Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð f lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarbiað 130 kr. Húsbréfakerfi spillt Miklir spekingar í toppstöðum hafa hvað eftir annað reynt að leysa húsnæðisvandann eins og það er kallað. Svokölluð kerfi koma og fara. Gömlum kerfum hús- næðismála er kastað og ný tekin upp. En húsnæðisvand- inn ætlar ekki að leysast. Nú hefur lengi verið fengizt við að reyna að leysa vanda þess fólks, sem er í miklum greiðsluerfiðleikum vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. Um þúsund fjölskyldur eru taldar ghma við slíka örðug- leika. Þetta fólk virðist ekki ætla að komast út úr þeim án áfalla, að minnsta kosti sumt þess. Frumvarp er komið fram á þingi um að gefa þessu fólki kost á að komast inn í húsbréfakerfið, skipta á fasteignaveðlánum sínum og húsbréfum. Við gaumgæfilega athugun sést, að þetta mundi stofna húsbréfakerfmu í hættu án þess að leysa vanda þessa hóps. Hugsunin bak við húsbréfakerfið var, að fólk, sem færi að skulda húsbréf í stað annars konar lána, gæti síðan nokkuð auðveldlega ráðið við að greiða húsbréfm. Allt virtist þetta í byrjun vendilega útreiknað og íhug- að. Kostir þess voru augljósir, að íbúðarkaupendur skulduðu í formi húsbréfa, það virtist viðráðanlegra en skuldir í öðru formi, svo sem lána í bönkum. Þá fengju seljendur íbúðarhúsnæðis húsbréf, sem gengju kaupum og sölu á frjálsum markaði. Verð bréfanna færi eftir stöðu á markaðinum, breyttist eftir framboði og eftir- spurn. Við það mundu markaðsöflin ráða miklu meira en fyrr um aðstæður, og verð íbúðarhúsnæðis mundi leita jafnvægis. Þannig virtist húsbréfakerfið valda jafn- vægi á markaðinum, þegar fram í sækti, og stuðla því að stöðugleika í efnahagsmálum. Allt þetta er rétt, hús- bréfakerfið var til mikilla bóta miðað við fyrri ringul- reið. Bæði kaupendur og seljendur mundu hagnast á húsbréfakerfmu. En nú er verið að kasta þessu í glatkist- una. Frumvarpið, sem Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og stjórnin í heild standa að, gengur þvert gegn tilgangi húsbréfakerfisins. Verði frumvarpið á lögum, yrði húsbréfakerfið út- víkkað og næði til íbúðareigenda, sem margir gætu ekki greitt bréfm. Þetta er fólk, sem komið er í slíkar skuld- ir, að það réði ekki við þær, þótt fasteignaveðlánum yrði breytt í húsbréf. Margar íbúðirnar stæðu ekki und- ir skuldunum við sölu. Margar mundu fara á nauðung- aruppboð, og þær yrðu seldar fyrir lágt verð. Dæmi Jóhönnu lítur svo sem nógu vel út á pappírnum. Setja má fram tölur um, að greiðslubyrði fólks í vandræðum yrði miklu minni, ef fasteignaveðlánunum yrði breytt í húsbréf. En vandinn yrði mikill fyrir þetta fólk, sem nú þyrfti að fást við að fylgjast með breytilegu gengi húsbréfa. Fyrst og fremst yrði húsbréfakerfið, sem í aðalatriðum getur verið gott kerfi, í upplausn eftir þessa breytingu. Þeim sem hafa orðið illa úti í gamla kerfinu yrði þá kastað út í húsbréfakerfi, og með því yrði hús- bréfakerfmu spillt. Við höfum undanfarna daga fylgzt með sveiflunum á húsbréfamörkuðunum, þar sem verð hefur breytzt frá klukkustund til klukkustundar, mínútu til mínútu. En við munum, að verið var að loka húsbréfamörkuðunum, af því að eftirspurnin eftir bréfunum var svo miklu minni en framboðið. Húsbréfakerfið var því að springa, þótt hinir bjartsýnustu voni, að jafnvægi komist á að lokum. En þetta sýnir, að enn alvarlegra væri, að þús- und fjölskyldur í greiðsluerfiðeikum kæmu inn á þenn- an markað