Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 32
40
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990.
/
Afmæli
Egill Jónsson
Egill Jónsson alþingismaður,
Seljavöllum á Nesjavöllum í Horna-
firði, er sextugur í dag. Egill er
fæddur á Hoffelli í Hornafirði og
ólstþarupp.
Starfsferill
Egill lauk búfræðiprófi á Hvann-
eyri 1950 og varð búfræðikandidat
1953. Hann var ráðunautur hjá Bún-
aðarfélagi íslands 1954-1955 og hef-
ur verið b. á Seljavöllum frá 1956.
Egill var starfsmaður Búnaðarsam-
bands Austur-Skaftfellinga 1956-
195V og ráðunautur 1957-1980. Hann
hefur veriö fulltrúi á búnaðarþingi
frá 1954 og var í hreppsnefnd Nesja-
hrepps 1962-1982. Egill hefur verið
alþingismaður Austurlandskjör-
dæmis frá 1979 og í stjórn Áburðar-
verksmiöju ríkisins frá 1980. Hann
hefur unnið að undirbúningi að
margháttaðri löggjöf á sviði land-
búnaðarins, m.a. búvörulögunum
1985. Hann er í nefnd stjórnmála-
flokkanna er hefur haft eftirlit með-
framgangi tveggja landgræðslu-
áætlana. Egill er í skólanefnd
Bændaskólans á Hvanneyri og for-
maður frá 1990. Hann hefur unnið
að útgáfustörfum, m.a. haft forystu
að útgáfu á bókinni Jódyn, 1988-
1990. Egill hefur dálítið kynnt sér
náttúrufar á íslandi, einkum í sam-
bandi við jökla í Hornafirði.
Fjölskylda
Egill kvæntist 25. desember 1955
Halldóru Hjaltadóttur, f. 3. janúar
1929. Foreldrar Halldóru eru: Hjalti
Jónsson, b. í Hólum, og kona hans,
Anna Þorleifsdóttir. Börn Egils og
Halldóru eru: Anna, f. 28. mars 1955,
fóstra, á þrjá syni með Vigni Hjalta-
syni múrara en þau hafa slitið hjú-
skap, sambýlismaður hennar er Ari
Guöni Hannesson, b. í Hólabrekku;
Valgeröur, f. 13. nóvember 1956,
kaupmaður, gift Ásgeiri Núpan
Ágústssyni, bifvélavirkja á Selja-
völlum; Hjalti, f. 11. apríl 1960, b. á
Seljavöllum, sambýliskona hans er
Birna Jensdóttir og eiga þau tvær
dætur; Eiríkur, f. 13. júlí 1962, b. á
Seljavöllum, sambýliskona hans er
Elín Oddleifsdóttir.
Systkini Egils eru: Hallgerður, f.
27. maí 1920, gift Benedikt Eiríks-
syni, fyrrv. b. á Miðskeri, búa á
Höfn; Björg, f. 14. september 1922,
gift Þórólfi Einarssyni, er látinn, b.
á Meðalfelli; Guðmundur, f. 16. jan-
úar 1924, trésmíðameistari á Höfn,
kvæntur Sigrúnu Eiríksdóttur;
Skúli'f. 11. janúar 1926, b. á Akur-
nesi; Anna, f. 10. ágúst 1927, gift Stef-
áni Halldórssyni, b. á Hlöðum í
Hörgárdal; Unnur, f. 25. janúar 1929,
gift Karh Emilssyni, verkamanni á
Djúpavogi; Ingibjörg, f. 28. maí 1933,
gift Ingólfi Björnssyni, b. á Græna-
nesi; Hanna, f. 5. október 1937, gift
Einari Sigurbergssyni, b. á Þing-
nesi; Pétur Haukur, f. 2. nóvember
1939, verktaki á Akurnesi; Drop-
laug, f. 27. nóvember 1943, gift Arn-
óri Kristjánssyni, sjómanni á Höfn,
og Ragnar, f. 5. júlí 1946, b. á Akur-
nðsi, kvæntur Ingunni Jónsdóttur.
Ætt
Foreldrar Egils voru: Jón J.
