Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990.
23
Smáauglýsingar - Sími 27022
Kr. 2995. Herra leðurskór, svartir,
stærð 41-45. Ennfremur inniskór á
alla fjölskylduna. Póstsendum, sími
18199, opið 12-18.
Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89.
Hama perlu unnendur! Nú eru komnar
nýjar perlur og litir í miklu úrvali,
ásamt botnum og myndum.
Póstsendum. Tómstundahúsið,
Laugavegi 164, s. 21901.
■ Varahlutir
ILTIS
DEMPARAR
V
I
MAZDA
TOYOTA
NISSAN
DAIHATSU
HONDA
Ásamt úrvali í aðrar gerðlr. Gæði og
verð í sérflokki. Sendum í póstkröfu.
• Almenna varahlutasalan hf., Faxa-
feni 10, 108 Rvík (húsi Framtíðar),
símar 83240 og 83241.
■ Bflar til sölu
MMC Lancer '87,1500 GLX. Beinskipt-
ur, 5 gíra, rafmagn í rúðum, samlæs-
ingar, útvarp-segulband, ekinn 65.000
km. Verð 640.000. Skipti koma til
greina á dýrari ’89-’90 módeli af góð-
um bíl í svipuðum stærðarflokki.
Verðhugmynd ca. 200-300.000 dýrari.
Staðgreiðsla. Uppl. í síma 91-40900 eða
91-657555 e.kl. 18.
Dodge Ram ’87, 8 cyl., sjálfsk., vökva-
st., 8 manna, krómf., skipti á ódýrari.
Bronco ’74, 302", 32" dekk, selst ódýrt.
Vagn 2x6m = 12m2, 2 hásinga, burð-
arg. 2,5-3 t. S. 29184/985-32454.
Til sölu Chevrolet Impala ’66, í mjög
góðu standi. Tilboð. Uppl. í símum
91-52446 á daginn og 914367681 eftir
kl. 19, út vikuna.
Til sölu: Honda Civic '88, sjálfskiptur,
vökvastýri, ekinn 22 þús. km. Verð
790.000. Skipti ódýrari. Uppl. í síma
91-39200 eða 91-75365.
Man, árg. ’81, 26-321 með skífu og
Man, árg. ’84, 26-361 á grind til sölu.
Upplýsingar í símum 91-84708 frá 9-17,
heimasíma 93-61120, vinnusíma
93-61464 og 985-21875.
M-Benz 300 D, árg. '85. Með gjaldmæli
+ talstöð fyrir leigubíl. Uppl. í sima
91-73848 e.kl. 19.
■ Ýmislegt
Sparið. Sparið. Nautakjöt í heilum og
hálfum skrokkum á hagstæðu verði.
Tilbúið í frystikistuna eins og þú
óskar. Látið kjötiðnaðarmenn okkar
vinna verkið. Kjötheimar, Reykjavík-
urvegi 72, Hafnarfirði, sími 650299.
Geymið auglýsinguna.
■ Þjónusta
Af hverju notarðu ekki frekar timann til
að vinna úr hugmyndum þíniun og
lætur okkur um bókhaldið og vask-
inn? Tökum einnig að okkur rit-
vinnslu og skýrslugerð. Útbúum allar
gerðir línu-, súlu- og kökurita og
skyggnugerð. GIGA, sími 91-671482.
Heimska
menning
Enn á ný er menningunni ógnað
af hækkun olíuverðs. Fólk heldur
að vandinn sé orkuskortur, það er
rangt, kolrangt, og það sem meira
er, allir verkfræðingar og menn
rauvísindanna hafa lengi þekkt
vandann án þess að taka það alvar-
lega.
Hin hliðin á málinu
Vandinn er ekki orkuskortur,
hann er skortur á að nota afl þar
og þegar hentar. í öllu umhverfi
okkar er næg orka, vandinn er að
beisla hana sem afl þegar þarf.
Vandinn er sá að aflgefandi tæki
eru katlar, túrbínur og sprengi-
hreyflar. Án þessara tækja er olía
ekki sérlega verðmæt. Áflgefandi
tæki eru og rafmótorar, en þá þarf
að tengja við dreifikerfi raforku og
í flestum tilfellum er raforka svo
aftur framleidd með kötlum, túrb-
ínum og sprengihreyflum, svo við
erum í sömu stöðu.
Rafgeymir
Ef við hefðum rafgeymi sem væri
af hundraðfaldri rýmd miðað við
þunga og rúmmál núverandi raf-
geyma eru allt í einu forsendur til
þess að nota raftæki sem afltæki
án dreifinets. í bíla og skip.
Þá eru forsendur til þess að vinna
raforku úr tilfallandi virkjun
vinda, sólskins, leysingarvatns og
vinna orku úr ýmsum tilfallandi
afgangi.
Til þess að gera grein fyrir stærð-
um í þessu máli duga óbyggðir Als-
ír til þess að framleiöa alla þá orku
sem mannkynið þarf.
Ef lítið og annars ómerkilegt tæki
eins og rafgeymir mikillar rýmdar
væri til væri orkuvandinn leystur.
Þetta er einfalt mál. Það vita allir
sem eitthvaö þekkja til raunvísinda
að olía er því aðeins nauðsynleg
að mannkynið sé háö aflgefandi
tækjum sem nýta hana.
Það er því enginn orkuskortur,
þaö er krísa vegna katla, túrbína
og sprengihreyfla. Vandinn er afl-
tækjakreppa.
