Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBÉR 1990. Merming Svörtu börnin hennar Evu Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskóla- bíói síðastliðinn laugardag. Stjórnandi var pólski hljómsveitarstjórinn Jan Krenz en á efnisskránni voru verk eftir Guðmund Hafsteinsson, Arnold Schönberg og Witold Lutoslavski. Allar hljómsveitir á borð við Sinfóníuna þurfa að marka sér stefnu um verkefnaval. Endurnýjun og af- staðan til tónlistar tuttugustu aldar eru þar aðalat- riði, einkum nú á tímum þegar öllum er loksins orðið ljóst að starfsemi hljómsveita af þessu tagi verður ekki byggð á Beethoven og Mozart einum saman. Ef menn gætu orðið sammála um að velja einfaldlega það besta af yngri tónlist til að flytja, ásamt því besta af gamalli, væri málið einfalt. Það verður hins vegar flók- ið þegar menn treystast ekki til að horfast í augu við samtíma sinn og reyna að leiða hjá sér gang sögunnar. Svo virðist sem Sinfóníuhljómsveitin hafi markaö þá stefnu að endurnýja verkefnalistann með tónlist tónskálda sem að vísu lifðu á tuttugustu öld en sömdu í anda þeirrar nítjándu. Þannig á að plata söguna en þó ekki alveg því að til sálubótar eru haldnir á af- brigðilegum tímum og til hliðar sérstakir tónleikar með bestu nútímahöfundum. Er þeim sem vilja lifa í fortíðinni þannig forðað frá því að truflast af samtím- anum. Á þessu eru tveir gallar. Yngri kynslóðir hlust- enda, sem almennt hafa notið mun betri menntunar í tónlist en áður hefur þekkst á íslaridi, munu aldrei sætta sig viö að þeir félagar Rachmaninoff og Sibelius verði meginuppistaðan í tónlistarneyslunni. Eldri hlustendur kæra sig heldur ekkert um þessa tillitssemi við fordóma um nýja tónlist og sést það best á ööru tónleikahaldi hér í borginni þar sem iðulega er bland- aö saman nútímatónlist, innlendri sem erlendri, við trausta klassík og veröur aldrei vart við neina erf- iðleika í því sambandi. Þetta fólk mun heldur ekki þegar fram í sækir sætta sig við annars flokks tónlist sem aðalrétt. Hvort tveggja er líklegt til að draga úr heildaraðsókn hjá hljómsveitinni þegar til lengdar lætur. Tónleikarnir á laugardag voru upp á það besta sem Sinfónían býður. Fyrsta verkið „Ljóðskap" var eftir Guðmund Hafsteinsson, kennara í Tónlistarskólanum í Reykjavík, sem virðist hafa alla burði til að láta mik- ið að sér kveða í tónlistarlífi hér. Verkið er í seríalísk- um anda og skýrt í bygginu og framsetningu. Margir Tónlist Finnur Torfi Stefánsson gullfallegir staöir eru í verkinu einkum þar sem áherslan er lögö á hið hreint vefræna viðhorf og virö- ist sú leið njóta sín best í þessum stíl. Fimm hljóm- sveitarstykkjum op. 16 eftir Schönberg má allt eins lýsa sem dramatískri sinfóníu í fimm stuttum þáttum svo marksækið er þetta verk og tjáningarþrungið. Þetta er róttæk tónlist og svo hugmyndarík að af ber og eitt þeirra lykilverka frá fyrri hluta aldarinnar sem hvaö mest áhrif hafa haft. Má þar t.d. nefna kaflann „Litir“ sem einnig er nefndur „Sumarmorgunn viö vatn“ þar sem tónskáldið notar liti hljóðfæranna sem meginbygginarefni. Hafa fjölmargir gert þetta að fyrir- mynd sinni og þar á meðal Lutoslawski í „Livre“ fyr- ir hljómsveit þótt aðferðir séu þar að öðru leyti ólík- ar. Hér er þaö vefnaðurinn sem er í fyrirrúmi, litir hans og gerð. í síðari hluta verksins verður tilviljunar- tækni áberandi og nýtur hún sín mjög vel hjá þessum snjalla höfundi. Það var sérlega gaman að fylgjast með stjórnandan- um Jan Krenz á þessum tónleikum. Hann virtist vera fullkomlega í essinu sínu í þessari erfiðu