Malmquist, f. 1888, d. 1956, b. í Akur-
nesi, og kona hans, Halldóra Guð-
mundsdóttir, f. 1901, d. 1985. Jón var
sonur Jóns, b. í Skriðu í Breiðdal,
Péturssonar, b. á Geirsstöðum,
Jónssonar. Móðir Péturs var Geir-
laug Öræfa-Péturssonar, b. á Litla-
Hofi í Öræfum, Þorleifssonar, lög-
réttumanns í Skaftafelli, Sigurðs-
sonar, sýslumanns á Smyrlabjörg-
um, Stefánssonar. Móðir Péturs var
Sigríður Jónsdóttir, lögréttumanns
í Selkoti, ísleifssonar, ættfóður Sel-
kotsættarinnar.
Móðir Jóns Péturssonar var Ragn-
heiður Friðriksdóttir, prests í Ás-
um, Guðmundssonar og konu hans,
Önnu, systur Sveins, fóður Bene-
dikts alþingismanns, foður Einars,
skálds. Anna var dóttir Benedikts,
prests í Hraungerði, Sveinssonar.
Móðir Benedikts var Anna Eiríks-
dóttir, systir Jóns, konferensráðs.
Móðir Jóns Malmquist var Björg
Sveinsdóttir Malmquist, b. í Lóni,
bróður Péturs, langafa Eðvalds, fóð-
ur Guðmundar Malmquist, fram-
kvæmdastjóra Byggðastofnunar.
Systir Sveins var Guðíinna, iang-
amma Gísla lektors og Jóhannesar,
formanns Neytendasamtakanna
Gunnarssona. Sveinn var sonur Jó-
hanns, smiðs á Stekkum, Peders-
sonar Malmquist, sænsks beykis á
Seyðisfirði.
Halldóra var dóttir Guðmundar,
b. í Hoffelli, Jónssonar, b. í Hoffelli,
Guðmundssonar, b. og læknis í Hof-
felli, Eiríkssonar, bróður Stefáns
alþingismanns og Önnu, langömmu
Þórbergs Þórðarsonar. Móðir Jóns^
í Hoffelli var Sigríður Jónsdóttir,
systir Eiríks, langafa sandgræðslu-
stjóranna Páls Sveinssonar og Run-
ólfs Sveinssonar, föður Sveins land-
græðslustjóra.
Móðir Guðmundar, fóður Hall-
dóru, var Halldóra Björnsdóttir, b.
á Flugustöðum, Antohíussonar, b. á
Hálsi, Sigurðssonar, b. í Hamarseli,
Antoníussonar, b. á Hamri, Árna-
sonar, ættföður Antoníusarættar-
innar. Móðir Aritoníusar á Hálsi var
Egill Jónsson.
Ingibjörg Erlendsdóttir, b. á Ásunn-
arstöðum, Bjarnasonar, ættföður
Ásunnarstaðaættarinnar.
Móðir Halldóru Guömundsdóttur
var Kristín Sigurðardóttir, b. í Múla,
Brynjólfssonar, prests í Heydölum,
Gíslasonar, bróður Halldórs,
langafa Gísla, afa Guðmundar H.
Garðarssonar, alþingismanns.
Móðir Halldóru Guðmundsdóttur
var Valgerður Sigurðardóttir, b. á
Kálfafelli, Sigurðssonar, b. á Kálfa-
felli, Eiríkssonar. Móðir Sigurðar
Eiríkssonar var Þórdís Eiríksdóttir,
systir Jóns konferensráðs. Móðir
Valgerðar var Bergþóra Einarsdótt-
ir, b. i Horni, Jónssonar og konu
hans, Halldóru Nikulásdóttur, b. á
Keldunúpi, Sverrissonar, bróður
Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarvals.
Egill tekur á móti gestum í Sjálf-
stæðishúsinu á Höfn laugardaginn
15. desember kl. 19.
Ásrún Sigfúsdóttir
Ásrún Sigfúsdóttir húsfreyja,
Ytra-Álandi, Svalbarðshreppi, er
níræðídag.
Starfsferill
Ásrún fæddist í Krossavík í Þistil-
firði en ílutti á ööru árinu með for-
eldrum sínum að Flautafelli og síð-
an í Brekknakot þar sem hún ólst
upp fram að fermingu en allir þess-
ir bæir eru í sömu sveit. Hún fór
að vinna fyrir sér fjórtán ára í Borg-
um í sömu sveit en húsbóndinn þar,
hafði fallið frá mjög skyndilega.
Ásrún aðstoðaði ekkjuna, Vil-
borgu Guðmundsdóttur við uppeldi
barnanna og vann þar öll almenn
sveitastörf, úti og inni til sjós og
lands fram til ársins 1928 en þá gift-
ist hún og flutti í Ytra-Áland.
