Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. Fréttir Akureyri: Erilsamt hjá lögreglunni Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Nokkrar annir voru hjá Akur- eyrarlögreglunni um helgina eins og oft um helgar en þrátt fyrir mikla ölvun dró ekki til stórtíð- inda. Einn ökumaður var sviptur ökuleyfi fyrir aö aka á rúmlega 100 km hraða innanbæjar þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. Annar ók á 6 ára barn á Dalsbraut. Það slasaðist á fæti og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Þá kom til ryskinga í Sjallanum og var einn maður fluttur þaðan til aðhlynningar á slysadeild. Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóósbækurób. 2-3 lb Sparireikningar 3jamán. uppsogn 2.5-3 Allir 6mán. uppsogn 3.5-4 nema Bb ib.Sb 12mán. uppsogn 4 5 ib 18mán. uppsogn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0.5-1. Bb Sértékkareikningar 2-3 Ib Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsogri 2,5-3,0 Allir Innlánmeðsérkjörum 3-3,25 nema íb Íb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6,5-7 ib Sterlíngspund 12,25-12.5 Íb.Bb Vestur-þýsk mork 7-7.1 Sp Danskarkrónur 8,5-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggó Almennirvixlar(forv) 12,25-13,75 Bb,Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,5-14,25 Ib Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 15,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Útlán til framleiöslu ísl krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10,5-11,0 Lb.Sb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb.SB Sterlingspund 15,25-15,5 Lb.Sb Vestur-þýsk mork 10-10,2 Allir Húsnæðislán 4,0 nema Sp Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21.0 MEÐALVEXTIR överðtr. nóv. 90 12.7 Verðtr. nóv. 90 8.2 VÍSITÓLUR Lánskjaravisitala nóv. 2938 stig Lánskjaravísitalaokt. 2934 stig Byggingavisitala okt. 552 stig Byggmgavisitala okt. 172,5 stig Framfærsluvisitala okt. 147.2 stig Húsaleiguvisitala óbreytt 1okt VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóóa Einingabréf 1 5,161 Einingabréf 2 2,800 Emmgabréf 3 3.395 Skammtimabréf 1,736 Auölindarbréf 1,000 Kjarabréf 5,097 Markbréf 2,717 Tekjubréf 2,013 Skyndibréf 1.519 Fjolþjóöabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,473 Sjóösbréf 2 1.790 Sjóðsbréf 3 1,722 Sjóósbréf 4 1,479 Sjóðsbréf 5 1,037 Vaxtarbréf 1,7480 Valbréf 1,6405 islandsbréf 1,071 Fjórðungsbréf 1,046 Þmgbréf 1,071 Ondvegisbréf 1,062 Sýslubréf 1,077 Reiðubréf 1,054 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv. Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 570 kr. Flugleiðir 230 kr. Hampiðjan 176 kr. Hlutabréfasjóóur 174 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 186 kr. Eignfé1. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. islandsbanki hf. 179 kr Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 605 kr. Grandi hf. 225 kr. Tollvórugeymslan hf 110 kr. Skeljungur hf. 667 kr. Ármannsfell hf. 235 kr. Útgerðarfélag Ak. 325 kr. Olís 200 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, íb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. DV Akureyringar kæröir fyrir aö ganga til rjúpna á Öxnadalsheiði: Friðsamir byssu- menn á heiðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö skiptir öllu máli að við tókum niður nöfn fjögurra manna hér á heiðinni og þeir verða kærðir fyrir að ganga til rjúpna hér í óleyfi,“ sagði Kári Gunnarsson, formaður Skot- veiðifélags Akrahrepps í Skagafirði, er DV hitti hannn að máli á Öxna- dalsheiði á laugardag. Kári var þar á ferð ásamt Árna Bjarnasyni, hreppstjóra Akra- lirepps, og var erindið að taka niður nöfn á rjúpnaveiðimönnum sem ekki vildu greiða gjald fyrir veiðina. Akrahreppur og Skotveiðifélag