Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 2
Fréttir
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990.
3Z>V
Uppsagnir átta starfs-
manna álversins standa
- ekki ólíklegt að þetta dragi dilk á eftir sér, segir formaður Hlifar 1 Hafnarfirði
Jakob Möller starfsmannastjóri og Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar, eftir fundinn í
í gær. DV-mynd BG
Forsvarsmenn Álversins í
Straumsvík neituðu að daga upp-
sagnir átta starfsmanna til baka í
gær. Haldinn var fundur með yfir-
stjórnendum, þeim Christian Roth
forstjóra, Jakobi Möller starfs-
mannastjóra og Einari Guðmunds-
syni, tæknilegum framkvæmda-
stfóra. Af hálfu verkamanna mættu
á fundinn Sigurður T. Sigurðsson,
formaður Verkamannafélagsins
Hlífar, og Gylfi Ingvarsson, yfir-
trúnaðarmaður í álverinu.
Starfsmenn í kerskálum lögðu
niður vinnu í gærmorgun til að
mótmæla því að fjórir starfsmenn
höfðu verið áminntir fyrir að fara
í bað nokkru fyrr en gert var ráð
fyrir í reglum fyrirtækisins. Þær
reglur segja að menn skuli fara í
bað tólf mínútum fyrir hættutíma.
Samkvæmt heimildum DV hefur
um langan tíma viðgengist sú venja
aö nokkrir menn færu fyrr í baðiö
ef þannig stæði á að vinnu væri
lokið hjá þeim. Þetta hafi meðal
annars verið gert til að nýta betur
vatnið því ef allir færu í baö á sama
tíma væri heita vatnið af skornum
skammti.
í samtali DV við Sigurð T. Sig-
urðsson, sem fram fór fyrir fund-
inn, lýsti hann því yfir að þeirra
hlutverk væri aðeins að bera klæði
á vopnin, enda væri verkalýðsfé-
lagið ekki aðih að þessari deilu
heldur væri hún milli einstakra
starfsmanna og fyrirtækisins.
Hann lýsti því þó yflr að hann von-
aðist til að málið leystist á þann
hátt að báðir gætu vel viö unað en
hann viðurkenndi þó að málið væri
afar snúið.
Fengu áminningu
Upphafið að þessari deilu má
rekja til fóstudagsins 9. nóvember
er komið var að nokkrum starfs-
mönnum í baðinu klukkan 15 mín-
útur fyrir íjögur og þá voru þeir
búnir að baða sig.
„Mjög varlega ályktað má telja
að mennirnir hafi verið komnir í
bað tuttugu mínútum fyrir fjögur.
Menn eiga að stimpla sig úr og í
vinnu í vinnufötunum. Þessir
menn höfðu hvorki stimplaö sig né
fengið leyfi til að hætta fyrr,“ sagði
Jakob Möller, starfsmannastjóri
ÍSAL. „í framhaldi af því fengu
þeir áminningarbréf á mánudag
varðandi það að þeir hefðu ekki
haldið vinnureglur. Þessir starfs-
mennn neituðu að taka við bréfun-
um og því voru þau send í pósti og
hafa væntanlega borist þeim á
fimmtudag. Á föstudag er haldinn
fundur strax að morgni og síðan
aftur í hádeginu. Þeir fengu skila-
boð um það aö gripú þeir til ein-
hverra aðgerða yrði tekið mjög
hart á þeim málum. Þeir gera þá
kröfu að bréfm verði dregin til
baka en því neituðum við.
í gærmorgun mæta þessir starfs-
menn en hefja ekki vinnu og um
tvöleytið buðum við tvo kosti: ann-
aðhvort færu þeir að vinna en ef
ekki litum við svo á að þeir vildu
ekki vinna hér fengur og hefðu þar
með ákveðiö að hætta. Átta menn
tóku þann kost að fara ekki tif
vinnu, vitandi aö á slíkt litum við
sem uppsögn af þeirra hálfu. í raun
höfum við engum sagt upp heldur
tóku þessir átta menn þann kost
að fara ekki til vinnu, vitandi það
að á það yrði litið sem uppsögn.
Af því við heyrðum að þeir teldu
aö þeirra vinnusamningi væri ekki
slitið, þar sem honum væri ekki
sagt upp skriflega, var þeim sent
bréf þar að lútandi í gærkveldi."
Engin áhrif á öðrum vöktum
Á þessari vakt eru að jafnaöi
17-20 manns sem eru í vinnu í senn.
