Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKT0BER 1990.
Utlönd
Jarðskjálfti
í Austur-íran
Jarðskjálfti reið yfir bæinn Tabas
í austurhluta írans í nótt. Irna, hin
opinbera fréttastofa landins, stað-
festi þetta í morgun en ekki var nán-
ar greint frá málsatvikum.
Þar sagöi að engar nákvæmar frétt-
ir hefðu borist, hvorki af manntjóni
né skemmdum á byggingum. Skjálft-
inn mældist 5,5 stig á Richterskvarða
og skók allt héraðið umhverfis Taba.
Taba er bær á hásléttunni um 600
kílómetra fyrir suöaustan höfuð-
borgina, Teheran. Húsakostur er þar
heldur lélegur og er óttast að tölu-
vert tjón hafi orðið þótt skjálftinn
hafi ekki verið sterkari en þetta.
Síðast í sumar létu 35 þúsund
manns lífið í jarðskjálfta sem varð í
norðvesturhéruðum írans. Þá missti
um hálf milljón manna heimili sín.
Reuter
Sýrlenski herinn hefur nú undirtökin í Líbanon eftir aö Aoun var neyddur
til uppgjafar. Hér eru sýrlenskir hermenn að vinna við skriðdreka í Beirút.
Símamynd Reuter
Samskipti Frakka og Líbana í hnút vegna Aouns:
Mitterrand og Hravi
skiptast á stóryrðum
Samskipti stjórna Frakklands og
Líbanons eru nú komin í alvarlegan
hnút vegna framtíðar Michela Aoun
hershöfðingja sem enn dvelur í
franska sendiráðinu í Beirút. Her-
menn, hliðhollir Ehas Hravi forseta,
og sýrlenski herinn neyddu Aoun til
uppgjafar og leitaði hann þá hælis
hjá Frökkum á laugardaginn.
Francois Mitterrand, forseti
Frakklands, hefur lýst því yfir að
Aoun fái að vera í franska sendiráð-
inu þar til yfirvöld í Líbanon leyfi
honum aö fara úr landi. Dómsmála-
ráðherra Líbanons hefur svarað
Frakklandsforseta-með því að segja
að mál Aouns sé innanríkismál í Líb-
anon og komi Frökkum ekki við.
Elias Hravi forseti krefst þess að
Frakkar framselji Aoun svo hægt
verði að draga hann fyrir dóm en
hann á yfir höföi sér áækru fyrir
stríösglæpi á þeim tveimur árum
sem hann hefur barist gegn forsetan-
um.
Hravi segir aö staða Aouns sé nú
svipuð stöðu Manules Noriega eftir
að hann flúði í sendiráð páfagarðs í
Panama eftir að Bandaríkjamenn
höfðu hrakið hann frá völdum. Þá
lauk málum svo að Noriega var
framseldur.
Mitterrand hefur svarað þessum
rökum á þann veg að hann þurfi
ekki á ráðum Líbana að halda og
spyrji engan að því hverjum Frakkar
veiti hæli. „Ef þeir vilja að við fram-
seljum Aoun þá er svarið nei,“ sagði
Mitterand.
Frakkar réðu Líbanon í 20 ár á ár-
unum milli stríða og hafa um langan
aldur stutt við bakið á kristna minni-
hlutnum í landinu. Sambúðin við
stjórn landins hefur verið stirð eftir
að Sýrlendingar náðu þar áhrifum
og nú er stuðningur Frakka við Aoun
hershöfðingja orðinn að alvarlegri
milliríkjadeilu.
Sendiherra Frakka í Beirút hefur
átt tvo fundi með Hravi forseta en
árangur hefur enginn orðið af sam-
ræðum þeirra. Öflugur vörður er nú
um franska sendiráðið og fá engir
að koma þangað nema sendiráðs-
menn..
Ástandið er nú mjög ótryggt í Líb-
anon eftir að Sýrlendingar náðu þar
undirtökunum með uppgjöf Aouns
og manna hans. Kristnir menn óttast
um framtíð sína og einstakir leið-
togar þeirra halda úti hópum skæru-
liða til að verjast ágangi sýrlenska
hersins.
Reuter
I viötali við bandaríska dagblaðið The New York Times í morgun segir Hussein Jórdaníukonungur Mubarak
Egyptalandsforseta hafa valdið sér mestum vonbrigðum af öllum arabaleiðtogum. Svo virtist sem Mubarak væri
að reyna að hefna sín á írökum sem leiddu herferðina gegn Egyptum í kjölfar friðarsamningsins við ísrael 1979.
Simamynd Reuter
J ór daníukonungur í blaðaviðtali:
íraksforseti hafði
samþykkt að hörfa
Hussein Jórdaníukonungur sagði
í viðtah, sem birtist í morgun, að
Saddam Hussein íraksforseti hefði
samþykkt í ágúst að draga herhð sitt
til baka frá Kúvæt ef Arababandalag-
ið gagnrýndi hann ekki. Fordæming
bandalagsins varð hins vegar til þess
að Saddam varð um kyrrt.
