Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Óniar Ragnarsson var sennilega vinsælasti sjónvarpsroaður þjóðar- innar. Honum hefur tekist að gera nafn sittnær ódauðlegt fyrir gerð sjónvarpsþátta. Stikluþættir Ómars eru sennilega mcð þvi betra sem gert hefur verið í sjónvarpi hér á landi. Þegar Ómarvar á ríkissjón- varpinu var hann manna vinsælast- ur. Hann flaug landshornanna á milii, var sannkölluð Regína allra krummaskuða, lítiila og stórra. Landsbyggðarfólk, ogjafnvel við hér á suðvesturhorninu, dáöumst oft af fréttamanniniun öjúgandi. Þaðvaralltfyndið og alltskemmti- legt sem Ómar sagöi eöa gerði, eða varekkisvo? Allir vissu að Ómar var vinsæll en mér er næst að halda að enginn hafigertsér eins velgrein fyrir þessu og Ómar Ragnarsson. Svo mikiö er vist að enginn annar, hvorki í útvarpi né sjónvarpi, leyfir sér aö koma eins illa undirbúinn tii vinnu sinnar og Ömar. Síöastliðiðsunnudagskvöldvar Ómar með spjallþátt á Stöð 2. Gestir hans voru Steingrimur Hermanns- son og herra Ólafur Skúiason. Sennilega eru þeir meðal þeirra ís- lendinga sem eru hvaðvanastirað koma fram. Báðir hafa þeir eflaust oft og mörgum sinnumþurftað ttila á erfiðum augnabiikum. Þrátt fyrir þá mikiu reynslu sem þeir búa yfir tókst þeim ekki að bjarga þætti Ómars. Enda ekki til lítils ætlast þar sem stjórnandinn virtist vera al- gjörlega óundirbúinn og það aldeilis ekkiifyrstasinn. Kannski er ég einn um þessa skoð- uná sjóhvarpsmannihum Ömáfi; Ragnarssyni ogkannski leyfist hon- um alit þar sem hann er jú einu sinni „hinn óviðjafnanlegi" Ómar Ragnarsson. Sigurjón M. Egiisson Borgarspítalinn: Verkir og verkjameðf erð Háskólatónleikar Vetrarstarf Háskólatónleika hefst miö- vikudaginn 17. október kl. 12.30 í Nor- ræna húsinu. Á fyrstu tónleikunum munu Hrafnhildur Guömundsdóttir messósópran og Guðríður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari flytja lög eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Halldór Laxness og Matthías Jóhannessen. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjudag, í Félags- heimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20.30 og er öllum heimU þátttaka. Bandaríski hjúkrunarfræðingur- inn Margo McCaffery, ráðgjafi og fyrirlesari, mun halda fyrirlestur í tengslum við fræðslunámskeið Borg- arspítalans í dag um verki og verkja- meðferð. Námstefnan verður haldin í ráð- stefnusal ríkisstofnana að Borgar- túni 6 og stendur hún frá kl. 8 til 15 og er opin öllum heilbrigðisstéttum. McCaffery hefur skrifað fjölmarg- ar greinar og bækur um verki og verkjameðferð, flutt fyrirlestra um sama efm og er auk þess í ritstjóm ýmissa fagtímarita. Fjölmiðlar Upptaka neta í Hvítá í Borgarfirði: „Samningurinn sigur fyrir stanga veiðiíþróttina“ - segir Jón G. Baldvinsson „Þessi samningur er mikill sigur fyrir stangaveiðiíþróttina, þó svo hann muni kosta einhver þúsund fyrir veiðimenn. En við ættum að fá fleiri laxa í árnar og þaö er það sem málið snýst um,“ sagði Jón G. Bald- vinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í gærkvöldi. „Það hefur verið unnið í þessu máli í tvö ár og það er gaman að sjá málið loksins í höfn,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, varaformaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, í gærkvöldi og bætti við: „Þetta var mikill dagur í gær, að fá netaveiðibændur til að samþykkja upptöku neta í Hvítá,“ sagði Friðrik í