Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. 13 Úr ferðalagi Fáks á Löngufjörur um verslunarmannahelgina síðustu. Hverkeypti greinina Andrés Guðnason skrifar: Tvær spurningar vil ég leggja fyrir þá er hafa með útgáfu á „Hest- inum okkar“ að gera. - Hver fékk þá til að hætta við að birta grein er ég skrifaði fyrir tímaritið um ferö Fáks á Löngufjörur um versl- unarmannahelgina? - Hvað fengu þeir greitt fyrir að draga greinina til baka? Fimmta hefti tímaritsins átti að koma út um miðjan september en kom ekki út fyrr en 'jiku af októb- er, sjálfsagt vegna fjárhagsörðug- leika. í millitíðinni kom Eiðfaxi út í lok september. Og er þar grein um ferð Fáks eftir Guðbrand Kjart- ansson. Sú grein er fyrst og fremst ferðalýsing. - Aftur á móti er grein mín að uppistöðu í bundnu máh en söguþráður og myndir til að tengja saman hughrif höfundar við ýmsar aðstæður. Það er því algjör fjarstæða ef því er haldið fram að min grein hafi misst marks eftir að grein Guð- brands birtist í Eiðfaxa. Þvert á móti þar sem ég nálgast efnið á allt annan hátt. Er lítUl vafi á að marg- ir lesendur hefðu haft gaman af að bera saman þessar tvær greinar. En af einhveijum ástæðum, sem mér eru ókunnar, hefur það ekki þótt æskilegt. Nema hitt komi til að einhveijum hafi fimdist ég höggva fullnærri sér og hafi af þeim ástæðum keypt greinina út úr blaöinu. Og er það líklegra þar sem lagt hafði verið í talsverðan kostnað varðandi setningu grein- arinnar til prentunar. - Æinhver hlýtur því að hafa greitt þeim útgef- endum ómakið. Um miðjan ágúst sýndi ég Jens Einarssyni nokkrar vísur úr ferða- laginu um verslunarmannahelgina og fannst honum þær ágætar til birtingar í næsta hefti „Hestsins okkar". Varð það að samkomulagi að ég gerði umgjörð sem tengdi hlutina saman. Myndir fékk ég hjá Viðari Halldórssyni. Þráinn Bert- elsson hafði þau orð um greinina, er hann haíði lesið hana, að þetta væri hið besta mál. - En einhvem veginn hefur það orðið að hinu versta máh í höndum þeirra félaga. Svar frá útgáfu Hestsins okkar: Enginn - ekkert Þráinn Bertelsson útgefandi skrif- ar: Andrés Guðnason kom með grein til okkar um ferðalag Fáksfélaga og bað um að greinin yrði birt. - Ákveðið var að verða við þeirri ósk. Greinin var send í prentsmiðju og fór síðan í útlitsteikningu („lay- out“) og var tilbúin í blaðið okkar. En áður en blaðið fór í prentun kom tímaritiö Eiðfaxi út og meðal efnis í því riti var löng grein um þetta ágæta Fáksferðalag eftir Guðbrand Kjartansson. Meö tilhti til þessa fannst okkur Jens Einarssyni að títtnefndu Fáksferðalagi hefðu verið gerð slík skh á prenti aö ekki væri ástæða til að prenta aðra lýsingu á því í HESINUM OKKAR, ekki síst þegar það er haft í huga að lesendahópur beggja blaðanna er að mestu leyti sama fólkið. - Þetta er nú ekki flók- ið mál og ég hélt að Andrés hefði skihð ástæðuna þegar ég talaöi viö hann um þetta. En nú hefur hann sent DV grein um þetta mál og spyr tveggja spurninga. - Fyrri spurningin er: „Hver fékk þá (Hestinn okkar) th að hætta við að birta grein er ég skrifaði fyrir tímaritið um ferð Fáks á Löngufjörur um verslunar- mannahelgina?" - Og síðari spum- ingin er: „Hvað fengu þeir greitt fyrir að draga greinina til baka?