Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. Utlönd Stórsigur jafnaðarmanna 1 færeysku kosningunum: Úrslitin eru persónu- legur sigur fyrir mig - sagði Atli Dam, leiðtogi j afnaðarmanna, í viðtali við D V Atli Dam bauð sig nú í fyrsta sinn fram í Þórhöfn og fékk betri kosningu en dæmi eru um í færeyskum stjórnmálum. Hann ætlar að koma nýrri land- stjórn á laggirnar fyrir miðjan desember. Ótakmarkaðir möguleikar HOLZ-HER 2356 - handfræsarans með stiglausa rofanum Straumnotkun 850 W Hulsustærð 8 mm Lausagangssnúningur 8000-24000 /mln Þyngd 2,7 kg Fræsidýpt - flnstilHng 0,5 mm Strokksnúningur 4 metra gúmmíleiðsla Land með fínstillingu Fjölbreyttir fylgihlutir S. 77560 vestan Bjóöum 3 valmögulelka: • 1. Umboðssala. • 2. Vöruskipli. • 3. Kaupum vöru og staðgrelðum. Gerum tilboð I búslóðir og vörulag- era. Komum á staðinn og verðmetum. Meðat annara ar lil attlu I varalun okkar: Solasott Iri kr. 15.000. Kojur fré kr. 5.000. .......... Hljómflutnlnfl*samstæöa frá kr. 15.000. Ísaképar fré kr. 10.000. PC-tölvur fré 65.000, alnnifl lelk|atölvur. Skrlfboró frá kr. 5.000. Þvottavélar fré kr. 24.000. Stofuorgei frá kr. 10.000. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-16 HÚSGAGNAMIÐLUN HF. SMIÐJUVEGI 6C 200 KÖPAV0GUR Gudlaugur Laufdal verslunarstjóri. „Það er öðru fremur óstöðugleik- inn í stjórnarfarinu undanfarin ár sem veldur því að við jafnaðarmenn vinnum stórsigur. Kjósendur vilja styrka stjóm og treysta margir hverjir okkur til að taka forystuna," sagði Atli Dam, formaður færeyska Jafnaðarmannaílokksins, í viðtali viö DV. DV ræddi við Atla eftir að ljóst var að flokkur hans var ótvíræður sigur- vegari í kosningunum á laugardag- inn. „Ég lít á þetta sem persónulegan sigur fyrir mig,“ sagöi Atli. „Ég get þó ekki sagt aö niöurstaöan hafi komið mér á óvart því fyrir kosning- arnar þentu skoðanakannanir til þess að við fengjum góða kosningu. Ég átti von á að lögþingsmenn okkar yrðu 9 til 11 og við fengum 10.“ Atli Dam var lögmaður í Færeyjum fram að kosningunum 1988 þegar jafnaðármenn þiöu ósigur og Jogvan Sundstein tók við embættinu eftir tafsamar viðræður um myndun stjónar. Jafnaðarmenn fóru þá í stjórnarandstöðu sem að öllum lík- indum er á enda nú því fastlega er búist við að Atli Dam verði lögmaður á ný áður en langt um líður. Yfirgaf gamla kjördæmið í kosningunum tók Atli Dam áhættu með því að hætta við að bjóöa sig fram á Suðurey og leiða flokkinn þess í stað í Þórshöfn, stærsta kjör- dæminu. Allt frá því Atli hóf feril sinn hefur hann verið þingmaður fyrir Suðurey. „Þetta var svona leikflétta sem við töldum að gæti gefið góða raun,“ sagði Ath í samtalinu viö DV. „Þetta tókst fullkomlega og ég fékk bestu kosningu í Þórhöfn sem nokkur mað- ur hefur fengið frá því lögþingið var sett á fót. Jafnframt fengum við þrjá menn kjörna á Suðurey." Atli Dam fær fyrstur umboð til stjórnarmyndunar að þessu sinni. Hann segir að um miðjan desember verði lokið við að mynda nýja land- stjórn. „Þetta tekur í mesta lagi flór- ar vikur,“ sagði Atli. „Það er að mörgu leyti hagstæðara að mynda stjórn nú en oft áður. Stjórnmála- menn hér vita að almenningur vill að sterk stjórn taki við völdum sem allra fyrst. Það er líka minna sem skilur flokkana nú en áður. Markmiðin í efnahagsmálum eru svipuð hjá öllum flokkunum þannig að ég á ekki von á öðru en greiðlega gangi að mynda stjórn hvaða flokkar sem það verða sem á endanum taka saman höndum. Við göngum líka til þessara viðræöna með það í huga að mynda stjórn sem situr út kjörtíma- bilið.