Vinnan í kerskálunum er tvískipt,
annars vegar svokölluð eftirlits-
sveit, sem gengur þrískiptar vaktir,
og hins vegar þjónustusveit sem
vinnur við áltöku og skautskipt-
ingu og eru menn í þeirri deild
aðilar málsins. Að sögn Jakobs var
ekki skipt um skaut né tekið við
áli í fyrradag. Hann sagði jafnframt
að þetta hefði ekki haft áhrif á aðra
vinnu í verksmiðjunni. Ennfremur
hefði þetta mál ekki komiö upp á
öðrum vöktum. Þeir menn, sem
eftir eru á vaktinni, komu til vinnu
í gærmorgun og gengu að sinni
vinnu. Þeim til aðstoðar voru kall-
aðir inn aukamenn.
Ekki teknir í vinnu aftur
Það kom fram í máli Jakobs að
þessir menn yrðu ekki teknir í
vinnu aftur. Um lögmæti aðgerð-
anna sagði hann ekkert vafamál
að aðgerðir starfsmanna heföu ver-
ið ólögmætar og fyrirtækið hefði
fullan rétt á að bregðast svona við.
„í mínum huga skiptir þaö ekki
máli hvort við höfum sagt þeim upp
eða þeir hafi sagt upp. Við skulum
gefa okkur það að svo verði litið á
að við höfum sagt þeim upp. Þá er
það ljóst samkvæmt vinnurétti að
það má segja mönnum fyrirvara-
laust upp neiti þeir að vinna þau
störf sem þeir eru ráönir til aö
gegna,“ sagði Jakob Möller.
Kemur sér illa fyrir hina
Klukkan að verða fjögur í gær
kom kvöldvaktin til vinnu og var
hún fullmönnuð og gekk í sín störf
umsvifalaust. Nokkrum mínútum
síðar komu menn af umræddri
vakt frá vinnu. í samtali við einn
starfsmann á þeirri vakt kom fram
að brotthvarf átta manna kæmi sér
illa fyrir hina.
„Auðvitað kemur þetta illa við
okkur því við erum vinnufélagar
þessara manna," sagði Bragi Guð-
mundsson, starfsmaður í kerskála.
„Við vorum með þeim í upphafi og
þegar sú yfirlýsing kom frá fyrir-
tækinu að litið yrði á það sem upp-
sögn ef irienn neituðu að vinna
skiptumst við í tvö horn. Við höfum
getað haldið í horfinu með aðstoð
ýmissa annarra starfsmanna úr
öllum fyrirtækjum.“
Baðvatnið dropinn sem fyllti
mælinn
Klukkan rúmlega fjögur hófst svo
fundur stjórnenda og fulltrúa
verkalýðsfélaganna og var honum
lokið um tuttugu mínútum fyrir
íjögur. Þá var ljóst að engin breyt-
ing yrði á ákvörðun fyrirtækisins
varðandi þessa átta starfsmenn.
Sigurður og Gylfl voru nokkuð
óhressir með niðurstöðu fundar-
ins. „Baðvatnið er ekki aðalatriðið
í þessu máli heldur dropinn sem
fyllti mælinn,“ sagði Sigurður.
„Um langan tíma hafa verið viðvar-
andi samkiptaörðugleikar milli
starfsmanna og yfirmanna, ekki
verkstjóra á gólfi heldur annarra
yfirstjórnenda. Það hefur lengi ver-
ið svo að einfoldustu vandamálum
hefur verið frestað og menn safnað
glóðum að höfði sér. Þegar síðan
hefur verið gengið til samninga við
ÍSAL hefur fyrst þurft að leysa
þessi smærri vandamál áður en
hægt hefur verið að ganga til samn-
inga. Christian Roth forstjóri hefur
meira að segja lýst því yfir að
starfsmenn og verkalýðsfélög séu
fjárkúgarar. Fyrir mitt leyti tel ég
að einum kafla sé lokið en sam-
skipti stjórnenda og verkamanna
hafa síst batnað og ekki ólíklegt að
þetta dragi dilk á eftir sér.“
Sigurður sagði ennfremur að
engin lagaleg eða samningaleg
ákvæði væru til staðar til að vé-
fengja þessa ákvörðun stjórnenda.
„Þetta er þakk!ætið“
DV hafði samband við tvo af þeim
átta mönnum sem sagt var upp, Jón
Birgi Þóroddsson og Hjalta Rík-
arðsson. Hvorugur vildi láta hafa
nokkuð eftir sér en minntust þó á
samskiptaörðugleikana og hvernig
þau mál hefðu versnað upp á síðk-
astið. Baðmálið væri í raun loka-
punktur en margt annað hefði spil-
að inn í, svo sem samskiptanám-
skeiðin.
