Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. UtLönd Vill ráðstefnu um Eystrasaltslönd Forsætisráðherra Litháens, Kzimiera Prunskiene, lagði í gær til að alþjóðleg ráðstefna yrði hald- in um framtíö Eystrasaltsríkjanna, til dæmis á vegum Norðurlanda- ráðs. Prunskiene sagði á fundi mcð fróttamönnum að ekki væri um innanríkismál í Sovétríkjunum að ræða heldur alþjóðlegt mál. Litháar, Letfar og Eistar segja aö innlimun landa þeirra í Sovétrikin 1940 hafi verið ólögleg. Á fundi meö fréttamönnum í gær í Helsingfors í Finnlandi sagði Prunskiene aö Kazimiera Prunskiene, lorsætis- eftir sameiningu Þýskalands væri ráðherra Litháens. simamynd Reuter tímabært að utkljá önnur vanda- mál sem heimsstyrjöldin síðari skapaði, eins og til dæmis hernám Eystra- saltsríkjanna. Tilrædi við fréttamann Stjómandi eins vinsælasta sjónvarpsfréttaþáttar í Sovétríkjunum særö- ist í.skotárás óþekkts byssumanns í úthverfi Leningrads aðfaranótt fimmtudags. Fréttamaðurinn, sem þýkir óvæginn i gagnrýni sinni á stjórnvöld, var lokkaður á staðinn af manni sem lofaði honum í símtali að aíhenda honum „heitt“ efni. Skílyrðið var að hann skyldi koma einn á fundarstaðinn á miðnættl Fréttamaðurinn varð hins vegar fyrir skoti árásarmanns en er nú sagöur úr allri hættu. Hann er sagður eiga óvini bæði meðal glæpamanna og stjómmálamanna. Gorbatsjov Sovétforseti fordæmdi í gær árásina og fyrirskipaði víðtæka leit að árásarmanninum. Angólastjórn sögð nota efnavopn Jonas Savimbi, (orseti UNITA-hreyfingarinnar i Angóia. Teikning Lurie Belgískur eiturefnasérfræðingur sakaði í gær yfirvöld í Angóla um að hafa beitt efnavopnum gegn uppreisnarmönnum fyrr í þessum mánuöi. Tugir manna era sagöir hafa látið lífið og hundruð særst. Belginn kvaöst hafa verið í sambandi við þrjá þekkta lækna í Angóla sem hefðu veitt honum ýmsar upplýsingar. Belgíski sérfræðingurinn telur að írakar hafi sams konar efnavopn og Angólastjóm og því sé mikilvægt að komast aö samsetningu blöndunnar ef stríð skyldi brjótast út við Persaflóa. Að sögn Belgans varpaöi stjórnarherinn sprengjum á nokkur þorp ná- lægt Jamba þar sem eru aðalstöðvar UNITA-hreyfingarinnar í desember- byrjun. Óttast Belginn, sem oft hefur heimsótt Angóla ásamt starfsbræðr- um frá ýmsum háskólum Evropu, að notuð hafi verið ný blanda efna- vopna sem fengin hafi veriö frá Moskvu. Fulltrúar UNITA og stjórnvalda hafa hist fimm sinnum í Lissabon í- Portúgal á þessu ári til að reyna að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu sem hófst skömmu eftir að Angóla fékk sjálfstæði frá Portúgal 1975. Forseti UNITA, Jonas Savimbí, hitti á miðvikudaginn Eduard Sé- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, að máli og í gær fór hann til fundar við Bush Bandaríkjaforseta. Þykja viðræðuraar benda til að vopnahlé geti orðiö áður en langt um líður. Sovétríkin og Kúba hafa stutt stjórnina í Angóla. Frá þvi að suður-afrísk yfirvöld hættu hémaðarlegum stuðningi sínum viö UNITA fyrr á þessu ári hafa Bandaríkin veríð helsti bandamaður hreyfingarinnar. Óheiðarlegir bankamenn Norska lögreglan telur að sexmenningarmr sem eiga aö hafa reynt að svíkja út sem svarar nær 3 milbörðum íslenskra króna úr Kreditkassen í Noregi hafi haft samstarfsmann meöal bankamannanna. Að því er norska blaöið Dagens Náringsliv greinir frá á Kreditkassen að hafa fengiö upplýsingar um óheiðarlegan starfsmann sem gæti verið viöriðinn málið. Fyrir jólin í fyrra kom í ljós að eínhveijir starfsmenn bankans voru viöriðnir svindl í tveimur tilvikum. Að undanfömu hefur komið i Ijós að fleiri starfsmenn hafa reynst sekir um fjárdrátt. Öflugur jarðskjálfti á Taiwan Jaróskjálfti varö á Austur-Taiwan i nótt. Oflugur jarðskjálfti, sem mældist 6,7 á Richterskvaröa, gekk yfir Ta- iwan í nótt aö staðartíma. Eldar brutust út af völdum skjálftans og aurskriður féllu. Snemma i morg- un höfðu engar fregnir borist af því hvort einhveijir heföu látið lífið í skjálftanum. Upptök skjálftans vora í Hualien í austurhluta landsins. í höfuð- borginni Taipei, sem er í 120 kíló- metra fjarlægö, vöknuöu ibúamir við skjálftann. Um .