“ Bjartsýnn á myndum nýrrar landstjórnar Atli Dam vildi ekkert segja um hvaða flokk eða flokka hann vildi fá með jafnaðarmönnum í stjórn. Hann sagðist mundu ræða við alla flokk- ana og svo yrði að sjá til hverjir gætu náð saman um myndum nýrrar landstjórnar. Staðan á Landsþinginu er nú þann- ig að jafnaðarmenn og Fólkaflokkur- inn geta myndað tveggja flokka stjórn en ef það gengur ekki þá verða þrír af sex flokkum á þingi aö sitja í stjórninni. „Verkefni nýrrar stjórnar verður að koma efnahagslífinu á skrið á ný,“ sagði Atli. „Við veröum að mínu mati að hækka skattana og finna leiðir til að draga eins mikið og kost- ur er úr styrkjum til sjávarútvegs- ins. Ég hef trú á að samstaða náist um þetta. Fólk er farið að flytja frá Færeyj- um. Það eykur enn þrýstinginn á flokkana að ná samtöðu um úrbætur í efnahagsmálunum. Ástandið er orðið mjög slæmt og síðasta stjórn gekk alltof hart fram í niðurskurðin- um. Við verðum að taka góðan tíma í að vinna okkur út úr vandanum. Skuldirnar við útlönd eru líka orönar gífurlegar. Þær mega ekki aukast frá því sem orðið er. Þetta eru allt erfið verkefni sem við verðum að ráða fram úr en ég hef þá trú að okkur takist það.“ Þarf að semja við Helenu, dóttur sína Við komandi stjómarmyndum þarf Ath Dam m.a. að ræða við Helenu, dóttur sína sem nú var kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við He- lena tölum oft saman þannig að ég kvíöi ekki viðræðunum við sjálf- stæðismenn," sagði Atli. „Það er svo annað mál hvort Helena á eftir að gera mér verkið léttara.“ Ath sagði að það væri ekki vegna deilna í fjölskyldunni að þau feðgin eru andstæðingar í færeyskum stjórnmálum. „Það er margt sem ræður því hvaða flokk fólk velur sér. Ég veit ekki hvað hún er að gera í Sjálfstæðisflokkunum. Þú verður að spyrja hana að því,“ sagði Atli Dam. GK Jaf naðarmenn unnu þrjú þingsæti - stjórnarflokkarnir töpuðu flórum sætum en halda þó meirihluta menn veldisfl. bandsfl. stæðisfl. þjóöarfl. STEREO LITSJÓNVARPSTÆKI 28 FLATUR FERKANTAÐUR SKJÁR. FÍN UPP- 1AUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐLAUS FJARS1ÝR1NG. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKl, TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTALARA, SVEFNROFI. SÉRTILBOÐ KR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20” MONO M/FJARST. TILB. 35.950.- stgr. RÉTTVERÐ 42.750.- slgr. 14” MONO M/FJARST. TILB. 25.950.- itgr. RÉTTVERÐ 30.500,- slgr. 10” 12 VOLT OG 220 VOLT í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ - T1LBOD 33.950,- stgr. RÉTTVERÐ 38.000.