Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Nýr hljómur orða Á hádegi þann 16. ágúst sl. voru þeyttir þokulúðrar í flotastöðinni WOhelmshaven og orrustuþotur flugu lágflug yrir hana. Deild tund- urduflaslæðara, ásamt birgðaskipi, var að leggja úr höfn. Samtals 385 þýskir hermenn hófu hér ferð sína til austurhluta Miðjarðarhafs, allir um borð voru með „fiðrildi í mag- anum“ eins og Georg Buss, skip- herra eins slæðarans, oröaði það. Yfirmaður þýska flotans ræddi um stríðsátök og viuk tundurdufl og sagði að „endir og útkoma fram- lags þessa væru óviss“. Orðlausir föðmuðu foreldrar syni sína á hafn- arbakkanum, börn teygðu út hand- leggina og kölluöu á pabba um leið og trossurnar voru dregnar inn. Milli kvenna með föla, vota hvarma stóð foringi í grænum stríðsklæðn- aði og með rauða alpahúfu, strauk augun í sífellu. Hann var ekki ein- asti maðurinn sem grét. Á heimili Angeliku Mann hangir ekki ein einasta mynd af herskipi þrátt fyrir að eiginmaður hennar, skipherra slæðarans Marburg, hafi verið 12 ár í flotanum. Þannig sagð- ist tímaritinu Stern frá 23. ágúst sl. Framleitt í Þýskalandi Sjóliðarnir höfðu aldrei borið eins mikið af sjúkragögnum um borð eins og fyrir þessa ferð. Þá voru teknar birgðir af fjarritapapp- ír til margra mánaða, aukabirgðum af skotfærum komið fyrir og bún- ingar til varnar efna-, sýkla- og kjarnavopnum í snatri útvegaðir, málmmerkjum með kennitölu út- býtt til allra. Á leiðinni skyldi æft gegn bruna, leka og efnavopnaárás. Með vift- um, sem draga loft um síur, er hægt að halda yfirþrýstingi undir þiljum og skipinu þannig ómeng- uðu. Eftirhtssveit í hlífðarbúningi má síðan senda meö mælitæki út um loftlás til könnunar ofan þilja. írakar eiga í Samarra efnavopna- KjaUaiiim Jón Hjálmar Sveinsson, fyrrv. sjóliðsforingi fyrir sér hvað gera skuli leggi írak- ar tundurdufl úr flugvélum í Súes- skurð eða Persaflóa og kalli Bush á meiri hjálp. Þeir telja ekki eftir sér að senda hermenn í stað þess að sitja örugg- ir heima og taka einungis þátt í að borga brúsann en telja þó að stjórn- arskrárbreytingu þurfi til eigi Þjóðverjar að taka beinan þátt í styrjöld sem ekki snýst um vamir Þýskalands og yrði ekki einu sinni háö á svæði því sem NATO-sátt- málinn nær til. Þeir eru þakklátir Bush og Thatc- her, en þó fyrst og fremst Gor- batsov, fyrir sameiningu Þýska- lands, horfa til Bush sem yfirveg- aðs forustumanns sem á þessari stundu eigi stuðning skilinn. Þeim stendur hins vegar beygur af sjálf- „Herkostnaður Bandaríkjamanna hef- ur verið greiddur með Qárlagahalla sem Þjóðverjar hafa lánað þeim fyrir. Stór hluti þróunarstarfs bandarísks vopnaiðnaðar fer fram á japönskum rannsóknastofum.. verksmiðju, búna tækjum fram- leiddum í V-Þýskalandi. Á æfing- um í tundurduflaeyðingu er hluti áhafnarinnar í höggvörðum sæt- um, hinir liggja fyrir til að draga úr hættu á beinbrotum skyldi dufl springa nálægt. Samt getur slík sprenging drepið alla áhöfnina en skilið skipið nothæft eftir. Stjórnarskráin setur mörk Þegar árið 1987 komst þýska herráðið að því að væri þýskum kaupförum ógnað þá væri ekkert í þýskum lögum sem hindraði Þjóð- verja í að taka að sér tundurdufla- slæðingu á alþjóðlegum siglinga- leiðum. Þjóðverjar velta hins vegar skipuðu heimslögregluhlutverki Bandaríkjamanna sem sýnt hefur sig í frumhlaupum gegn Panama, Grenada og Líbýu, hlutverki sem þeir hafa hvorki efni, tæki né menn til að gegna lengur. Herkostnaður Bándaríkjamanna hefur verið greiddur með fjárlaga- halla sem Þjóðverjar hafa lánað þeim fyrir. Stór hluti þróunarstarfs bandarísks vopnaiðnaðar fer fram á japönskum rannsóknastofum og 11% bandarískra hermanna í Saudi-Arabíu eru