Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 4
Fréttir MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. I :: 1/' ". ■ rj Ágreiningur um framboöslista í Reykjavík ræddur á flokksþingi framsóknarmanna: Sprengiframboð yrði mikill óvinaf agnaður - segir Páll Pétursson um hugsanlegt sérframboö Guðmundar G. Þórarinssonar Ágreiningur um framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík barst inn á flokksþing framsóknarmanna um helgina. Samkvæmt skoðanakönnun er Finnur Ingólfsson, t.h., í fyrsta sæti en Guðmundur G. Þórarinsson í öðru. Þeirri niðurstöðu unir Guðmundur ekki. DV-mynd Brynjar Gauti „Þaö er mjög hörmulegt aö þessi ágreiningur kom hér upp. Finnur og Guðmundur eru báðir mætir menn og kepptu um forystu í Reykjavík. Fulltrúaráöið skar úr með eðlilegum hætti og annar þeirra vann. Það er ekki annað að gera en fylgja þeirri niðurstöðu. Guðmundur á að taka annað sætið á listanum og snúa sér að kosningabaráttu í stað þess að fljúgast á við Finn Ingólfsson innan flokksins. Hann hefur verið allt of stórorður í þessu máli. Þó Guðmund- ur sé gamall vinur minn og sam- starfsmaður ber ég hið mesta traust til Finns Ingólfssonar. Framsóknaí- menn í Reykjavík eru alls ekki á flæðiskeri staddir með Finn í stafni,“ sagði Páll Pétursson við DV vegna þeirrar umræðu sem varð á flokks- þinginu um skipan listans í Reykja- vík og deilur í framhaldi þess. - Hvað finnst þér um hugmyndir um sérframboð Guðmundar? „Sprengiframboö yrði mikill óvinafagnaður, hvort sem það yrði kallað BB eða eitthvað annað. Það er mikill misskilningur að atkvæði sem greidd væru BB-lista gætu nýst B-lista. Þetta yrði mómtælaaðgerð sem skilaði ekki hagnýtum árangri þar sem atkvæðin féllu dauð niður. Nýting atkvæða Framsóknarflokks- ins er betri en annarra flokka, það er að færri kjósendur eru á bak viö hvern þingmann flokksins en ann- arra flokka. Því eigum við ekki til- kall til neinna jöfnunarþingsæta. Deilur fæla alltaf atkvæði frá stjórn- málaflokkum, sagði Páll. Það var Jónás Hallgrímsson frá Seyðisfirði sem opnaði umræðuna um framboðslistann í Reykjavík. Lýsti hann yfir óánægju með þær deilur sem spruttu í kjölfar skoðana- könnunar fulltrúaráðs Framsóknar- floksins i Reykjavík. Hefur Guð- mundur G. Þórarinsson ekki farið leynt með óánægju sína þar sem hann lenti í öðru sæti þeirrar könn- unar, á eftir Finni Ingólfssyni. Krafð- ist Jónas þess að framsóknarmenn í Reykjavík „færu að haga sér eins og menn.“ Áskorun frá Steingrími Steingrímur Hermannsson sagði að listinn ætti að vera í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunarinnar og skoraði á Guðmund. G. Þórarins- son að taka annað sæti listans og „vinna það sæti“. Finnur Ingólfsson sagði DV að hann tæki eindregið undir þessa áskorun formannsins. Guðmundur G. Þóarinsson vitnaði til samkomulags sem hann sagði að þeir Finnur hefðu gert sín á milli um listann í Reykjavík. Sagði hann að það samkomulag hefði verið svikið og því þröngt um hann á listanum þar sem orð stæðu ekki. Ef fulltrúa- ráð flokksins ógilti ekki skoðana- könnunina um framboðslistann mundi hann íhuga vandlega hvað hann gerði í framhaldinu. Kosning Guðmundar í annað sæti er ekki bindandi. Finnur sagðist ekki kann- ast samkomulag það sem Guðmund- ur vitnaði til. „Ég harma það mjög að þessi um- ræða skyldi vera flutt inn á flokks- þingið. Það var alveg ástæðulaust. Þetta er mál