Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin Ertu feimin(n)? Kristófer Pétursson afgreiðslumað- ur: Nei, það hef ég aldrei veriö. Guðbrandur Þorkelsson, f.v. lög- regluvarðstjóri: Ég var þaö þegar ég var yngri, nú verö ég bara feiminn þegar ég sé fallegar stúlkur. Þorsteinn Kári Bjarnason bókavörð- ur: Ég tel varla aö svo sé. Hins vegar hlýtur maður alltaf að vera á varö- bergi gagnvart óþægilegum aöstæð- um. Guðný Rósa Hannesdóttir skrifstofu- maður: Það kemur fyrir, helst á vandræðalegum augnablikum. Auður Jónsdóttir skrifstofumaður: Já, oft. Feimnin getur skotið upp kollinum viö ótrúiegustu aðstæður. Gunnar Ásmundsson sjómaður: Ég var það en held ég sé það ekki lengur. . MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. Lesendur dv Byggðagreiðslur eða niðurgreiðslur: Úr einu feninu í annað Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra. - „Gat lítið lesið fyrir toll- múramenn Evrópu,“ segir m.a. í bréfinu. Sverrir Sigurðsson skrifar: Eftir því sem ég les um og heyri í fréttum virðist tilboð íslands um viö- skipti með landbúnaöarvörur vera allt annað og ræfllslegra en búið var að kynna fyrir hinni svonefndu GATT-nefnd. - Nú eru komnir fyrir- varar tvist og bast m.a. um endur- skoðun á mestöllum pakkanum. - Ef ég skil þetta rétt (sem ég treysti mér alveg til enda ekki flókið mál) þá verða útgjöld íslenska ríkisins (les. skattborgaranna) nánast óbreytt til íslensks iandbúnaðar. Það sem áður var kallað niður- greiðslur og útflutningsbætur á nú að breyta i annað og verra, nefnilega ölmusugreiðslur til bænda í formi ,,byggðastyrkja“, sem færu þá beint til bændanna. - Verður þetta til að afnema tolla- og innflutningshöft á landbúnaðarvörum til og frá Islandi? ' Landbúnaðarráðherra er kominn heim eftir að hann var valinn til þess að fara til Genfar í Sviss og lesa þar fyrir tollmúramenn Evrópu úr plaggi því sem gengur undir heitinu „GATT-tilboð íslendinga". En gall- inn er bara sá að hann gat lítið lesið fyrir tolimúramenn um hvernig við ætlum að rýmka innflutningsreglur hjá okkur. Segir reyndar að það sé útilokað því „varlega verði að fara í slíkt“. - Skyldum við hafa heyrt þetta einhvern tímann áður? Það ætlar því ekki að verða ein báran stök í byrjun samskipta okkar við hina nýju Evrópu. Það eru ekki Konráð Friðfinnsson skrifar: Hugsanleg innganga íslendinga í Evrópubandalagið er hitamál í hug- um margra. Aðilarnir er gerst þykj- ast þekkja mál þetta hafa tjáð alþjóð að innganga í bandalagið verði þjóð okkar algjörlega hættulaus. Vegna smæðar okkar getum við sem fyrr haldið sérvisku okkar eins og ekkert hafi í skorist. - Eina breytingin við inngöngu okkar sé aö tollamúrar, er umlukt hafa Evrópuþjóðir til þessa, hverfi af íslenskum varningi. Og er þetta aðalástæða þess að við sækjum nú um inngöngu, að sögn. Dregin hefur verið upp fógur mynd Ragnheiður Halldórsdóttir skrifar. Það er ef til vill að bera í bakkafull- an lækinn að tala um rétt búfjár í umferðinni umfram okkur tvífætl- ingana en ég get ekki orða bundist. bara fiskveiðimálin, lögsaga okkar og tollmúrar á unnum fiski sem ætla að veröa okkur fótakefli í samning- um, heldur eru landbúnaðarvörurn- ar líka þröskuldúr sem sennilega verður aldrei stigið yfir á meðan við höfum framsóknarmenn í öllum stjórnmálaflokkum sem af einstakri að þessu flókna og torskilda máli. Mynd sem, því miöur, stenst ekki þegar nánar er að gætt. Einfaldlega af þeirri ástæðu að í gjörvallri mann- kynssögunni er hvergi dæmi þess að þjóð hafi fengið eitthvað hjá öðrum þjóðum án þess að láta eitthvað af hendi sjálf. - Þjóðir gera einfaldlega ekki hver annarri greiða á þennan hátt og allra síst nú á dögum. Þátttaka íslendinga í EB þýöir að við munum neyðast til aö gefa svo og svo mikið af fiskimiðum okkar í hendur útlendinga. Og þess vegna eru þeir líka jafnólmir og raun ber vitni til að fá okkur til samstarfs. En - Meöfram þjóðvegum landsins hafa bændur búfénað sinn á beit. Ef öku- maður verður fyrir því að kind eða hestur hleypur fyrir bíl hans svo tjón hlýst af þá ber hann alla ábyrgð á eljusemi strita við að reisa ramm- geröa tolla- og haftamúra kringum landið. - Þegar við höldum að við höfum leyst eitt vandamálið finnum við upp annað verra. Förum úr einu feninu í annaö. Já, það má segja hér sem oftar að svo megi böl bæta... þeir bera það ekki utan á sér eins og sönnum „pröngurum“ sæmir. Muni ég rétt vöktu sólbakaðir Spánveijar