Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. 15 Vitni vantar að borgarstjómarfundi Borgarstjórn er tekin til starfa ettir sumarfrí og reglulegir fundir hafnir á ný, segir greinarhöfundur. Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. Jæja, þá er borgarstjórn aftur tekin til starfa eftir sumarfrí og reglulegir fundir hafnir á ný. Borgarstjómarandstaðan hóf vetrardagskrána.með tiilögum um úrbætur í dagvistarmálum - við litlar * undirtektir meirihlutans. Nýkjörinn borgarfulltrúi hafði gert sér vonir um að tillöguflutningur- inn myndi vekja upp málefnalegar umræður um þann vanda sem við er að etja á dagvistarheimilum borgarinnar; að tekist yrði á um leiðir til úrbóta og skipst á skoðun- um um þá hluti sem snerta líf reyk- vískra fjölskyldna. En því miður, nýkjörnum borgar- fulltrúa varð ekki að ósk sinni. Málflutningur meirihlutans var með þvílíkum eindæmum - og svo fjarri aðalatriðum málsins að það var raunalegt á að hlýða. Ríflega 200 rými auð Tillögurnar voru fluttar vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna starfsmannaeklu og lélegrar nýtingar vistunarrýma á dagvistarheinúlum borgarinnar. Það er hrikalegt til þess að vita að 222 vistunarrými skuU ekki nýtast börnum sem bíða vegna þess hversu erfitt er að fá fólk tíl starfa - aðallega faglært fólk. Á sama tíma og það er verið að taka upp breytt vistunarkerfi og þróa ákveðnar skipulagsbreyting- ar á dagvistarheimUum borgarinn- ar - sem þýða aukið vinnuálag og breytta starfshætti - ætti að vera hægt að hefja endurmat á launa- kjörum starfsfólksins og undirbúa næstu samningsgerð. Ymis atriði væri jafnvel hægt að leiðrétta nú þegar - þrátt fyrir þjóðarsátt. Það var þess vegna sorglegt að hlýða á mál sjálfstæðismeirihlut- KjaJlarinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs ans á síðasta borgarstjórnarfundi. Hafi ég vonast eftir því að menn héldu sig viö sjálft umræðuefnið þá er mér núna ljóst að það var borin von. Reiðiraup borgarstjórans í stað umfjöllunar um ástandið á dagvistarheimilunum máttu borg- arfulltrúar sitja undir því er borg- arstjóri jós út úr sér uppnefnum og fimmaurabröndurum - meira í bræði en gamni að því er virtist - og flutti mál sitt í sárri málefnafá- tækt. Biðhstana kaUaði hann „ein- falda skráningarhsta", borgarfull- trúa Nýs vettvangs kaUaði hann deUdaskipt „forræðishyggjufólk" og réð varla reiði sinni yfir að við skyldum voga okkur að líta á dag- vistun barna sem eðUlega þjónustu við reykvískar fjölskyldur. MáUð allt afgreiddi hann sem gamla úr- elta plötu og vitnaði loks í þjóðar- sátt! Ábendingar um óeðlUegan launa- mun á milh sveitarfélaga, starfs- mannaskort og langa biðUsta hrukku eins og vatn af gæs. Það leyndi sér Utt að borgarstjórinn er ekki búinn að jafna sig eftir kosn- ingamar og á margt ósagt enn. Hann á erfitt með að stilla orða- flaumnum í hóf og heiftina á hann erfitt með að hemja. Það er líka deginum ljósara að hann gerir eng- an greinarmun á sjálfum sér sem embættismanni (borgarstjóra) og póUtíkusi. Hvað er þjóðarsátt? „Það vantar vitni aö þessum mál- flutningi," hugsaði ég þar sem ég sat undir ósköpunum. Hvernig get- ur sjálfur borgarstjórinn leyft sér annað eins þegar um er að ræða jafnmikUvægan þjónustugeira og dagvistun bama í Reykjavík? Hvernig getur hann leyft sér að tala um þjóðarsátt á sama tíma og hann lætur hækka bílastæðagjöld borgarinnar á einu bretti um 50%? Með annarri hendinni er hægt að hækka gjöld en með hinni halda menn niðri launum - og tala svo um þjóðarsátt! Ég kannast ekki við það að bág launakjör starfsmanna Reykjavík- urborgar hafí orðið að veruleika með þessari þjóðarsátt. Þau em uppsafnaður vandi margra ára. Auk þess vitum við að þjóðarsáttin var ekki gerð til þess að tryggja algjöra stöðnun heldur tU þess að koma böndum á verðlag og ná nið- ur verðbólgu. Það hefur tekist með undraverðum hætti - og slíkur ár- angur hlýtur að teljast forsenda þeirra breytinga sem gefa þjóðar- sáttinni inntak, eins og BSRB hefur rækilega bent á. Nú er svo komið að ein stærstu launþegasamtök landsins, BSRB, vilja ekki lengur una ástandinu í leikskólamálum. Þau hafa