Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. 15 Ræða háskólarektors Dr. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor. „Getur verið, að þróunin í átt til frjálsari alþjóðaviðskipta sé smáþjóðum eins og íslendingum hættuleg?“ spyr greinarhöfundur. „Sú virðist skoðun dr. Sigmund- ar... “ segir greinarhöfundur enniremur. Sósíalisminn er fallinn. En hvað tekur við? Getur verið, að hinn frjálsi markaður hafi í för með sér eins mikla kúgun á sína vísu og hið alráða ríkisvald gerði í austan- tjaldslöndum? Getur verið, að þró- unin í átt til fijálsari alþjóðavið- skipta sé smáþjóðum eins og ís- lendingum hættuleg? Sú virðist skoðun dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, háskólarektors og prófessors í efnafræði, ef marka má ræðu þá, sem hann flutti við skólaslit 30. júní síðast hðinn. Ég var staddur erlendjs, þegar ræðan birtist, og hef þess vegna ekki kom- ið því við fyrr en nú að gera við hana nokkrar athugasemdir. Hvað sagði rektor? Sigmundur sagði: „Við höfum séð hugmyndafræði kommúnismans hrynja til grunna í Austur-Evrópu og við sjáum aðra hugmyndafræði koma í staðinn en það er trúin á frjálsa markaðinn. Nú er það fijálsi markaðurinn sem mun gera okkur frjáls og fjárhagslega sjálfstæð, en getum við treyst og trúaö á alræði frjálsa markaðarins?" Hann hélt áfram: „Nú hillir undir nýja tíma, tíma alþjóðlegra auð- hiinga og fjármálafursta sem ráða því sem þeir ráða vilja svo fremi að hluthafar eigi arðs von. Ástæða er til að óttast að ísland verði slík- um fjölþjóðafyrirtækjum auðveld bráð, að slík fyrirtæki kaupi upp auðhndir okkar smátt og smátt án þess að viö veitum því athygli." Ólíku jafnað saman Hér er málum mjög blandað. í fyrsta lagi er mjög villandi að leggja sósíalisma og frjálshyggju að jöfnu og hafna síðan hvoru tveggja sem „hugmyndafræði". Sósíahsmi er vissulega hugmyndafræði, hann er krafa um, að mannlegt samlíf sé KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði skipulagt eftir einni tiltekinni for- skrift. Frjálshyggja er allt annars eðlis. Hún er sú skoðun, að stilla eigi valdi ríkisins svo í hóf, að hver ein- stakhngur geti haft þá hugmynda- fræði sem hann vih, geti ráðið lífs- háttum sínum sjálfur. Hún er ekki hugmyndafræði, heldur frelsi til að hafa- hugmyndafræði, ef svo má segja. Frjálshyggjumenn hafa ekk- ert á móti því, að menn séu sósíal- istar í þeim skilningi, að þeir stofni og reki samyrkjubú, samvinnufé- lög og þvíumlíkt. Þeir eru því að- eins andvígir, að menn neyði aðra til að slást í fór með sér. „Alræði“ markaðarins er merkingarleysa í öðru lagi ber það ekki vott um mikinn skilning á eðli markaðarins að tala um „alræði“ hans. Frjáls markaður er ekki sjálfstæður ger- andi í sama skilningi og ríkið. Hann er ekkert annað en sá vettvangur, sem sjálfstæðir einstaklingar mæt- ast á til þess að fullnægja þörfum hver annars í viðskiptum. Hann er staður, þar sem við seljum fisk, Kúbumenn sykur og Japanir bíla, af því að við getum veitt fisk, Kúbu- menn ræktað sykur og Japanir smíða bíla með lægri tilkostnaði en aðrir. Enginn neyðir neinn til þess að stunda viðskipti á frjálsum mark- aði: Menn gera það þá og þvi að- eins, að þeir sjái sér hag í því. Einn þáttur markaðsfrelsisins er einmitt frelsi til að vera ekki á markaðn- um: Hitt er annað mál, að leitun er á þeim, sem vilja taka upp sjálfs- þurftabúskap, geri þeir sér grein fyrir, hvesu lök lífskjör fylgja hon- um. Skyldi háskólarektor vilja veiða sér til matar eins og vilh- menn á Blálandi hinu mikla? Stórfyrirtæki starfa við strangar skorður í þriðja lagi er alrangt að tala um drottnun stórfyrirtækja og „fjár- málafursta" meö sama hætti og vald stjórnmálamanna og embætt- ismanna. Stórfyrirtæki lifa ekki, nema þau framleiði vöru, sem neytendur vilja kaupa. Á þetta hafa bandarískir bílarisar verið minntir