Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 9
Eyðsla innanbæjar 6 - 7 lítrar á 100 km Flutningsrými 2,6 rúmmetrar Burðargeta 575 kg Lúga á þaki fyrir lengri hluti Festingar í gólfi Lág hleösluhæð Framhjóladrif Hagstætt verð Góð greiðslukjör Verð kr. 699.000,- (án VSK) RENAULT Bílaumboðið hf I “ ~ 7 "1 Krókhálsi 1-3, Reykjavík, sími 686633 Fer á kostum 1 Útlönd Pólverjar eru orðnir þreyttir á illvígri baráttu helstu frambjóðendanna i for- setakosningunum. Þeir halla sér nú margir að þriðja manninum. Símamynd Reuter Forsetakosningamar í Póllandi: Þriðji frambjóð- andinn vinnur jaf nt og þétt á - Walesa hefur enn örugga forystu Endi bundinn á kalda stríðið Formlegur endi verður bundinn á kalda stríðið í þessari viku þegar leiðtogar austurs og vesturs koma saman á Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE. Á ráðstefnunni, sem hefst í dag, verður undirritaður sögulegur samningur Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um viða- mikla fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu. Leiðtogar þrjátíu og fjögurra aðild- arríkja RÖSE munu gefa út yfirlýs- ingu þar sem kveðið er á um varð- veislu réttinda minnihlutahópa og friðsamlega lausn deilumála. Það sem þykir skyggja á er ótti manna um framtíð Sovétríkjanna. Um helg- ina tókst Gorbatsjov Sovétforseta að komast hjá, eða ef til vill bara fresta, pólitískri kreppu meö því að lofa að endurskipuleggja stjórn sína og lofa lýðveldunum meiri áhrifum á mynd- un efnahagsstefnunnar. Ólíklegt þykir að Eystrasaltsríkin muni sam- þykkja þessa málamiðlunartillögu. Annað sem skyggir á ráðstefnuna er Persaflóadeilan. Hún grefur und- an vonum manna um bættan efna- hag í Austur-Evrópu og er Vestur- Evrópuríkjum þung í skauti. Auk þess þykir hætta á að deilan geti valdiö nýrri spennu meðal ríkjanna sem aðild eiga að RÖSE. Reuter RENAULT flytur virðisaukann í veltuna! RENAULT TRAFIC 2x4 og 4x4 Milljónamæringurinn Stanislaw Tyminski eykur jafnt og þétt fylgi sitt meðal pólskra kjósendá. Hann blandaði sér óvænt fyrir nokkrum vikum í baráttu Lech Walesa og Tad- eusar Mazioviecki um embætti for- seta og átti þá lítið fylgi. Nú sýna skoðanakannanir að 17% Pólverja ætla að kjósa Tyminski. Ástæðan fyrir ört vaxandi vinsæld- um þessa utangarðsmanns í pólskum stjómmálum er að illvígar deilur hinna framhjóðendanna eru kjós- endum lítt aö skapi. Báðir eru þeir Walesa og Mazioviecki þjóðhetjur i Póllandi og því þykir ekki sæma að þeir rífist eins og óðir hundar í kosn- ingabaráttunni. Kosið verður í Póllandi á sunnu- daginn og ef enginn þeirra nær 50% atkvæða þá verður að kjósa að nýju þann 9. desember milli þeirra tveggja efstu. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Walesa hefur mest fylgi en svo gæti farið að Tyminski verði í öðru sæti og Mazioviecki í því þriðja. Nú styðja um 355 kjósenda Walesa auknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓ0U VERDI ___RENAULT EXPRESS KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA 180° opnun á afturhurðum Flutningsrými upp í 7,8 rúmmetra Burðargcta upp að 1420 kg Lág hleðsluhæð Framdrif eða fjórhjóladrif Hagstætt verð Góð greiðslukjör Verð frá kr. 1.079 ^ (án VSK) en forusta Maziovieckis á Tyminski fer ört minnkandi. Þegar er ljóst að framboð Tyminski veldur því að Walesa verður tæpast kjörinn forseti í fyrri umferð. Svo gæti farið að þeir yrðu að takast á í síðari umferðinni. Tyminski hefur náð að kynna sig vel og margir Pól- verjar líta upp til hans sem mannsins sem náöi að spjara sig í heimí kapít- alismans. Tymiski fór úr landi tví- tugur að aldri með fimm dollara í vasanum eins og hann segir sjálfur. Nú er hann 'margfaldur milljóna- mæringur. Mazioviecki forsætisráðherra fer greinilega halloka í kosningabarátt- unni sem hefur snúist upp í skítkast milli hans og Walesa. Mazioviecki segir að Walesa verði fljótlega ein- ræðisherra yfir Pólverjum. Almenn- ingur hefur ekki tekið þennan áróð- ur alvarlega. Reuter ELOAVÉLAR 0G 0FNAR UPPÞVOTTAVELAR ÞV0TTAVELAR ÞURRKARAR KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT RÁísas SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SlMI 68 5550 VID MIKLAGARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.