Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. It JAPAN Uflönd Gíslum lofaö frelsi: Le Pen reynir að frelsa gísla Jean-Marie Le Pen, leiötogi hægri sinnaðra öfgamanna í Frakklandi og sem stutt hefur íraka í Persaflóadeil- unni, lagöi af stað til Bagdad í gær. Talsmenn flokks Le Pens, Þjóöar- fylkingarinnar, sögöu leiðtogann ætla aö reyna að fá látna lausa evr- ópska gisla. Saddam Hussein íraks- forseti hefur þegar veitt öllum Frökkum fararleyfi en enn eru um tvö þúsund Evrópubúar í haldi í írak. Le Pen fór til Bagdad í boði íraskra yfirvalda. Fer hann fyrir nefnd níu hægri sinnaðra öfgamanna á Evr- ópuþinginu. Hann er fyrsti þekkti franski stjórnmálamaðurinn sem fer til íraks frá því að innrásin var gerð í Kúvæt. Le Pen, sem þekktastur er fyrir baráttu sína gegn innflytjendum frá Noröur-Afríku, kom mörgum stuðn- ingsmönnum sínum á óvart er hann lýsti yfir stuðningi með írökum í upphafi Persaflóadeilunnar. Le Pen sagði að innrásin væri innbyrðis deilumál araba. Reuter Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi, sem lýst hefur yfir stuðningi við íraka, er nú á leiðinni til Bagdad. Simamynd Reuter Bresk eiginkona Kúvætsbúa var meðal þéirra hundrað tuttugu og níu útlend- inga sem komu til London frá Bagdad í nótt. íraksforseti hefur nú lofað frelsi allra vestrænna og japanskra gisla en yfirlýsingu hans hefur verið tekið fálega. Símamynd Reuter Sameining útibúa í Breiðholti Frá og meb mánudeginum 7 9. nóvember flyst öll starfsemi útibús íslandsbanka vib Drafnarfell 14-16 yfir í Þarabakka 3 í Mjóddinni. Vib bendum vibskiptavinum Drafnarfells einnig á útibúib vib Lóuhóla, henti þab betur. Þar hefur afgreibslutíminn verib lengdur og er nú frá kl. 9.15 til 16.00. Starfsfólk íslandsbanka mun ab sjálfsögbu kappkosta áfram ab veita góba þjónustu, sem einkennist af þekkingu, vandvirkni og lipurb. Verib öll velkomin í Þarabakka 3 þann 19. nóvember og þiggib hjá okkur kaffi og meblœti í tilefni dagsins! ÍSLANDSBANKl -í takt við nýja tíma ! VIDEOTOKUVELAR ALSJÁLFVIRKAR % UÓSNÆMI: 7 LUX — AÐDRÁTTAR- LINSA: 6 x ZOOM — SJÁLFVIRKUR FOC- US — VINDHUÓÐNHMI — TlMA- OG DAGSHTNINGARMÖGULEIKAR — TIT- ILTEXTUN: 5 LITIR — LENGD UPP- TÖKU: 90 MÍNÚTUR — RAFHLAÐA/ HLEÐSLUTÆKI/MILLISNÚRA FYRIR SJÓNVARP OG MYNDBANDSTÆKI — VEGUR AÐEINS: 0.7 KG. SÉRTILBOÐ KR. 73.950.- stgr. Œ Afborgunarskilmálar [g] VÖNDUÐ VERSLUN HIJÓMCO FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 I Boði Saddams tekið f álega Endurski skam P.K'V* Saddam Hussein íraksforseti lýsti því yfir í gær að öllum vestrænum og japönskum gíslum yrði sleppt í smáhópum frá og meö 25. desember þar til 25. mars ef ekkert yrði til að spilla friði við Persaflóa. Þetta er ein- mitt sá tími sem talinn er hentugast- ur til árásar á íraka. í París, þar sem leiðtogar 34 ríkja sitja Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, hefur yfirlýsing Saddams ver- ið túlkuð sem svo atrirakar séu farn- ir aö finna fyrir viðskiptabanniiru. Með því að sleppa gíslunum í smá- hópum vonist íraksforseti til að geta komiö í veg fyrir hernaðaraðgerðir. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem situr RÖSE í París, sagði ekki vera hægt aö sætta sig við að gíslarnir yrðu lengur í írak. Jap- önsk yfirvöld tilkynntu í morgun að afstaða þeirra í Persaflóadeilunni heföi ekki breyst þrátt fyrir yfirlýs- ingu íraksforseta. Kröfðust þau taf- arlausrar lausnar allra gísla. Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, og utanríkisráðherra Bret- lands, Douglas Hurd, vísuðu í gær á bug yfirlýsingu íraksforseta og lögðu áherslu á aö afla stuðnings við álykt- un af hálfu Sameinuðu þjóðanna sem heimilaði beitingu vopnavalds til að hrekja íraka frá Kúvæt. Bandarískir embættismenn segja að James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, hafi fengið stuðn- ingsyfirlýsingu kanadískra, breskra, franskra, rúmenskra og þriggja afr- ískra fulltrúa í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Þar með væru tryggð sjö afþeim níu atkvæöum sem þyrfti til samþykktar ályktuninni. Baker er einnig sagður vongóður um að Sovétríkin, Finnland og Kólumbía muni styöja ályktun sem heimih vopnavald. Eftir fund með Eduard Sévardnadze, utanríkisráðHerra Sovétríkjanna, seint í gærkvöld gaf Baker í skyn aö hann byggist við að Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti myndi lýsa yfir stuðningi sínum í dag. Benti hann á að George Bush Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov myndu ræðast við í dag. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hvatti Bandaríkjamenn til að reyna allar leiðir til friðsamlegrar lausnar Persaflóadeilunnar áður en gripið yrði til vopna. írösk flugvél kom til London í nótt með hundrað tuttugu og níu útlend- inga frá Bagdad, aðallega konur og börn. Bandarísk yfirvöld höfðu tekið véhnaáleigu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.