Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 11
c MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. 11 Utlönd Leitogakjör breskra íhaldsmanna á morgun: Hurd íhugar fram- boð gegn Thatcher - vangaveltur um afsögn Thatcher eftir fyrsta umferð Douglas Hurd, utanríkisráöherra Bretlands, gæti blandað sér i baráttuna um embætti leiðtoga íhaldsflokkins fari svo að kjósa þurfi öðru sinni. Símamynd Reuter Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, hefur gefið í skyn að hann kunni að taka þátt í leitoga- kjöri íhaldsmanna fari svo að Mic- hael Heseltine komi í veg fyrir að Margaret Thatcher verði endur- kjörin þegar í fyrstu umferð. Fyrsta umferð kosninganna verður á morgun. Þá eru Heseltine og Thatcher í framboði. Til að gera út um kjörið þegar í fyrstu umferð verður annar frambjóðandinn að fá atkvæði 65% þeirra sem hafa atkvæðisrétt en það eru allir þing- menn flokksins. Takist það ekki verður að kjósa í annaö sinn og þá geta fleiri frambjóðendur blandað sér í baráttuna. Allt frá því farið var að ræða í alvöru um framboð gegn Thatcher í embætti leiðtoga Ihaldsflokkins hefur Hurd þótt líklegur frambjóð- andi. Margir þeirra sem styðja Hes- eltine. nú vilja fremur að Hurd verði leiðtogi. Hann gæti því átt möguleika í annarri umferðinni þegar nýr leiðtogi þarf hreinan meirihluta. Miklar vangaveltur eru nú í Bret- landi um hvort Thatcher takist að verja stöðu sína og ná endurkjöri í fyrstu umferð. Stuðningsmenn hennar eru þess fullvissir en menn Heseltines telja að svo fari ekki. Almennt er talið að Heseltine eig ekki möguleika á öðru en að ná fram annarri umferð. Til þess þarf hann stuðning 159 þingmanna af 372. Heseltine segist hafa „nokkuð á annað hundrað" þingmenn að baki sér. En vissa er þó um hve stuðningsmenn hans eru margir. Fari svo að Heseltine nái að knýja fram aðra umferð er því jafnvel spáð að Thatcher dragi sig í hlé og taki þann kostinn að hætta með reisn. Fari svo sem þó þykir ólík- legt er talið víst að Hurd gefi kost á sér og jafnvel John Mayor fjár- málaráðherra líka. Thatcher er nú á ráðstefnunni um öryggi og samvinnu i Evrópu í París og kaus utankjörstaðar í gær áður en hún lagði upp í Parísar- ferðina. Hún tekur því ekki beinan þátt í kosningabaráttunni síðasta daginn og svo gæri farið að hún væri fallinn úr embætti leiðtoga íhaldsmanna og þar með lyki ellefu ára ferli hennar sem forsætisráð- herra. Reuter HQ myndbandstæki Árgerð 1991 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna ,,Euro Scart" samtengi ,,Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvfsir. Sértilboð 29.950 stgr. Rétt verð 36.950,- stgr. Afborgunarskilmálar verðlækkun ÁLAMBA- MMMIIMM* til MANAÐA- ....... Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið -áður en það verður um seinan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.