Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Afmæli Edgar Guðmundsson Edgar Guðmundsson verkfræðing- ur, Bergstaðastræti 80, Reykjavík, erfimmtugurídag. Starfsferill Edgar er fæddur í Reykjavík og lauk verkfræðiprófi frá Tæknihá- skólanum í Þrándheimi 1966. Hann var bæjarverkfræðingur á Ólafs- firði og Dalvík 196871969 og vann á verkfræðistofu G. Óskarssonar 1970-1976. Edgar var með eigin verkfraeðistofu 19767I978 og stofnaði ásamt Óla Jóhanni Ásmundssyni Ráðgjöf og hönnun sf. og hafa þeir rekið hana síðan. Þeir hafa einkum verið í ráðgjöf varðandi iðnþróun og vöruþróun á eigin uppfinningum. Edgar hefur verið ráðgefandi fyrir Rauma Repola í Finnlandi, Arbor Gruppen og Johan G. Olsens Ind- ustrier í Noregi, Káhrs Maskiner í Sviþjóð, Vagips BV í Hollandi, Fal- co, Fakombinat í Ungverjalandi, Onoda Cement og Onoda Engineer- ing í Japan og Camden Windows and MiUwork í Bandaríkjunum. Edgar og Óli eru með einkaleyfi á Mát-kerfinu, Edol-kerfinu, StafþUs- kerfinu og Andylock-kerfmu í 25 löndum. Edgar hefur veriö ráðgjafi iðnaðarráðuneytisins og fleiri ráðu- neyta frá 1980. Hann hefur unnið að rannsóknum í burðarþoh og byggingareðlisfræði í Tækniháskól- anum í Delft í Hollandi, Tæknihá- skólanum í Þrándheimi, Warring- ton í Bretlandi, Linz í Austurríki og Erwitte í Þýskalandi með búsetu í Hollandifrál988. Edgar var formaður Varðar 1978- 1979, stjórnarformaður Rannsókn- arstofnunar byggingariðnarins 1978-1990 og stjórnarformaður Iðn- skólans í Rvík 1986-1988. Edgar var kennari og aðjunkt í TÍ1970-1979 og HÍ1974-1983. Hann hefur m.a. samiðbækurnarTrévirki, 1977, og Tæknimat húsa, 1977. Fjölskylda Edgar kvæntist 29. júlí 1961 Hönnu Eiríksdóttur, f. 26. júlí 1941, banka- starfsmanni. Foreldrar Hönnu eru Eiríkur Guðlaugsson, bílstjóri í Rvík, og kona hans, Lív Jóhanns- dóttir. Börn Edgars og Hönnu eru AtU, f. 19. desember 1960, bakari, kvæntur Kristínu Solveigu Vil- helmsdóttur, fóstru, dóttir þeirra er Alda Guðlaug. Sonur Atla og Sig- rúnar Drífu Jónsdóttur er Edgar Smári; Guðmundur, f. 11. ágúst 1965, háskólanemi og leiðbeinandi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti; Svava Lfv, f. 3. mars 1968, nemi, gift Patrick Engels, sonur þeirra er Ivan, og Jón Viðar, f. 15. mars 1969, nemi. Syst- kini Edgars eru: Þórarinn, f. 1936, eðhsfræðingur og menntaskóla- kennari, kvæntur Sigríöi Stein- grímsdóttur; Anna Þóra, f. 1939, fé- lagsfræðingur í Princeton í New Jersey í Bandaríkjunum, gift Ed Hames tölvufræðingi; Ingigerður Ágústa, f. 1945, Ph.D. dósent í HÍ, matvælafræðingur, gift Pálma Ragnari Pálmasyni verkfræðingi, framkvæmdastjóra Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, og Steinunn, f. 1950, gáft Guðmundi Vikari Ein- arssyni, lækni og dósent í HÍ. Ætt Foreldrar Edgars eru: Guðmund- ur Ágústsson, f. 7. nóvember 1916, d. 17. október 1983, bakarameistari og skákmaður í Rvík, og Þuríður Ingibjörg Þórarinsdóttir, f. 18. apríl 1915. Föðurbróðir Edgars var Hö- skuldur, vélstjóri, dælustöðvar- stjóri á Reykjum í Mosfellssveit, fað- ir Ásgeirs tæknifræðings. Föður- systir Edgars var Ágústa, móöir Björns Ástmundssonr, forstjóra Reykjalundar. Önnur föðursystir Edgars er Margrét, móðir Ágústs Einarssonar, forstjóra Lýsis hf. Þriöja föðursystir Edgars er Þóra, móðir Ingigerðar Karlsdóttur, konu HjaltaPálssonar, forstjóra Sam- bandsins. Fjórða föðursystir Edgars er Steinunn, móöir Steingerðar, konu Jóns Þorgeirs Hallgrímssonar læknis. Fimmta föðursystir Edgars er Nanna, móðir Jóns Ámundason- ar forstjóra. Sjötta föðursystir Edg- ars er Unnur, kona Páls Guðmunds- sonar, skólastjóra