óþyrmilega. Menn kaupa frekar Mitsubishi en Ford, ef bílarnir eru jafngóðir, en Mitsubishi ódýrari. Og Alusuisse riðaði til fahs fyrir skömmu. Stöldrum nú aðeins við: Hvað er það, sem veitir stórfyrirtækjum aðhald? Það er auðvitaö ekki annað en hinn fijálsi alþjóðlegi markað- ur, sem rektor elur þó slíkar efa- semdir um! Því opnari og því frjáls- ari sem markaðurinn er, því minni er vald stórfyrirtækja. Þetta er kjarni málsins: Frjáls samkeppni hefur í sér fólgna sjálfstakmörkun og sjálfsleiðréttingu. Allt leitar þar jafnvægis með svipuðum hætti og trén vaxa ekki upp í himininn. Hættan er af ríkisafskiptum í stjórnmálum gilda önnur lög- mál. Þar getur ótakmarkað vald safnast á hendur einum manni með óskaplegum afleiðingum, eins og dæmin af Lenín, Hitler og Stalín sýna. Háskólarektor hefði heldur átt að vara við óheftum rikisaf- skiptum en óheftum markaðsvið- skiptum. Hann hefði átt að lýsa því, hvernig lýðræðislegu ríkis- valdi er gjarnan beitt í þágu sér- hagsmuna (til dæmis til að vemda íslenska bændur fyrir samkeppni frá bændum erlendis með þeim af- leiðingum, að matvæli eru hér tvö- falt dýrari en annars staðar). Key- nes orðaði það, sem ég er að reyna að segja rektor, best í hinni frægu bók sinni 1936: Það er þrátt fyrir allt betra, að maður sé harðstjóri yfir bankabókinni sinni en yfir öðru fólki! Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Háskólarektor hefði heldur átt að vara við óheftum ríkisafskiptum en óheftum markaðsviðskiptum. Hann hefði átt að lýsa því, hvernig lýðræðis- legu ríkisvaldi er gjarnan beitt í þágu sérhagsmuna... “ Eggjaframleiðsla - eggjandi búgrein Ohagkvæm búgrein verö á eggjum er metið er hins __ sparast tæplega 600 miljón krónur - vegar ekki auövelt aö finna aöra KÍPillaTTrm á ári. Verö frá framleiöendum er vörutegund til samanburðar. Þess •' líklppa nm 600 milión krónur á ári. njóta framleiðendur og hafa aö mestu friö um hvemig þeir verö- leggja framleiösluna. Ef söluverö á eggjum er boriö saman \iö verö í öðrum löndum kemur hins vegar i ljós ótrúlega mikill munur. Svo mikill aÖ erfitt er aö finna haldbærar skjTingar. Egg þrefalt dýrari hér Eggjabakkinn kostar um 270 krónur i hverfisverslun i ReyKía- Grein Stefáns Ingólfssonar birtist í DV16. okt. sl. - Glannalegur talnaleik- ur til að sýna fram á hve óhagkvæmur islenskur landbúnaður sé, segir meðal annars í grein Eiriks. Eggjaframleiöendur i Vestur-Evr- ópu gætu framleitt sama magn fvr- ir hátt í 400 miljón krónum lægra verö. Færa má aö þvi rök aö egg sem flutt væru til landsins þyrftu ekki aö kosta meira en 135 krónur bakk inn. Það er helmingi ódýrara en núgildandi verö. Innflutningur a eggjum mundi samkvæmt þvi sn.-irn mn-fpndnm .VM) milión krcin „Eggjabændur geta tekið undir það að hægt er að framleiða egg hér á landi á sambærilegu verði og gerist í nágrannalöndunum en til þess að svo megi verða þarf ýmis- legt að breytast.“ Stefán Ingólfsson verkfræðingur gerði sér lítið fyrir og brá sér enn og aftur í heldur glannalegan talna- leik tii að sýna fram á hve óhag- kvæmur íslenskur landbúnaður sé. Að þessu sinni beindi hann spjót- um sínum að eggjaframleiðslu landsmanna, nánar tiltekið i DV- grein, „Óhagkvæm búgrein", þriðjudaginn 16. október.'Sem fyrri daginn vandar Stefán því miður ekki nógu vel til verksins með þeim afleiðingum að fullyrðingar hans eru flestar hverjar í heldur hæpn- ara lagi. Hvets virði er leikurinn þá? Satt best að segja hélt ég að Stefán færi að vanda málatilbúnað sinn betur í ljósi þess að forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins sýndi nýlega hér fram á, svo ekki varð um villst, að blaðagrein hans um sauðfjárbúskapinn var ekki mikils virði sökum meðferðar hans á tölulegum upplýsingum. Hvernig má lækka eggjaverð? Svo eggjaverð hér heima verði sambærilegt því sem gerist erlend- is þarf fyrst og