‘«0 eftirskjálftar urðu í Hualien þar sem talsveröar skemmdir urðu á byggingum. Fyrir viku reið öflugur jarðskjálfti yfir á næstum því sama stað. Þá létu tveir lífið og þrír slösuðust. Reuter, TT og NTB Meiri órói í Albaníu en búist var við: Vitað um uppþot í tveimur bæjum - yfirvöld telja „myrkraöfT vera að verki Þegar hafa nokkur þúsund menn flúið Albaníu á þessu ári. Nú virðist óró- Simamynd Reuter Stjórn Albaníu sendi herinn á vett- vang í bænum Skóder í gær til að bæla niður óeirðir. Vitað er að þrír menn særðust, þar á meðal lögreglu- stjórinn í bænum. Þessar fréttir komu á óvart því flest benti til að stjórnin ætlaði að stuðla að friðsamlegri þróun í átt til lýðræð- is í landinu. Átökin í Skóder benda hins vegar til að ólga sé meiri meðal almennings en talið hefur verið til þessa. Albanska útvarpið sagði að herinn hefði veriö sendur til að stöðvar skemmdarverk óeirðáseggja sem grýttu opinberar byggingar, höfuð- stöðvar flokksins í bænum og unnu spjöll á útvarpsstöðinni þar. „Þetta var gert til að koma á lögum og rétti í bænum, veija ríkisstjórnina og stofnanir þjóðfélagsins,“ ságði í frétt albanska útvarpsins. Reutersfréttastofan hefur fyrir því heimildir að einnig hafi komið til átaka í bænum Kavaje. Þar.vora rúð- ur brotnar og varningi’rænt úr versl- unum. Sagt var að í Kavaje hefði tek- ist að stilla til friðar án þess að her- inn kæmi þar nærri. í mars á þessu ári kom til átaka í Kavaje eftir fótboltaleik. Þá snerust ólæti á leikvanginum upp í mótmæli gegn ríksstjórninni og hrópuð voru slagorð gegn Kommúnistaflokknum. Fyrr á þessu ári hafa einnig borist óljósar fréttir um uppþot í Skóder. Þar á meðal gengur sú saga að and- kommúnistar hafi gert tilraun til aö velta styttu af Jósef Stalín af stalh. Stalín er enn dýrkaður í Albaníu þótt öll önnur ríki kommúnista hafi afneitað honum. Ramiz Aha, forseti Albaníu og leið- togi Kommúnistaflokksins, hefur heitið því að koma á lýðræði í landinu í áföngum. Þegar er búiö að stofna einn flokk óháðan Kommún- istaflokknum en enginn veit þó ná- kvæmlega hvaða hugmyndir yfir- völd hafa um þróun mála á næstu inn þar fara vaxandi. mánuðum. Alia hefur aftur og aftur varað landsmenn við að krefjast of mikils og sagt að ör þróun í átt til lýðræðis geti leitt til stjómleysis. Utvarpið sagði eftir átökin í gær að í landinu væru greinilega að verki „myrkra- öfl“ sem ætluðu sér að hafa varnað- arorð forsetans að engu. Reuter Persaílóadeilan: Auknar kröf ur um arabíska lausn Ótti manna um að fyrirhugaðar viðræöur íraka og Bandaríkjamanna muni ekki koma í veg fyrir stríð viö Persaflóa fer nú vaxandi. írakar hafa fordæmt Bandaríkin fyrir aö hafa hafnað viðræðum í Bagdad þann 12.janúar en þá eru aðeins þrír dagar þar til frestur íraka til að hörfa frá Kúvæt rennur út. James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að írakar hefðu enn ekki lagt til fundartíma sem Bandaríkja- menn gætu sætt sig við. Að sögn ráð- herrans virtist sem írakar tækju málið ekki alvarlega. Bush Bandaríkjaforseti haföi boðið Aziz, utanríkisráðherra íraka, til Washington í þessari viku. Ekkert verður af því en ekki er talið útilokað að hann komi í næstu viku ef tekist hefur að ná samkomulagi um hve- nær Baker fari til íraks. Leiðtogar arabaríkja hafa nú mikl- ar áhyggjur af þróun mála. Forseti írans, Hashemi Rafsanjani, sagði að hann kynni að taka höndum saman við yfirvöld í Alsír til að reyna að koma í veg fyrir stríð. Að sögn Rafs- anjanis er ástandið orðið hættulegt pg nauðsyn á alvariegum aðgerðum. íran og Súdan hvöttu í gær sameigin- lega til friðsamlegrar arabískar lausnar á deilunni. Hussein Jórdaniukonungur hvatti í þessari viku arabaríki til að hefja viðræður sem mynda fara fram sam- hliða viðræðum íraka og Banda- ríkjamanna. - Reuter Forseti Tyrklands, Turgut Özal, ásamt utanrikisráöherra írans, Ali Akbar Velayati, í Ankara. Velayati kom til Tyrklands til að ræða Persafióadeiluna en áhyggjur araba af þróun mála (ara nú vaxandi. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.