- slRr. 5 ÁRA ÁRBYRCÐ Á MYNDLAMPA 33 Aíborgunarskilmálar |£) VÖNDUÐ VERSLUN MJÖMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I Jafnaðarmenn eru sigurvegarar færeysku lögþingskosninganna. All- ar líkur eru nú á að Atli Dam, for- maöur flokksins, verði næsti lög- maöur enda hafa jafnaðarmenn nú 10 þingmenn í stað 7 áður og eru stærsti flokkurinn á þingi. Flokkarnir þrir sem sátu í síðustu stjórn töpuðu allir eins og búist var viö. Landstjórnin hafði 21 af 32 þing- mönnum aö baki sér en nú hafa stjónarflokkarnir samtals 17 menn á þingi. Jafnaðarmenn fegnu 27,4% at- kvæða og bættu vð sig 5,8% og þrem- ur þingmönnum. Þegar kosiö var árið 1988 tapaöi flokkurinn 1,7% og tapaði einum manni. Þá féll land- stjórn Atla Dam og hafa jafnaðar- menn verið í stjórnarandstöðu síð- ustu tvö ár. Þjóðveldisflokkurinn tapaði mestu fylgi nú. Flokkurinn fékk 14,7% at- kvæðana sem er 4,5% minna en í kosningunum 1988. Þjóðveldismenn á þingi eru nú 4 en voru 6 áöur. Osigur flokksins er rakinn til þess að hann hafl gefið eftir í flestum málum viö myndun síöstu stjórnar. Þá gekk hann til samstarfs viö höfuð- fjendurna í Sambandsflokknum. Þjóðveldismenn hafa stefnt að sam- bandsslitum við Dani en Sambands- flokkurinn hefur viljað halda sam- bandinu óbreyttu. í þessu máli uröu þjóðveldismenn að gefa eftir og gjalda þess við kosningarnar nú. Stuðningsmenn Þjóöveldisflokks- ins hafa einnig verið óánægðir með stefnuna í efnahagsmálum. Þeir segja að þar hafi Sambandsflokkur- inn einnig ráðið ferðinni og staðið fyrir of harkalegum niðurskurði á útgjöldum landssjóösins. í kjölfarið hefur fylgt atvinnuleysi og landflótti. Sambandsflokkurinn fékk nú 18,9% atkvæðanna og tapaði 2,3%. Flokkurinn missti eitt þingsæti og hefur nú 6. Fólkaflokkurinn undir forystu Jog- vans Sundstein lögmanns hélt sínum hlut betur en hinir stjónarflokkarn- ir. Fólkaflokkurinn tapaði 1,3% at- kvæða frá síðustu kosningum og jafnframt einum lögþingsmanni. Flokkurinn er nú næststærstur á þingi. Sjálfstæöisflokkurinn vann nokk- uö á og fékk 1,7% fleir atkvæði en síðast. Þetta þýðir að flokkurinn bætir við sig einum þingmanni og hefur nú þrjá í staö tveggja áöur. Flokkurinn var í stjónarandstöðu. Fyrir kosningarnar bentu skoð- anakannanir til að Kristilegi þjóðar- flokkurinn myndi tapa báöum þing- sætum sínum. Reyndin varö þó önn- ur og náði flokkurinn aö auka fylgið um 0,4% og halda sínum hlut á þingi. Sósíalíski sjálfstæðisflokkurinn, sem stofnaður var skömmu fyrir kosningarnar, fékk aöeins 2,3% fylgi og engan mann kjörinn. Flokkurinn varð til eftir klofning í Þjóðveldis- flokknum og á mikinn þátt í ósigri þjóðveldismanna. Almennt er talið að mun auöveld- ara verði aö mynda landsstjórn nú en verið hefur undanfarið. Fráfar- andi stjórn varð til eftir mikinn barn- ing og var aldrei sterk. Þótt stjórnin hafi enn meirihluta á landsþinginu þá verður hún leyst upp eftir ósigur- inn í kosningunum. Nú er í fyrsta sinn í hálfa öld mögu- leiki á myndun tveggja flokka stjórn- ar. Samanlagt hafa jafnaðarmenn og Fólkaflokkurinn 17 þingmenn. Sam- komulagið milli þessara tveggja flokka hefur þó verið mjög slæmt síðustu ár og hallast menn heldur að því að þeir nái ekki að mynda stjórn. Fari svo eru ýmsir möguleikar á að mynda þriggja flokka stjórn. Fjár- lög fyrir næsta ár hafa enn ekki litið dagsins ljós og verða ekki til fyrr en ný stjórn hefur verið mynduð. Við- ræðurnar um myndun nýrrar stjórn- ar munu því blandast inn í fjárlaga- gerðina. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.