Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAÓUR 19. NÓVEMBER 1990. Afmæli DV Matthías Már Kristiansen Matthías Már Kristiansen kenn- ari, Bólstaðarhlíð 42, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Matthías fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hvolhreppi í Rangárvalla- sýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1971, BA-prófi í ensku, norsku og dönsku frá HÍ1976 og prófum í uppeldis- og kennslufræði við kenn- araháskólann í Þrándheimi 1975. Matthías bjó í Þrándheimi 1975-78 þar sem hann stundaði nám og kenndi einn vetur við unglinga- skóla. Þá bjó hann tvö ár í Hróars- keldu í Danmörku og starfaði þar á barnabókasafni. Matthías kenndi við grunnskólann í Borgarnesi og hefur kennt síðan haustið 1981 viö Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Matthías starfaði með HÍK í verk- fallsstjórn 1987, við útgáfu verkfalls- blaðs HÍK1989 og er nú í kynningar- nefnd BHMR auk þess sem hann gegnir öðrum trúnaðarstörfum fyr- ir HÍK. Hann hefur veriö formaður Foreldrafélags misþroska barna frá stofnunþess, 1988. Matthías hefur fengist við mynd- bandaþýðingar í þrjú ár, auk þess sem hann hefur þýtt bókaílokkinn um Önnu Gyðu (Anna Gyria) eftir hinn norska Johannes Heggland (fjögur bindi alls). Þá hefur hann ásamt Hilmari Haukssyni þýtt smá- sögur eftir Jorn Riel og lesið í út- varpi. Hann hefur gefið út nokkrar hljómplötur og hljómsnældur, m.a. með þjóðlagaflokknum Hrími, eigin lög og annarra. Matthías er annar fulltrúi íslands í samnorrænu und- irbúningsnefndinni fyrir MBD-þing. Fjölskylda Matthías kvæntist 29.7.1972 Heidi Kristiansen, f. 6.1.1953, textíllista- konu en hún er dóttir Leon Heyer Strand, sem er látinn, og Solveigar Gundersen sem búsett er í Þránd- heimi. Börn Matthíasar og Heidi eru Anna Linda, f. 19.1.1974, Atli Þór, f. 11.11.1981, ogBragi Már, f. 25.12. 1983. Systkini Matthíasar eru Ragn- heiður, f. 16.2.1953, starfsmanna- stjóri hjá Sandvik, búsett í Stokk- hólmi og á hún tvær dætur, Guð- rúnu og Camillu; Málfríður, f. 11.6. 1956, arkitekt í Kópavogi, gift Sig- urði Gíslasyni, doktor í jarðfræði; og Kolbrún, f. 13.3.1967, búsett í Stokkhólmi og nemi þar. Foreldrar Matthíasar: Trúmann Kristiansen, f. 1.1.1928, fyrrv. skóla- stjóri barnaskólans í Hveragerði, og kona hans, Birna Sesselja Frí- mannsdóttir, f. 4.1.1931, kennari. Ætt og frændgarður Trúmann er sonur Jentofts Korn- elíusar Kristiansen á Seyðisfirði og Matthíu, dóttur Þóröar, b. á Haga og í Gíslakoti í Holtum, bróður Steinunnar, ömmu Haralds Matthí- assonar, menntaskólakennara á Laugarvatni, og Steinunnar, konu Steinþórs Gestssonar, fyrrv. alþing- ismanns. Þórður var einnig bróðir Rósu, langömmu Alfreðs Flóka og Ásgeirs Friðjónssonar fíkniefna- dómara. Þórður var sonur Matthí- asar, b. á Miöfelli í Hrunamanna- hreppi, bróðir Einars, langafa Jó- hanns, fóður Haralds hagfræðings. Matthías var sonur Gísla, b. á Sól- eyjarbakka, Jónssonar, b. á Spóa- stöðum, Guðmundssonar, b. á Kóps- vatni, Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættar. Móðir Matthíasar á Miðfelli var Steinunn Jónsdóttir, b. á Hurðarbaki á Skeiðum, Guðna- sonar og konu hans, Aldísar, systur Ingigerðar, langömmu Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Aldís var dóttir Þorsteins, b. í Vorsabæ, Jör- undssonar, b. á Laug, Illugasonar Skálholtssmiðs Jónssonar. Móðir Matthíu var Guðrún Jónsdóttir, b. á Skriðufelli í Þjórsárdal, Sigurðs- sonar, b. á Skriðufelli, Magnússon- ar. Móðir Sigurðar var Guðbjörg Jónsdóttir frá Látalæti á Landi. Móðir Guðbjargar var Guðríður Gísladóttir, systir Ólafs Skálholts- biskups. Birna