lokin. „Við erum að átta okkur á þessu núna og þetta verður mikil breyting fyrir okkur héma í Feijukoti. Netin verða ekki lögð út í vor, eins og gert hefur í minni ætt í næstum tvö hundmð ár. Ég veit ekki hvort þetta hefur mikið gildi fyrir veiðiámar að fá fleiri laxa, við sjáum hvað setur," sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í gærkvöldi. Netaveiðibændur við Hvítá í Borg- arfirði fá fyrir kílóið af laxinum um 590 krónur næsta sumar og þó þurfa þeir alls ekki að veiða hann lengur. Stangaveiðimenn, sem DV ræddi við í gærkvöldi, sögðu að töluvert væri hægt að leggja á sig fyrir fleiri laxa í veiðiámar. En veiðileyfin mættu ekki hækka mikið umfram þessi netaveiðikaup. „Veiðileyfin er komin upp í topp og stangaveiðimenn geta bara ekki borgað meira. Tvö, þrjú þúsund króna hækkun er í lagi, alls ekki meira,“ sagði stangaveiðimaður í gærkvöldi. -G.Bender Þetta er það sem máiið snýst um, fleiri laxar í veiðiárnar í Borgarfirði og veiðimenn eru tilbúnir að borga töluvert fyrir þá. DV-mynd G.Bender Meiming Jazzvakning 15 ára Jazzvakning hélt upp á 15 ára afmæli sitt 11., 12. og 13. okt. í Púlsinum, nýjum veitingastað við Vitastíg sem virðist henta vel til slíkra hluta. Lítið fór fyrir ræðuhöldum í afmæli þessu en þeim mun meira heyrö- ist af músík. Fyrst- á svið fimmtudagskvöldið var hljómsveit Áma Schevings og lék af miklum krafti nokkur lög, þ. á m. „Israel", „Yes or No“ eftir Shorter og „Pick Yourself up“ sem margir kannast kannski við sem kynningarlagið úr sjónvarpsþáttunum Fjör í Frans. Fjör og spilagleði einkenndi hljómsveitina sem hefur sinn eigin auðþekkjanlega hljóm. Ein skemmti- legasta djasssveit landsins. Gítarleikarinn, Ari Einarsson, lék því næst ásamt tríói sínu. Heyra mátti lög eins og „Black Narcissus“, „Invitation“ og „Lady Bird“ og mjög athyglisvert frumsamið lag Ara sem var flutt vel í stíl við fyrri lögin. Ég hef ekki áöur heyrt í Ara en hann er greini- lega snjall gítaristi og með skemmtilegt „sánd“ (fyrir minn smekk). Músík þeirra félaga var fremur krefj- andi og athygh áheyrenda virtist ekki haldast allan tímann. Ef styrkurinn heföi verið aðeins meiri hefðu þeir ef til vill neyðst til að hlusta en kannski hefði þá eitthvað af fíngerðari tilþrifum gítarleikarans horfið í Djass Ingvi Þór Kormáksson hávaða. Sömu undirleikarar, Tómas bassi og Pétur Grétars., léku svo áfram með Ólafi Stephensen píanista og aug- lýsingafrömuði og hlutu þeir góðar viðtökur. Olafur virkar sérlega afslappaður og á marga góða spretti en stundum má greina að hann hefur verið í nokkru fríi frá spihríi. Sérstaka athygli undirritaðs vakti ágæt og undirfuröuleg útgáfa af „Exactly Like You“ Þá var riljuð upp stemning frá fyrstu dögum Jazz- vakningar; Pálmi Gunnarsson mætti til leiks ásamt Guðmundunum og Rúnari Georgs. og léku þeir af fjöri í dúr og angurværö í moll („Autumn Leaves“) og síðan lék Kvartett Guðm. Ingólfssonar stutta stund meö hljómsveitarstjórann í miklum ham uns hann og Ólaf- ur Steph. slúttuðu kvöldinu með harmóníkuleik. Fréttir Andlát Lipurtá, snyrti- og fótaaðgerðarstofa Nýlega var opnuð snyrti- og fótaaðgerð- arstofa að Miðvangi 41, Hafnarflrðl. Boð- ið er upp á alla almenna snyrtingu, fóta- aðgerðir, litgreiningu og gervineglur. Boðið er upp á sérstaka meðferð með Gemétic húðsnyrtivörum, s.s. gegn cellu- lite, bóliun og fleiru. Opið er frá kl. 9-18 alla virka daga. Einnig er opið eitt