Mýrarhúsaskóla. Sjöunda föðursystir Edgars er Ingi- gerður, kona Steindórs Jónssonar flugvirkja. Guðmundur var sonur Ágústs, fiskmatsmanns á ísafirði, Guðmundssonar. Móðir Ágústs var Helga Símonardóttir, hómópata á Bjamastöðum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Guömundar var Ingigerður Sigurðardóttir, systir Steinunnar, konu Sveins Hjartarsonar í Sveins- bakaríi og Kristjönu, móður Péturs Snælands og Sigurðar Sigurz stór- kaupmanns. Móðurbróðir Edgars er ívar Þór, hljóöfærasmiður. Þuríður Ingibjörg er dóttir Þórarins, fiðluleikara og tónskálds, bróður Eggerts Gilfers, skákmeistara. Þórarinn var sonur Guðmundar kirkjusmiðs Jakobs- sonar, prests og alþingismanns á Sauðafelh, Guðmundssonar, afa Jakobs Smára og Yngva, föður Ótt- ars forstjóra og Steinunnar, konu Harðar Einarssonar forstjóra. Móð- ir Þórarins var Þuríður, systir Áma, prests á Stóra-Hrauni. Þuríður var dóttir Þórarins j arðyrkj umanns Ámasonar. Móðir Þórarins var Jór- unn Sæmundsdóttir, systir Tómas- ar Fjölnismanns. Móðir Þuríðar var Ingunn Magnúsdóttir, alþingis- manns í Syðra-Langholti, Andrés- sonar og konu hans, Katrínar Ei- riksdóttur, dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, ættföður Edgar Guðmundsson. Reykjaættarinnar. Móðir Þuríðar Ingibjargar var Anna ívarsdóttir, verslunarstjóra í Edinborgarversl- uninni á Akureyri, Helgasonar, af Kópsvatnsættinni. Móðir Önnu var Þóra, systir Guðrúnar, langömmu Ingibjargar Rafnar hrl., konu Þor- steins Pálssonar. Önnur systir Þóru var Anna Kristjana, amma Guð- mundar Kr. Kristinssonar arkitekts og Bjama í Glerborg og Péturs blikksmiðs. Þóra var dóttir Bjarna, verslunarmanns í Hafnarfirði, Oddssonar og konu hans, Margrétar Friðriksdóttur Veldings. Sviðsljós Cliff Richard eða Harry Webb rétt fyrir hálfrar aldar afmælið. 85 ára Guðbjörg Skaftadóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. 80 ára Hallfríður Þorsteinsdóttir, Sandholti 14, Ólafsvík. ÓskarBergsson, Bragagötu 24, Reykjavík. 75 ára Magnfreð Jónasson, Hlíf, Torfnesi á ísafirði. 70ára Ingibjörg Guttormsdóttir, Langholtsvegi 104, Reykjavík. Ríkharður Sæmundsson, Stekkjarholti 14, Akranesi. 60 ára Vilhjálmur Eiríksson, Hlemmiskeiði II, Skeiðahreppi. Ásta Þórðardóttir, Melabraut4, Seltjarnarnesi. 50ára Þórður Eiríksson, Flúðaseli 14, Reykjavík. Steinunn Vigfúsdóttir, Túngötu21, Seyðisfirði. Ágúst Guðjónsson, Vesturvegi 15B, Vestmannaeyjum. 40ára Kolbeinn Guðmundsson, Hraunbæ2, Reykjavik. Guðný Elín Snorradóttir, Heiöarbrún 7, Hveragerði. Ingibjörg Daníelsdóttir, Bohagörðum 2, Seltjarnarnesi. Andlát Valur Gíslason Cliff fimm- tugur Popparinn síungi, Cliff Richard, varð fimmtugur fyrir skömmu. Cliff, sem stundum hefur verið kallaður „Pétur Pan poppsins," sýnir engin ellimerki. Hið rétta nafn hans er Harry Web og hann varð frægur á sjötta áratugnum löngu áður en Bítl- amir komust inn á vinsældar- lista. Cliff lék í mörgum kvik- myndum og söng inn á aragrúa hljómplatna og hefur fengiö alls 10 guhplötur og 30 silfurplötur. Cliff segist þakka heilbrigðu lí- femi og kristinni trú hve vel hann htur út og ætlar ekki að láta deigan síga heldur gefa út hljómplötu og fara í tónleikaferð um Bretland til þess að fagna hálfrar aldar afmæh sínu. Valur Gíslason leikari lést aðfara- nótt laugardagsins 13. október sl. Valur var fæddur 15. janúar 1902 í Reykjavík. Að loknu 4. bekkjar prófi í MR starfaði hann hjá íslands- banka 1920-1930 og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur 1936-1950. Valur var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1926-1949 og við Ríkisútvarpiö frá 1930. Hann