haldið opinn fund til þess að vekja athygli á sínum sjónarmiðum og reyna að knýja fram úrbætur. Sá fundur var haldinn á sama tíma og síðasti borgarstjórnarfundur stóð yfir. Þar kom fram að þjóðarsáttin væri „ekki sátt um óbreytt ástand held- ur krafa um breytta tekjuskiptingu og áherslur í þjóðfélaginu. í því samhengi er úrbætur í málefnum leikskólans meðal þeirra verkefna sem brýnust eru“ eins og segir í bréfi samtakanna. Ekki spurt um getu heldur vilja Þetta er kjarni málsins. Það þýðir lítið að vitna í þjóðarsátt en neita á sama tíma að horfast í augu við ákveðnar leiðréttingar sem þegar er orðið brýnt að gera. Endurmat á störfum starfsfólks dagvistar- heimila er sjálfsagður hlutur - ekki síst á tímum þjóðarsáttar - þegar til vandræða horfir með afdrif jafn- veigamikillar þjónustugreinar og dagvista. Hér er ekki spurt um getu - ekki þegar ríkasta sveitarfélag landsins á í hlut. Hér er einfaldlega spurt um vilja - og þeirri spurningu hafa sjálfstæðismenn svarað með af- greiðslu sinni á máhnu. Tillögum borgarstjórnarandstöð- unnar um úrbætur var báðum vís- að frá. Ólína Þorvarðardóttir „Það er hrikalegt til þess að vita að 222 vistunarrými skuli ekki nýtast börnum sem bíða vegna þess hversu erfitt er að fá fólk til starfa - aðallega faglært fólk.“ Hin hála braut og byggðastefna: Negldir hjólbarðar A hverju ári koma tugir eða hundr- uð manna saman um land allt til þess að leggja á ráðin um það hvemig tryggja megi öryggi þeirra sem í umferðinni em. Hér er átt við Umferðarráð, umferðarnefndir sveitar- og bæjarfélaga, trygginga- félög, lögreglu og fleiri. Störf þessa fólks lúta öll að sama marki, þ.e. að fmna ráð til að gera vegfarendum, akandi eða gang- andi, ferð þeirra hættuminni. Hver þekkir ekki hvatningarorð sem þetta fólk sendir frá sér, svo sem eins og Búið bíhnn út til vetrar- aksturs, Verið varkár, varist slys- in, Gott er heilum bíl heim að aka og fl. og fl. Nýr dreifbýlisskattur Vegna starfa þessara ráða og Kjallarinn Eðvarð Árnason yfirlögregluþjónn Fólk í dreifbýli spyr hvar aðilar, sem gefa út fyrirmæli af þessu tagi, hafi búsetu. Varla á Islandi. Þó gæti það verið. En öllum má vera ljóst að þeir hafa ekki búsetu 1 dreifbýlinu. nefnda höfum við freistast th þess að halda að árangur náist og fækk- un geti orðið á hörmungum um- ferðarslysa. Þessa dagana ber skugga á þær væntingar. Er að sjá sem hvatningarorðin, sem segja að heilum bíl sé gott heim að aka eða að vera varkár og varast slys, hafi ekki lengur sömu merkingu. Hvað er að gerast? Ljóst er að þarna er um nýjan dreifbýhsskatt að ræða, skatt sem á eflaust eftir að verða einhverjum þyngstur allra skatta. Það sem hér er átt við eru ný fyrirmæh varð- andi notkun negldra hjólbarða. Hin nýju fyrirmæh boða að ekki sé heimilt að setja neglda hjólbarða undir bifreiðir fyrr en 1. nóvember og þeir skuh teknir undan ekki síð- ar en 15. apríl. Eru þetta fyrirmæli Afríkumanns? Fólk í dreifbýli spyr hvar aðilar, sem gefa út fyrirmæh af þessu tagi, hafi búsetu. Varla á íslandi. Þó gæti það verið. En öllum má vera ljóst að þeir hafa ekki búsetu í dreiíbýlinu. Tæpast þekkja menn, sem standa að svona fyrirmselum, til aksturs um þjóðvegi landsins með bundna shtlaginu eftir að þeir eru orðnir ísaðir. Þeir þekkja ekki ísi lagða fjah- og heiðavegi sem fólk í dreifbýlinu þarf að fara um. Einhver segði að hægást væri að nota keðjur. Svo er ekki. Keðjur duga ekki gegn ísingu á bundnu shtlagi. Einnig hagar oft þannig tíl að hluti leiðar getur verið um auð- an veg og óhálan. Síðan getur kom- ið kafli þar sem vegur er mjög háh. Þetta eru aðstæður sem skapast á vegi sem hggur um mishæðótt land og af misjöfnu rakastigi í lofti. Ný fyrirmæh um heimhd th að nota neglda hjólbarða eru slæm fyrirmæh. Fyrirmæh eru byggð á líkum skhningi og Afríkumaður gæti haft á akstri í snjó og hálku. Hvar eru þeir kerfiskarlar sem eiga að gæta hagsmuna dreifbýhs- fólks? Dreifbýlisfólk lýsir eftir þeim. Eðvarð Árnason „Einhver segði að hægast væri að nota keðjur. Svo er ekki. Keðjur duga ekki gegn ísingu á bundnu slit- lagi,“ segir I greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.