Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Fréttir Endurbætumar á Þjóðleikhúsinu: Tíu ársverk í hönnun hjá húsameistara ríkisins - sjalfstæðar verkfræðistofur með hönnunarkostnað upp á allt að 200 milljónir Hönnun og umsjón meö endurbót- um Þjóðleikhússins stefnir í aö veröa vel á þriðja hundrað milljónir áöur en 1. áfanga verksins lýkur. Heildar- kostnaður verksins er nú áætlaöur um 900 milljónir þannig aö í hönnun og umsjón fara hátt í 30% af heildar- kostnaðinum. Aö sögn kunnugra er þessi kostnaður óeðlilega hár. Bent hefur verið á að víða erlendis fari þetta hlutfall hæst í 15%. Árni Johnsen, formaður bygging- arnefndarinnar, vísar því alfarið á bug að hönnunarkostnaðurinn hafi farið úr böndunum. Máli sínu til stuðnings segir hann að þó svo að þaö sé mun dýrara að hanna endur- bætur á gömlum húsum sé kostnað- urinn vegna þessa lítið hærri en við Perluna í Öskjuhlíðinni og Ráðhúsið í Tjöminni. Þáttur húsameistara ríkisins Um 50 milljónir af þegar komnum kostnaði stafa af arkitektavinnu starfsmanna húsameistara ríkisins. Að sögn Garðars HaUdórssonar, húsameistara ríkisins, miðast gjald- skrá embættisins vegna þessa verks viö útselda tímavinnu en taki sem slík ekki mið af umfangi og heildar- kostnaði eins og tíðkist við nýbygg- ingar. Hann segir að meðaltalsverð útseldrar vinnu hjá embættinu sé um 2500 krónur. Samkvæmt þessu má ætla að starfsmenn húsameistara ríkisins hafi setið í samtals 20 þúsund klukkustundir við endurhönnun Þjóðleikhússins frá því um mitt síð- asta ár. Þetta samsvarar því að 10 starfsmenn í Mlu starfi hafi unnið við verkið í eitt ár. Ágreiningur um greiðslur I skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurbæturnar á Þjóöleikhúsinu er greint frá miklum ágreiningi milli embættis húsameistara ríkisins og byggingarnefndar um valdsvið, ábyrgð og hlutverkaskipti. Sagt er að þessi ágreiningur hafi tafið fram- gang verksins og aukið á ýmsan hátt kostnað við það. Þá er vitnað í fund- argerðir byggingarnefndar og bent á að nefndin hafi neitað aö samþykkja reikninga frá húsameistara ríkisins vegna teikninga sem ekki hafi verið beðið um. Garðar segir það alrangt að hjá embættinu hafi verið gerðar teikn- ingar sem ekki hafi verið beðið um. Hann viðurkennir hins vegar að ágreiningur hafi komið upp en segir hann fyrst og fremst hafa stafað af óvild þáverandi verkefnisstjóra í garð embættisins. „Ég tel að hann hafl leynt og ljóst reynt að skapa óánægju í garð okkar hjá byggingarnefndinni en eftir að nýr verkefnisstjóri kom til starfa urðu samskipti okkar við bygginga- nefndina mun betri. Nú er komið á fullt trúnaðarsamband." Frumhönnun ábótavant og ónægur undirbúningur í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram hörð gagnrýni á stjórn- völd fyrir að hafa ekki undirbúið framkvæmdirnar við Þjóðleikhúsið nægjanlega vel. í raun hafi verið ráö- ist i framkvæmdirnar áður en nýt- ingaráætlun hafi legiö fyrir og áður en verkhönnun lauk. Sagt er að stjómvöld hafi ekki farið aö lögum um skipan opinberra framkvæmda. