Aö sögn Júhusar Sólnes umhverf- isráðherra verða umfangsmeiri mengunarmælingar við nýtt álver á Keilisnesi en nokkurs staðar þekkist í heiminum í dag. Verður þar um að ræða sívirkar mæhngar á öllum umhverfisþáttum. Sagði Júlíus að með þessu hefði náöst mjög merki- legur áfangi á þeirri leið að tryggja ýtrustu megunarvamir við álverið. Ákvörðun um þetta var tekin ný- lega á vegum starfshóps umhverfis- ráðherra. Sagði ráðherra að hug- myndir um þessar mælingar hefðu mætt vantrú Bandaríkjamanna í At- lantsálhópnum en Hollendingamir og Svíamir stutt þetta. Umhverfisráðherra talaði einnig mikiö um vothreinsibúnað og stað- festi það sem áður hefur komið fram hér í DV um að hans verði ekki kraf- ist við veitingu starfsleyfis. Hann sagði hins vegar að hugmyndir væm um að takmarka magn brennisteins í rafskautum sem verksmiðjan notar. Taldi Júlíus það vænlegri leiö til að takmarka brennisteinsdíoxíð. Hann sagði hins vegar að líklega yrði farið fram á að við hönnun álversins verði vothreinsibúnaður hafður í huga. Þannig yrði unnt að koma honum upp síöar ef þörf þætti á. Sagði Júlíus að gera mætti ráð fyrir 4000 til 5000 tonnum af brennisteinsdíoxíði frá verksmiðjunni. 0,3 kíló af flúor á áltonnið Júlíus sagði að flúormengunin væri langhættulegust. Hann sagöi að reglur um hana væru töluvert á reiki. Þá kom fram hjá ráðherranum að norskar kröfur um mengun innan við 0,8 kfió af flúor frá hverju fram- leiddu áltonni væm þær ströngustu sem þekktust í OECD-ríkjunum. Júl- íus sagðist hins vegar gera ráð fyrir að flúormengunin yrði um 0,3 kíló á tonnið eða langt innan við ýtrustu mengunarvamakröfur. Þá kom fram hjá umhverfisráð- herra að hann hyggur á ferðalag til Frakklands að skoða álver þar sem er með tilraunabúnað í mengunar- vömum. Einnig sagðist hann nýlega vera kominn frá Svíþjóð í sömu er- indagjörðum. -SMJ Próf var lagt fyrir nýju methafana í lærdómi eftir maraþonsetu yfir bókum. Þeir voru aö vonum þreyttir en ánægjan var mikil þegar settu markmiði varnáö. DV-mynd Hanna Nýtt íslandsmet í lærdómi: Lagst á glerbrot til varnar syfju - áheitasöfnun gaf ríflega 1 ferðasjóð methafa Nýtt íslandsmet í lærdómi var sett um helgina í félagsmiðstöð unglinga í Árseli í Reykjavík. Maraþonnám- inu lauk klukkan sex á laugardaginn og hafði þá staðið yfir í 31 klukku- tíma. Alls tóku 17 ungmenni úr Ár- bæjarskóla þátt í lærdómnum. Áheitasöfnun var í gangi meðan þolraunin stóð yfir og söfnuðust ríf- lega 200 þúsund krónur sem renna í ferðasjóð. Ætlun ungmennanna er að sækja heim félasmiðstöðvar og skóla í Svíþjóð á sumri komandi. Námshópnum til aðstoðar var Vanda Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í Árseli. Að sögn Vöndu sóttist krökkunum námið vel þó þau hafi óneitanlega verið orðin nokkuð syfiuð í morg- unsárið. „Við unnum hinsvegar bug á syfiunni með því að skokka og fara í ýmsa útileiki. Þá lærðum við að framkalla myndir og leggjast á gler- brot, en það var hluti af leikhst- arnámskeiði. Nokkrir náðu meira að segja svo mikilli færni að þeir gátu gengið berfættir yfir oddhvast gler- ið.“ Aðspurð kvað Vanda engan lær- dómshestinn hafa helst úr lestinni og að mikill fognuður hafi brotist út í hópnum eftir að gamla metið upp á 30 klukkutíma hafði verið slegið. -kaa Fiskmarkaður á Snæfellsnesi Ingibjörg Haraldsdóttir, DV, Stykkishólmi; Nú er unnið að því á vegum Héraðs- nefndar Snæfellsness að kanna möguleika á stofnun fiskmarkaöar á Snæfellsnesi. Fyrirhugað er aö markaðurinn yrði á vegum og í sam- starfi fiskvinnslufyrirtækja þar, út- gerða, verkalýðsfélaga og héraðs- nefndarinnar. Fiskmarkaður á Snæfellsnesi myndi verða til þess að auka vinnslu þess fiskjar sem annars yrði fluttur á markað á höfuðborgarsvæðinu. í ályktun héraðsnefndarinnar er bent á þá staðreynd að Snæfellsnes væri ekki í umræðunni um staðsetningu orkufreks iðnaðar og því væri sú krafa eðlileg að sjávarútvegsstaðirn- ir við Breiðafiörð fengu aukna hlut- deild í fiskveiðunum. Frosin bros hjá krötum Kratarnir héldu mikið þing um helgina. Mestur