Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 3
MAX'UDAGUK 19. NÓVEMBER 1990. Fréttir Ársverk í sjávarútvegi: Um 12 prósent þjóðar- innar við störf í sjávarútveginum - frá honum kemur um það bil 70 prósent af gjaldeyristekjunum Samkvæmt tölum frá Hagstofu ís- lands vann 12,7 prósent þjóðarinnar við sjávarútveginn árið 1987. Þetta hlutfall hefur lítið breyst. Ef eitthvað er hefur þaö lækkað. Á árinu 1987 varð nokkur flölgun í sjómannsstörf- um en það stafar af mikilli ijölgun smábáta um allt land. Þeim hefur nú fækkað umtalsvert aftur. Árið 1987 voru starfandi sjómenn á íslandi 6.510. í fiskvinnslu voru 10.341 heilsársstörf á íslandi. Þetta þýðir að árið 1987 vann 12,7 prósent starfandi manna hér á landi að sjáv- arútvegi en hann skilar þjóðinni um það bil 70 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu ís- lands, og birtar eru í ritinu Útvegur sem Fiskifélag íslands gefur út, hefur hlutdeild sjávarútvegs af vinnu- markaöi dregist saman um 1,3 pró- sent af heildarfjölda starfa í landinu frá árinu 1983. Hagstofan bendir á að árið 1987 hafi mikla sérstöðu. Það var mikið þennsluár hér á landi, meðal annars vegna þess að það ár var ekki greiddur tekjuskattur af launum ársins vegna upptöku stað- greiðslukerfis skatta. Mikil fjölgun á vinnumarkaði það ár gæti stafað af þessu. Þetta má glögglega sjá á þeim tveimur línuritum sem hér fylgja með. Fiskifélag íslands telur að heilsárs- störf við fiskveiðar í fyrra hafi verið 6.286 en 5.917 árið 1988 og því um nokkra fjölgun að ræða milli ára. -S.dór DENVER LEÐURSETT 158.930,- EKKI MISSA AF ÞESSU Tvö stór vinnu- f ataf yrirtæki vilja til Akraness SSgurður Svenisson, DV, Akranesi: Tvö stór fyrirtæki á sviði vinnu- fataiðnaðar hafa sýnt mikinn áhuga á því að flytja starfsemi sína hingað upp á Akranes. Um er að ræða Max hf. - Vinnufatagerð ís- Iands annars vegar og 66 Norður - Sjóklæðagerðina hins vegar. Skýringuna á áhuga fvrirtækj- anna á flutningi til Akraness má rekja til gjaldþrots Tex-Stíls hf. fyr- ir skömmu. I þrotahúi fyrirtækis- ins eru vélasamstæður sem henta framleiðslu beggja þessara fyrir- tækja vel. Húsnæði er einnig fyrir hendi. Max hf. hefur látið vinna hluta framleiðslu sinnar í Portúgal en hefúr áhuga á að flytja þann þátt til landsins og þá til Akraness ef af verður. Bæjaryfirvöld hafa verið í sam- bandi við bæði fyrirtækin og er þess að vænta að svör liggi fyrir mjög fljótlega. Bæði Max hf. og 66 Norður eru sterk fyrirtæki og hafa tugi manna í vinnu. Af því má glöggt ráða að það yrði sánnkallaður hvalreki fyr- ir atvinnulífið á Akranesi eins og nú er ástatt ef annað þeirra flytti starfsemi sina hingað. Nati-on»! 3+1 + 1 og 6 sæta hornsófi • 1 1 /r jyO'"’'w/Jkí Sett og hornsófar með úrvals fallegu leðri á betra verði en áður hefurþekkst. fíomdu strax - margir litir, takmarkaðar birgðir Við lánum þér í ár eða lengur. •I-IBS FAX 91-673511 SÍMI 91-681199 HúsgagnaMllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI BÍLDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍK ! > é H PitneyBowes iyiPitneyBowes Sýning og kynning á framleiðsluvörum hins þekkta fjölþjóðafyrirtækis PITNEY BOWES verður haldin mánudag og þriðjudag, 19. og 20. nóvember n.k. að Skipholti 33 og verður opin milli kl. 10 og 17. Helstu vörur sem kynntar verða eru: mismunandi stærðir og gerðir frímerkjavéla, stimplagjaldsvél af nýrri gerð, póstpökkunarvélar þ.á m. ný gerð sem hentar íslenskum fyrirtækjum, öflugur skurðarhnífur fyrir tölvuform, - , .* /; vélar fyrir pósthús o.fl. OTTO B. ARNAR HF. Verio velkomin skiphoiti 33,105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.