til viðbótar. Haukur Helgason MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingályktunar um eigin eftirlaunasjóöi einstaklinga. Tillagan gerir ráð fyrir aö í stað núverandi lífeyriskerfis komi reikningar í bönkum og/eða trygg- ingafélögum. Þessir reikningar verði verðtryggðir og á nafni hvers einstaklings. Inneign á banka- reikningunum á að standa undir framfærslu eigandans í ellinni meðan inneign endist og koma þannig i stað ellilífeyris núverandi lífeyrissjóða. Áhættulífeyrir (ör- orku-, maka- og barnalífeyrir) verði greiddur úr ríkissjóði. _ Það er skoðun undirritaðs að þeirri lausn, sem tillagan gerir ráð fyrir, sé að mörgu leyti ábótavant „Reynsla islendinga af bankareikningum er heldur döpur ef litið er til margra áratuga,“ segir m.a. í grein Þorgeirs. Gylliboð í lif- eyrísmálum og geti ekki komið í stað núver- andi lífeyriskerfis og rökstyð ég þá skoðun mína með eftirfarandi hætti: Reynsla íslendinga af banka- reikningum er heldur döpur ef litið er til margra áratuga. Sparifjáreig- endur hafa löngum verið hlunn- farnir nema nú allra síðustu ár. Á það skal bent að í lífeyriskerfum er verið að tala um 30 til 40 ára sparnað. Mikilvæg forsenda tillög- unnar og þeirra dæma, sem notuð eru til að vinna henni fylgi, er að innlánsreikningarnir beri 5% vexti umfram verðbólgu. Þessi forsenda er vafasöm með hliðsjón af reynslu okkar íslendinga. Flest ár hafa innlán ekki haldið í við verölag. Verði vextir umfram verðlag á næstu áratugum 3% lægri en flutningsmenn gefa sér verða greiðslurnar af bankareikn- ingunum einungis þriðjungur af því sem þeir gefa upp. Slík ávöxtun er líkleg þegar horft er til reynslu annarra þjóöa og tekið er tillit til vaxandi lífeyrissparnaðar hér á landi á næstu áratugum. Rekstrarkostnaður Fullyrt er að rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna sé mikill og að- sáralítiö af greiðslum inn til banka eða tryggingafélaga færi i rekstrar- kostnað. Rekstrarkostnaöur nokk- urra minni sjóða er að sönnu hár ef hann er borinn saman við ið- gjöld greidd til sjóðanna. En hjá stærri sjóöum er hann einungis um 0,3% til 0,4% af eignum þeirra (0,2% hjá Lífeyrissjóði verzlunar- manna). Þegar þessi kostnaður er borinn saman við þann vaxtamun, sem bankarnir þurfa, sem er 4% til 5% af eignum, sést að rekstrar- kostnaður mun ekki minnka held- ur rúmlega tífaldast við þessa breytingu. Tillagan gerir ráð fyrir að greiðsl- ur úr umræddum einkaeftirlauna- sjóðum verði skattfijálsar. í núver- andi lífeyriskerfi er sparnaður ein- staklinga að sönnu tvískattaðúr. Þessu getur Alþingi aö sjálfsögðu breytt með lagasetningu ef því sýn- ist svo en lífeyrissjóðirnir hafa margsinnis óskað leiðréttingar á margsköttun þessari. Nokkrir núverandi lífeyrissjóða eru séreignasjóðir, þ.e. hver sjóö- félagi á sína séreign, nákvæmlega eins og tillagan gerir ráð fyrir. Löngum hefur verið bent á þann ókost að séreignasjóðir taka enga áhættu af sjóöfélaganum. Þeir sem ná háum aldri verða uppiskroppa með sína séreign. Hvað eiga þeir að gera þegar innstæðan er uppur- in? Flutningsmenn telja það hug- mynd sinni til ágætis að inneignin á bankareikningnum erfist til maka eða annarra aðstandenda. Kostnaður viö þannig lífeyriskerfi verður meiri þar sem lífeyris- Kjallariim Þorgeir Eyjólfsson formaður Landssambands lífeyrissjóða greiðslur til hinna öldruðu verða minni aö óbreyttu iðgjaldi. Þannig sést glögglega samtryggingareigin- leiki flestra núverandi lífeyris- sjóða. Ef einhver lendir í því „ó- láni“ að verða mjög gamall og verða tekjulaus í elli í áratugi nýtur hann lífeyris úr sínum lífeyrissjóði langt umfram það sem greitt var vegna hans til sjóðsins. Sá einstakl- ingur, sem fellur frá rétt fyrir töku ellilífeyris og lætur hvorki eftir sig maka eða börn, varð ekki fyrir þessu „áfalli“. Hann naut aftur á móti öryggisins alla tið eins og bíl- eigandi sem aldrei lenti í tjóni en greiddi skilvíslega sín iðgjöld til bifreiðatry ggingafélagsins. Skatthækkun Samkvæmt tillögunni er gert ráö fyrir að ríkissjóður taki að sér greiðslu alls áhættulífeyris. Skatt- ar verða að hækka sem þessu nem- ur. Ekki veröur séð aö þær bætur verði jafnháar eða aö þeim veröi betur fyrir komiö hjá ríkissjóði en hjá lífeyrissjóðunum eins og nú er. Það er hæpið aö kostnaður hjá hinu opinbera verði minni eða þjónust- an verði betri. Þvert á móti má benda á sífelld íjárhagsvandræði ríkissjóðs og örlög ýmissa sér- greindra skatta eins og þjóðarbók- hlöðuskattsins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að einkalifeyrissjóður beggja hjóna veröi sameign og skiptist á milli þeirra við skilnaö. í þessu sambandi má benda á að fyrirliggj- andi frumvarp til laga um starf- semi lifeyrissjóða gerir ráð fyrir skiptingu á áunnum lífeyrisrétti viö skilnað og leysist þvi þetta mál um leið og frumvarpið verður sam- þykkt. Frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða Flest þeirra atriða, sem flutnings- menn finna að núverandi lífeyris- kerfl, leysast þegar „frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða“ verður að lögum eins og ríkis- stjórnin gaf fyrirheit um við gerð síðustu kjarasamninga. Þessi atriði eru helst: 1) Eftirliti verður komið á með starfsemi lífeyrissjóða. 2) Traustum grundvelli verður skotið undir rekstur sjóðanna. 3) Lífeyrissjóðum mun fækka verulega sem leiöa mun til auk- innar hagkvæmni og lægri rekstrarkostnaöar. 4) Réttindi hjóna skiptast milli þeirra við skilnað. 5) Réttindi glatast ekki ef einstakl- ingur skiptir um starf. Þetta ger- ist sjaldan í núverandi lífeyris- kerfl þar eð flestir sjóðimir eiga aðild að samskiptasamkomulagi lífeyrissjóða. Flutningsmönnum tillögunnar verður tíðrætt um þá mismunun sem felst í réttindum almennra launamanna annars vegar og þeirra lífeyrisréttinda sem ráö- herrar og alþingismenn njóta hins vegar. Það ættu að vera hæg heimatökin hjá þingmönnum, ef vilji væri fyrir hendi, að afnema þau forréttindi erþessir sömu aöil- ar hafa skenkt sjálfum sér. Grein- arhöfundur myndi heils hugar fagna slíkri lagasetningu. Landsmenn standa frammi fyrir vanda í lífeyrismálum sem ekki er óyfirstíganlegur. Hann stafar ann- ars vegar af því að þjóðin lifir leng- ur en áður var þegar hið almenna 10% iðgjald var ákveðið en við það hækka greiðslur lífeyrissjóðanna vegna ellilífeyris í framtíðinni. Hin meginorsök vandans er að sjóðirn- ir glötuöu miklu fé á verðbólguára- tugnum þegar lánin voru óverð- tryggð og vextir lágu undir verð- bólgustigi. Með samþykkt á frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóöa munu þingmenn ná að skjóta traustum grunni undir rekstur sjóöanna. Mikilvægt er að varast öll gylli- og yfirboð sem ekki fá staðist til lengdar en munu ein- ungis auka á vandann í framtíð- inni. Þorgeir Eyjólfsson „Verði vextir umfram verðlag á næstu áratugum 3% lægri en flutningsmenn gefa sér verða greiðslurnar af banka- reikningum einungis þriðjungur af því sem þeir gefa upp.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.