Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTO'BER 1990. 11 Utlönd Að kalda stríðinu loknu: Samnorræn stef na varnarmálum? Austur-þýskir flóttamenn í sendiráði Vestur-Þýskalands í Prag í Tékkóslóvakíu í lok september i fyrra. Breyt- ingarnar sem hafa orðið síðan hafa orðið tilefni umræðna um þýðingu hlutleysis. Simamynd Reuter w I Hlutlaus ríki í Evrópu eru farin að endurskoða afstöðu sína nú þeg- ar kalda stríðinu er lokið og hlut- leysisstefnu ekki lengur talin þörf. Þvi er þó ekki þannig varið að helstu hlutlausu ríkin, Svíþjóð, Finnland, Austurríki, Sviss og ír- land, íhugi aðild að Atlantshafs- bandalaginu eða Varsjárbandalag- inu. Þau hafa hins vegar undan- fama mánuði velt því fyrir sér hvaða hlutverki hlutleysi muni gegna í Evrópu framtíðarinnar. Breytingamar í Austur-Evrópu, afvopnunin og breytingarnar inn- an hernaðarbandaiaganna, efling Evrópubandalagsins og umræðan um nýtt öryggiskerfi eru tilefni hinna nýju umræðna. Samnorræn varnarstefna í Svíþjóð hefur þeim fjölgað sem famir eru að ræða um sameigin- lega norræna vamarstefnu. í leið- ara sænska síðdegisblaðsins Ex- pressen, sem er útbreiddasta blaðið í Svíþjóð, var á sunnudaginn ympr- að á því að ástæða væri til að skoða nánar gamla hugmynd um sameig- inlegar vamir Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands. Leiðarahöfundur Expressen velt- ir því fyrir sér eins og fleiri hvort nægir fjármunir séu í rauninni fyr- ir hendi til vamarmála í Svíþjóð. Leiðarahöfundur bendir á að Sviar gætu til dæmis skipst á upplýsing- um við granna sína, haldið sameig- inlegar varnarmálaráðstefnur og aukið samvinnu innan hergagna- iðnaðarins. Höfundur telur einnig að sameiginlegar heræfingar komi til greina. Þannig gæti smám sam- an myndast samnorræn stefna í vamarmálum sem liður í stærra kerfi. Ureltar kvaðir Hlutleysi Finnlands og Austur- ríkis var að hluta til liöur í alþjóð- legu samkomulagi til að varðveita valdajafnvægi austurs og vesturs eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessi ríki segja nú, án þess þó að hafna hlutleysi, að ýmsar kvaðir sem fylgt hafi hlutleysinu séu nú úreltar. Finnar komu mörgum á óvart í síðasta mánuði þegar þeir tóku ein- hliða ákvörðun um að taka ekki lengur tillit til ákvæða í friðarsam- komulagi sem undirritað var í Par- ís 1947 um takmörkun herafla þeirra og bann við vopnakaupum frá Þýskalandi. Finnar höfnuðu einnig Þýskalandi sem mögulegum árásaraðila eins og stóð í friðar- samkomulaginu sem gert var við Sovétríkin 1948. Utanríkisráðherra Austurríkis, Alois Mock, hefur gefið í skyn að hann muni einhliða lýsa úrelta vissa hluta samkomulagsins um hlutleysi Austurríkis‘sem banda- menn í seinni heimsstyijöldinni, Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland, undirrituðu. Aust- urríkismönnum var meðal annars bannað að kaupa flugvélar eða flugvélahluta frá Þýskalandi og Japan. Þeim var einnig bannað að ráða til starfa erlenda flugmenn og hafa yfir að ráða flugskeytum. Evrópubúar eða hlutlausir? Háttsettur embættismaður í aust- urríska varnarmálaráðuneytinu sagði nýlega í blaðaviðtali að svo virtist sem Austurríkismenn þyrftu að taka ákvörðun um hvort þeir vildu vera Evrópubúar eða hlutlausir. „Hlutleysi væri ekki framtíðin heldur fortíðin.“ Franz Vranitzky kanslari segir samt sem áður að Austurríki verði áfram hlutlaust. í Sviss má merkja breytta afstöðu til hlutleysisstefnunnar þar sem stjórnin hefur ákveðið að taka þátt í viðskiptaþvingununum gegn írak. Á írlandi er umræðan um hlutleysi ekki orðin hávær enn þá. írsk yfir- völd hafa þó áhyggjur af því að Evrópubandalagið, sem írar eru aðili að, sé að verða bandalag með sameiginlega stefnu í hemaðar- og utanríkismálum. Reuter og TT Frakkar fækka kjarn- orkuvopnum um þriðjung Frakkar ætla að fækka kjarnorku- vopnum sínum um þriðjung, að því er franska blaðið Les Echos greinir frá í dag. Segir blaðið að tilkynnt verði um fækkunina innan skamms en ákvörðun hafi þegar verið tekin i máhnu. Umræðumar nú em sagðar snúast um hvaða kjamorkuvopnum eigi að fóma. Alhr em sammála um að hin hemaðarlega staöa hafi breyst, auk þess sem fjölgun kjamorkuvopna myndi hafa í för með sér aukin út- gjöld. Takmarkið er að útgjöld til vamar- mála veröi árið 2000 þrjú prósent af heildarþjóðarframleiðslu en þau eru nú 3,5 prósent. TT Frá Mururoaeyju í Suður-Kyrrahafi þar sem Frakkar hafa gert tilraunir með kjarnorkuvopn. Verulegar verð- hækkanir í Eistlandi Verð á matvælum í Eistlandi hækkaði verulega í gær. Verö á nauðsynlegustu matvælunum hækkaði að meðaltah um 280 prósent og á vissum vömm hækkaði verð um og yfir 500 prósent. Verðhækkanirnar hafa í för með sér miklu verri lífsafkomu venju- legra launþega og hafa margir eist- neskir verkamenn mótmælt verð- hækkununum og hótað verkföhum. Mjöl verður næstum þrisvar sinn- um dýrara og brauð og kjöt hækkar meira en tvöfalt. Kíló af venjulegri pylsu kostar nú á milh 6 og 8 rúblur, reykt gæðapylsa kostar 10 til 15 rúbl- ur kílóið, kíló af svínakjöti 5 til 7,5 rúblur og nautakjöti 8 til 12,5 rúblur. Meðalmánaðarlaun Eistlendinga em 200 til 300 rúblur eða sem svarar 14 til 21 þúsund íslenskum krónum. Ahættuhópamir, það er að segja ellilífeyrisþegar, námsmenn, konur í bamsburðarleyfi og margra bama fjölskyldur, fa bætur mánaðarlega vegna hækkananna. Stjómin í Eistlandi segir hækkan- imar stafa af niðurfelhngu á styrkj- umtilframleiðenda. FNB BJÓR HÖUJNh* KÁNTRÍSÖNGVAKEPPNI Byrjum aftur með vinsælu kántrísöngvakeppnina í Bjórhöllinni. Keppnin verður haldin hvert fimmtudagskvöld og byrjar 18. okt. og stendur til 8. nóv. Undirleikarar eru Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari. Sigurvegari hvert keppniskvöld tekur þátt í úrslitakeppninni sem verður auglýst síðar. Góð verðlaun í boði. Keppendur skrái sig í síma 75800 frá kl. 13-16 daglega eða 42963 milli kl. 18 og 20. BJÓRWHÖLUNhf GERÐUBERGII 111REYKJAVÍK SÍMI75800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.