Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990.
Fréttir__________________________________________
Staða peningamálanna:
Ólafur Ragnar ábyrgur
fyrir hækkun raunvaxta
Það kostaði í sumar hækkun raun-
vaxta, vaxta umfram verðbólgu, um
eitt prósentustig að varðveita þjóðar-
sáttina. Bæði ríki og Seðlabankinn
hafa innsiglað þjóðarsáttina með
slíkum aðgerðum, sem telja verður
raunhæfar. Þessi hækkun raunvaxta
var þess virði til aö hemja verðbólg-
una, enda hefur verðbólgan orðið lít-
il í ár að meðaltali. Menn skyldu at-
huga, að fjármálaráðuneytið átti
mestan hlut í þessari hækkun raun-
vaxta. Allt tal ráðherra um baráttu
gegn vaxtahækkunum ber að skoða ■
í ljósi eigin gerða.
Fyrir Olafi Ragnari vakti auðvitað
að koma spariskírteinum ríkissjóðs
í sem mesta sölu með því að hækka
vextina á þeim. Ríkissjóður er rekinn
með geysílegum halla eins og kunn-
ugt er. Því þarf ríkið auðvitað að taka
stór lán. Ef slík lán eru tekin erlend-
is, lifum við að sjálfsögðu sem þjóð
um efni fram. Þetta veldur verð-
bólgu, þegar fjámagni er sullað inn
í landið. Með því að ríkið fjármagni
halla sinn mestmegnis með lánum
innanlands, það er til dæmis sölu
spariskírteina, verður ekki til nýtt
ijármagn. Peningar eru þá hérlendis
teknir úr einu og settir í annað. Halli
ríkissjóðs er í sjálfu sér verðbólgu-
valdur. Vaxtahækkunin, sem ríkið
hefur boðið nú á sumum spariskírt-
einum sínum, kostaði. að sala hús-
bréfa varð minni en ella. Ávöxtun
húsbréfa varð þá lægri en ávöxtunin,
sem ríkið bauð af spariskírteinum.
Þetta hefur breytzt að nýju með
hækkun á ávöxtun húsbréfa. Margir
sérfræðingar, sem DY hefur rætt við,
álíta, að jafnvægi eigi aö komast á,
þannig að umrædd bréf geti öll þrifizt
á markaðinum.
Inn bakdyramegin
Hækkun raunvaxta hefur að undan-
fómu orðið með þeim hætti, að spari-
skírteini frá fjármáþaráðherra hefur
lekið „bakdyramegin inn á mark-
aðinn. Þetta gerðist þannig, að ráöu-
neytið, ríkið, hafði gert stórum kaup-
endum tilboð að kaupa spariskírteini
með 7,05 prósent raunvöxtum. Frá
þessum stóru kaupendum hafa skírt-
einin nú borizt inn á markaðinn al-
mennt.
Ráðherrar hafa á sama tíma staðið
að hækkun á vöxtum húsbréfa. Jafn-
Fjármálaráðu-
neytið og Fjár-
hags-og hag-
sýslustofnun
verði sameinuð
Lagt hefur veriö fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp þess efnis að
fjármálaráðuneytið og Fjárhags-
og hagsýslustofnun verði sam-
einuð. Samkvæmt núgildandi
lögum er Fjárhags- og hagsýslu-
stofnun sjálfstæð stjórnardeild
innan fjármálaráðuneytisins sem
lýtur stjórn hagsýslustjóra.
Forsætisráðherra heimilaði
með bréfi 1. febrúar síðastliðinn
að hagsýslustjóra yröi, jafnframt
embætti sínu, falið að gegna starfl
ráðuneytisstjóra í hinu almenna
fjármálaráðuneyti. Hann átti
jafnframt aö vinna að samein-
ingu fjármálaráðuneytisins og
Fjárhags- og hagsýslustofnunar.
Sem rök fyrir sameiningunni
eru nefndar breyttar aöstæður
og sú skoðun að með henni náist
fram hagræöing í rekstri ráðu-
neytisins. -S.dór
framt þessum hækkunum raunvaxta
hefur Seðlabankinn stigið á brems-
umar í ýmsu. Þannig hefur bankinn
aukiö lausafjárskyldu viðskipta-
bankanna. Mikið fé hefur með því
verið tekið frá, fé sem ella hefði getað
komið til almennra útlána. Framan-
greindar aðgerðir allar stuðluðu að
því að hafa hemil á verðbólgu, sem
hefði getaö vaxið viö aukningu út-
lána.
