Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 22
30 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Merming H'áskólabíó - Skjaldbökumar ★★ y2 Hetjur í hálf ri skel Enn eitt afbrigöi sérbandarísks æöis berst hingað í formi kvik- myndar. Stökkbreyttu japönsk- huldubardagafæru táningsskjald- bökurnar eiga uppruna sinn aö rekja til svart-hvítrar teiknimynd- aseríu árið 1984. í kjölfarið fylgdu miklar vinsældir, teiknimyndir, leikfóng og loks leikin bíómynd sem er fyrsti smjörþefur okkar af viöundrinu. Eftir aö hafa baðað sig í geisla- virkum úrgangi breyttust fiórar ofur venjulegar skjaldbökur í of- vaxna bardagalistamenn sem nær- ast á annars konar bökum. Fjórtán árum síðar eru gelgjuskeljingamir reiðubúnir að skauta úr holræsa- fylgsni sínu og hefja herferð gegn glæpum með aðferðum („Shell- Shock“, „Wheel of Fortune") sem þeim einum er lagið. Þegar grímuk lætt illfygli að nafni „Shredder" Kvikmyndir Gísli Einarsson Þær eru engar venjulegar skjald- bökur, hetjurnar í Teenage Ninja Mutant Turtles. rænir lærimeistara þeirra láta þeir til sín taka ásamt fréttakonunni April O’Neil og ofurhuganum Casey Jones. Það er ekki vert að rekja söguna nánar en þið megið búast við einum sérkennilegasta kokkteil síðari tíma. Þessi fjarstæða fantasía er hin besta skemmtun og sú furðusjón að sjá fjórar grænar skjaldbökur (skírðar ít- ölskum fomöfnum) sveifla „Sai-um“ og „Nunchaku” meðan þær talast við á mállýsku, sem má rekja til brimbrettara Kaliforníu, er nægilegt til að gera bíóferðina þess virði. Ef þú stoppar eitt augnablik til að hugsa þá ertu ekki á réttri mynd. Teenage Ninja Mutant Turtles. Bandarisk. 1990. 93 min. Handrit: Todd W. Langen & Bobby Herbeck, byggt á persónun eftir Kevin Eastman og Peter Laird. Leik- stjórn: Steve Barron (Electric Dreams, Bulldance). Brellur: Jim Henson’s Creature Shop (Labyrinth, Dreamchild). Leikarar: Judith Hoag (Cadillac Man), Elias Koteas, Josh Pais. Kennari á faraldsfæti ✓ Bókin Kennari á faraldsfæti er starfssaga Auðuns Braga Sveinssonar í 35 ár. Hann hefur starfað sem kennari eða skólastjóri í öllum hlutum landsins, eins og greinir frá á kápusíðu bókarinnar. Bókarheitið er svo sannarlega réttnefni. Höfundur hefur verið „á faraldsfæti". Samkvæmt þéssum upp- lýsingum hefur hann kennt á fjórtán stöðum hér á landi, auk þess sem hann starfaði einn vetur sem kenn- ari í Danmörku. Það má því segja með nokkrum rétti aö starfsferill hans hafi verið a margan hátt óvenjuleg- ur og þá um leið frásagnarverður. v Því fylgja vafalaust kostir og gallar að skipta svo oft um starfsvettvang. „Verður sá, er víða fer, vísari en sá, sem heima er“, segir gamalt og gott máltæki og vissulega piunu þessi tíðu vistaskipti hafa veitt höf- undi betri sýn yfir land og þjóð. Ókostirnir eru líka til: Því fylgir sú áhætta að vera sakaður um rótleysi eða vanhæfni í starfi. Auk þess bendir höfundur rétti- lega á það í bókinni að tæplega takist starfsmanni á einum vetri að kynnast starfi sínu til hlítar og eilíf kennaraskipti hafi óæskileg áhrif á námsárangur og þroska nemenda. Bókarhöfundur greinir frá því að ýmist hafi hann sagt upp starfinu á viðkomustöðum sínum eða