Akrahrepps hafa gert með sér samn- ing sem heimilar skotveiðifélaginu einkaleyfi á rjúpnaveiði á heiðinni og skotveiðifélagið ætlaði að selja mönnum veiðileyfi þar. Félagar úr Skotveiðifélagi Eyja- íjarðar höfðu lýst yfir að þeir myndu ekki greiða fyrir veiðileyfi á heiðinni og þegar við komum við á Öxnadals- heiði á laugardag voru Skagfirðing- arnir einmitt að taka niður nöfn tveggja Akureyringa, Ágústs Ás- grímssonar og Gísla Ólafssonar, sem er einmitt formaður Skotveiðifélags Eyfirðinga. „Við látum þetta nægja núna og munum ekki ganga fram í því að rukka menn hér á heiðinni fyrr en dæmt hefur verið í þeim kærum sem við munum nú leggja fram,“ sagði Kári. Gísli Ólafsson sagöi að allt hefði þetta farið vel fram. Menn hefðu ver- ið kurteisir og ekki komið til neinna orðahnippinga. Rafmagnsleysið: Háspennu- línur biluðu þrívegis íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir við rafmagnsleysi öðru hverju á laugardaginn. Halldór Jónsson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur segir að þrjár háspennulínur hafi bilað en engar skýringar séu fundnar enn. „Þetta byrjaði klukkan hálfníu um morguninn með spennutruflunum hjá Landsvirkjun en það olli ekki rafmagnsleysi í Reykjavík. Hins veg- ar urðu nokkrar spennustöövar í nágrenni Laugavegar spennulausar þegar klukkan var rúmlega hálftíu og sú bilun varði í um hálfa klukku- stund. Um var aö ræða bilun í há- spennustreng. Um klukkan hálfsjö varð Kópavogur rafmagnslaus ásamt hluta Garðabæjar. Var ástæða þess bilun í háspennustreng en allir voru komnir með rafmagn innan klukku- stundar. Þegar þessu var lokið og viðgerðarmenn ætluðu aö halda heim um hálfátta bilaði einn af strengjunum sem liggja upp í Breið- holt frá Elliöaánum og það tók klukkutima að gera við hann. Þar var einnig bilun í háspennustreng. Á þessum laugardegi urðu því þrjár háspennubilanir þar sem strengir biluðu." „Það er ekki hægt að koma með neinar skýringar núna en það er hægt að giska á eitthvað en það er ekki skynsamlegt. Þegar gert er viö strengina kemur í ljós hvers eðlis bilanirnar voru þannig að í vikunni ætti eitthvað að koma í ljós. Hugsan- leg skýring er einhver draugagangur en þetta á sér nú tæknilegar skýring- ar. En það að þrjár háspennubilanir séu á sama degi er afar sjaldgæft. Ég held að einhverjir muni eftir að slíkt hafi gerst einu sinni en það er mjög óalgengt," sagði Halldór. -ns Sumar verslanir opnar á sunnudaginn: Lögreglan tók skýrslur af versl- unareigendum Þetta er í þriðja skipti sem Kjöt- stöðin hf. hefur haft opið á sunnu- degi og hefur lögreglan komið einu sinni áður. Þá var heldur ekkert gert og engin krafa gerð um að loka versl- uninni. „Lögreglan á náttúrlega mjög erfitt með að gera slíka kröfu þar sem við höfum bent á að hinar verslanirnar eru opnar. Við ætlum að hafa opið í framtíöinni milli eitt og sex á sunnudögum," segir Bjarni. Árni Vigfússon, aöalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að 5 verslanir hafi verið opnar í gær og lögreglan hafi farið í þær allar og beðið eigendur þeirra um að loka. „Lögreglan benti viðkomandi á að það væri óheimilt að hafa opið og sumir þeirra fóru að hugsa sitt ráð. Ég veit hins vegar ekki hversu marg- ir lokuöu. Við tókum skýrslur sem fara til yfirmanna okkar en ég held að endanleg ákvörðun um málið sé hjá borgaryfirvöldum," segir Árni. -ns Eigendur 5 verslana í Reykjavík höfðu opiö í gær þrátt fyrir að slíkt sé enn bannað. Kjötstöðin hf. í Glæsibæ auglýsti að opið væri frá klukkan 13 til 18 í gærdag og kom lögreglan á staðinn og tók skýrslu. Bjarni Ásgeirsson, verslunarstjóri Kjötstöðvarinnar hf„ segir að lög- reglan hafi tekið niöur nafnið sitt en ekki aðhafst neitt annað. Ástæða þess að ákveðiö var að hafa opið í gær segir Bjarni að þeim þyki þaö óþolandi að ekki skuli vera sam- ræmdur afgreiöslutími á höfuðborg- arsvæðinu. „Eins hafa litlar hverfisbúðir í kringum okkur haft opið á kvöldin og um helgar á annað ár. Við höfum gert athugasemdir við þaö en lögregl- an hefur ekkert gert i málinu. Þegar við sjáum þannig fordæmin í kring- um okkur þykir okkur eölilegt að hafa opiö. Meðan ekkert er gert i þessum málum finnst okkur ekkert athugavert við að hafa opið.