Deiltum áhrif vaxta
Menn deila um, hvaða áhrif vaxta-
hækkanir hafi á veröbólgu. Hækkun
vaxta eykur kostnað fyrirtækja, sem
reyna að velta hækkuninni út í verð-
lagið með hækkun á söluvörum sín-
um. Á móti kemur, aö vextir dragá
úr fjárfestingum og þenslu. Þeir
draga úr eftirspurn eftir lánsfé eins
og hverjum manni er ljóst. í tímarit-
inu Vísbendingu var nýlega komizt
að þeirri niðurstöðu, að „því kæmi
ekki á óvart, að hækkunin yrði frem-
ur til þess að draga úr verðbólgu en
Sú regla gildir varðandi dagpen-
inga ráðherra að þeir greiða skatt af
helmingi þeirra. Það er gert ráð fyrir
aö helmingur dagpeninga fari til hót-
elgreiðslu, en þar sem ríkið greiðir
allan hótelkostnað fyrir þá telst þessi
helmingur dagpeninga hreinar tekj-
ur. Hinn helmingurinn er talinnfara
í beinan útlagðan kostnað og því er
ekki greiddur skattur af honum.
Þegar hsti DV frá því í sumar um
mánaðartekjur ráðherranna árið
1989 er skoðaður kemur í ljós að þær
eru míög misjafnar. Ráðherramir
raðast á listann í samræmi við þá
upphæð sem þeir hafa fengið í dag-
peninga árið 1989 með einni undan-
tekningu. Sú undantekning er Svav-
ar Gestsson menntamálaráðherra.
Steingrímur Hermannsson er tekju-
hæstur ráðherra með 328 þúsund
Sjónarhom
Haukur Helgason
hitt“, eins og þar sagði. í ritinu sagði
ennfremur, að kröfu verkalýðsfélaga
um vaxtalækkun svipaði til óskar-
innar um niðurgreiðslur úr ríkis-
sjóði, sem reynzt hafa tvíeggjað vopn
í baráttu við verðhækkanir.
Nýjungar á verðbréfamarkaði birt-
ast stöðugt þetta árið. Nýjar aðferðir
hafa verið reyndar við sölu hefð-
bundinna verðbréfa eins og spári-
skírteina ríkissjóðs, eins og getið
var. Þau hafa að undanfornu verið
boðin til sölu til áskrifenda, sem
kaupa spariskírteini fyrir ákveðna
fjárhæð í hverjum mánuði, með betri
kjörum en almennir kaupendur. í
nýútkominni skýrslu frá Seðabank-
anum segir, að veigameiri sala spari-
skírteina eigi sér stað til stórra kaup-
krónur á mánuði. Sem forsætisráð-
herra hefur hann líka hærri laun en
hinir. Hann hafði 573 þúsund krónur
í dagpeninga þetta ár.
Jón Baldvin, sem hafði lang hæstar
dagpeningagreiðslur allra ráðherra
eða 1425 þúsund krónur, er í öðru
sæti með 313 þúsund krónur á mán-
uði.
í þriðja sæti er Jón Sigurðsson með
294 þúsund krónur í mánaöartekjur.
Hann hafði 874 þúsund krónur í dag-
peninga.
Næstur kemur Halldór Ásgríms-
son með 287 þúsund krónur á mán-
uði. Hann fékk í dagpeninga um 700
þúsund krónur.
Þá kemur Guðmundur Bjamason
með 273 þúsund krónur á mánuði.
Hann hafði 574 þúsund krónur í dag-
peninga.
enda. Þeim bauðst aö kaupa spari-
skírteini, sem fólu 1 sér allt að 7,05
prósent ávöxtun, eins og getið var
hér að framan, og telur Seðlabank-
inn, að það sé mikið þessum tilboðum
að þakka, að ríkissjóði hefur tekizt
vel aö afla sér lánsfjár á innlendum
markaði. Upplýsingar um þessi við-
skipti hafi þó verið af skornum
skammti og hafi það valdið truflun-
um á verðbréfamarkaðinum, til
dæmis við sölu húsbréfa.
Hæð vaxta skiptir okkur flest
miklu. Að sjálfsögðu skiptist þjóðin
í tvo, mjög andstæða hópa, í afstöðu
til vaxta. Stjórnmálamenn og verka-
lýðsforingjar höfða yfirleitt til hinna
yngri og skuldugu landsmanna. Þar
kjósa þessir foringjar að fá fylgi sitt
í trausti þess, að hinir eldri skipti
litlu, séu fastmótaðir í afstöðu til
flokka og láti ekki að sér kveöa.
