Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 32
 M. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst,ohað dagblað ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Eggert og sr. Páll: Saksóknari hafnarbeiðni um málsókn Innbrotíbíla: Fjórirungir menn í gæslu Flugslysið í Skerjafirði: Allir þættir rannsakaðir Einhver niðurstaða mun væntan- lega liggja fyrir í lok vikunnar vegna flugslyssins sem varð í Skerjafirði á laugardaginn þegar einn maður fórst með tveggja hreyfla Pipervél. Aö sögn fulltrúa rannsóknardeild- ar Lofterðaeftirlits er rannsókn málsins í fullum gangi. „Allir þættir eru rannsakaöir," sagði hann í sam- taliviðDVímorgun. -ÓTT LOKI Meira að segjasak- sóknari hafnar Haukdal! Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari hefur hafnað beiðni séra Páls Pálssonar á Bergþórshvoli, að hefja málsókn á hendur Eggert Haukdal alþingismanni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem saksóknaraembættið hafnar óskum séra Páls um að hefja opinbert mál gegn Eggert Haukdai. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður hefur farið fram á málsóknimar fyrir hönd séra Páls. Séra Páll vill að höfðað verði mál gegn alþingismanninum vegna um- mæla sem Eggert viöhafði um sókn- arprestinn í dreifibréfi sem dreift var inn á flest heimili í Vestur-Landeyja- hreppi. Eins og áður sagði hefur embætti ríkissaksóknara hafnað í tvfgang að höfða opinbert mál gegn Eggert. Nokkuð er um liðið frá því Eggert ritaði dreifibréfið. Eftir að hluti þess birtist í DV var farið fram á málsókn. -sme Fjórir menn, sem allir eru innan við tvítugt, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikdags, sautj- ánda þessa mánaðar. Mennirnir eru grunaðir um að eiga sök á fjölda inn- brota í bíla undanfarið. Að sögn Helga Daníelssonar, yfir- lögregluþjóns hjá rannsóknarlög- reglunni, hefur verið mikið um inn- brot í bíla síðustu vikur. Helgi sagði að mest væri um að radarvörum, að Copragerð, væri stolið úr bílum. Eins nefndi hann að öðru lauslegu væri stolið. í innbrotunum er farið í bíla sem eru læstir og oftast er það gert með því að rúður eru brotnar. Fjórmenningamir, sem nú eru í gælsuvarðhaldi, eru grunaðir um að eiga sök á miklum fjölda þeirra inn- brota sem nú eru til rannsóknar. -sme Samgönguráð herra, hverjar eru reglurnar? um50til80% „í svarbréfi flugmálastjóra er fullyrt að flugvallaryfirvöld á Kefiavíkurflugvelli hafi gefið út reglur um að beina flugumferð frá þéttbýlisstööum. Bæjarráð fór fram á í ályktun sinni frá 15. ágúst sl. að ef einhveijar reglur væru tii, þá yrði upplýst hveijar þær væru. Bæjarráð krefur ráðherra enn um þessar reglur", svo segir meðal annars í bréfi sem bæjarráð Njarð- víkur hefur sent samgönguráð- herra, Steingrími J. Sigfússyni. Bréfið er skrifaö vegna slyss sem varð 5. ágúst í sumar. Þá nauölenti feijuflugvél á Reykjanesbraut. Samkvæmt framburði sjónarvotta munaðí minnstu að vélin kæmi niður í Móahverfi f Njarðvfk. í framhaldi af slysinu óskaði bæjar- stjórn Njarðvíkur eftir svörurn sem lúta að öryggi þeirra sem búa nærri flugvöUum. Bæjarráð hefur fengið svör en óskar nú frekari skýringa. 