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kem- ur fram það álit að hönnun verksins hafi engan veginn verið komin nógu langt þegar verkið var boðið út síðast- liðiö vor. Bent er á að þá hafi fmm- teikningar Almennu verkfræðistof- unnar hf., sem sá um buröarþols- hönnun á húsinu, einungis verið 19 en nokkrum mánuðum seinna hafi þær verið orðnar 58 aö tölu. Svipaða sögu er að segja um hönn- un annarra verkþátta og samkvæmt heimildum DV hefur verið unnið við- stööulaust að verkhönnuninni allt fram til þessa. Að sama skapi hefur kostnaðurinn aukist, enda mörgum verkþáttum verið breytt verulega síðan framkvæmdirnar hófust. Á það einkum við hönnun raflagna, loft- ræstingar, burðarþols, eldvarna og viðgerða utanhúss. Kostnaður vegna hönnunar eykst enn Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar var heildarkostnaður vegna hönnunar og umsjónar með framkvæmdunum við Þjóðleikhúsið þegar í siðasta mánuði orðinn 178 milljónir. Þeir aðilar, sem DV hefur rætt við vegna þessa máls, eru hins vegar allir sammála um að áður en 1. áfanga lýkur verði kostnaðurinn vegna þessa orðinn vel á þriöja hundrað milljónir. Að stærstum hluta fer þessi kostnaður í hönnun sjálfstæðra verkfræðinga á einstök- um verkþáttum. Gunnar Torfason, núverandi verk- efnisstjóri, kvaðst ekki vilja gefa upp hönnunarkostnað á einstökum verk- þáttum. Þeir verkfræðingar, sem DV haföi samband viö og hafa unnið að hönnun í húsinu, sögðu aö þeim væri óheimilt að gefa upp hönnunar- kostnaðinn nema með leyfi Gunnars. Það leyfi vildi hann ekki veita. -kaa Hefur Jónas Amason notað frásögn annars við samningu Dandalaveðurs? Frásögnin og leikritið eru steypt í sama mót - segirÓlafurÁsgeirStelnþórssoníBorgamesi Hætta getur verið á að kettir smitist af kattafári, jafnvel á Dýraspítalanum. Því er brýnt að fólk láti bólusetja kettina. Smithætta vegna kattafárs: Látið bólu- setja kettina - segirÞorvaldurÞórðarsondýralæknir „Eg varð satt að segja mjög undr- andi að uppgötva þetta og finnst þetta allt mjög undarlegt. Ég heyrði viðtal við Jónas Árnason vegna nýs leikrits eftir hann í útvarpi á þar sem hann lýsti sögusviðinu og söguþræðinum. Mér fannst ég kannast afskaplega vel við mig í þeirri lýsingu en hélt í al- vöru að mér væri að misheyrast. Ég sannfærðist ég hins vegar alveg þeg- ar DV birti gagnrýni á leiklestri leik- ritsins í Borgarleikhúsinu þar sem söguþráðurinn og persónur eru skýrðar. Þá tók ég gömlu frásögnina mína fram og bar þetta kerfisbundið saman. Niðurstaðan er sú að frásögn mín og leikrit Jónasar séu steypt í sama mót,“ sagði Ólafur Ásgeir Steinþórsson í Borgarnesi í samtali við DV. Ógnvaldur í Flatey Lesbók Morgunblaðsins birti frá- sögnina Ógnvaldur í Flatey eftir Ólaf Ásgeir Steinþórsson í júní 1985. Þá frásögn segir Ólafur koma fram, og það tiltölulega nákvæmlega, í nýju leikriti Jónasar Árnasonar sem hann „Leikrit mitt og frásögn Ólafs eiga sameiginlegt að fjallað er um tundur- dufl sem dregið er á land í eyju. Hins vegar gekk ég alls ekki í smiðju til Ólafs þegar ég skrifaði leikritið. Fyr- ir um 25 árum, löngu áður en Ólafur skrifaöi sína grein, skrifaði ég ein- þáttunginn Koppalogn sem íjallar um svipað efni. Koppalogn þótti mér aldrei nógu fullkomið og vildi skrifa heilt leikrit um þetta efni. Það hef ég gert og ekkert annað er sameigin- nefnir Dandalaveður. í frásögn Ólafs í Lesbókinni segir frá mannlífmu og stemningunni í Flatey vorið 1948, þar sem hann var srákur, og atburði sem snart mann- lífið þar með eftirminnilegum hætti. í stuttu máli segir að dag einn hafi flóabáturinn Konráð dregiö tundur- dufl að landi. Menn vissu í fyrstu ekki hvaða fyrirbæri þetta var og börðu duflið utan með slaghamar til að kanna hvort tómahljóð væri í fer- líkinu. Maður nokkur í eynni hafði verið í stríðinu og gat því sagt um hvað væri að ræða. Eyjarskeggjar urðu dauðskelkaðir yfir tilvist tund- urduflsins og varð mikið uppistand. Frásögnin endar þó vel þar sem varð- skip kom til eyjarinnar og gerði dufl- ið