Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 13
13
MÁNUDAGUR 19.
NÓVEMBER 1990.
Lesendur
Skammast sín
fyrirhvað?
Anton Axel Gylfason skrifar:
Ég átti ekki til orð þegar ég las
íþróttasíðu DV 12. þ.m. en þar segir
Kjartan Bergsson, formaður Körfu-
knattleiksdeildar Þórs, orðrétt: „Ég
hreinlega skammast mín fyrir að
vera viðriöinn körfuboltann þegar
við fáum svona dómara á móti okkur
leik eftir leik.“ Lét hann þessi orð
falla eftir leik Þórs og Njarðvíkinga
í úrvalsdeildinni í körfu á Akureyri.
Gylfi Kristjánsson, sem skrifar
greinina, bætir svo við að dómarar
séu á móti útlendingnum í liði Þórs
eða að þeir hreinlega „setjist á
hann“, ef ég nota hans orð. Ekki
lætur maðurinn staðar numið hér
heldur segir að kröftug mótmæli
þjálfara Njarðvíkinga, Friðriks
Rúnarssonar, hafi orðið til þess að
ekkert var dæmt á Njarðvíkinga síð-
ustu 6 mín. leiksins, sem Þórsarar
töpuðu, 94-100.
Ég spyr; hvers konar blaða-
mennska er þetta? Annaðhvort hefur
maðurinn ekki vit á körfubolta eða
þá að hann þarf einhveija blóra-
böggla til að kenna um tapið. Eg var
þarna á leiknum og er ekki að bera
blak af dómurunum. Þeir gerðu sín
mistök sem komu jafnt niður á
Njarðvíkingum sem Þórsurum. Ef
maðurinn getur ekki komið frá sér
sannferðugri lýsingu á íþróttakapp-
leikjum væri skáldskapargleði hans
betur komin annars staðar en á síð-
um blaðanna.
En þetta var ekki allt. Leikurinn
var varla byrjaður þegar áhorfend-
ur, sem fjölmenntu í höllina, fóru að
kalla fúkyrði að leikmönnum Njarð-
víkurhðsins og ekki fengu dómar-
arnir betri meðferð. Ég heyrði þá
aldrei hvetja Þórsliðið, öll orkan fór
í að kalla fúkyrði inn á völlinn, fæst
þeirra prenthæf. Ég hef oft orðið
vitni að óvild í garð andstæðinga og
dómara í leikjum og erum við Njarð-
víkingar ekki undanskildir. Það sem
ég varð vitni að þarna sló þó öll
met. Áhangendur Þórs; þið sýnduð
að þið getið látið í ykkur heyra, gerið
það á sómasamlegan hátt. En fyrir
hvað skammaöist maðurinn sín?
(H)Léleg kvikmyndahús
Sigurgeir Orri Sig. skrifar:
A þriðjudaginn var skrifaði Barði
nokkur Björnsson um kvikmynda-
hús. Hann minntist m.a. á þann
auma sið í íslenskum kvikmynda-
húsum að stöðva myndir í miðju
kafi og kalla það „hlé“. - Hann lauk
máli sínu á að skora á kvikmynda-
húsaeigendur að hætta þeim ósið.
Það er til einskis að skora á kvik-
myndahúsaeigendur. Miklu nær
væri að skora á gesti kvikmyndahús-
anna. - Ef við tækjum okkur saman
um að láta sælgætisholurnar í friði
í hléinu þá misstu þau jafnskjott til-
gang sinn. Hléin eru í þeim eina til-
gangi að hirða meiri peninga af okk-
ur.
En það er alltaf sama sagan með
okkur íslendinga, við getum aldrei
staðið saman um eitt eða neitt. Það
mætti halda að hugtakið „samstaða"
vantaði í hugsunarhátt okkar. - Þessi
leiðu hlé munu því nauðga kvik-
myndum á íslandi um ókomna
framtíð þrátt fyrir að lágmark 80%
gesta bölvi þeim í sand og ösku í
hvert sinn sem þeir skunda í bíó.
Vítavert kæruleysi vagnstjóra
Árdís Árnadóttir skrifar.
Ég var að koma úr Skeijafirði
þriðjud. 13. þ.m. með leið 5 og ætlaði
að hafa vagnaskipti á Hlemmi. -
Þegar ég er að stíga út úr vagninum
að aftan þá er lokað á mig þar sem
ég stend á skörinni. Ég kastaði mér
aftur á bak, en ekki nógu fljótt,
þannig aö framhandleggur minn
klemmdist á milli.
Þótt kallað væri á vagnstjórann
úr öllum áttum þá var hann góða
stund að átta sig og opna hurðina
aftur. Og ekki var hann að athuga
hvort ég hefði oröið fyrir meiðslum
eöa að biðjast afsökunar. Flestir
vagnstjórar eru vel vakandi fyrir
óhöppum sem þessum og fljótir að
opna aftur þegar kallað er til þeirra.
Viðkomandi vagnstjóri virtist
annað hvort heyra iUa eða þá að ein-
hverju öðru er ábótavant hjá hon-
um, svo sem víðbragðsflýti. Það var
ekki honum að þakka að úr varð
beinbrot, heldur aðeins mar og
eymsli. Hvað nú ef ég hefði fest mig
miUi stafs og hurðar og hangið í
vagninum og hann svo ekið af stað?
- Alla vega verður það að flokkast
undir kæruleysi að kanna ekki mál-
ið og þó lágmark að biðjast afsökun-
ar. - Ég vil taka fram að fjöldi raanns
varð vitni að þessu atviki.
Einkaumboð
#//.•...
íslensk /////
Azneríska
Tunguháls 11 ■ sími 82700
SVO GOTT AÐ ÞÚ
GLEYMIR ÖLLU ÖÐRU
wmm \
mm'i
'ítízísa^^l]
,-aw.ffla- > -_____
Svarseðill •
Rétt svar við myndagátunni er
(merk/u með x í viðeigandi reit):
□ Einirigabréf eru innleysan|eg nær hvenær sem er.
□ Eiriingabréf má kaupa fyrir hvaða upphæð sem er.
□ Einingabréf eru örugg og arð'bær spamaðarleið.
□ Einingabréf eru seld á 80 stöðum á Íslandi.
Heitpilisfang:
Símanúmer:
Leiktu til vinnings
með Einingabréfum
1. verðlaun:
Einingabréf fyrir 50.000 krónur.
2. yerðlaun:
Eiriingabréf fyrir 20.000 krónur.
3. verðlaun:
Einingabréf fyrir 5.000 krónur.
I myndagátunni hér til hliðar er fólgin ein af
sétningunum á svarseðlinum sem lýsir
höfuðkostunum við Einingabréf. Þegar þú hefur leyst
úr myndgátunni, fyllirðu út svarseðilinn og sendir
hann til okkar. Utanáskriftin er:
Fjölskylduleikur Kaupþings
Kaupþing hf.
Kringlunni 5.
103 Reykjavík.
Sendu okkur svarið í pósti eða komdu með það á
afgreiðslu Kaupþings í Kringlunni 5, Reykjavík, eða
til Kaupþings Norðurlands, Ráðhústorgi 1 á
Akureyri.
Skilafrestur er til 1. desember.
Urslitin verða birt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6.
desember.
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, sími 689080