okkar Reykvíkinga sem við eigum að leysa. Ég trúi að við munum geta það. Það hefur áður komið upp ágreiningur um fram- boðslista í flokknum og það utan Reykjavíkur,“ sagði Finnur Ingólfs- son. -hlh Aðild að EB kemur ekki til greina segir flokksþing Framsoknarflokksins: Skattur af nýju álveri til Byggðastof nunar „EB- og EFTA-málin standa upp úr á þesu þingi þar sem flokkurinn markar mjög skýra afstöðu. Það er reyndar áréttun á þeirri stefnu sem við höfum fylgt undanfarið að aðild íslendinga að EB komi ekki til greina," sagði Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, við DV á flokksþingi Framsóknar. Á flokksþinginu var samþykkt ályktun þar sem segir að brýnt sé að láta reyna á til þrautar hvort niö- urstaða fæst í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Takist það ekki beri að hefja án tafar viðræður við EB um tvíhliða samn- ing. Segir að aðildarríki EB fái ekki vikist undan Rómarsáttmálanum um rétt allra þegna EB til sameiginlegrar nýtingar á auðlindum. Sem aðildar- þjóð að EB yrðu íslendingar að veita öðrum aðgang að fiskimiðum okkar og orkulindum. Slíkt sé ekki hægt að samþykkja og komi aðild að EB því ekki til greina. Stóriðjuskattar til Byggða- stofnunar í ályktun um byggðamál er lögð áhersla á stöðvun fólksflótta frá landsbyggðinni. Segir meöal annars að stórefla beri Byggðastofnun til að hún fái sinnt betur þróunar- og upp- byggingarstarfi. Segir orðrétt: „Skattar af stóriðju renni til þessarar starfsemi." „Þetta verður baráttumál hjá okk- ur og við munum taka það upp í þing- inu. Það hefur ekki verið ákveðið hvernig þessari skattheimtu verður nákvæmlega háttað en hugmyndin um að nýta skatta frá nýju álveri í byggðamál hefur komið upp innan ríkisstjórnarinnar,“ sagði Páll. Almannatryggingar endurskoðaðar Þá var lögð fram ályktun þar sem lögða er áhersla á að endurskoðun á skipulagi almannatrygginga fari fram hið fyrsta. Þar segir að al- mannatryggingar verði að tryggja lágmarksafkomu þegnanna en eigi ekki að vera uppbót á góðar tekjur. Er meðal annars lögð áhersla á að lífeyrisréttur allra landsmanna verði samræmdur, að lífeyris- og trygg- ingakerfið verði gert einfaldara og réttlátara, að lífeyrir lífeyrissjóð- anna skerði ekki lífeyri almanna- trygginga og loks að tryggingabæt- ur veröi aldrei lægri en lágmarks- laun. Loks ályktaði flokksþingið að rétt væri að húsnæöiskerfið frá 1986 yrði látið gilda fyrir þá sem eru að eign- ast sína fyrstu íbúð en húsbréfakerf- ið fyrir þá sem eiga íbúð til aö selja, svo og til viðbygginga og endurbóta á húsnæði. Þessi ályktun gengur þvert á yfirlýsingar flokksformanns- ins um lokun kerfisins frá 1986. -hlh í dag mælir Dagfari___________ Framsóknarrannsókn Fulltrúaráði Framsóknarflokksins hefur borist kærubréf frá Guð- mundi G. Þórarinssyni varðandi meint svik og skítatrikk í nýlegri skoðanakönnun ráðsins um fram- boðsmál. Guömundur féll niður í annaö sæti í þessari könnun og hefur allt frá þeirri stundu sakað flokksbræður sína í kjördæminu um margvísleg brögö í tafli og er það allt tíundað í bréfmu til stjórn- ar fulltrúaráðsins. Guömundur segir í bréfinu að það hafi alls ekki verið framsókn- armenn sem kusu í skoðanakönn- uninni. Hann segir að fólki sem hafi haft það eitt til brunns að bera aö vera í vinskap við Finn Ingólfs- son hafi veriö smalað gegndarlaust inn í fulltrúaráðið. Guðmundur heldur þvi og fram að aörir