Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Side 11
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 11 Utlönd Schliiter lofar nýrri ríkisstjórn fyrir jólin - verður að reiða sig á stuðning sex flokka í þinginu ráfthprra har pkki sapti Vinstriflokknmn oe íhalrisflnkki hafnar Paul Schliiter, forsætisráöherra Danmerkur, segir aö myndun nýrrar minnihlutastjórnar borgaraflokk- anna veröi lokið fyrir miöja næstu viku. Nú hggur fyrir að Róttæki vinstriflokkurinn veröur ekki með í næstu stjórn vegna lítils árangurs í kosningunum á miðvikudaginn. Flokkurinn ætlar engu aö síður að styöja nýja stjórn Schliiters en tekur þar ekki sæti. Róttæki vinstriflokurinn haföi tíu þingsæti og tapaði þremur. Hann kom inn í stjórn Schliiters áriö 1988 og kennir stjórnarsamstarfinu um ófarirnar. Schluter hefur aftur á móti fengið Miödemókrata og Kristi- lega þjóöarflokkinn til samstarfs. Því er talið fullvíst að þessir flokkar sitji í næstu ríkisstjórn Danmerkur meö Paul Schliiter telur það létt verk að koma saman nýrri ríkisstjórn. Það kann þó að reynast þrautin þyngri að halda einingu í stjórnarliðinu. Simamynd Reuter * Leiðtogar EB á fundi í Róm:" Gæti markað tímamót í sögu bandalagsins Stjórnmálaskýrendur segja að nú í fysta sinn séu ríki Evrópubanda- lagsins í stakk búin til aö koma fram sem ein heild í alþjóðamálum. í dag koma leiðtogar bandalagsins saman til fundar í Róm þar sem móta á stefnuna í utanríkis- og öryggismál- um um leið óg rætt veröur um endan- legt samkomulag um myntbandalag ríkjanna. Náist samkomulag verður það túlkað sem skilaboð til annarra ríkja að Evrópubandalagið ætlar aö taka sér stöðu í alþjóðamálum við hliðina á risaveldunum bæði í öryggismál- um og alþjóðaviðskiptum. Leiðtogar bandalagsins eru þegar farnir að tala um tímamót í 32 ára sögu þess. Enn er samkomulag þó ekki í höfn og enn á eftir að koma i ljós hvaöa breytingar John Major, forsætisráöherra Breta, ætlar að gera á stefnu stjórnar sinnar frá því sem var þegar Margrét Thatcher var við völd. Thatcher stóð í vegi fyrir nánu samstarfi í gjaldeyrismálum en Maj- or hefur gefið í skyn að hann ætli að ganga lengra til móts við hin bandalagsríkin. Leiðtogarnir eru því að vonum bjartsýnni nú en þeir voru eftir að shtnaði upp úr viðræðum um sameiginlegan gjaldmiðil í haust. Fundurinn í Róm nú er hka sá fyrsti sem leiðtogarnir halda eftir aö Þýskaland var sameinað. Þjóðverjar eru nú áhrifameiri í bandalaginu en nokkru sinni fyrr. Þó á eftir að koma í ljós hvort þeir krefjast þar meiri valda. Gott samkomulag hefur þó verið milli Helmuts Kohl kanslara og Mitterrands Frakklandsforseta um stefnuna. Ritzau Utanríkisráöherra Frakklands: Löngbiðeftir inngöngu í EB „Evrópubandalagið getur að svo stöddu ekki afgreitt nýjar umsóknir um aðild. Bíða verður aö minnsta kosti til ársins 1994 áður en hægt verður að ræða máhð af alvöru.“ Þetta segir Roland Dumas, utanríkis- ráðherra Frakklands, í viðtali við blaðið Les Echos í París. Auk Svíþjóðar eru það Austurríki, Tyrkland, Kýpur og JVIalta sem hyggjast sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu, EB. Pólland, Ungverja- land og Tékkóslóvakía vilja verða aðilar eins fljótt og unnt er. Frakkar eru í forsæti fyrir samn- Vinstriflokknum og Ihaldsflokki Schluters. Borgaraflokkarnir sluppu með skrekkinn frá kosningunum. Mönn- um er nú að verða æ ljósara að súndrungin hefur sjaldan verið meiri á hægri væng dönsku stjórnmál- anna. Menn úr borgaraflokkunum hafa þó verið að skrifa um hentuga skiptingu þingsæta en engu að siður er ljóst að ný ríkisstjórn stendur höllum fæti og lítið þarf út af að bera til að upp úr samstarfinu slitni. Stjómin á meirihluta sinn einnig undir því að Framfaraflokkurinn styðji hana í atkvæðagreiöslum. Pia Kiámsgaard, formaður flokksins, hafnar öllum hugmyndum um sæti í stjórninni en hefur heitið Schlúter stuðningi. Þetta þýðir þó að íhalds- menn og Schlúter þurfa að halda friöinn við ekki færri en flmm flokka til að stjórnin lifi. Schlúter hefur að vísu sýnt það á löngum ferli sem forsætisráðherra að hann er laginn stjórnmálamaöur. Hann varð þó í haust að gefast upp við að ná samkomulagi um heldur léttvægar breytingar á skattalögun- um. Þá ákvað hann í skyndi að boða til kosninga en ekki er að sjá að nið- urstaða þeirra létti honum verkið við að stjórna landinu. Ritzau Þakkar stuðn- inginn með heitum pylsum Danski grínarinn og stjórn- málamaðurinn Jakob Haugaard náði ekki inn á þingsæti i kosn- ingunum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Hann er engu að síður ánægður með sinn hlut og ætlar að bjóða kjósendum sínum upp á heitar pylsur og kók að launum fyrir stuðninginn. Þetta segist hann gera til aö bæta lífskjör sinna manna. Haugaard bauð sig fram í Árós- um. Hann fékk nú ríflega átta þúsund atkvæði og fjórfaldaði þar með fylgið því í fyrri kosning- um hafði hann mest fengið tvö þúsund atkvæði. Haugaard ætlar að nota styrk frá hinun opinbera til að greiða fyrir pylsusamkvæmið. Rikið styrkir alla frambjóðendur og að þessu sinni fékk Haugaard 50 þúsund danskar krónur. Það er nærri hálf milljón íslenskra króna. Ritzau ingaviðræðum EFTA, Fríverslunar- samtaka Evrópu, og Evrópubanda- lagsins um hið sameiginlega evr- ópska efnahagssvæði. Dumas segir í blaðaviðtalinu að Frökkum sé um- hugað um að samningaviðræðurnar verði árangursríkar þar sem Evr- ópubandalagið geti ekki afgreitt að- ildarumsóknir á næstunni. Dumas telur að aðild Austur-Evr- ópulanda geti skapað vandamál vegna þess mikla straums af fólki sem búist er við að flytji þaðan á næstunni. TT AIHYGLBVERÐAR BÍLDUDALSKÓN GURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nftjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri f einkalífinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti í lífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR UR LIFI PETURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lftill drengur f Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARIÁ FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfí sínu f öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum Qölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fímmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og f Ballerup í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.