“ Svarið við fyrri spurnignunni er: ENGINN. Svarið við þeirri síðari er: EKKERT. Ég verð að viðurkenna að ég skh ekki alveg hvað Andrés er að fara. með þessum spumingum, því að varla er hann svo mikið flón að láta sér detta í hug að við höfum selt einhveijum óvhdarmanni hans þessa óprentuðu grein. - Né heldur skh ég hvað hann er að dylgja með að HESTURINN OKKAR hafi ekki komið út á undan EIÐFAXA vegna fjárhagsörðugleika, því alhr sem fylgjast með hófapressunni vita jú að HESTURINN OKKAR er í mikl- um uppgangi um þessar mundir. Munurinn á þessum tveimur blöðum er hins vegar meðal annars sá að HESTURINN OKKAR kemur út 6 sinnum á ári en EIÐFAXI er mánaðarrit. - Mér sjálfum þykir leiðinlegt að Andrési skuh hafa sámað að grein hans skuh ekki hafa birst, en mér finnst það þó ekki réttlæta þessi viðbrögö hans. Lesendur Landsbyggðin váknar: Fagna nýjum framboðum Akurnesingur skrifar: Mig langar til að koma því á fram- færi að það eru margir hérna á þessu landsvæði sem fagna því mjög að ný póhtísk framboð eru nú á döfinni. - Ég á ekki við nýja flokka eða flokks- brot, t.d. þessi sem áður hafa verið að hasla sér vöh, heldur framboð manna sem ekki hafa verið áður í kjöri en eru vel fahnir th að taka við af hinum sem hafa í mörgum thvik- um setið ahtof lengi á þingi. í Alþýðuflokknum hér á Vestur- landi er enginn þingmaður t.d. héðan frá Akranesi en nú er von að vænk- ist hagur okkar að þessu leyti, því traustur maður, Gísli Einarsson, hef- ur ákveðið að takast þingmennsku á hendur ef hann fær næghegt fylgi. - Og það er ekki bara innan Alþýðu- flokksins sem hreyfing er vöknuð um að koma inn þingmönnum sem hafa búsetu á landsbyggðinni. í Sjálfstæð- isflokknum virðist vera áhugi á að bjóða fram nýja menn, bæði hér á Vesturlandi og eins á Vestfjörðum. Á Suðurlandi og á Austfjörðum eru menn einnig að vakna th lífsins og megum við eiga von á að þar komi ný andlit fram í öllum gömlu flokk- unum. - Þetta þýöir á mannamáh að landsbyggðin er að vakna af hinum póhtíska dvala sem hún hefur legið í ahtof lengi og látið menn, sem eru löngu fluttir úr kjördæminu með aht sitt, halda þingsætum sínum. Þess vegna fagna menn nýjum framboð- um víðs vegar um landiö. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum. BlIASAIAi RAGNARS BJARNASONAR ELDSHÖFÐA18,112 REYKJAVfK 0673434 Toyota Corolla XL hatchback ’88, MMC Pajero turbo dísil ’87, ek. ek. 30.000, hvítur, sjálfsk., ath. 121.000, hvitur, ath. ódýrari. skuldabréf. MMC Pajero stw. 87, blásans. ek. VW Golf Sky ’87, hvítur, 5 gíra, . 83.000, turbo dísil, ath. ódýrari. ek. 52.000. Ath. ódýrari. SÍMI 673434 NYR MYNDALISTI Saumuð í gráan grófan hör með ullargarni Stærð 38x64 cm. Verð 2.175,- Jólakoss LUKKUPOKAR Verðmætí kr. 7500. Selt á kr. 5000. HannYrðapakkningar með jólavörum. I engum tveim pokum er sama varan. Gerið tilraun og reynið okkar vinsælu ,,Iukkupoka“ POSTSENDUM. ^annprbabEröluntn Crla Snorrabraut 44. Sími 14290 EINSTAKT A ISLANDI BLAÐSIÐUR FYRIR 365 KRONUR BYÐUR NOKKUR BETUR? TIMARIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.