ekki verið óskað eftir af skólanefndum að hann dveldi þar lengur. Gerir hann ekki tilraun til að brjóta þau mál til mergjar, heldur lætur lesandann um að ráða af lík- um, lesa á milli línanna, hvað valdið hafi vistaskiptun- um. Höfundur kýs að hafa þann háttinn á að rekja ekki kennsluár sín í tímaröð, eins og segir í formála. Það kemur ekki aö sök, ef hver kafli er lesinn sem sjálf- stæð heild, en sé byrjað á bókinni og hún lesin til enda, eins og ég gerði, verður þetta ruglkennt og ástæðulaust. Höfundur er þá ýmist giftur fyrri konu sinni eða þeirri síðari. Hann á nokkur börn, eða fyrsta barn þeirra hjóna er að fæðast, o.s.frv. í bókinni er fjöldinn allur af kvæðum og kviðlingúm, bæði eftir bókarhöfund og aðra, enda mun hagmælsk- an vera ættuð úr föðurhúsum höfundar, en.Auðunn Bragi er sonur hins landskunna hagyrðings Sveins frá Elivogum. Bundið mál bókarinnar skiptist aðallega í tvennt: lausavísur og gamankvæði eða kvæði, sem ort eru „eftir pöntun“. Það má því með nokkrum sanni gefa þeim þá umsögn, sem kunnur hagyrðingur sagði um ljóðagerð sína: Um vísur mínar helst er það að hafa í minni: Þær áttu við á einum stað og einu sinni. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á vísnasmíð höf- undar enda kann hann full skil ljóðstafa og ríms. Það fer þó oft fyrir ofan garð og neðan hjá lesendum að Bókmeraitir Albert Jóhannsson lesa ljóð, sem spunnin eru af þeim toga, þegar þeir þekkja hvorki þann sem um er kveðið né tilefni ljóða- gerðarinnar. Og Ijóðasmíð af þessu tagi nægir hvorki til að lyfta mér né Auðuni Braga á skáldabekk. Þar þarf meira til. Ekki átti ég þess von að finna prentvillur eða mis- sagnir í bók þessari. Svo vel þekki ég Auðun Braga að vönduðum vinnubrögðum. Það reyndist rétt en þó vil ég leiðrétta eina missögn. Gréta Björnsson, hin kunna kirkjulistarkona, sem Auðunn nefnir á bls. 23 í bók sinni, var sænsk en ekki dönsk, sbr. Æviskrár samtíðarmanna I bls. 414. Nákvæm nafnaskrá er aftast í bókinni og sýnir glöggt hversu margir hafa komið við sögu á ferli höfundar. ■Þegar skólasaga verður skráð yfir síðari hluta þess- arar aldar mun vissulega verða leitað heimilda í þess- ari bók. Hún er greinargóð geymd yfir aðstöðu eða réttara sagt aðstöðuleysi kennara víða um land á þess- um tíma. Ef til vill kann einhverjum að finnast að hér sé birt óþarflega mikið safn smáatriða, en á það vil ég benda að einmitt þau gefa raunsannasta mynd af höfundinum. í bókinni eru nokkrar myndir af skólum þeim sem höfundur hefur kennt við. Minningar frá kennarastarfi Höf: Auðunn Bragi Sveinsson Útgefandi: Skuggsjá Hafnarfirði 1990 JÓLAGJÖF VÉLSLEÐAMANNSINS Einnig mjöggott úrval aukahluta mitHetta og miklu meii BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF 'rtajltíí'' Ármúla 13 - 108 Reykiavlk - S* 681200 Suðurlanúsbraut U Postulín Breski rithöfundurinn Bruce Chatwin varð mörgum harmdauði er hann lést í fyrra langt fyrir aldur fram af sjaldgæfum veirusjúkdómi sem hann smitaðist af á einu ferðalaga sinna. Chatwin lét ekki eftir sig margar bækur en þær eru fjölbreyttar og gæddar þokka sem erfitt er að koma orðum að. Bandaríski rithöfundurinn, John Updike, hrósaði