Án þess að afstaöa sé tekin til þess-
ara hópa, er réttast að líta á vexti
út frá þjóðhagslegu mati, athuga,
hvað eykur og hvað minnkar fram-
Steingrímur J. Sigfússon er með
272 þúsund á mánuði. Hann hafði í
dagpeninga 558 þúsund krónur.
Svavar Gestsson er með sömu laun
og Steingrímur eða 272 þúsúnd krón-
ur á mánuði. Hann fékk hinsvegar
rúmar 800 þúsund krónur í dagpen-
inga og er því undantekning í röðun-
inni.
Jóhanna Sigurðardóttir hafði 261
þúsund krónur á mánuði. Hún fékk
í dagpeninga 263 þúsund krónur.
Ólafur Ragnar var með 260 þúsund
krónur á mánuði. Hann fékk í dag-
pernnga 215 þúsund krónur.
Þeir Júlíus Sólnes og Óh Þ. Guð-
bjartsson eru ekki taldir hér með
vegna þess að þeir voru ekki ráð-
herrar nema hluta af árinu 1989.
-S.dór
leiðslu í landinu og fleira af því tagi.
Karp um hæð vaxta ætti ekki að
þurfa að vera mikið. Áherzlan verð-
ur að vera á stöðugleika á markaðin-
um , þannig að vextir breytist í sam-
ræmi við þau atriði. Sjást ætti af
framansögðu, að atferli stjórnmála-
manna í vaxtamálunum hefur verið
á annan veg en hefði mátt ætla í fljótu
bragði.
Peningamarkaður
ÍNNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 2-3 lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir
6mán. uppsögn 3,5-4 nema Bb Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5 Ib
18mán. uppsögn 10 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-t Bb
Sértékkareikningar 2-3 Ib
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir
Innlán með sérkjörum 3-3,25 nema Ib Ib
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6,5-7 Ib.Lb
Sterlingspund 12-12,5 Bb
Vestur-þýskmörk 7-7,6 Sp
Danskar krónur 8,5-9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 12,25-13,75 Sp
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupqenqi
Almennskuldabréf 12,5-14,25 Lb
Viðskiptaskuld^þréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17,5 Allir
nema ib
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 12,25-13,75 Lb.Sb
SDR 10,5-11,0 Lb.Sb
Bandaríkjadalir 9,5-10 SB
Sterlingspund 15-15,5 Lb.ib
Vestur-þýsk mörk 10-10,7 4.0 Bb.Sb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. nóv. 90 13,2
Verðtr. des. 90 8,2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala des. 2952 stig
Lánskjaravísitala nóv. 2938 stig
Bytigingavísitala nóv. 557 stig
Byggingavísitala nóv. 174,1 stig
Framfærsluvísitala nóv. 148,2 stig
Húsaleiguvisitala óbreytt l.okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Einingabréf 1 5,215
Einingabréf 2 2,826
Einingabréf 3 3,430
Skammtímabréf 1,753
Auðlindérbréf 1,014
Kjarabréf 5,149
Markbréf 2.740
Tekjubréf 2.037
Skyndibréf 1.534
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,495
Sjóðsbréf 2 1,779
Sjóðsbréf 3 1,737
Sjóðsbréf 4 1,495
Sjóðsbréf 5 1,047
Vaxtarbréf 1,7615
Valbréf 1.6530
Islandsbréf 1,083
Fjórðungsbréf 1,057
Þingbréf 1,082
öndvegisbréf 1,074
Sýslubréf 1,089
Reiðubréf 1,065
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv •
Sjóvá-Almennar hf. 688 kr.
Eimskip 585 kr.
Flugleiðir 259 kr.
Hampiðjan 180 kr.
Hlutabréfasjóöur 183 kr.
EignféL- Iðnaðarb. 193 kr.
Eignfél. Alþýðub. 145 kr.
Skagstrendingur hf. 420 kr.
Islandsbanki hf. 143 kr.
Eignfél. A/erslunarb. 143 kr.
Olíufélagið hf. 610 kr.
Grandi hf. 230 kr.
Tollvörugeymslan hf. 112 kr.
Skeljungur hf. 670 kr.
Armannsfell hf. 245 kr.
Útgerðarfélag Ak. 360 kr.
Olís 210 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
íb= íslandsbanki Lb= Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peníngamarkaö-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Dagpeningar ráðherra:
Skipta sköpum í
árstekjum þeirra