óvirkt. Ólafur hefur merkt við málsgrein- ar í frásögn sinni í Lesbókinni sem koma heim og saman við söguþráö- inn sem sagt er frá í gagnrýni DV. Viröist allt stemma, eýjan, veðrið, fólkið og athafnir þess og loks ógn- valdurinn sjálfur, tundurduflið. - Getur nokkur bannað Jónasi að legt með Koppalogni og Dandala- veðri en tundurduflið. En það er af og frá að ég hafi fengið þessa hug- mynd hjá Ólafi,“ sagði Jónas Árna- son rithöfundur í samtali við DV. Jónas sagði að einþáttungurinn sannaði út af fyrir sig að hann hefði ekki gengið í smiðju til Ólafs þegar hann samdi Dandalaveður. Þá mor- aði af sögum um tundurdufl en þau hafi rekið víða á land, sérstaklega í fyrra stríði. Þannig hafi menn notað nota hugmyndina sem slíka eða er um ritstuld að ræða? Hrikti í röftum „Það getur sjálfsagt enginn bannað honum að nota hugmyndina en mér hefði þótt viðkunnanlegra hefði hann haft samband við mig. Ég hefði tekið erindi hans vel. Þetta er kannski verst fyrir Jónas og umfram allt leiö- inlegt þar sem ágætur maður eins og hann á í hlut. Hann er þarna í slæmum málum. Frásögn mín vakti athygli á sínum tíma og margir muna eftir henni. Þeir sömu munu örugg- lega kannast vel við sig þegar þeir sjá leikritið. Hvað varðar ritstuld vil ég ekki fullyrða. En til að skýra mál- ið getum við aftur á mótWímyndað okkur hverslags hávaði yrði ef ein- hver flytti fimm ára gamalt lag sem hann segði eftir sjálfan sig og næði vinsældum með það. Ég er ansi hræddur um að þá hrikti hressilega í röftunum.“ Ólafur sendi Jónasi umrædda Les- bók strax en hefur ekki heyrt frá honum síðan. -hlh tundurdufl sem hestasteina á sönd- unum fyrir sunnan. „Ég las ekki þessa grein Ólafs fyrr en hann sendi mér hana um daginn. Hún er skemmtilega skrifuð byggð- arlagsstemmning og dregur fram sjarmarín í mannlífinu í Flatey. Það er eins og útsmoginn rithöfundur sé á ferð. Annars er saga Ólafs ein saga af óskaplega mörgum sem maður hefur heyrt um svipað efni.“ -hlh „Kattafár er bráðsmitandi sjúk- dómur og þaö er hætta á að kettir geti smitast hér á Dýraspítalanum. Hingað koma kettir í ýmsu ásig- komulagi og það er hreinlega ekki hægt að koma í veg fyrir smit nema með bólusetningu. Það er þó sjald- gæft að slíkt gerist,“ segir Þorvaldur Þórðarson dýralæknir, en ljóst er að kettir sem komið er með í aðgeröir á spítalann eiga á hættu að smitast af kattafári. Hundruð heimiliskatta eru til í Reykjavík og alltof mikið er um aö fólk hugsi ekki um að láta bólusetja dýrin. Kattafár er hins vegar skæöur sjúkdómur sem smitast mjög auð- veldlega milli katta og er stöðugt í gangi. Þorvaldur segir að þegar kom- ið er með ketti í aðgerð á spítalann sé reynt aö gera vissar varúðarráð- stafanir. „Við höfum þá ketti ekki innan um önnur dýr sem eru hér að staðaldri, en það getur hins vegar alltaf gerst að aðrir kettir sem eru hér í aðgerð séu smitaðir og smiti þá út frá sér. Þetta er alveg eins og berklar, það er aldrei hægt að vita hver er smitberinn fyrr en einkenni sjást." Um 40% óbólusettra katta sem smitast af kattafári drepast, þannig að sjúkdómurinn er skæður. Þor- valdur segir að kattafár sé þéttbýlis- sjúkdómur og að faraldar gjósi upp til dæmis þegar læður eru breima og dýrin eru mikið á ferðinni. „Þaö er alltaf möguleiki á að kettir smitist hér og það er ekki hægt að koma í veg fyrir það. Hiö eina sem ég get ráðlagt fólki er að láta bólusetja kett- inasína." -ns Jónas Ámason rithöfundur: Hef ekki gengið í smiðju til Ólafs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.