“' Lögreglan fór í fimm verslanir sem höfðu opið í gær, tók skýrslur en að- hafðist ekki neitt annað. DV-myndS Sjúkraflug: Rússi sóttur áhafút Landhelgisgæslan fór í sjúkra- flug aðfaranótt sunnudags og sótti rússneskan sjómann úr tog- aranum Vsplokh. Maðurinn reyndist vera með botnlanga- bólgu og var fluttur á Landa- kotsspítala þar sem hann var skorinn upp. Það tókst vel og sjó- manninum heilsast vel. Togarinn var staddur um 80 sjó- mílur suðvestur af Reykjanesi er sent var skeyti til umboðsmanns- ins og tilkynnt að veikur maður væri um borð. Síðan var haft samband við Landhelgisgæsluna um sexleytiö og fóru menn þaðan ástaðinn. -ns Sandkom Bjargvættur í stað nauts EinarOddur Krifljánssou. framkvæmda- stjóri og for- mSðurVSÍ.er fyrírlöngu landsþckktur undirnafnínu l)iargva;tturinn eöaallargötur síðanhanntók að sérað formennsku i forstjóra- nefndinni svokölluðu. Vesfirðingar hafa löngum dáðst að manninum og í munni margra í fiórðungnum geng- ur hann nú undir nafhinu landvætt- urin. Jafnvel hefur komið ír am su hugmynd í Vestfiaröafiórðungi að seija Einar Odd í skjaldarmerki ís- lenska lýðveldisins sem fulltrúa fiórðungsins í stað nautsins. ORG í Reykjanesi Það eru víst ekkialliralla- hallnrjafn hrifnirafþvíaö formaður flokksins, Ólaf- urRagnar Grímsson, skipi efsta sæti listans í Reykjaneskjör- dæmí fyrir næstu alþingiskosningar. Allaballar í Hafnafirði, sem er stærsta litla allaballafélagið á Reykjanesi hefur til að mynda lagt fram þá tiHögu innan kjörnefndar að prófkjör verði látið fara fram um val á listanum. Þetta þykir benda til að samstaðan sé kannski ekki jafnsterk um formanninn í kjördæminu og ORG ogfleiri vilja vera að láta. Fómfús barátta Fæstir vita núþóþcirhiifi ('inhvennim- annvitaðþað, aðBorgítra- flokkurinn .: fékk 7 þing- mennkjörnaí síðustualþing- iskosningum. Þráttfyrírstór- fellt brottíall úr þingflokknum og þá staðreynd að fylgi flokksins mælist ekkiískoðanakönnunumætlarfor- ' maðurflokksins séraðfájafnmatga þingmenn í kosningunum í vor. í Borgaranum málgagni flokksins er nefnilega haft eftir formanninum Júliusi Sólnes: „Öllum er ljóst að þetta er vandasamt ætlunarverk og kostar mikla og fórnfusa baráttu. En séum við ákveðin í að sigra og viss um að vel gangi þarf ekki að óttast árangurinn." Ætti raaðurinn ekki að fá bjartsýnisverðlaun Bröstes fyrir ;iorð í orðastað Steingríms Égveit.hvað þiglangarað j veiöauppúr mér ogégveitaöþti kanntekkiað þegja. Svoéglætekki forsetannfrétta eftirþér þaðsemforset- innætlaraðsegja. Þessa vísu orti Valgeir Sigurðsson skjalavörður í orðastað Steíngríms Hermannssonar á því herrans ári 1988. Tilefníð var aö Steingrímur sagði Þorsteini Pálssyni að taka pok- ann sinn og hætta í ríkisstjóminni í framhaldinu þurfti svo Steingrímur að fara til Bessastaða og ræða við forsetann um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður sat fyrir Denna þegar hann var á leið til Bessastaða og spurði hann hvað hann ætlaði ræða við forsetann. Valgeir greip spurn- inguna á lofti og orti visuna í orða- stað Steingríms. Þetta er einn þeirra kviðlinga og gamansagna af þinginu sem er að fmna í bók sem Árni Johnsen blaða- maður hefur tekið saman og kemur út nú fyrir jólin ognefnist: Þá hló þingheimur. Jóhanna Margrét Einarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.