1 bréfi bæjarráðs segir ennfrem- ur: „í svarbréfi flugumferðarstjóra kemur fram að engar reglur gilda um aðflug fiugvéla i neyð yfir byggð, Bæjarráö telur slík svör ekki tii að draga úr ótta manna við stórslys við óvetýulegar aðstæður. Flugmálayfirvöld hljóta að hafa sömu öryggisskyldur við íbúa við flugvelli og gagnvart áhöfnum og farþegum fiugvéla. Bæjarráð fer þess eindregið á leit við samgöngu- ráðherra að þessi öryggismál verði skoðuð til hlítar og öryggis íbúa við flugvelli verði gætt meö ákveönum reglum, sem íbúarnir geta sætt sig viö.“ í bréfinu segir einnig að að mati fróðra manna sé hægt að minnka yfirflug yfir byggð í Njarðvík og Keflavík um 50 til 80 prósent. „Bæjarráð fagnar þvi að flug- málayfirvöld ætli að kanna hvort frekari takmarkanir á flugumferð yfir þéttbýli séu framkvæmanlegar og eru bæjaryfirvöld fus tii aö leggja sitt af mörkum við slíka vinnu,“ segir í bréfi bæjarráös Njarðvíkur til Steingríms J. Sígfús- sonarsamgönguráðherra. -sme Sárið Ijóta og vellandi gröttur á tryppinu. DV-myndir Magnús Veðrið á morgun: Hiti nálægt frostmarki Á morgun verður hægviðri um vestanvert landið en annars stað- ar hæg norðlæg átt og víðast létt- skýjað. Hiti verður nálægt frost- marki. Samherji kaupir Hvaleyri Útgerðarfyrirtækið Samherji hf. á Akureyri, sem rekur meðal annars mettogarann Akureyrina, hyggst nýta sér forkaupsrétt sinn á hluta- bréfum Hagvirkis og Jóns Friðjóns- sonar í Hvaleyri hf„ að sögn Jóhanns G. Bergþórssonar, forstjóraHagvirk- is, í morgun. Hlutur Samherja hf. í Hvaleyri er 48 prósent, Hagvirkis 48 prósent og Jóns Friðjónssonar 4 prósent. Sam- herji kaupir bæði hlut Hagvirkis og Jóns. Skrifað hefur veriö undir kaup- in með fyrirvara. Hagvirki hyggst hins vegar kaupa frystihúsið Hvaleyri aftur af Sam- herjamönnum. Jóhann segir að unn- ið sé að endursölu hússins og muni það mál skýrast á næstu dögum. Helstu eignir Hvaleyrar hf. eru tog- arinn Víðir, sem er með jafngildi 2.200 tonna kvóta af þorski, og hið stóra frystihús í Hafnarfiröi ásamt góöri hafnaraðstööu. Hvaleyri hf. var áður Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þeir Samherjamenn hafa gefið út þá yfirlýsingu að þeir muni fyrst um sinn gera Víði út frá Hafnarfirði. -JGH Óhugnan- legt skotsár átryppi Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi: Fullvíst má telja að skotið hafi ver- ið á tryppi sem gekk í Víðidalsfjalli í sumar. Þegar hrossum var smalað úr afréttinum kom í ljós að tryppið var méð sár á herðakambi og vall þar gröftur út. Reyndist þar vera gat langt inn í hold og bein og annað gat álíka stórt hinu megin og stóðust götin á. Gatið var eins og eftir stóra riffilkúlu og telja menn vart hugsan- legt að tryppið hafi á annan hátt get- að fengið svona sár. Hreinn Magnússon, bóndi á Leys- ingjastöðum, á tryppið. Sagöi hann í samtali það vera forkastanlegt að menn fengju leyfi til að vera með þessa stóru riffla sem væru stór- hættulegir mönnum og skepnum. Benti hann á að bæði þetta dæmi og fleiri sönnuðu að margir skytu á aflt sem hreyfist. g KONFEKT í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 — Heildsöludreifing sími: 91- 41760 Uftniígingar Á .1. , ALÞJÓÐA LÍ FTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LAGMll.l 5 - RF.YKJAVlK sími 681644 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.