fremst að flytja inn betri varpstofn. Einfaldur saman- burður hefur leitt í ljós að stofninn hér heima nýtir fóðrið mjög illa í samanburði við t.d. stofninn í Nor- egi. En fleira kemur tif. Fóðurverö er, svo dæmi séu nefnd, í hærra lagi og eggjabændur verða fyrir mikl- um affoUum þar sem þeim er óheimilt að verja varphænur gegn sjúkdómum með bólusetningu. Kjallariim Eiríkur Einarsson framkvstj. Félags eggjaframleiðenda Þetta þurfa menn að hafa í huga þegar þeir gagnrýna eggjaframleið- endur fyrir óhagkvæmni og hátt eggjaverð. Það er ekki nóg að grípa eitthvert eggjaverð í útlöndum á lofti og telja sig vita allt um ís- lenska eggjaframleiðslu. Hvern munar um 200 milljónir? Stefán hefur mál sitt á því að full- yrða að verðsamanburöur sé erf- iður en skeytir því engu sjálfur það sem eftir er greinarinnar. Hann fræðir áhugasama lesendur á því að 10 egg, sem hann kaupir í hverf- isverslun hér á landi, kosti 270 krónur. Ef þetta er rétt, sem ég dreg svo sem ekkert í efa, þá hefur hann keypt pakka sem vigtaði ipjög vel, ef svo má að orði komast. Eggin hafa öll verið vel yfir meðalstærð því algengasta verð á 10 eggja pakkningu er í kringum 225 krón- ur. Að meðaltali eru 17,5 egg í kíló- inu. Ef miðað er viö það misreiknar Stefán sig um nálægt 80 krónur á hvert kíló. Nú er ekki ljóst af skrif- um Stefáns hvort hann heimfærir útreikninga sína á heildarsölu eggja hér á landi en ef það er svo skeikar honum um litlar 200 millj- ónir króna á ári. Næst er til að taka að Stefán telur að hægt sé að kaupa egg í Dan- mörku á 90 krónur íslenskar bakk- ann. Eitthvað er það nú málum blandið. Fyrir skömmu birtist í Alþýðublaðinu verðsamanburður á landbúnaðarvörum í Esbjerg í Danmörku og í Reykjavík. Þar kom í ljós að bakki með 10 eggjum kost- aði 215 krónur í Reykjavík en 131 krónu og 84 aura í Esbjerg. Hér er því greinilega ekki um þrefaldan mun að ræða, eins og Stefán full- yrðir, heldur er hið rétta að egg eru 40% ódýrari í Danmörku ef marka má fyrrgreinda verðkönnun. En hvern varðar um smáónákvæmni milli vina? Bændur ráða sem betur fer ekki eggjaverði Að því búnur vindur Stefán sér í aðra sálma og gefur í skyn að verð- lagning eggja sé framleiðendum nánast í sjálfsvald sett. Hið rétta er að svonefndar sexmanna- og fimmmannanefndir ákvarða fram- leiðenda- og heildsöluverð á eggj- um. Smásöluálagningin er á hinn bóginn á hendi kaupmanna. Nefnd- irnar hafa til grundvailar verð- ákvörðunum verðlagsgrundvöll eggjaframleiðslunnar en grund- völlurinn er á hinn bóginn settur upp með það að leiðarljósi að gefa eins raunsanna mynd af kostnaö- aruppbyggingu framleiðslunnar og unnt er. Lægra eggjaverð er sameiginlegur hagur allra Eggjabændur geta tekið undir það með Stefáni að hægt er að framleiða egg hér á landi á sam- bærilegu verði og gerist í ná- grannalöndunum en til þess að svo megi verða þarf ýmislegt að breyt- ast. Fóðurverð hér á landi er allt að tvöfalt hærra en gerist í nágranna- löndunum. Ekki er leyft að bólu- setja gegn sjúkdómum og innflutn- ingur á afkastabetri stofnum hefur ekki fengist. Vonir eggjabænda standa þó til að innan skamms hefj- ist reglubundinn innflutningur á nýjum varp- og holdastofnum. Verði þessum hlutum komið í lag myndast vísir að samkeppnis- grundvelli sem ekki hefur verið til staðar hingað til. Það þarf engin flókin vísindi til að sýna fram á að lágt vöruverð er ekki aðeins hagur neytenda heldur einnig framleið- enda. Eggjabændur fagna öllum ábend- ingum um það sem betur mætti fara við framleiðslu og sölu eggja en frábiðja sér gífuryrði á borð við þau sem Stefán Ingólfsson hefur tamið sér. Eirikur Einarsson „Hið rétta er að svonefndar sexmanna- og fimmmannanefndir ákvarða fram- leiðenda- og heildsöluverð á eggjum. Smásöluálagning er á hinn bóginn á hendi kaupmanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.