Sesselja er dóttir Frímanns, Matthías Már Kristiansen fyrrv. skólastjóra í Kópavogi, Jónas- sonar, b. í Fremri-Kotum í Norður- árdal í Skagafirði, Hallgrímssonar, b. á Bólu og í Litladal og síðar í Brekkukoti fremra, Jónassonar, b. í Nýjabæ í Austurdal, Jóhannsson- ar. Móðir Jónasar var Vigdís Jóns- dóttir í Litladal í Tungusveit, Eiríks- sonar. Móðir Frímanns var Þórey Magnúsdóttir, b. í Bólu, Jónssonar. Móðir Bimu Sesselju var Málfríður Björnsdóttir, b. á Innsta-Vogi við Akranes, Jóhannssonar og Sesselju Ólafsdóttur. Matthías Guðmundsson Matthías Guömundsson húsa- smíðameistari, Hringbraut 104, Keflavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Matthías fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lærði húsasmíði hjá Óskari Krist- jánssyni á Brautarhóli í Ytri-Njarð- vík 1955-59, stundaði nám við Iðn- skólann í Keflavík en sveinsprófi laukhann 1961. Matthías var við húsabyggingar í sveitum til 1947, þar sem hann byggði m.a. hús á Kirkjubóli í Stað- arsveit 1946, á Akranesi hjá Jóni Guömundssyni 1947-51 og stundaöi smíðavinnu í Hvalstööinni í Hval- firði og starfaði síöan við vinnslu þar til 1953. Hann starfaði á Kefla- víkurflugvelli 1953-55 þar sem hann var við pípulagnir hjá varnarliðinu og vann síðan við byggingarvinnu í Keflavík og nágrenni. Hann hefur verið verkstjóri hjá byggingaverk- tökum síðan 1957. Matthías hefur setið í stjórn Verk- stjórafélags Suðurnesja og sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Suður- nesja 1966-68. Hann var varamaður í prófnefnd húsasmiða og hefur set- ið í fasteignamatsnefnd. Fjölskylda Matthías kvæntist 6.10.1956 Frið- björgu Ólínu Kristjánsdóttur, f. 8.6. 1928, dóttur Kristjáns Jónssonar skósmiðs, sem lést 1970, og og konu hans, Jóneyjar Jónsdóttur. Börn Matthíasar og Friðbjargar eru Sigurður Sævar, f. 16.2.1946, þjónn við Disney World, búsettur í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum, og Hafdís Matthíasdóttir, f. 14.12. 1955, móttökustjóri og húsmóðir, gift Sigbirni Ingimundarsyni og eiga þau þrjú böm, Ingibjörgu, f. 17.9. 1977, Matthías, f. 14.6.1984 og Pétur Inga,f. 17.9.1986. Albræður Matthíasar voru Ásþór, f. 20.3.1918, d. í nóvember 1985, og Kristján Rósberg, f. 17.9.1919, d. 24.7. 1975. Auk þess átti Matthías fimm hálfsystkini, samfeðra. Foreldrar Matthíasar: Guðmund- ur Jónsson frá Heiðarbóli í Þing- vallasveit, f. að Ártúni við Elliöaár, 11.4.1876, d. 21.10.1958, og kona hans, Guöríður Þórunn Ásgríms- dóttir, ættuð úr Árnessýslu, f. 26.9. Matthias Guðmundsson. 1880, d. 11.5.1954. Föðurforeldar Matthíasar voru Jón Jónsson úr Húnavatnssýslu og Guðlaug Tómasdóttir frá Kárastöð- um í Þingvallasveit. Móðurforeldrar Matthíasar voru Ásgrímur Guðmundsson frá Reykj- um í Ölfusi og Þórunn Guðmunds- dóttir sem var ættuð af Suðurnesj- um. Matthías verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmælið 19. nóvember 90 ára 40 ára Kristín Bjarnadóttir, Blönduhlíð 3, Reykjavík. Katrín Guðmundsdóttir, Minna-Mosfelli, Mosfellsbæ. Sigurður Rúnar Jónsson, Hvannhólma 26, Kópavogi. Þóra Hjálmarsdóttir, Ölduslóð41, Hafnarfirði. Hjördís Kristinsdóttir, Arnarhrauni 12, Hafnarfirði. JónSigurðsson, Jörfabakka 12, Reykjavik. 60 ára Hlif Einarsdóttir, Brunná, Akureyri. Kristinn Jóhannes Ragnarsson, Strandgötu 69B, Eskifirði. Ástrós Kristinsdóttir, Vesturbergi 125, Reykjavík. 