einni bóka Chatwins, On the Black Hill, fyrir stílsnilld sem líktist því helst að steypt væri saman meitluðu orðfæri Hemingways og hugljómunum Law- rences. Víst er að á einni og sömu síðu gat Chatwin sýnt af sér fálæti og kæti, forundran og fyrirlitningu, innileika og allt af því vísindalega hlutlægni án þess nokkurn tímann að ganga fram af lesenda sínum. Þekktastur er Chatwin sennilega fyrir ferðabækur sínar, In Patagonia og The Songlines, sem strangt til tekið eru allt í senn heimildarrit, sjálfsævisögur og skáldskapur. Hafa þær haft umtalsverð áhrif á þróun ferðabókmennta á undaníornum árum. Ferðabók þeirra Þorbjarnar Magnússonar og Unnar Jökuls- dóttur, í Kjölfar Kríunnar, er mjög undir áhrifum hins víðfeðma og margkynjaða frásagnarmáta Chatwins. Því var við hæfi að fá þeim hjúum síðustu skáldsögu Chatwins, Utz, til þýðingar. Dæmisaga En Utz kallinn, ólíkindatól sem hann er, snýr einnig á þýðendur sína þrátt fyrir góða spretti þeirra og enn betri vilja. Lesandi hnýtur allt of oft um óþjált og óís- lenskt orðfæri, þýðingarstíl eins og: „Hann hafði líka gert ráð fyrir sendinefnd frá Safninu: Þó ekki væri nema til að ráðstafa postulínsgripunum hans í þeirra ágjömu hendur" (bls. 8) eða: „Hann grunaði einnig í ljósi lögmálsins um að innrásarmenn fara ævinlega halloka, að Þýskaland myndi ekki sigra“ (bls. 16). Annars er Utz nokkurs konar dæmisaga í austurevr- ópskum dúr, ekki aðeins vegna þess að hún gerist að mestu í Prag, heldur vegna þess að hún er gegnsýrð fáránleika sem virðist landlægur þar um slóðir, sjá Kaíka og Capek. Fáránlegastur allra er kannski þessi Utz, postulínssafnari á vargöld sem kennd er við Stal- ín, maður svo sviplítill að jafnvel sögumaður getur ekki lýst útliti hans. En í viðleitni sinni til að komast yfir og varðveita bestu og fágætustu postulínsmuni af Meissen-gerð, sem völ er á, verður Utz allt að því hetjuleg sögupersóna. Ekki síst vegna þess að hann hefur á móti sér bæði Gyðingdóm sinn og hugmynda- fræði kommúnismans, sem bannar einkasöfn. Bruce Chatwin Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Kerfi kúgunarinnar Af meðfæddri kænsku tekst Utz aö snúa á möppudýr- in í stjórnkerfinu, safnamenn og aðra fulltrúa valds- ins, koma sér upp óviðjafnanlegu safni postulínsgripa, njóta fegurðar þess - og sjá til þess að andskotar hans fái ekki notið þess að honum gengnum. í leiðinni er okkur birtur margháttaður fróðleikur um postulín, tilurð þess, þróun, menningarsögulega þýðingu og sitt hvað fleira sem lesendum er auðvitað í lófa lagið að hlaupa yfir. Sjálfur vann Chatwin eitt sinn í galleríi, þar sem hann sérhæfði sig meðal annars í postulíni. Utz er sérkennileg bók, ef ekki beinlínis sérviskuleg, en lumar á margháttaðri fyndni á kostnað austurevr- ópskrar harðstjórnar. Spádómsgáfan bregst Chatwin ekki heldur: „... að endingu er líklegast að kerfi kúg- unarinnar falh um sig sjálft, ekki í stríði eða byltingu, heldur við vindstroku, eða hvísl fallandi lauf- blaða... “ (bls. 92). Bruce Chatwin: Utz, 117 bls. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökulsdóttir þýddu Mál og menning 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.