einmitt máls á þessu fyrir skemmstu og voru þá að hugsa um sína eigin togara. Fleiri munu fylgja í kjölfarið. Eg bið ykkur, ágæta ráðamenn, að hugleiða þetta sökum þess aö íslend- ingar eiga aðeins eitt, er þessar þjóð- ir sækjast eftir, sem sé okkar gjöfulu fiskimið. Viö getum ekki og megum ekki semja um veiðiheimild erlendra fiskiskipa. Þess vegna er samningur- inn ekki fýsilegur kostur. - Ég segi því nei. því. - Ekki bóndinn. Bændur fá líka betra verð fyrir skepnuna, ef ekið er á hana, heldur ef hún fer í sláturhús! Því láta bænd- ur sér þetta í léttu rúmi liggja þar til þeir veröa gerðir ábyrgir fyrir því tjóni sem eigur þeirra valda öðrum. - Mér er ómögulegt að sjá réttlæti í því aö bændur einir landsmanna séu „stikk-frí" í þessum efnum. Þar sem hundahald er leyft í þéttbýli er hund- eiganda skylt aö tryggja sig fyrir tjóni sem hundur hans kynni að valda. Bændur hafa aftur á móti ekki neinar slíkar tryggingar. Mikiö hefur veriö rætt um aukiö umferöaröryggi. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um lækkun á leyfilegu áfengismagni í blóði ökumanns. - „Malt-frumvarpiö" svokallaða. Ég vil benda flutningsmönnum frum- varpsins á aö ef þeir hafa áhuga á auknu umferðaröryggi ykist það stórlega við að banna lausagöngu búíjár á þjóövegum landsins. - Og að sjálfsögðu bæru bændur ábyrgö á sínum búfénaði. Tímarnir erU breyttir. Við búum ekki lengur í gamla bændasamfélag- inu. Því tala ég fyrir munn allra öku- manna, sem um þjóövegina fara, og segi: búféð af þjóöveginum! „Hvaðsegðrþú, séra Kari?“ Bryndís Júlíusdóttir skrifar: Eg horfði á þáttinn Kastljós í Sjónvarpinu sem fjallaði um líö- an bama og unglinga og ofbeldi í skólum borgarinnar. - Tveir fulltrúar unglinga og tveir full- trúar fullorðinna voru til staðar auk stjómanda þáttarins. Meðal annars spurði stjórnandi þáttarins hvort unglingum og börnum væri almennt sýnt virð- ingarleysi af fullorðna fólkinu og þeim þar með mismunað. - Það vakti athygli mína að stjórnand- inn sem virtist hliöhollur böm- um og unglingum sýndi sjálfur mjög slæmt fordæmi. Æ ofan í æ er stjórnandinn (hún) ávarpaði drengina sagöi hún t.d. „Hvað meinið þið, strák- ar?“ - eða „Hvað segir þú um það?“ - Mér fannst það lágmark, einmitt þama, að stjórnandinn hefði lagt það á sig að læra nöfn drengjanna og muna þau allan þáttinn. - Við hina fullorðnu not- aöi hún alltaf nöfnþeirra og titla, t.d. „Hvað segir þú, séra Karl?“ Athvarf í hverfunum Guðmunda Helgadóttir hringdi: Ég hef hugsaö mikiö um þaö sem presturinn, séra Karl Sigur- björnssson sagði i fréttatíma sjónvarps eitt kvöldið fyrir nokkro. Hann lýsti á átakanlegan hátt áreitni við ung börn, og því hættuástandi sem hér er dunið yfir í þessum efnum. Gætu safnaöarheimilin ekki orðið að einskonar athvarfi í hveiju hverfi íyrir sigt.d. á tíma- bilinu milli kl. 1 og 5 fyrir þau böm sem ganga sjálfala og eiga hvergi höfði sínu að halla? At- hvarf þar sem konur, jafnvel afar og ömmur sem eru heima við hvort eð er geta gefið af reynslu sinni og þekkingu og haft ofan af fyrir þessum börnum. Kurteisá kók-bílnum Jón Ragnarsson hríngdi: Bíll frá Coca-Cola ók eftir Suð- urlandsbraut einn rigningardag- inn fyrir skömmu. Dóttir mín var á gangi meðfram götunni og var svo óheppin að fá á sig vatnsgusu frá bílnum um leið og hann ók framhjá henní. Öfugt við það sem flestir bil- stjórar gera, að aka áfram og skeyta ekkert um það sem skeöur í slíkum tilfellum, þá stansaði bílstjóri kók-bílsins, ungur maö- ur, og spurði stúlkuna hvort hún hefði orðið fyrir miklum skakka- íollum og bað innilega afsökunar á því sem hann hefði ekki ráðiö við, óvæntan poll á götunni. Þetta vildi ég láta koma fram einmitt núna þegar mikil um- ræða er í þjóðfélaginu um ókurt- eisi yngra fólksins. Sírenuvæl Lúðvíg Eggertsson skrifar: Ég er einn þeirra sem em títt á ferðinni í bifreið um borgina. Það vekur athygli mina hversu oft heyrist nú oröið í sírenum lög- reglubíla og raunar ennþá frekar í sírenum sjúkrabila. - Þetta hljóð kveður við í vesturbæ, austurbæ og miöbæ nánast á öllum tímum. Hefur slysatiðni aukist gífur- lega? Varla svo mjög. Því hef ég orð á þessu aö vand- ræði geta af hlotist. Ef sírena er notuð án brýnnar nauðsynjar, þegar mikiö liggur við, kynnu menn að fara aö viröa hana aö vettugi og þaö kann að kosta harmleik. InnganganíEB: Varhugavert spor Búféð af þjóðveginum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.