í viðtali við bandaríska dagblaðið
The New York Times segir konung-
urinn að þann 2. ágúst, daginn sem
írakar gerðu innrás í Kúvæt, hafi
Bush Bandaríkjaforseti veitt honum
tveggja sólarhringa frest til að fá
Saddam tíl að lofa að draga herlið
sitt til baka. Það hafi Saddam gert
en vegna fordæmingar Arababanda-
lagsins hafi hann ekki staðið við lof-
orð sitt.
Jórdaníukonungur sagði að ef stríð
brytist út yrði það að hluta til vegna
þess að Bush og aðrir vestrænir leið-
togar hefðu ekki svarað í tæka tíð
„skilaboðum" frá Saddam um að
hann væri reiðubúinn tíl yfirgefa
mestaht það svæði sem hann hafði
hertekið.
Hussein Jórdaníukonungur
greindi einnig frá því að Saddam
hefði sagt honum seint í júhmánuði
að hann hefði ákveðið að taka allt
Kúvæt í stað þess að taka aðeins það
landsvæði sem deilt heíði verið um
þar sem hann gerði ráð fyrir að
Bandaríkjamenn myndu svara með
hernaði. Staða hans yrði sterkari ef
hann þyrfti ekki að fara lengra en
svo að hann gæti haldið hinu um-
deilda landsvæði.
í viðtalinu við The New York Times
kvaðst Jórdaníukonungur enn telja
að hægt væri að finna friðsamlega
lausn á Persaflóadeilunni ef Banda-
ríkin og arabískir bandamenn þeirra
væru fúsir til málamiðlunar. Huss-
ein kvaðst hins vegar hafa sannfærst
af viðræðum sínum við Saddam að
írakar myndu berjast ef ekki næðist
friður með diplómatískum leiðum.
Blaðið greindi frá því að Jórdaníu-
konungur hefði virst æstur er hann
lýsti yfir þeirri skoðun sinni að hægt
hefði verið að koma í veg fyrir inn-
rásina. Kvaðst hann hafa reynt að
minnsta kosti fimm sinnum síðan
1988 að fá Kúvæta til að leysa landa-
mæradeiluna sem þeir áttu í við ír-
aka.
Nokkrum klukkustundum eftir að
írösk yfirvöld lýstu því yfir í gær að
þau myndu aldrei yfirgefa Kúvæt
gengu þúsundir hermanna um götur
Bagdad, höfuðborgar íraks, og báru
um tvö hundruð þeirra gasgrímur.
Fregnir bárust einnig af því í gær að
styttur af íraksforseta hefðu verið
reistar í Kúvæt.
Reuter
Bnangran ísraela eykst
- eldflaugaárás frá Líbanon
Eldflaugum var skptið frá Líban-
on inn í norðurhluta ísraels í morg-
un en þær ollu engum skemmdum
eða meiðslum á fólki, að því er ísra-
elska öryggislögreglan sagði.
Lögreglan greindi frá því að
arabískir skæruhðar hefðu tvisvar
skotið eldflaugum frá öryggissvæð-
inu í suðurhluta Líbanon frá því
að ísraelskir lögreglumenn skutu
til bana tuttugu og einn araba á
Musterishæðinni í Jerúsalem fyrir
rúmri viku.
Róttæk samtök palestínskra
skæruhða lýstu því yfir á föstudag-
inn að þau hefðu drepið sjö ísra-
elska hermenn í Suður-Líbanon í
hefndarskyni fyrir atburðinn í
Jerúsalem. ísraelsk yfirvöld vísa
þessu á bug.
ísraelsk yfirvöld einangrast nú æ
meir á alþjóðavettvangi vegna neit-
unar sinnar um að eiga samvinnu
við nefnd Sameinuðu þjóðanna
sem rannsaka á atburðinn á Must-
erishæðinni. Bandarísk yfirvöld
hafa hvatt ísraelsstjóm th þess að
fahast á að nefndin fái að rannsaka
hvað raunverulega átti sér stað.
ísraelsk yfirvöld hafa tilkynnt að
þau muni ekki ræða við nefndina.
Þekktur bandarískur gyðinga-
prestur hefur einnig hvatt ísraela
til að hafna ekki samvinnu við
nefndina. Sagði presturinn að af-
staða ísraela myndi dreifa athygli
fólks frá innrás íraka í Kúvæt og
grafa undan samskiptum Banda-
ríkjanna og ísraels. En margir aðr-
ir gyðingaleiðtogar styðja þó af-
stöðu ísraelsstjórnar.
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Bretlands, sem nú er í heimsókn í
ísrael, sagði í gær að hann myndi
taka upp málið við ísraelska ráða-
menn sem hann mun hitta í dag.
Reuter