Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990.. Skák Jón L. Árnason Stórmeistaramir Kupreitsjik og Jansa deildu sigrinum á opnu móti í Baden- weiler í Þýskalandi fyrir skemmstu, ásamt Þjóðverjanum Muse og Sovét- manninum Zaitsjik. Kupreitsjik, sem varð stórmeistari eftir Reykjavíkurskák- mótið 1980, er kunnur að djarfri og lif- legri taflmennsku. Hér er hann í essinu sinu með hvítt og á leik gegn Englend- ingnum Levitt: 18. Rb5! Rxb5 19. Bxb5 Dxb5 20. Hxe6 Kf8 21. Df5 Dd7? í erííðri stöðu fellur svartur í lævísa gildru: 22. Hxh6! Dx(5 23. Hxh8 mát! Snotur endalok og ekki í fyrsta sinn sem Levitt tapar fallega! Bridge ísak Sigurðsson „Árans, þarf maður enn einu sinni að spila tölvugefm spil, skiptingin brjáluð og ekkert að marka spilin." Hver kann- ast ekki við þessa setningu eða ámóta en margir spilarar virðast ganga út frá því sem vísu að tölvugefin spil séu ávallt villtari hvað varðar skiptingu spilanna. Sjálfúr er ég þeirrar skoðunar að því fari fjarri að því sé þannig farið. Handgefm spil eru ekkert síður villt enda eru flest forrit fyrir spilagjafir þannig úr garði gerð að skipting spilanna fari ekki út fyr- ir þann ramma sem eðlilegt má teljast. Spil dagsins er úr tvfmermingskeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar sem stendur nú yfir, svokallaður A.-Hansen tvimenn- ingur. Það skal skýrt tekið fram, til að forðast allan misskilning, að þessi spil voru handgefin við borðið. Norður gefur, enginn á hættu: * 742 V Á2 ♦ D84 + ÁG1032 * G5 V D98 ♦ ÁK6 + D9754 N V A S * 10 V 64 ♦ G1097532 + K86 * ÁKD9863 V KG10752 ♦ -- + -- Eru menn vanir að taka upp hönd eins og þá sem suður á í tölvugefnum spilum? Það kunnu ekki allir jafn vel með þessa hönd að fara en spilið var spilað á 5-borð- um. Eitt parið náði 7 spöðum, tvö náðu sex spöðum og var samningurinn doblað- ur á öðru þeirra. Eitt par spilaði 5 spaða og eitt parið var svo óheppiö að enda i tveimur spöðum á spilið. 011 pörin fengu að sjálfsögðu 13 slagi. Krossgáta Lárétt: 1 helgidóms, 5 endir, 9 gleöj- ir, 10 ófriður, 11 þögul, 12 smáfiskur, 13 eld, 15 haugur, 17 tíni, 18 svelgur, 20 eöli, 21 bindi. Lóðrétt: 1 voöi, 2 mánuður, 3 fluttist, 4 stinn, 5 fimir, 6 amboð, 7 röskur, 14 nudda, 16 egg, 17 tónn, 19 frá. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 útsvar, 8 lok, 9 iðja, 10 mýkt, 12 út, 13 amen, 15 ýfa, 17 EA, 18 lan- ir, 19 verðina, 22 ari, 23 iðar. Lóðrétt: 1 úlfa, 2 tomma, 3 ský, 4 viknaði, 5 að, 6 rjúfi, 7 pat, 11 týni, 14 elri, 16 arar, 17 Eva, 20 er, 21 na. ) 1989 Kmg Fealures Syndicate. Inc World nghls reserved 7-<3 Ó, mér líkar maturinn vel. Þú hefur oft gert miklu verri mat en þetta. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 16.-22. nóvember er í Lyfjabergi, Hraunbergi 4, gept Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi, og Ing- ólfsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnaríjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, simi 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjöröur, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá ki. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16,30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartimi. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánúd.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífllsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Mánud. 19. nóv. ítalir sprengja upp skotfæra- birgðir sínar á undanhaldinu. Grikkir hafa náð miklu herfangi. 37 __________Spakmæli_____________ Hvað er góðverk? Allt sem vekur gleði- bros á ásjónu einhvers annars. Kóraninn Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabömum. Upplýsingar í síma 84412. ■> Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn em opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opiö alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið alla daga nema mánudaga 11-16. Bilariir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfeilum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Gildir fyrir þriðjudaginn 20. nóvember. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Hvatning kveikir hjá þér eldmóð og hagsýni. Framsækni er þér til góðs. Eitthvað kemur þér þægilega á óvart. Fiskarnir (19. febr. 20. mars.): Dagurinn gæti orðið þér erfiður, sérstaklega ef þú þarft að treysta á samvinnu við aðra. Það getur tekið langan tíma að leiðrétta misskilning. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú átt erfitt uppdráttar í dag. Undirbúðu verkefni þín vel og árang- urinn kemur í ljós þótt síðar verði. Það er mikilvægt að lesa smáa letrið og gefa smáatriðunum sérstakan gaum.' Nautið (20. april-20. maí): Þú átt von á einhverju óvæntu. Farðu varlega í málamiðlun. Framkvæmdu af hugyjtssemi. Happatölur eru 6, 24 og 35. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Þú ert ekki undir mikilli pressu því ótti þinn rið hugmyndir og framkomu annarra er minni en þú bjóst við. Fréttir koma þér vel í viðskiptum. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú ræður lítið við tilfinningamál. Gerðu allt til að halda friðinn. Dagurinn lofar góðu varðandi gagnleg störf. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Hefðbundin störf veröa þreytandi. Hafðu hemil á ákafa þínum og reyndu að hafa eins róiegan dag og þú getur. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Meðaumkun verður ailsráðandi í skapferli meyjunnar í dag. Þú ert tilbúinn til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín. Gleymdu þó ekki mikilvægum persónulegum atriðum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú ert bjartsýnn og aðstæður þínar gefa þér byr undir báða vængi. Hugsaðu áður en þú framkvæmir og vertu viss um að hlutirnir komi þér til góða. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú þarft á allri þeirri einbeitingu að halda sem þú átt til i dag. Þú hefur lítinn frið. Samþykktu ekkert sem stríðir á móti þinni betri vitund. Happatölur eru 1, 18 og 28. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú getur notfært þér snjallar hugmyndir annarra varðandi pen- inga ef þú hlustar vel. Kannaðu staðreyndir áður en þú tjáir þig um málið. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Það kostar þig mikla rinnu að bæta úr því sem úr lagi er gengiði Varastu að gera of miklar kröfur tii annarra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.