Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Side 15
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990.
15
Börn alkóhólista og SÁÁ
Undanfarið hefur farið fram
nokkur umræða um starfsemi SÁÁ
í fjölmiðlum. Af því tilefni vildi ég
gjarnan íjalla aðeins um áfengis-
vandann frá sjónarhóli mínum r
sem barns alkóhólista. Umhverfi
okkar, þ.e. þeirra barna sem alast
upp á heimili þar sem annað for-
eldrið er áfengissjúklingur, er á
margan hátt gerólíkt umhverfi
þeirra barna sem aldrei þurfa að
velta því fyrir sér „hvernig ástand-
ið sé nú“ áður en haldið er heim.
Þessi börn fara heim með kvíðann
og öryggisleysið í hjarta sínu og
opna útidyrnar hrædd.
Barn alkóhólista fær ekki við-
brögð við einkunnum sínum, verk-
efnum sem það er að vinna, í sam-
ræmi við verkin sjálf eða einkunn-
irnar. Viðbrögðin eru ævinlega í
tengslum við drykkjuna, viö neyslu
sjúklingsins og þeirra geðbrigöa og
sveiflna sem hún kallar fram hjá
neytandanum, hinu foreldrinu,
systkinum og öörum.
Mörg okkar fá vegna þessa
brenglað sjálfsmat, önnur verjast
með kjafti og klóm, jafnt innan
heimilis sem utan, og sum dragast
inn í skel sem er erfitt að komast
út úr.
En hvernig svo sem viðbrögðum
við börnunum er háttað á heimili
alkóhólista má fullyrða að þar sem
virkur alkóhólisti er þjást allir fjöl-
skyldumeðlimir á einn eða annan
hátt.
Daglega finna þessi börn fyrir
ýmsum tegundum vorkunnlætis
eða fá þau skilaboð beint og óbeint
að þau séu nú eiginlega hálfgert
undirmálsfólk. Og á meðan börnin
eru lítil og eiga litla vini verða þau
skotspónn vanþekkingar sem lýsir
sér í stríðni sem enginn veit hversu
sár getur verið. - Það er því ekki
skrítið að börn alkóhólista komi
með talsvert annað veganesti út í
lífið en aðrir.
Kjallariim
Lára Stefánsdóttir
kerfisfræðingur við Fjölbrauta-
skólann við Ármúla
Hjálpin er til
Það hefur orðið mörgum ein-
staklingnum til bjargar að geta nú
loks eftir tilkomu SÁÁ leitað sér
hjálpar sem aðstandandi, fengið
leiðsögn og fræðslu um áfengissýk-
ina. Það er nefnilega staðreynd að
þó margir haldi að áfengissjúkling-
urinn skaði aðeins sjálfan sig þá
skaðar hann líka í ríkum mæli alla
ástvini og alla sem þurfa að búa
með honum. Þess vegna verður
fólk aldrei hvatt nógsamlega til
þess að sækja sér þá fræðslu og
uppbyggingu sem hægt er og hana
veitir SÁÁ. Við sem höfum fundið
fyrir vanmættinum árum saman,
erum jafnvel minni máttar vegna
drykkju annarra, þurfum svo sár-
lega á því að halda að skilja það sem
er að gerast. Það var einmitt hjá
SÁÁ sem ég lærði hvernig börn
alkóhólista bregðast við vandamál-
um síðar á lífsleiðinni - með sömu
aðferðum og þau reyndu sem börn
í sýktu andrúmslofti.
Hjá SÁÁ vinnur fólk sem er í
sömu sporum og ég sjálf og hefur
kynnst þessu af eigin raun. Ég dreg
ekki dul á þá skoðun mína að SÁA
hafi bjargað fjölmörgum aðstand-
endum frá andlegum veikindum
með einstaklingsfræðslu, stuðningi
og námskeiðum
Eitt af mörgu sem lærist þarna
er að skilja aö ekkert er „að“ þeim
sem alast upp í umhverfi alkóhól-
ista; en umhverfið, sem þeir eru í,
verður alltaf beint og óbeint þeirra
umhverfi því allt snýst á einn eða
annan hátt um þá og þeirra sjúk-
dóm.