tónlist og sýndi bæði nákvæmni og innlifun. Hljómsveitin tók vel á móti og spilaði upp á sitt besta og var eins og menn legðu metnað sinn í takast vel á við þessi spenn- andi verkefni. Ýmsir einstakir hljómfæraleikarar sýndu góð tilþrif í sólóköflum. Venjulegast eru þaö blásarar sem fá slík tækifæri. Nú komust strengjaleik- arar einnig að. Þannig sýndu t.d. þær Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari og Helga Þórarinsdóttir, leiðari í lágfiðlu, glæsilega spretti í verki Guðmundar. Áheyrendur sýndu þakklæti sitt fyrir þetta allt of sjaldgæfa framtak með langvinnu lófataki og var hljómsveitarstjórinn margsinnis kallaður fram á svið- iö. Með þessum tónleikum hefur Jan Krenz breytt heimsókn sinni til íslands úr því að vera venjuleg í það að vera sérstök og er vonandi að hann komi aftur síðar til að stjórna hér. VERKSMIÐJAN VÍFILFELL VILL VEKJA ATHYGLI VIDSKIPTAVINA SINNA Á AÐ VK> HÖFUM FENGIÐ NÝ SÍMANÚMER: PÖNIUNARSÍMI GOSDRYKKJA ÞJÓNUSTUSÍMI KÆUVÉLADEILDAR INNHEIMTUDEILD «0 75 17 VINSAMLEGAST GEYMK) AUGLÝSINGUNA EÐA SKRÁID NÝJU NÚMERIN HJÁ YKKUR. Verksmiðjan VÍFILFELL Andlát Unnur Guðnadóttir frá Stardal, Stokkseyri, til heimihs á Álfaskeiði 99, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspít- ala, Hafnarfirði, að morgni 15. nóv- ember. Þorsteinn Kristinsson, Armadale, V-Ástralíu, lést 16. nóvember. Jarðarfarir Karl Vilhjálmsson, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju í dag, 19. nóvember, kl. 15. Jónína Sigurlaug Þórarinsdóttir, Æsufelh 2, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala 8. nóvember, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 19. nóvember, kl. 13.30. Haraldur L. Bjarnason lést 11. nóv- ember. Hann fæddist í Helgu- hvammi, Kirkjuhvammshreppi, V- Húnavatnssýslu, 19. september 1909. Foreldrar hans voru Ágústa Andrés- dóttir og Bjarni Bjamhéðinsson. Haraldur útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum og starfaði um árabil eða í 46 ár hjá Olíuverslun íslands, en lét af störfum fyrir aldurs sakir 1976 og kom þá á laggirnar fornbókaverslun sem hann rak á tveimur stöðum um nokkurra ára bh. Haraldur giftist Jennýju Þuríði Lúðvíksdóttur og eignuöust þau þrjú börn, auk þess sem þau ólu upp systurdóttur Jennýjar. Útfor Harald verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Ása S. Stefánsdóttir lést 11. nóvemb- er. Hún fæddist 21. júni 1905 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Olína Þórey Ólafsdóttir og Stefán Jónsson Loðmfjörð. Ása giftist Tómasi Al- bertssyni, en hann lést árið 1955. Þau hjónin eignuðust níu börn. Útför Ásu verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Ti3kyrmingar Aðalfundur skíða- deildar Fram veröur haldinn mánudaginn 26. nóvem- ber kl. 20 í félagsheimili Fram við Safa- mýri. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Skíðadeildarmenn hvattir til að mæta. Kvenfélag Seljasóknar Jólafundur verður 4. desember kl. 20 í Kirkjumiðstöðinni. Konur vinsamlegast tilkynni þátttöku th stjómar. Mígrensamtökin halda fræðslufund í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesari er Davíð Gíslason ofnæmislæknir og tal- ar hann um migren og mataræði. Allir velkomnir. Gronn-kynning á ísafirði Þriðjudagskvöldið 20. nóv. kl. 20.30 (hálf- tima áður e'n Grann-fyrirlestur byrjar) verður kynning á Grann-vörum frá Oðni bakara á Hótel ísafirði. Grann-vörumar eru sniðar sérstaklega að þörfum þeirra sem eiga við matarfíkn að ræða. Að- gangseyrir að Gronn-kynningunni er 200 kr. fyrir manninn og fær fólk þá kaffí eða te og meðlæti að vild. Kl. 21 hefst opinn Gronn-fyrirlestur um matarfíkn og áhrifaríkar leiðir til bata. