Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. íþróttir Stúfarfrá Englandi Gurmar Sveinbjomsson, ÐV, Englandi: West Ham hefur keypt bakvörðinn Tim Bre* acker frá Luton Town á 600 þúsund pund en fyrir tæpu ári reyndi þáverandi stjóri West Ham, Lou Macari, að kaupa Breacker fyrir 500 þúsund pund. Jim Ryan, stjóri Luton, segir að salan hafi átt sér stað vegna fjárhagslegra ástæöna. Robson á góðtim batavegi Bryan Robson hjá Manchester United er nú á góðum batavegi eftir aö hafa gengist undir tvo uppskurði. Sérfræðingar segja að Robson geti farið aö skokka eftir tæpa viku en leikmaðurinn steíhir sjálfur að því að vera kom- inn í form áöur en ágóðaleikur hans fer fram á Old Trafford þann 20. nóvember. Þá mætir Manc- hester United skoska liðinu Gias- gow Celtic og allur ágóði af leikn- um rennur í vasa Robsons fyrir langa og dygga þjónustu við Manchester United. Aðdáandi Leeds fær lífstíðarbann Borgaryfirvöld i Leeds, sem eiga heimavöll Leeds, Elland Road, hafa sett Leeds-aðdáendann og verkamannínn Paul Ramsden í lífstíðarbann frá vellinum. Að- gerðir yfirvalda koma í kiölfar þess aö Ramsden hljóp inn á völl- inn þegar Leeds og Tottenham léku fyrir skömmu. Dómari leiks- ins dæmdi mark af Leeds og því hljóp Ramsden inn á til að mót- mæla en fær nú banniö upp úr öllu saman. Að auki verður hann útilokaður frá öllum völlum á Bretlandseyjum næsta áriö. Daily Mirror dæmt að greiða skaðabætur Breska dagblaöíð Daily Mirror hefur nú verið dæmt til að greiða John Barnes, Kenny Dalglish og Peter Robin- son, stjórnarformanni Liverpool, umtalsverðar skaðabætur vegna fréttar í blaðinu í febrúar síðast- liðinn. Fréttin gekk út á það að Bames væri á leiðinni til ítalska liðsins Sampdoria fynr liðlega 5 milljónir punda. Ekki var skýrt frá því hve skaðabætumar væru miklar. Atbiston leitar að tiði á Englandi Arthur Albiston, fyrrum leik- maður með Manchester United, er kominn til Englands á ný og leitar þar að félagi til að spila með. Albiston fékk frjálsa sölu frá Man. Utd og fór til Dundee í Skot- landi en hlutimir þar gengu ekki upp. Leikur Man. Utd og Wrex- ham færður um einn dag Leikur Manchester United og velska liðsins Wrexham í Evr- ópukeppni bikarhafa, sem fram á að fara á Old Trafford, hefur ver- ið færöur ffam um einn dag og spilast því þriöjudaginn 23. okt- óber. Fær Leícester skaðabætur vegna útsendingar? Leicestér City hefúr skrifað bréf til stjórnar //« deildarkeppninnar í Englandi og farið fram á skaðabætur vegna fyrirhugaðr- ar sjónvarpsútsendingar frá leik Aston Villa og Inter Milan í Evr- ópukeppninni þann 24. október. Leicester er eitt fjölmargra liða sem á heimaleik umrætt kvöld og óttast forráðamenn liösins tekjutap vegia útsendingarinn- ar. • Formenn norrænu frjálsíþróttasambandanna ásamt æðstu mönnum Evr- ópusambandsins. Frá vinstri: Arne Ljungquist, varaformaður Evrópusam- bandsins, Örn Eiðsson, heiðursformaður FRÍ, Nils Nygárd, formaður danska sambandsins, Bernt Gröön, formaður sænska sambandsins, Magnús Ja- kobsson, formaður FRÍ, Lars Martin Kaupang, formaður norska sambands- ins, Papani lllkka, formaöur finnska sambandsins, og Carl Olav Homen, formaður Evrópusambandsins. Þess má geta að Homen var í sex ár land- varnaráðherra Finnlands áður en hann tók við því embætti sem hann gegn- irnú. DV-myndGS Norðurlandaþing frjálsíþróttaleiðtoga: Umsókn Svía um HM1995 studd Norðurlandaþing frjálsíþróttaleið- toga á Norðurlöndum var haldið á Hótel Holti í Reykjavík á fóstudag og laugardag. Þingið sóttu fulltrúar frjálsíþróttasambanda allra Norður- landanna og auk þess formaður og varaformaður Fijálsíþróttasam- bands Evrópu. Þingið styður umsókn Svía um að halda heimsmeistaramótið árið 1995, en þeir hafa hug á að halda það í Gautaborg og hafa þegar byijað und- irbúning þess. Þá lagði þingið áherslu á áframhaldandi baráttu gegn misnotkun lyfja í keppni. Mál Trinu Solberg, spjótkastara frá Nor- egi, var mikið rætt. Trina var úr- skurðuð í keppnisbann á þeim for- sendum að hún hefði fallið á lyfja- prófi, en var sýknuð í sumar þegar í ljós kom að mistök höfðu átt sér stað í rannsókn á sýnum. Forseti þingsins var Örn Eiðsson, heiðursformaöur FRÍ, en hann er á fórum á Evrópuþing í Istanbúl á næstunni. Ritari þingsins var Ólafur