Ekki bara sjúklingum
sjálfum
Ég hef ekki komist hjá að veita
eftirtekt vandamálum aðstandand-
ans í starfi mínu sem leiðbeinandi
í tölvukennslu. Þetta „foreldra-
vandamál“ lýsir sér oft í eirðar-
leysi, skorti á einbeitingu og örygg-
istilfirtningu. Þessir nemendur eru
alveg jafngreindir, dugmiklir og
skapandi eins og jafnaldrar þeirra
en áfengissýkin og ummerki henn-
ar, sem bíða alltaf heima á einn eða
annan hátt, setja óneitanlega mark
sitt á þessi ungmenni. '
Það er fátt sem einn leiðbeinandi
getur gert annað en hlusta og reyna
að koma því einhvern veginn á
framfæri að hann skilji málið.
Stöku sinnum gerist það þó að
nemandi fréttir að þetta hlutskipti
hafi einmitt verið mitt í uppvextin-
um, kemur og segir sem svo: „Hvað
gerðir þú eiginlega? Ég er að gefast
upp!“ þá segi ég þeim frá minni
reynslu, stuðningi SÁÁ og starfi
Al-Anon. Það gerir sjálfsagt ekki
kraftaverk en það hjálpar og bend-
ir á þá leiö sem er ungmennum fær .
þegar svona er komið. Sú hjálp,
sem fæst við að ræða við þann sem
þekkir hlutina af eigin raun, er oft
það sem skiptir máli.
Ég hef haft svolitlar áhyggjur af
því undanfarið aö fólk sé jafnvel
að sofna eitthvað á verðinum hvað
varðar starfsemi SÁA. Kannski er
það óþarfi en á meðan ég þekki allt-
af nokkra einstaklinga, sem fara í
sína fyrstu meðferð ár hvert og á
meðan nemendur mínir halda
áfram að þjást í hljóði - margir
hverjir - þá vil ég leggja mitt af
mörkum til að minna á tilvist SÁÁ
og það ómælda starf sem þar er
unnið.
Það starf gagnast ekki aðeins
sjúklingunum sjálfum heldur einn-
ig ástvinum þeirra og þá ekki síst
börnum og ungmennum sem geta
oftar en ekki fagnað nýju og heil-
brigðara heimilislífi en þau þekktu
áður. Þess végna hvet ég nú þá sem
hafa verið aö „hugsa um að fara
jafvel í viðtal" til að láta verða af
því; enginn veit fyrr en reynir hví-
líkur léttir getur skapast í einu við-
tali hjá ráðgjöfum SÁÁ.
Lára Stefánsdóttir
„Það var einmitt hjá SAA sem ég lærði
hvernig börn alkóhólista bregðast við
vandamálum síðar á lífsleiðinni - með
sömu aðferðum og þau reyndu sem
börn í sýktu andrúmslofti.“
Fátt er kátt við þjóðarsátt
Talsmenn rikisstjórnarinnar hafa hamrað á þvi að ef brábirgðalögin
yrðu felld færi verðbólgan í 20-40%. - Ijetta er einfaldlega ósatt.
Laugardagspistill hér í blaðinu
fyrir skömmu bar yfirskriftina
„Eru mennirnir orðnir ga ga?“.
Mennirnir, sem kenndir voru þar
við fuglakvak og ungbarnahjal,
voru þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins.
Og af hverju voru þeir orðnir „ga
ga“? Jú, af því að þeir ætluðu að
greiða atkvæði gegn siðlausum
bráðabirgðalögum sem sett voru til
að svíkja samninga, svívirða niður-
stöðu dómstóla og ganga þvert á
stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Þetta var sá glæpur sem gaf mönn-
um einkunnina „ga ga“ í Laug-
ardagspistli sem oftar en ekki er
um hjónaskilnaði og endurskins-
merki.
Verkalýðsforingjar
Reyndar er þessi Laugardagspist-
ill í samræmi við þann útbreidda
misskilning í þjóðfélaginu að
bráðabirgðalögin og rangnefnd
„þjóðarsátt“ séu eitt og hið sama.
„Þjóðarsáttin" er samningur nokk-
uð stórs hóps um kjaraskerðingu.
Þessi hópur gerði „þjóðarsátf ‘ um
kjaraskerðingu löngu eftir að
BHMR gerði sinn samning um um
kjarabætur. Þeir vissu því alveg að
BHMR fengi bætur en þeir sjálfir
skerðingu.