tíminn fór í að sætta formanninn og varaform- anninn og þó aðahega að sætta þau hvort við annað. Varð af þessu æsandi spenna og dramatík sem gerði flokksþingið hiö sögulegasta og þó einkum fyrir hinar sögulegu sættir sem tókust áður en yfir lauk. Þingið hófst með pompi og prakt, rauðum rósum og hafnfirskum bröndurum. Brátt fór þó mönnum að hitna í hamsi enda hafði vara- formaðurinn hótað því fyrirfram að nota þingið til að þjarma aö for- manninum. Þetta gerði varaform- aðurinn og það svo rækilega aö formaðurinn fór í pontu og sagðist ekki flyfia neinar andskotans skýrslur. Það sem eftir var þingsins fór síðan í að finna það út í hveiju ágreiningurinn lá og voru bæði for- maður og varaformaður tekin úr umferð á meðan. Mestallan sunnu- daginn voru þau lokuð inni til að flokksmenn hefðu frið fyrir áflog- unum en þingheimur hafði hins vegar meiri áhuga á því hvað gerð- ist á bak við lokaðuðu dymar held- ur en á opna þinginu. Var þar hljóðskraf mikiö meðan ekki var vitað hvort formaðurinn lemdi varaformanninn eða varaformað- urinn formanninn. Upphaflega mun þessi misklíð hafa stafað af því að varaformaður- inn fékk ekki nægilega peninga í Byggingarsjóð ríkisins. Varaform- aður Alþýöuflokksins, sem jafn- framt er félagsmálaráðherra í rík- issfióminni, hefur það fyrir sið í hvert skipti sem hún fær sínum málum ekki framgengt að sefia undir sig höfuðið og hóta afarkost- um ef ráðherrar og stjórnmála- flokkar láta ekki allt eftir henni. Hún heimtar sem sagt annaðhvort peningana eða lífið. Nú hafði hún ekki fengið pening- ana og þá var komið að lífinu. Varaformaöurinn steig í ræðustól á flokksþinginu og rakti þar í ítar- legri ræðu hvemig Alþýðuflokkur- inn hefði bmgðist í öllum þeim stefnumálum sem hann hefði lofað í síðustu kosingum. Var það hin merkasta upptalning og til hagræð- ingar fyrir aðra flokka sem geta nú komið höggi á Alþýðuflokkinn með því einu að flölrita ræðu vara- formannsins í næstu kosningabar- áttu. Formaðurinn kallaði upplestur varaformannsins sakaskrá og er það réttnefni. Alþýðuflokkurinn er kominn á sakaskrá hjá varaform- anninum og þá einkum formaður- inn fyrir að vera höfuðpaurinn og aðalsökudólgurinn í ákæruskjal- inu. Vom nú peningamir til bygg- ingarsjóðsins orðnir aukaatriði. í staðinn heimtaði varafoimaðurinn líf formannsins og formaðurinn sá sig tilneyddan að taka varaform- anninn af lífi áður en varaformað- urinn tók hann sjálfan af lífi. Þessi póhtíska aftaka, sem varafor- maöurinn upplifði á laugardaginn, var hápunktur flokksþingsins og skipti þá engu þótt þingheimur kysi þau bæði til áframhaldandi forystu. Líkin risu samt upp og fógnuðu endurkjörinu og settu upp frosin bros þegar þingheimur heimtaöi sættir. Sunnudagurinn fór svo í að vekja þau til lífsins á ný og mun það hafa verið síðla dags sem hvítan reyk lagði upp af lokaða herberginu og önduðu þá flokksmenn léttar. Út gengu formaður og varaformaöur og lýstu friðarsamkomulagi og for- maöurinn lét meira afr segja svo ummælt að þessar fiölskyldueijur væra honum tamar, enda blossaði ástin best á hans heimili eftir góð rifrildi. Varaformaðurinn brosti í fyrsta skipti á þinginu sem fór henni illa því hvorki sjónvarpsá- horfendur né alþýðuflokksmenn era vanir því að sjá varaformann sinn brosandi. Spumingin er jafn- vel sú hvort hún hefði náð endur- kjöri ef þetta bros hefði tekið sig fyrr upp. Varaformaðurinn er nefnilega varaformaður í Alþýðu- flokknum vegna þess að hún er jafnan í vondu skapi og enginn tek- ur sénsinn á því að styggja hana að óþörfu. En sættimar tókust og era kratar á einu máh um að þingiö hafi verið afskaplega vel heppnað vegna þess að formaður og varaformaður gátu tekist í hendur. Það er ekki lítill árangur og mikill sigur fyrir jafn- aðarstefnuna. Flokkar þurfa greinilega á því að halda að fluttar séu sakaskrár yfir þeim sjálfum til að formenn og varaformenn geti talað saman og brosað út í bæði. Að minnsta kosti þegar myndavél- amar beinast að þeim. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.