var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá 1950. Valur var í stjórn Leikfélags Reykjavíkur í níu ár og formaður 1949-1955. Hann var formaður Fé- lags íslenskra leikara 1949-1955 og 1958-1962. Valur var í stjóm Banda- lags íslenskra hstamanna 1950-1959 og formaður 1950-1951,1952-1953 og 1957-1958. Hann var í Þjóðleikhús- ráði 1963-1970 og í stjóm Norræna leikararáðsins 1950—Í961. Valur var einn af stofnendum Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur og alllengi í stjóm þess. Hann var heiðursfélagi Leik- félags Reykjavíkur, Félags íslenskra leikara og Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Valur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaoröu 1953 og stóriddarakrossi 1976. Honum var tvisvar veittur silfurlampinn, verð- laun Félags íslenskra leikdómenda, fyrir besta leik; 1955 fyrir Harry Brook í Fædd í gær og 1958 fyrir Föðurinn í samnefndu leikriti Strindbergs. Hann þýddi nokkur leikrit, aðal- legafyrirútvarp. Valur kvæntist 8. október 1938 Laufeyju Árnadóttur, f. 7. júní 1916. Foreldrar Laufeyju vom Ami Ei- ríksson, leikari og kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Vilborg Runólfsdóttir. Sonur Vals og Laufeyjar er Valur, f. 11. febrúar 1944, bankastjóri ís- landsbanka, kvæntur Guðrúnu Sig- urjónsdóttur. Bróðir Vals var Garðar, faðir Guð- mundar alþingismanns. Foreldrar Vals: Gísh Helgason, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Valgerður Freysteinsdóttir. Gísli var sonur Helga, b. á Gmnd- arstekk í Bemfirði, Gunnlaugsson- ar, b. á Flögu í Breiðdal, Bjarnason- ar. Móðir Gunnlaugs var Guðný Gunnlaugsdóttir, b. á Þorgrímsstöð- um, Ögmundssonar og konu hans, Oddnýjar Erlendsdóttur, b. á Ásunnarstöðum, Bjamasonar, ætt- fóður Ásunnarstaðaættarinnar, föð- ur Guðrúnar, langömmu Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar. Önnur dóttir Erlends var Þorbjörg, langamma Vilhelms, langafa Ál- berts Guðmundssonar. Móðir Gísla var Sigríður Gísla- dóttir, b. í Krossgerði í Berufirði, Halldórssonar, b. í Krossgerði, bróð- ur Brynjólfs, afa Gísla Brynjúlfs- sonar skálds og langafa Gísla, lang- afa Ólafs Davíðssonar hagfræðings. Annar bróðir Hahdórs var Árni, langafi Guðmundar, afa Emhs Bjömssonarprests. Systir Halldórs var Margrét, langamma Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Gísla var Sigríður Gísladóttir, systir Benedikts, langafa Halldóm, móður Ragnars Halldórssonar í ÍSAL. Móð- ir Sigríðar var Anna Ámadóttir, b. í Fossárdal, Jónssonar, og konu hans, Þóm Guðmundsdóttur, systur Guðmundar, langafa Finns Jóns- sonarlistmálara. Valgeröur, móöir Vals var dóttir Freysteins, b. á Hjaha í Ölfusi, Ein- arssonar, b. á Þurá, Þórssonar, bróður Jóns, langafa Halldórs Lax- ness. Móðir Einars var Ingveldur, systir Gísla, langafa Vhborgar, ömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ingveldur var dóttir Guöna, b. í Reykjaholti, Jónssonar, ættföður Reykjakotsættarinar. Móðir Valgerðar var Valgerður Þorbjörnsdóttir, b. á Yxnalæk, Jóns- sonar, silfursmiðs á Bíldsfelh, Sig- Valur Gíslason. urðssonar, langafa Einars, langafa Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra. Móðir Valgerðar var Katrín, systir Odds, langafa Salvarar, ömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. Oddur var einnig langafi Steind- órs, afa Geirs Haarde. Þá var Oddur langafi Ingveldar, ömmu sr. Gunn- ars Bjömssonar. Katrín var dóttir Bjöms, b. á Þúfu, Oddssonar, og konu hans, Guðrúnar Eyjólfsdóttur, b. á Kröggólfsstöðum, Jónssonar, ættföður Kröggólfsstaðaættarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.