kvöld í viku. Lipurtá er einnig staðsett að Skólabraut 5, Seltjarnamesi. Tímapant- anir í síma 653331 í Hafnarfirði og 612131 á Seltjamamesi. Á stofnuninni starfa Þórhalla Ágústsdóttir, snyrti- og fótasér- fræðingur, Anna Maria Garðarsdóttir snyrtifræðingur og Rósa Jónasdóttir snyrtifræöingur. Alfreð Gíslason læknir andaðist á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 13. október. Haraldur Sæmundsson rafvirkja- meistari, Karlagötu 1 í Reykjavík, lést á Borgarspítalanum laugardag- inn 13. október. Guðni Ragnar Þórarinsson, Víðiteigi 30 í Reykjavík, lést á Landspítalanum 12. október. Páll Emilsson Línberg, Löngumýri 32 á Akureyri, andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 13. október. Jarðarfórin fer fram 19. október kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Árni Ragnar Lúðvíksson, Melbraut 17 í Garði, lést 11. október. Jarðarfarir Elísabet Árnadóttir, Aragötu 15 í Reykjavík, verður jarðsett frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. október kl. 13.30. Tórúeikar Tillcyrmingar Zen hópurinn Zen hópurinn mun standa fyrir nám- skeiði í hugleiðslu. Áhersla verður lögð á hugleiðslu i hóp og hefst námskeiðið þriðjudaginn 23. október kl. 20.30. Leið- beinandi verður Vésteinn Lúðvíksson. Námskeiðið verður þrjú þriðjudagskvöld í röð en síðan geta þátttakendur stundað hugleiðslu með hópnum og fengið áfram- haldandi leiðbeiningar. Nánari upplýs- ingar í símum: 16707 Vésteinn, 19013 Páll, 667634 Símon, 24413 Elin. Nýtt tölvutímarit Komið er út fyrsta tölublað Macblaðsins, nýs litprentaðs tölvutímarits, sem gefið er út af Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Meðal efnis í blaðinu er grein um nýjar Macintosh tölvur sem væntanlegar eru í þessum mánuði, úttekt á íslenska Mac- intoshmarkaðinum og greinar um PageMaker, Word Excel og nýtt stýri- kerfi fyrir Macintosh tölvur. Ennfremur eru í blaðinu stuttar fréttir og gagnlegar ábendingar um tölvunotkun og úttekt á Púkanum, nýju íslensku forriti og margt fleira. Ritstjóri hins nýja blaðs er Halldór Kristjánsson en höfundar greina eru fimm í þessu fyrsta tölutlaði. Macblaðiö verður fyrst um sinn selt í áskrift og er verð þess í áskrift 420 krónur. Áskrifta- sími er 91-688090. Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! Námskeið í raddlosun Erik Fuhlendorff heldur námskeið í raddlosun helgarnar 26.-28. október og 2.-4. nóvember. „Þú getur virkjað rödd- ina þina til að losa um fyrirstöður í hug- anum, tilfinmngalífinu og líkamanum - breyta neikvæðu hugsanamunstri og sjálfsmynd þinni þér í hag. Koma á jafn- vægi í llkama, huga og sál - til að auka sköpunarkraft og árangur í lífi þínu.“ Verð: fyrri helgina kr. 9.000. Báðar helg- amar kr. 14.000. Nánari upplýsingar hjá Gitte, s. 29936, og Önnu Maríu, s. 44017. Vinsamlegast hafið samband fyrir 19. október. Athugasemd Ólafur Pétursson, forstöðumaöur mengunarvarna hjá Hollustuvemd ríkisins, haíði samband við DV vegna frétta um vothreinsibúnað hjá nýju álveri. Ólafur sagði að ekki væri end- anlega búið að ákveða hvort slíkur búnaður verður til staðar. Þá tók hann fram að Hollustuvemdin setur ekki skfiyrðislausa kröfu um hvort slíkur búnaður verður til staðar eða ekki. Leiðrétting í DV á fimmtudag misritaðist mfili- nafn Sigurðar Hauks Lúðvígssonar myndlistarmannns. Beðist er vel- virðingarámistökunum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.