hafi kosið en þeir sem voru á kjörskrá og kjósendur hafi villt á sér heim- ildir. Þirigmaðurinn líkir flokks- mönnum við bófagengi frá Chicago. Alvarlegasta ásökunin er þó sú að Finnur hafi brotið „gentle- mans agreement" við sig um röðun listans. Þeir tveir hafi veriö búnir að ganga frá því sín í milli að Guð- mundur hlyti efsta sætið og Finnur annað. Þessi varð ekki raunin í kosningunni eins og frægt er orðið. Guðmundur dregur þessar ásakan- ir allar saman og kallar þær skítat- rikk. Á fundi fulltrúaráðsstjórnar fyrir helgi var afgreiðslu bréfsins fre- stað. Framsóknarmenn í Reykjavík máttu ekki vera aö því að mæta á fund til að kanna hvort þeir væru samsekir um svikin. Þeir virðast ekki hafa teljanlegar áhyggjur af fullyrðingum þingmannsins og bera fyrir sig annir. Á meðan standa ásakanir Guömundar óhraktar og meðan Guðmundur G. Þórarinsson situr á Alþingi fyrir þetta fólk hlýtur það að vera rök- rétt ályktun að fyrsti þingmaöur bófaflokksins frá Chicago hafi rétt fyrir sér. Það er auðvitað fróðlegt fyrir hinn almenna kjósenda að fá þann- ig að skyggnast inn á bak tjöldin í stjórnmálaflokkunum og heyra hvaða álit þingmennirnir hafa á kjósendum sínum og hvaða álit kjósendur hafa á þingmönnum sín- um. Meðan alþingismaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík líkir kjósendum sínum við bófa samein- ast kjósendurnir um að fella þing- manninn. Þetta er félegur andskoti. Það sem vekur þó mesta athygli í öllu þessu máli er samkomulagið sem Guðmundur G. vitnar í milli sín og Finns Ingólfssonar. Guö- mundur segir að þeir hafl verið búnir að takast í hendur um það að Guömundur yröi í fyrsta sæti og Finnur í ööru sæti. Enda þótt reykvískir framsóknarmenn séu bófar upp til hópa verður ekki framhjá þeirri staðreynd gengið að skoðanakönnunin náði til fimm, sex hundruð manns sem greiddu leynilega atkvæði. Fólkið átti sem sagt að krossa við þann sem það vildi í fyrsta sæti og krossa við þann sem það vildi í annað sæti og svo koll af kolli. Þannig fara kosn- ingar venjulega fram. En í Framsóknarflokknum gilda aðrar reglur. Þar koma frambjóð- endur sér saman um það fyrirfram hvernig úrshtin eiga að verða og atkvæðagreiðsla flokksmanna á að fara samkvæmt því. Guðmundur er einmitt með böggum hildar vegna þess að úrslitin urðu öðru- vísi en hann hafði ákveðið og gert samkomulag um. Það voru sem sagt ekki kjósendurnir sém réðu niðurstöðunni heldur Finnur Ing- ólfsson sem sveik samkomulagið. Fyrir utan skammirnar og vammirnar í garð flokksmanna og væntanlegs þingmannsefnis flokksins, er Guðmundur G. Þórar- insson sárastur yflr því að kosning- in fór ekki eins og hún átti að fara. Þess vegna er hún ómark. Þess vegna kærir hann. Þegar flokks- broddarnir og aðalframbjóðend- urnir eru búnir að gera samkomu- lag um röðun hstans hafa kjósend- ur alls ekkert leyfi til að breyta þeirri röðun. Það er móðgun við Guðmund, það er storkun við lýð- ræðið og það er í blóra við sam- komulag Guðmundar og Finns um það hvernig kosningin skyldi fara. Þaö er sjálfsagt þetta lykilatriði sem þvælist fyrir stjórn fulltrúar- áðsins. Hún vill ekki upplýsa Guð- mund og aöra landsmenn um þá ósvífni kjósendanna að greiða at- kvæði öðruvísi en búið var aö ákveða fyrirfram. Það kallast skít- atrikk í Framsóknarflokknum þeg- ar kjósendur gera annað en þeim er sagt að gera. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.