Unnsteinsson. í þinglok afhenti Tap- ani Illka, formaöur fijálsíþróttasam- bands Finnlands, Magnúsi Jakobs- syrú, formanni FRÍ, heiðursgjöf til FRÍ, og sagði hana vera vott um að íslendingar væru hátt skrifaðir í fijálsíþróttaheiminum. -VS Afblaki: Víkingur og Þróttur haustmótsmeistarar • - breytt fyrirkomulag íslandsmóts Sól fer nú lækkandi og í húminu, sem nú er að hrifsa völdin af degin- um, má í æ ríkari mæli sjá laumu- lega blakmenn á leiö sinni á æfingar eða í kappleiki. íslandsmótið er hafið og að baki er fyrsta hraðmót vetrar- ins. Haustmótsmeistarar karla eru hinir síungu Þróttarar og í flokki kvenna eru Víkingar meistarar. Nokkrar sviptingar hafa verið á skipan liða og hafa heilu liðin jafnvel gufað upp og horfið sjónum glögg- skyggnustu manna. Dagar kvenna- liðs Þróttar munu vera taldir og HSK-drengir orðið að draga sig í hlé vegna stórfellds liðhlaups, sem karlalið Þróttar hefur notið góðs af. Sést hefur til „fyrrum Þróttar- stúlkna" á æfingum hjá Breiðablik og ÍS, sem væntanlega munu eflast við hðsaukann. En allar blakfréttir eru sem betur fer ekki eingöngu á þessa tætingslund því á Húsavík hef- ur verið smalað saman hópi sprækra stúlkna sem undir fána Völsunga ætla sér að gera strandhögg víða um land á vetri komanda. Nú þegar hafa verið leiknir fimmt- án leikir í íslandsmótinu og úrsht hafa öll verið eins og vænta mátti. Breiðablik, ÍS og Víkingar verða í toppslagnum í kvennadeildinni en Þróttarar, KA og HK-ingar í karla- deildinni. Fyrirkomulag mótsins er með nokkuð öðru sniöi nú en síöustu ár. Leikin verður fjórfóld umferð í báð- um deildum og má því búast við harðari slag um toppsætin. -gje England sækir um HM - í knattspymu árið 1998 Enska knattspyrnusambandið á- kvað á fundi sínum á sunnudag að sækja um að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu 1998. Eng- lendingar hafa einu sinnu áður hald- ið keppnina áöur, árið 1966 og unnu þá keppnina eftir sögulegan úrshta- leik gegn Vestur-Þjóðveijum á Wem- bley-leikvanginum í Lundúnum. Þijár þjóðir auk Englendinga hafa sótt um að halda keppnina 1998, Sviss, Marokkó og Frakkland. Al- þjóða knattspymusambandið (FIFA) gerir mjög harðar kröfur til þeirra sem sækja um að halda keppnina og má í því sambandi nefna að umsækj- endur þurfa að leggja th átta leik- velli sem rúma 40 þúsund áhorfend- ur í sæti. Leikvöllurinn þar sem úr- slitaleikurinn fer fram verður að rúma 80 þúsund áhorfendur í sæti. Umsóknarfrestur til að halda keppnina 1998 rennur út í júní á næsta ári en endanleg ákvörðun um leikstað verður tekin í júlí 1992. -JKS Haukar unnu Njarð^ Ólrúleg - Haukamenn voru sterkari á ta Haukar sigruðu Njarðvíkinga, 76-74, í ótrúlegum spennuleik í úrvalsdeild- inni í Hafnarfirði í gærkvöldi. Loka- mínútur leiksins voru hreint út sagt magnþrungnar en Haukamenn reynd- ust sterkari á taugunum og náðu að tryggja sér sætan sigur. Þessi liö hafa oft eldað grátt silfur saman og leikir þeirra oftast jafnir og spennandi og það var engin undantekn- ing í gærkvöldi. Haukamenn léku mjög vel í fyrri hálíleik og höfðu þá undirtök- in. Þeir höfðu forystu í leikhléi, 44-30 en í seinni hálfleik tóku Njarðvíkingar heldur betur við sér. Suðurnesjamenn léku þá pressuvörn og við það lentu Haukar í miklum vandræðum. Njarð- víkingar jöfnuðu metin og náðu síðan 6 stiga forystu þegar 3 mínútur voru eftir. Njarðvíkingar virtust vera með unninn leik í höndunum en Haukarnir neituðu að gefast upp og með mikhh baráttu náðu þeir að komast aftur yfir, 74-73, þegar rúm mínúta var eftir. • Bandaríkjamennirnir tveir, Mike Noble, hjá Haukum og Rod Robinson, hjá t gærkvöldi. Heimaleikur FH 2. n - mætir Besiktas í Istanbul viku FH-ingar hafa komist að samkomu- „Mér skilst að forráðamenn deildar- lagi við tyrkneska félagið Besiktas um innar hafi viljað leika báða leikina hér leikdaga félaganna í 2. umferð Evrópu- á landi en Tyrkimir hafi ekki tekið vel kepprd meistaraliða 1 handknattleik. í þá thlögu. Tyrkir eru ekki hátt skrif- FyrrileikurinnveröurháöuriHafhar- aðir í handboltaheimhium og þvi má firði 2. nóvember en sá síöari í Istan- ætla að við eigum greiöan aögang í 3. bul viku síðar, eöa 9. nóvember. umferð kepninnar með eðlilegum leík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.