Lausn á afltækjakreppu
Til að leysa afltækjakreppuna
búum við til ný afltæki í staðinn
Kjallariim
Þorsteinn Hákonarson
framkvæmdastjóri
fyrir þau sem ekki duga lengur, það
hefur legið fyrir mjög lengi að við
verðum að gera það, af umhverfis-
orsökum, af aflskortsorsökum og
svo framvegis eins og raunvísinda-
menn hafa vitað.
Á afltækjakreppu eru nokkrar
lausnir, sú sem er hentugust er að
þróa rýmdarmikla rafgeyma.
Það er vegna þess að þekkingar-
stig fyrirtækja, tækjabúnaður sem
þegar hefur verið fjárfestí, útskipt-
anleikinn fyrir brunaaflstæki,
þekking almennings, notkun nú-
verandi dreifikerfa og svo fram-
vegis, þetta er allt rpjög aðlaganlegt
þeirri lausn. Ef skýra á aðrar
lausnir þarf að víkja út fyrir lýsing-
arhæfni núverandi lýsingarkerfis
eðlisfræði og það eru ekki lausnir
á rauntíma.
Það mundi fjalla um að hafa afl-
senda á ákveðnum tíðnum sem
annars hafa ekki orkuskipti við
umhverfið nema í þar til gerðum
breyti sem ynni afl úr slíkum send-
um, um nýtingu á mismun nátt-
úrulegra aflsviða, á svipaðan hátt
og við notum mismun milli vinds,
flots, þyngdarafls og viðnáms til
þess að sigla seglskipum.
En sú tækni bíður framtíðar og
reyndar er þegar hægt að rökstyðja
aö slík tækni verður ekki til án
rýmdarmikilla rafgeyma. Það sem
nú skiptir máli er að fá aflgefandi
tæki sem gengur inn í núverandi
efnahagslíf án þess að eyða núver-
andi fjárfestingum um of.
Af hverju er þetta þá ekki gert?
Það er vegna þess að það er ekki
hægt að fá peninga í það. Og af
hverju er það ekki hægt? Það er
vegna heimsku. Smám saman hafa
menn gleypt þvættinginn úr fjöl-
miðlunum um að það sé orku-
kreppa. Stjórnmálamenn og vís-
indamenn, þróunarmenn fyrir-
tækja og forstjórar, bankamenn og
aðrir sjá ekki það sem þeir þó í
flestum tilfellum vita, þeir hafa
ekki séð hversu alvarlegt málið er
og hvað. okkur er í raun ógnað
vegna vöntunar á rýmdarmiklum
rafgeymum.
Núverandi ástand
Nú um stundir er staða ráða-
manna eins og manns sem heldur
á slöngubút og horfir inn í slöng-
una og veltir því fyrir sér hvernig
á því stendur að það kemur ekkert
úr slöngunni. Það er óþarfi að
horfa lengur inn í slöngubútinn,
þaðan kemur framvegis lítið og
dýrt. Það er að skilja að vandinn
er afltækjavandi, og vetni keppir
aldrei við rýmdarmikinn rafgeymi.
Þorsteinn Hákonarson
„Til að leysa afltækjakreppuna búum
við til ný afltæki í staðinn fyrir þau sem
ekki duga lengur.“
Merming
Mariah Carey - Mariah Carey:
Nákvæm eftirlíking
Bandaríkjamenn eru feikna duglegir við að framleiða
poppstjömur af öllum stærðum og gerðum enda mikl-
ir peningar í húfi. Hér um árið uppgötvaði Arista
hljómplötufyrirtækið og kom á framfæri blökkusöng-
konunni Whitney Houston. Hún varð stórstjarna um-
svifalaust enda með stórkostlega rödd frá náttúrunnar
hendi auk glæsilegs útlits.
Síðan hefur auðvitað staðið yfir þrotlaus leit hinna
hljómplötufyrirtækjanna aö öðrum eins gullmola til
að draga björg í bú. Og nú virðist CBS-risanum hafa
tekist aö finna eitthvað sambærilegt viö Whitney þar
sem hin unga hvíta Mariah Carey er. Og eins og nærri
má geta er ekkert til sparað við að koma henni á fram-
færi og hefur fyrirtækið ekki lagt eins mikið fé í neinn
einstakan listamann og í þessa tvítugu stúlku á síðari
árum.
Hún hefur margt það til bmnns að bera sem prýðir
Whitney Houston, er sæt og spengileg með mikla söng-
rödd og semur öll sín lög sjálf að auki og fæst við út-
setningar.
Allt er.þetta gott og blessað og Mariah Carey vissu-
lega mikið listamannsefni. Mikið fer þó í súginn í
Nýjar plötur
Siguröur Þór Salvarsson
þeirri viðleitni að skapa nýja hvíta Whitney Houston.
Það er engu líkara en útsetjarar og upptökustjórar
hafi haft plötur Whitneyjar sérstaklega til hliðsjónar
við gerð þessarar fyrstu plötu Mariah Carey, svo slá-
andi lík er formúlan.
Fyrir vikið virkar þetta á mann sem hálf hallærisleg
eftirlíking sem það þarf alls ekki að vera því eins og
nefnt var að framan er Mariah Carey greinilega mikl-
um hæfileikum gædd og hefur alla burði til aö gera
góða hluti í framtíðinni ef hún fengi örlítið lausari
taum og losaði sig við Whitneyjar ímyndina.
Svo er annað sem mér finnst Ijóður á ráði stúlkunn-
ar en það er hvað hún er smámælt en þessi talgalli
er truflandi fyrir mína parta, sérstaklega í rólegri lög-
um. -SÞS