Það er því furðulegt að sjá verka-
lýðsforingja, sem nýlokið hafa við
að semja um lakari kjör (þjóðar-
sátt) handa sínu fólki, heimta að
kjarabætur verði teknar af öðrum.
Menn geta verið lyddur og vesal-
ingar fyrir sig og sitt fólk, en að
KjaHarinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
heimta að aðrir verði skikkaðir
með siðlausum bráðabirgðalögum
til að lepja úr sömu sultarskel er
fáheyrt.
Er meirihluti fyrir
stjórnarskrárbroti?
I skoðanakönnun hér í blaðinu
um afstöðu fólks til bráðabirgða-
laganna var meirihluti aðspurðra
fylgjandi bráðabirgðalögunum.
Mér þætti fróðlegt að sjá þennan
meirihluta fólks verða fyrir því aö
samningur, sem það hefði gert,
væri svikinn, það ynni málið fyrir
dómstólum en sett væru bráða-
birgðalög ofan í dóminn og þessi
„lög“ stríddu gegn stjórnar-
skránni.
Eiður nokkur Guðnason tjáði sig
um niðurstöður könunnarinnar og
sagði m.a.: „Sú vísbending, sem
þessi skoðanakönnun gefur, sýnir
að það var rétt að setja bráða-
birgðalögin í þessu tilviki." Ef Eið-
ur er samkvæmur sjálfum sér kýs
hann væntanlega Sjálfstæðisflokk-
inn í næstu kosningum og hefur
verið andvígur ríkisstjórninni eins
og skoðanakannanir hafa sýnt að
er „rétt“.
Hringir í sjónvarpssal
í umræðuþætti á Stöö 2 (eftir
skoðanakönnunina) með Davíð
Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni
kom það reyndar vel í ljós hversu
illa ríkisstjórnin stendur í þessu
bráðabirgðalagamáli. Borgarstjóri
sneri sjávarútvegsráðherra hring
eftir hring og við lá að maður vor-
kenndi ráðherranum. Blessaður
maðurinn var nú þumbaralegúr
fyrir en vonlaus málstaður hans
og skemmtilegur málflutningur
borgarstjóra gerðu ráðherrann
kleinulegri en orð fá lýst. Það er
ekki á hverjum degi sem ráðherra
úr þessari voluðu ríkisstjórn fær
það sem hann á skiliö.
Talsmenn ríkisstjórnarflokk-
anna hafa hamrað á því undanfarið
að ef bráðabirgðalögin yrðu felld
færi verðbólga í 20-40%. Þetta er
einfaldlega ósatt. Verðbólgan
mundi ekki hækka við það eitt að
lögin yrðu felld og samningur
BHMR tæki gildi. Hún gæti hins
vegar hækkað ef ASÍ og BSRB
fengju sömu hækkun og BHMR.
En á því hef ég enga trú þar sem
ASÍ og BSRB hafa samið um annað
og hljóta að standa við sína samn-
inga.
Fasísk þjóðarsátt
Hitler notaði á sínum tíma hatur
á gyðingum til að þjappa þýsku
þjóðinni saman um ímyndaðan
óvin. Hann tók réttarríkið einnig
úr sambandi. Þeir sem ekki vildu
fórna mannréttindum sínum og
siðferðisgrundvelli og taka þátt í
dýrðarsöngnum voru teknir úr
umferð. Og viti menn. Atvinnu-
leysið sem hafði veriö aðalböl
þýsku þjóðarinnar, minnkaði.
Ég er ekki að segja að haturs-
herferð íslenskra stjórnvalda gegn
BHMR, siðleysi ríkisstjórnarinnar
og vanvirðing hennar á dómstólum
og stjórnarskrá sé komið á sama
stig og hjá Hitler forðum. En hitt
segi ég óhikað, aö eðlismunur er
enginn. Þáttur ríkisstjómarinnar í
þjóðarsáttin er fasismi. Og viti
menn. Verðbólgan hefur hjaönaö í
bili. En það er ekki vegna fasism-
ans, frekar en fyrri daginn, heldur
vegna fórna almennings.
Glúmur Jón Björnsson
„Þaö er furðulegt að sjá verkalýðsfor-
ingja, sem nýlokið hafa við að semja
um lakari kjör (þjóðarsátt) handa sínu
fólki, heimta að kjarabætur verði tekn-
ar af öðrum.“