Samkvæmt öðrum heimildum
blaðsins voru starfsmenn á sam-
skiptanámskeiöi í fyrri viku og áttu
þeir að leggja til 16 tíma úr frítíma
en fyrirtækið aðra sextán af vinnu-
tíma. Það vildi hins vegar brenna
við að menn væru ekki leystir af í
vinnu þegar þeir sóttu námskeiðin
og komu því að verkum sínum
óunnum. Þetta hafi tafið vinnu
þeirra og aukið álagið á þeim virku
vinnustundum sem eftir voru til
að klára verkið.
Jón Birgir og Hjalti eru tæplega
fertugir fjölskyldumenn og hafa
þeir báðir unnið hjá fyrirtækinu í
rúm tuttugu ár; Hjalti frá stofnun
þess.
„Þetta er þakklætið fyrir það að
eyða bestum hluta af sinni starf-
sævi í þágu fyrirtækisins og sjúga
upp eiturloft í lungun eins og
hreinsibúnaður.“
-JJ
Steingrímur Njálsson hefur nú verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gagnvart 15 drengjum:
Hæstiréttur haf naði kröf u um gæslu
að lokinni f angelsisvist í febrúar
Hæstiréttur hefur dæmt Steingrím
Njálsson í 12 mánaða fangelsi fyrir
brot á 209. grein almennra hegning-
arlaga og 45. grein laga um vernd
barna og ungmenna. Kona kom að
Steingrími á heimili hans í febrúar
siðastliðnum. Hafði hann þá fært
ungan dreng úr buxunum. Stein-
grímur hafði áður verið dæmdur fyr-
ir kynferðisafbrot gagnvart 14 ung-
um drengjum. Hann var úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald daginn eftir að
konan kom að honum og lögreglan
handtók hann.
Steingrímur var dæmdur í 18 mán-
aöa fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur
fyrr á þessu ári. í dómi sakadóms var
honum einnig gert að sæta sérstakri
gæslu samkvæmt ákvæðum 66. og
67. greina almennra hegningarlaga -
að refsingu lokinni. Hjörtur 0. Aðal-
steinsson sakadómari dæmdi í máli
Steingríms í undirrétti.
í dómi Hæstaréttar var refsing hins
vegar ákveðin hæfileg 12 mánuðir.
Þar segir meðal annars: „Við ákvörð-
un refsingar ákærða ber að hafa í
huga að ekki verður séð aö atferli
ákærða hafi valdið ótta hjá drengn-
um. Samkvæmt frásögn móður hans
og sálfræðings hefur hann ekki sýnt
merki þess að hafa hlotið skaða af.“
Hæstiréttur hafnaði kröfu ríkis-
saksóknara um staðfestingu á
ákvæðum héraðsdóms um að ákærði
sæti gæslu að refsingu lokinni. í
dómi Hæstaréttar segir meðal ann-
ars: „Ekki hefur af ákæruvalds hálfu
verið gerð grein fyrir því hvernig
umræddri gæslu yrði háttað og hvort
kostur sé á gæslu annars staðar en
í fangelsi. Með hliðsjón af þessu þyk-
ir þessi krafa ákæruvalds ekki nægi-
lega rökstudd og ber að vísa henni
frá sakadómi."
Steingrímur hefur verið í Síðu-
múlafangelsinu og á Litla-Hrauni frá
því að hann var handtekinn. Til frá-
dráttar refsingu Steingríms kemur
gæsluvarðhaldsvist hans, frá 17.
febrúar síðastliðnum. Samkvæmt
dómi Hæstaréttar mun hann verða
frjáls maður á ný eftir þrjá mánuði.
Dóminn kváðu upp hæstaréttardóm-
ararnir Guðmundur Jónsson, Bene-
dikt Blöndal, Guðrún Erlendsdóttir,
Haraldur Henrýsson og Þór Vil-
hjálmsson.
Steingrímur hafði áður verið
dæmdur fyrir kynferðisafbrot gagn-
vart samtals 14 ungum drengjum á
árunum 1963-1988. í febrúar 1988
dæmdi Hæstiréttur hann í 9 mánaða
fangelsisvist og að henni lokinni í
viðeigandi hælisvist í 15 mánuði.
Steingrímur fór á hæli í Svíþjóð að
lokinni fangelsisvistinni. Hann var
tiltölulega nýkominn þaðan þegar
konan kom að honum á heimili hans
með litla drenginn inni hjá sér. Sam-
kvæmt fyrri dómum var samanlögð
refsivist hans orðin rúm tíu ár.
-ÓTT