Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1990. 9 Utlönd EB-viöræöur: Ágreiningur getur fellt stjórn Syse Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs. Næstu tvær til þrjár vikumar kemur það líklega í ljós hvort norska stjómin verður að segja af sér vegna ósamkomulags milli Miðflokksins og Hægri flokksins um afstöðu Noregs i samningavið- ræðunum við Evrópubandalagið, EB. Syse forsætisráðherra er leið- togi Hægri flokksins. Búist er við að EB muni í samn- ingaviðræðunum við Noreg og hin aöildarlönd EFTA, Fríverslunar- samtaka Evrópu, krefjast breyt- inga á norskum lögum sem hindra kaup útlendinga á norskum auð- lindum. Flest þessara laga voru sett fyrir heimsstyrjöldina fyrri þegar Noregur var fátækt land og erlend fyrirtæki keyptu fossa, skóga og fjallshlíðar. Samkvæmt lögunum verða þeir sem kaupa slíkt að hafa fengið leyfi frá norsk- um yfirvöldum. Miðflokkurinn segir lögin enn nauðsynleg en nokkrir háttsettir menn úr röðum Hægri flokksins og Framfaraflokksins segja þau úrelt og vilja semja við EB um breytingar á þeim. Verkamanna- flokkurinn er sama sinnis. NTB „Fimmti maðurinn“ enn í f elum John Cairncross, sem sagður er vera „flmmti maður“ KGB í bresku leyniþjónustunni, flúði heimili sitt í Suður-Frakklandi í gær til að forðast fréttamenn. Njósnari sovésku leyniþjón- ustunnar, Oleg Gordievsky, fullyrðir í bók sinni að Cairncross hafi verið fimmti maðurinn í einu frægasta njósnahneyksli sögunnar og birtist útdráttur úr bók hans í tímaritinu Time í gær. Á sjötta áratugnum störfuðu innan bresku leyniþjónustunnar nokkrir menn sem reyndust vera útsendarar sovésku leyniþjónustunnar. Vitað hefur verið um fjóra þeirra en fimmta mannsins hefur lengi veriö leitað. Hafa ýmsar tilgátur verið sett- ar fram um hver hann var. Félagi Cairncross sagði að hann myndi ekkert segja fyrr en bók Gordievskys kæmi út. Ekki er vitað hvert Cairncross, sem nú er 76 ára, og kona hans fóru í gær en þau höfðu tekið hús á leigu í þorpinu Saint- Antonin. Reuter Borgarstarfsmenn í Jóhannesarborg i Suður-Afriku með skilti sem nú hafa verið tekin niður. íhaldsmenn í Suður-Afríku er ekki ánægðir með að nú skuli blökkumönnum leyfður aðgangur að almenningssundlaugum og bóka- söfnum sem áður hafa einungis veriö fyrir hvita. Símamynd Reuter Suður-Afríka: íhaldsmenn vilja bola de Klerk frá Suður-afríski íhaldsflokkurinn hefur heitið því að bola stjórn de Klerks forseta frá og viðhalda sér- réttindum hvítra í Suður-Afríku. Landsfundur flokksins hefst í dag, rúmum sólarhring eflir að lög um aðskilnað kynþátta á aimannafæri voru felld úr gildi. Þó svo að íhaldsflokkurinn hafi minna en fjórðung þingsæta segja leiötogar hans að þeir gætu unnið kosningar núna ef einungis hvítir tækju þátt. Er það skoðun flokks- manna að stuðningsmönnum hans muni fjölga vegna afnáms laganna. Sumar sveitarstjórnir reyna að komast hjá því að hhta breyttum lög- um og í Springs, nálægt Jóhannesar- borg, þar sem íhaldsflokkurinn fer með völdin, var almenningssund- lauginni lokað í gær í stað þess að veita blökkumönnum aðgang að henni. Annars staðar var aðgangs- eyrir stórhækkaður. Afríska þjóðarráðiö hefur heitið að berjast fyrir því að nýju lögunum verði framfylgt. Reuter ... alla daga ■^f^ARNARFLUG m INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - simi 29577 Tölvupappír iiii Hverlisgotu 78, simar 25960 25566 Söguleg heimsókn til Norður-Kóreu Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Kang Young-hoon, til vinstri, við komuna til Norður-Kóreu í morgun. Símamynd Reuter Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Kang Young-hoon, fór í morgun í sögulega heimsókn til Noröur-Kóreu. Er það í fyrsta skipti frá því að Kór- euskaganum var skipt 1945 sem svo háttsettur Suður-Kóreumaður fer í heimsókn til Norður-Kóreu. Gert er ráð fyrir að Kang ræði við norður- kóreska embættismenn á morgun og fimmtudag. í síðastiiðnum mánuði kom forsæt- isráðherra Norður-Kóreu, Yon Hy- ong-muk, í heimsókn til Suður-Kóreu til viðræðna við ráöamenn þar. Báðir fóru ráðherramir um landamæra- þorpið Panmunjom þar sem einstaka fundir ríkjanna hafa átt sér stað frá því að bardögum lauk 1953. Yfirvöld í Norður-Kóreu sendu í morgun frá sér bréf þar sem stungið var upp á að teknar yrðu upp á ný viðræöur Rauða krossins um sam- einingu yfir tíu milijóna manna úr fjölskyldum sem tvístruðust í stríð- inu. Samkvæmt fréttum á Kang að flytja Kim Il-sung, leiðtoga Norður- Kóreu, tillögu Rohs Tae-woo, forseta Suður-Kóreu, um fund leiðtoganna annaðhvort í Seoul eða Pyongyang. Gert er ráð fyrir að forsætisráð- herrar beggja Kóreuríkjanna taki upp þráðinn þar sem frá var horfiö í september. Kang hefur stungið upp á að leyfðar verði ferðir yfir landa- mærin á stærri hátíðum, að sam- vinna á sviði viðskipta og efnahags- mála verði aukin og að herir ríkj- anna verði jafnstórir. Búist er við að Yon leggi áherslu á að þremur and- ófsmönnum, sem fóru ólöglega yfir til Norður-Kóreu, verði sleppt, að árlegum sameiginlegum heræfing- um Bandaríkjamanna og Suður- Kóreumanna verði hætt og að ríkin hafi eitt sameiginlegt sæti hjá Sam- einuðuþjóðunum. Reuter Vinningstölur laugardaginn 13. okt. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.299.118 Z. 4af5^SfM 4 99.653 3. 4af 5 158 4.351 4. 3af 5 4732 339 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.989.336 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.