konur. Þjóðverj- ar vilja stjórnarskrárbreytingu sem heimili framlag þýskra her- manna utan Þýskalands og ann- arra NATO-landa en þá 'einungis AUKABLAÐ UTANFERÐIR Á morgun mun 16 síðna aukablað um ferðir til útlanda fylgja DV. í blaðinu verður sagt frá því helsta sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á í vetur. * Itarlegar upplýsingar verða um hina svokölluðu 7/borgarpakka" og einnig verða greinar um Flórída, pöbba í London, borgir á Ítalíu o.fl. o.fl. A morgun AUKABLAÐ, 16 síður FERÐIR TIL ÚTLANDA „.. .385 þýskir hermenn hófu hérferö sína til austurhluta Miöjaröarhafs." undir merki Sameinuðu þjóðanna. í fyrsta skipti í 45 ár eru mæður þýskra hermanna óttaslegnar og sjálft orðið „hermaður“ finnst að- standendum áhafna þýsku tundur- duflaslæðaranna að hljómi allt í einu öðruvísi. Konur axla skyldur í sjálfu sér er ekkert neikvætt við að konum skuli fjölga í Bandaríkja- her en það er rangsleitni að þeim skuh þar vera neitað um bardaga- stöður og það á þeirri fölsku for- sendu að með því sé verið að foröa þeim frá hættu. í Kanada, Belgiu, Hollandi, Danmörku og Noregi mega konur þjóna í bardagastöðum herja. Norsk kona hefur flogiö kaf- bátaleitarvél og hollensk orðið orr- ustuflugmaður. Heiðarleiki og meðvitund um réttindi og skyldur eru afgerandi fyrir góðan hermann, ekki kyn. Hræðsla er eðlileg. í byijun átt- unda áratugarins þyrptu Sovét- menn skyndilega herafla að Norð- ur-Noregi. Skipherra tundur- skeytabáts, sem sendur var í veg fyrir flotann, sagði sjóliða sína, 18 ára drengi, hafa vætt buxumar en engu að síður mannað vopnin reiðubúnir. Nokkrir foringjar úr norska landhernum gerðust liðhlaupar við þetta tækifæri og fóru til Svíþjóðar. Árið 1982 fékk svo foringi í norska landhernum fyrirvaralaust að hætta gegn greiðslu hárrar fjár- hæðar og starfsmannaráð land- hersins sló þagnarskildi yfir málið. Viðsjár, sem nú í Miðausturlönd- um, sanna að konur eru engu síöri menn en karlmenn. Jón Hjálmar Sveinsson Mermiiig____________________________________ Days Of Thunder - Úr kvikmynd: Myndina vantar! Sú tilhneiging aö spyrða saman tónlist og kvikmyndir færist sífellt í vöxt og er svo komið aö vart er framleidd sú kvikmynd að ekki komi út sérstök plata með tónlistinni í kvikmyndinni enda lögin þar oftsinnis í bakgrunni og í glefsuformi. Days Of Thunder er ein þessara mynda en hún er nú til sýninga hér á landi meðal annars. Og hún er einmitt mjög gott dæmi um vel heppnaða tengingu milli plötu og myndar því eitt lagið á plötunni/úr myndinni er á toppi breska vinsældarlistans og hefur auðvitað sitt að segja um aðsókn að myndinni. Þetta lag er sungið af fyrrum söngkonu hljómsveitarinnar Lone Justice, Mariu McKee, og heitir Show Me Heaven, virkilega fallegt lag og heldur Nýjai plötui Sigurður Þór Salvarsson þessari annars sundurleitu plötu uppi að mínu mati. Það hefur nefnilega ávallt verið Akkilesarhæll þessara kvikmynda- platna aö þar hefur öllum fjandanum ægt saman og sú tenging sem kann að vera til staðar er í myndinni sem ekki fylgir plötunni, því miður. En hér er margt um stjömurnar, David Coverdale syngur prýðisgott lag, The Last Note Of Freedom, Tina Turner skeiðar í gegnum eitt af þessum formúlu rokklögum og sama gera Cher, Chicago og Joan Jett & The Black Hearts. Elton John syngur eina ballöðu a la Elton John og svo er bráðskemmtileg útsetning Guns ‘N‘ Roses strákanna á gamla Dylan laginu, Knockin’ On Heavens Door. Að auki eru minni spámenn með í för en þeir gera ekkert merkilegt af sér. Þaðmá vel vera að þessi plata öðlist nýtt og meira líf við það að fara og sjá myndina en ein og sér er hún ósköp lítilfjörleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.