Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. 27 DV LífsstíU Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eldvérks hf.: Jónískir reyk- skynjarar eru betri „Aðferðimar, sem notaðar eru til að skynja reyk, eru einkum tvær. Önnur er svokölluð jónísk aðferð þar sem notað er örlítið af geislavirku efni í skynjarana. Þá verður til jónun í sérstöku skynjunarhólfl þar sem plús- og mínusagnir era á fleygiferð fram og aftur. Svo þegar reykagnir, hvort sem þær eru sýnilegar eða ósýnilegar, fara inn í þetta hólf truíla þær flæðið á þessum jónum og skynj- arinn gefur merki um að eitthvað sé á ferðinni sem ekki á að vera. Þetta þýðir það að jónískir reykskynjarar Neytendur geta gefiö merki um bruna sem ekki er enn orðinn að eldi. Það getur þá verið eitthvað byijað að bráðna sem veldur ekki strax sýnilegum reyk“, segir Helgi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eldverks hf. í Ármúia. Hann selur bæði geislavirka og ógeislavirka reykskynjara og telur að fólki stafi lítil hætta af báðum. „Eins getur þessi skynjari numið bráðdrepandi lofttegundir frá ýms- um gerfiefnum áður en um eiginleg- an eld eða sýnilegan reyk verður að ræða. Hin tegundin af reykskynjuram er með fótósellu, ljósnema. Þá er um að ræða svipaða aðferð og notuð er á karlaklósettum á skemmtistöðum. Þegar menn labba að salernisskál- inni fer vatnið sjálfkrafa að renna þegar menn ganga fyrir ljósgeisla sem hafður er yfir skálunum. í reykskynjurum virkar þetta þannig að í sérstöku hólfi á skynjar- anum er ljósgjafi sém sendir frá sér ljósgeisla sem ljósnemi skynjar. Ef það koma svo reykagnir þarna á milh, sem trafla ljósmagnið sem neminn skynjar, þá fer reykskynjar- inn í gang. Ljósnemaskynjarinn þarf sýnileg- .Ljósnemaskynjarinn þarf sýnilegan reyk en jóníski skynjarinn ekki,“ segir Helgi Guðmundsson. an reyk en jóníski skynjarinn ekki. Það benda flestar eða allar rann- sóknir til að geislavirki skynjarinn nemi fleiri tegundir af reyk eða loft- tegundum sem myndast við bruna fyrr en ljósnemaskynjarinn. þetta er ástæðan fyrir því að jóníski skynjar- inn er talinn vera betri,“ sagði Helgi. Hann sagði ennfremur að ef fólk vildi samt sem áður skipta úr geisla- virkum skynjara yfir í ljósnema- skynjara, þá tækju þeir hjá Eldverk hf. geislavirka skynjara upp í hina ljósnæmu, svo fremi þeir hafi verið keyptir hjá þeim. -hge Raymond Urbschat: Sigurður misskilur hlutverk sitt „Ég held að maðurinn misskilji starf sitt. Það er að sjálfsögðu hlut- verk hans að halda fólki frá hlutum sem eru á einhvem hátt geislavirkir en ekki að reyna að réttlæta notkun geislavirkra hluta, í þessu tilviki reykskynjara. Hann ætti frekar að benda fólki á að til séu annars konar reykskynjarar og mæla með notkun þeirra,“ sagði Raymond Urbschat eðlisfræðingur í samtah við DV og á þar við Sigurð Magnússon, forstöðu- mann Geislavarna ríkisins. Sigurður sagði í samtah við DV í síðustu viku að notkun reykskynjara væri ekki heimiluð ef menn hefðu ástæðu th að ætla að þeir sendu frá sér geislun sem væri yfir hættu- mörkum. „Ætti ekki maður, sem hefur yfir- umsjón með dreifingu geislavirkra efna í landi sem ætlar að gerast fyrir- mynd í umhverfismálum, að ráð- leggja fólki eindregið að nota annars konar tæki ef þau eru fyrir hendi, í stað þess að fuhyrða að geislavirkt efni bjargi mannslífum? Það er held- ur ekki rétt hjá honum að Am-efnið sé í lokuðu og þéttu hólfi því ef svo væri myndi tækið ekki skynja reyk. Það sem máh skiptir er að Am verður th úr plútoníum og aldrei hreinsað 100% þannig að ef íslend- ingar halda áfram að flytja inn plú- toníum eftir þessum leiðum þá er plútoníum, sem hingað kæmi sjóleið- is frá Dounray, „bara eitthvað htið“ sem ekki tæki að mótmæla,“ sagði Raymond. -hge Geislavamir ríkisins taka á móti notuðum reykskynjurum „Þeir reykskynjarar, sem era hér á markaði, innihalda örlítiö af Am- ericium 241 og samkvæmt þeim regl- um, sem ghda um meðferð á geisla- virkum úrgangi í fóstu formi, er þetta innan þeirra marka sem má fara með venjulegu sorpi,“ sagði Sigurður Magnússon, forstöðumaður Geisla- varna ríkisins. „Ef fólk ætlar að fara að fleygja reykskynjurum í miklu magni er það svo annað mál. Ef menn vilja skipta út reykskynjuram og losna við þá gömlu án þess að henda þeim þá tök- um á móti þeim hér. Við munum svo sjá um að losa okkur við þá með þeim hætti að blaðamenn þurfa ekki aö hafa af því áhyggjur;" sagði Sig- urður. -hge Neytendasiðunni hefur borist veriö fluttar inn af þeim nema fyrirspurn um það hvort bóta- framleiðendur erlendis krefðust skylda umboöa á gahaðri vöra falli fuhkominnar ábyrgðai' á vöranni. niður ef aðrir en umboöið flytja Ihns vegar er það á valdi viðkom- vöruna ínn. andi umboðsmanna hér hvort þeir Við leituðum álits Jóns Magnús- veita þaö góöa þjónustu á shmi sonarlögmannsá þessu máli. Hann vöru að viðskiptamaðurinn geti kvað það ekki lagalega skyldu um- reitt sig á umboðið. boðs að bæta vörur sem ekki hefðu -hge

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.