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum opinn sem vilja kynna sér nýjar og árangurs- ríkar hugmyndir um heilbrigt mataræði. Ef næg þátttaka fæst verður síðan haldið Gronn-námskeið kvöldin 21., 22. og 23. nóvember kl. 20-23 ásamt laugardeginum 24. nóvember kl. 9-17. Skráning á nám- skeiðið fer fram strax að fyrirlestrinum loknum og er mikilvægt að væntanlegir þátttakendur mæti þar. Á öllum Gronn- námskeiðunum er nafnleynd sem þýðir að þátttakendur segja ekki óviðkomandi frá því hverjir aðrir eru á námskeiðinu eða hvað þeir segja og gera. Leiðbeinandi er Axel Guðmundsson. ITC deildin Ösp, Akranesi heldur fund þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu. Gestir vel- komnir. Miimingarkort Minningarkort Minningarsjóðs séra Páls Sigurðssonar til styrktar Hólskirkju í Bolungarvík fást hjá formanni Bolvíkingafélagsins í síma 52343. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Á þriðjudaginn, 20. nóvember, kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Þar koma fram Haf- steinn Guðmundsson fagottleikari og Vil- berg Viggósson píanóleikari. Auk þeirra kemur Rúnar Vilbergsson fagottleikari fram í einu verkanna. Á efhisskránni verða verk fyrir fagott og píanó eftir Vi- valdi, Bozza Elgar og Hurlstone. Þeir Hafsteinn og Vilberg munu einnig halda tónleika í Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 17 og í sal Tónlistarskól- ans á Akureyri sunnudaginn 25.-nóv. kl. 17. Fjölmiðlar Aræði og þor Hinn þekkti kvikmyndaleikstjóri David Lynch hefur með Tvídröng- um afsannað þá formúlumeðferð sem einkennt hefur bandar íska framhaldsþætti. Það er ekki bara það að Tvídrangar séu öðruvísi sjónvarpseM, heldur ber hann það mikla virðingu fyrir sjónvarpsá- horfendum að hann telur réttilega að þegar vel er farið með þá sé myndaflokkur sem bæði hefur flók- in texta og flókiö myndmál mun vænlegri til vinnings heldur en inn- antómt skrura á borð við Dallas og Lagakróka svo dæmi séu nefnd. í Tvídröngum er það eitt morð sem tengir allar persónumar sem eru fjölmargar. Morðiö er þemaö en líflð hjá íbúum Tvídranga söguþráður- inn. David Lynch sjálfur leikstýrir ekki nema nokkmm þáttum. Hann leikstýrði þriðja þættinum sem var um helgína og eins og við var að búast var sá þáttur um margt tor- ráðinn og ólíkur öðram þætti að því leytinu. Snílld Lynch sást best í Draumatriðinu í lokin sem var ótrú- lega vel gert og lifandi atriði. Það þarf áræði og þor að bjóða almenn- ingiuppáslíktatriði. Það var ekki aðeins David Lynch sem bauð upp á áræði í kvikmynda- gerð um helgina. í gærkvöldi var sýnd þýsk stuttmynd, Hættu þessu voli, Hermann sem leikstýrð er af Margréti Rún Guðmundsdóttur. Þar fjallaði hún á áleitinn hátt um tor- tímda sál Hermanns nokkurs sem gengur í Hjálpræðisherinn í ör- væntingu sinni. Margrét bauð upp á nokkrar draumasenur i anda Lynch. í heild fánnst mér ekki mik- ið til um Hermann en myndin var vel unnin og veröur forvitnilegt að fylgjast með þessari ungu listakonu. -HK Nauðungaruppboð Mánudaginn 26. nóv. 1990 kl. 11.00 fer fram að beiðni Steingríms Þor- móðssonar hdl., f.h. Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra, nauðungaruppboð á jarðýtunni Komatsu D 155 A, árg. 1987, serialnr. 29200, eigin þyngd 35000 kg, eign Hagvirkis hf. Uppboðið fer fram á vinnusvæði Hagvirkis hf. við Blönduvirkjun þar sem fyrrgreinda jarðýtu er að finna. Sýslumaðurinn i Húnavatnssýslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.