Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990.
Útlönd
Mörg hús hrundu í jarðskjálftanum á Sikiley i gær. Hann mældist þó ekki nema 4,7 á Richter. Símamynd Reuter
Mikið tjón í jarðskjálfta á Sikiley:
Sikileyingar héldu
til utandyra í nótt
í þaö minnsta 13 menn fórust í
jarðskjálfta á Sikiley í gær. Mikil
skelfing greip um sig á skjálftasvæö-
inu og er talið aö milljónir manna
hafi hafst viö utandyra í nótt.
Taliö er að hundruö manna hafi
særst þegar hús þeirra hrundu.
Sterkasti skjálftinn var þó ekki til-
takanlega öflugur eöa um 4,7 á Rich-
ter-kvaröa. Skjálftarnir voru hins
vegar margir með stuttu millibili og
jók það á tjónið.
Tjónið varö mest í bænum Carlent-
ini og þar fórust flestir. Björgunar-
menn fundu í rústum eins hússins
látin hjón í faðmlögum með barn sitt
á milli sín. Að sögn fórust einnig
flestir ættingjar þeirra.
Mikil rigning var á svæðinu þegar
skjálftinn reið yflr. Torveldaði það
mjög störf björgunarmanna. Talið er
að einhverjir hafi látist af vosbúð
áður en til þeirra náðist í rústunum.
Enn er verið að leita að fólki í
rústum húsa á Sikiley. Björgunar-
menn nota til þess hunda en hafa enn
ekki náð að kanna allar rústir. Því
er óttast að fleiri lík eigi eftir að
finnast í dag og jafnvel næstu daga.
Þetta er einn versti jarðskjálfti á
Ítalíu hin síðari ár. Jarðskjálftar eru
þó tíðir á sunnanverðri Ítalíu og Sik-
iley. Einn sá versti varð í nágrenni
Napólí í nóvember árið 1980. Þá fór-
ust nærri fimm þúsund manns.
Reuter
Bakpokar, kr. 5.400
Kælibox, kr. 1.100
Görxguskór, kr. 4.600
Pottasett, kr. 1.550
SEGLAGERÐIIM
ÆGIR
EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780
Pólland:
Lögfræðingur
Samstöðu
forsætisráðherra?
Búist er við að Lech Walesa, hinn
nýkjörni forseti Póllands, útnefni
Jan Olszewski, lögfræðing Sam-
stöðu, sem forsætisráðherra Pól-
lands. Olszewski, sem er sextugur,
er þekktur verjandi og hefur í langan
tíma verið ráðgjafi Walesa. Hann var
einn þeirra fáu menntamönnum inn-
an Samstöðu sem studdi framboð
Walesa í embætti forseta gegn
Mazowiecki, fráfarandi forsætisráð-
herra.
Samkvæmt heimildarmönnum
innan Samstöðu hefur Olszewski
boðið tveimur ráðherrum í fráfar-
andi stjórn, Balcerowicz flármála-
ráðherra og Skubiszewski utanríkis-
ráðherra, sæti í nýju stjórninni. Bal-
cerowicz, sem er höfundur áætlana
stjórnar Mazowieckis í efnahagsmál-
um, er sagður hafa samþykkt að sitja
áfram. Ekki er vitað hverju Skubis-
zewski, sem studdi framboð Mazowi-
eckis, svaraði.
Ekki er gert ráð fyrir að Walesa,
Lech Walesa, nýkjörinn forseti Pól-
lands, er sagöur hafa valið þekktan
lögfræðing Samstöðu i embætti for-
sætisráðherra. Símamynd Reuter
sem sver embættiseiö í næstu viku,
tilkynni val sitt á forsætisráðherra
fyrr en þingiö hefur samþykkt afsögn
Mazowieckis.
Reuter
TelAviv:
Þrír ísraelar
stungnir til bana
Þrír ísraelar fundust í morgun
stungnir til bana í Tel Aviv. Að sögn
lögreglunnar þykir augljóst að árás-
armennirnir hafi verið Palestínu-
menn.
Lögreglan sagði að lík tveggja karla
og einnar konu hefðu fundist í verk-
smiðju. Krotað hafði verið á arabísku
í nágrenninu. Virtist sem um væri
að ræða nýjustu fórnarlömb hefnd-
araðgerðanna í kjölfar morðanna á
Musterishæðinni í Jerúsalem í okt-
óber. Þá skutu ísraelskir lögreglu-
menn til bana átján Palestínumenn.
Lögregluyfirvöld tilkynntu að pa-
lestínskur unglingur frá Gazasvæð-
inu hefði verið handtekinn vegna
morðannaáísraelunum. Rcuter
Tambo fagnað við komuna til Suður-Afríku i gær. Simamynd Reuter
Oliver Tambo
heim eftir þrjá-
tíu ára útlegð
Forseti Afríska þjóðarráðsins, Oli-
ver Tambo, sneri aftur til Suður-
Afríku í,gær eftir þriggja áratuga
útlegð. Var honum ákaft fagnað af
stuðningsmönnum sínum og ekki
síst varaforseta ráðsins, Nelson
Mandela.
Tambo, sem er orðinn 73 ára, hélt
enga ræðu við komu sína þar sem
honum er örðugt um mál eftir
hjartaáfall sem hann fékk i ágúst í
fyrra. Hann tjáði þó móttökunefnd-
inni að sér liði ákaflega vel. Þegar
hann steig inn í bíl Mandela fór að
rigna og er það talið gæfumerki í
Suður-Afríku.
Það var vegna umbótastefnu de
Klerk forseta sem Tambo gat snúið.
heim. Hann mun nú verða í forsæti
á fyrstu ráðstefnu Afríska þjóðar-
ráðsins sem haldin hefur verið í Suö-
ur-Afríku í þrjá áratugi. Ráðstefnan
hefst í dag fyrir utan Jóhannesar-
borg. Reuter