50ára Kristín Árnadóttir, Réttarholti 7, Selfossi. Theodór Guðbergsson, Skólabraut 13, Garði. Ósk Ársælsdóttir, Reykjaskóla, Staðarhreppi. Stefán Sigurjónsson, Bakkahlið 3, Akureyri. Sigrún Helgadóttir, Heiömörk 1, Hveragerði. Jóhann B. Steinsson, Stórahjalla 27, Kópavogi. Valgerður Leifsdóttir, Sunnuhlíð, Borgarhafnarhreppi. Merming Guðmundur Sig- urður Sigurjónsson Islenska hljómsveitin íslenska hljómsveitin hélt tónleika í Langholtskirkju i gærkvöldi. Stjórnandi var Örn Óskarsson, einsöngv- ari Lynn Helding, mezzosópran, og einleikari á hörpu Elísabet Waage. Flutt voru verk eftir Francis Poulenc, Hector Berlioz, Mist Þorkelsdóttur og Jaques Ibert. Frönsk svíta eftir Poulenc er í anda nýklassíkurinn- ar og byggir á tónlist eftir 16. aldar tónskáldið Claude Gervaise. Þessi vinnubrögð gefa óhjákvæmilega í skyn málefnafátækt eða hugmyndaskort og ekki er unrii að segja um hvort útgáfa Poulencs er betri eða verri er fyrirmyndin. Hins vegar var þessi tónlist hugguleg og þægileg á að heyra og ágætlega útsett fyrir blásara, slagverk og sembal. Flutningurinn var einnig í góðu lagi.. Sumarnætur eftir Berlioz eru sex söngvar fyrir ein- söngvara og hljómsveit. Þau eru töluvert misjöfn að gæöum, sum einkar falleg en önnur heldur langdreg- in. Lynn Helding söng þessi lög mjög þekkilega. Flutn- ingur þeirra var að ööru leyti heldur ójafn og á köflum óhreinn. Strengdans eftir Mist Þorkelsdóttur er fín- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson gert og áheyrilegt verk og á köflum mjög fallegt. Það er fyrir einleikshörpu og kammersveit og lék Elísabet Waage á hörpuna. Gerði hún það af mikilli prýði og sama er að segja um frammistöðu flautuleikarans sem leit út fyrir að vera Martial Nardeau. Þess var ekki getið í tónleikaskrá hver hann var né heldur var getiö um nöfn annarra hijóðfæraleikara á þessum tónleik- um að frátöldum einleikurum. Síðasta verkið á tón- leikunum var Divertiment eftir Ibert og hljómaöi það eins og syrpa af gömlum dægurlögum. Frammistaða hljómsveitarinnar og hljómsveitar- stjórans var í heild ágæt en nokkuö misjöfn þó. Guðmundur Sigurður Sigurjóns- son bifreiðarstjóri, Fagrabæ 1, Reykjavik, er sjötugur í dag. Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hefur starfað hjá Reykjavíkurhöfn undanfarna áratugi, auk þess sem Guömundur hefur starfað við Árbæjarsöfnuð sem meðhjálpari. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 19.11.1943 Ingu Sigríði Kristjánsdóttur, f. 30.6. 1919, húsmóður, en hún er dóttir Kristjáns Lárussonar og Þóru Björnsdóttur, bændahjóna sem lengst af bjuggu að Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi. Börn Guðmundar og Ingu Sigríð- ar: Þórir Guðmundsson, f. 19.2.1944, d. 20.12.1944; Þórir Kristján Guð- mundsson, f. 13.7.1945, kyæntur Sig- urbirnu Oliversdóttur, f. 7.12.1952, en Þórir á fjögur börn og hún tvö; Jóhanna Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, f. 21.3.1947, gift Arnari G. Arngrímssyni, f. 28.8.1946, og eiga þau fimm börn; Sigurjón Guö- mundsson,f.3.11.1949,kvæntur Ósk Magnúsdóttur, f. 14.9.1952, og eiga þau fjögur börn og Smári Guð- mundsson, f. 2.10.1956. Systkini Guðmundar: Elías Sigur- jónsson, f. 29.11.1920, d. 1921; Elías Sigurjónsson, f. 23.5.1922, kvæntur Guðmundur Sigurður Sigurjónsson. Sigrúnu Eiðsdóttur og á hann tiu börn; Hafsteinn Sigurjónsson, f. 18.3.1925, kvæntur Freyju Antons- dóttur og eiga þau fjögur börn; Halldóra Sigurjónsdóttir, f. 19.7. 1926, gift Jens Jenssyni; Henný Ágústa Bartels, f. 7.4,1941, gift Jóni Erlings og eiga þau fimm börn, og Ólöf Ingibjörg Laugdal Sigurjóns- dóttir.f. 1951. Foreldrar Guömundar: Sigurjón Jóhannesson, f. 18.1.1892, d. 1.10. 1961, leigubifreiðarstjóri, og Ólöf Guörún Elíasdóttir, f. 6.8.1897, d. 20.5.1950, húsmóðir. Guðmundur og Inga veröá að heimanídag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.