Fjölskylda
Ásrún giftist 16.6.1928 Ragnari
Eiríkssyni, f. í Kollavík 3.5.1904,
d. 25.8.1949. Þau hófu búskap á
Ytra-Álandi og brátt varð þar mann-
margt, börnin urðu ellefu og far-
skóli á bænum í marga vetur svo
oft voru tuttugu til tuttugu og fimm
manns í heimili enda sat Ásrún
aldrei auðum höndum, sívinnandi
frá morgni til kvölds.
Eftir að Ragnar lést bjó hún áfram
með börnum sínum til 1966. Hún var
þá eitt ár hjá dóttur sinni á Seyðis-
firði en hefur síðan búið á Þórshöfn
þar sem hún heldur heimili með
Ákasynisínum.
Ásrún er við óvenju góða heilsu,
fer á fætur klukkan sjö á hverjum
morgni og sinnir enn öllum heimil-
isstörfum.
Foreldrar Ragnars voru Eiríkur
Kristjánsson, b. í Kollavík í Þistil-
firði, og kona hans, Þorbjörg Guð-
mundsdóttir.
Börn Eiríks og Þorbjargar voru
Eiður, Guðmundur, Kristján sem
dó ungur, Auöur, Ragnar, Kristján,
Atli, Nanna, Höskuldur og Margrét
en hún er ein eftir á lífi.
Börn Ásrúnar og Ragnars eru
Kristján, f. 1930, vélgæslumaður á
Þórshöfn, kvæntur Eddu Jóhanns-
dóttur og eiga þau þrjú börn, Ás-
hildi, Ragnar og Frey; Sigfús, f. 1932,
d. 1965, b. á Ytra-Álandi; Þorbjörg,
f. 1934, húsmóðir í Reykjavík og á
hún tvö böm, Ásrúnu og Svein
Loga; Eiríkur, f. 1935, skipaaf-
greiðslumaður á Þórshöfn, kvæntúr
Aðalheiði Jóhannsdóttur og eiga
þau þrjár dætur, Jóhönnu Osk,
Lindu Björk og Heiðdísi Dögg; Ari,
f. 1937, búsettur á Akureyri; Áki, f.
1938, verkamaður á Þórshöfn; Hrólf-
ur, f. 1939, verkamaður á Álftanesi,
kvæntur Grétu Sædísi Jóhanns-
dóttur og eiga þau tvö börn, Hildi
og Smára; Marinó, f. 1941, verka-
maður á Þórshöfn, kvæntur Krist-
ínu Alfreðsdóttur og eiga þau þrjú
börn, Sigrúnu, Sæunni og Almar;
Guðný, f. 1942, starfsstúlkaá
Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, gift Aðal-
birni Haraldssyni stýrimanni og
eiga þau tvö börn, Harald Ragnar
og Hörpu Gunni; María, f. 1943, hús-
Til hamingju
með afmælið 14. desember
95 ára
Tómas Guðmundsson,
Illugagötu 1, Vestmannaeyjum.
Sigurður Haukdal,
Guðrún Jósefsdóttir,
Hagamel 43, Reykjavik. ^
90 ára
Sigurbjörg Þorvarðardóttir,
Mýrargötu 18, Neskaupstaö.
80 ára
Kristrún Helgadóttir,
Þiljuvöllum 33, Neskaupstað.
75 ára
Siguröur Sturluson,
Birkiteig 6B, Keflavík.
Eiríkur Guðnason,
Votumýri 2, Skeiðahreppi.
70 ára
Herfríður Valdimarsdóttir,
Brekku, Seyluhreppi.
Herfríður og maður hennar, Óskar
Lindarflöt 24, Garðabæ.
50 ára
Guðgeir Matthíasson,
Vestmannabraut 46A, Vestmannaeyj-
um.
(ieorg Elnarsson,
Esjubraut 21, Akranesi.
Hann tekur á móti gestum á heimili
sínu eftir klukkan 20.00 á afmælisdag-
inn. ;
Jóhanna Kristjánsdóttir,
Stífluseli 16, Reykjavik.
Hreinn Sverrjsson,
Ægisgötu 16, Akureyri.
Unnur Jónsdóttir,
Völvufelli 50, Reykjavík.
40 ára
Birgir Sigfússon,
Kvistási, Ólfushreppi.
Ásrún Sigfúsdóttir
móðir á Egilsstöðum, gift Magnúsi
Ólafi Sigurðssyni múrarameistara
og eiga þau þrjú börn, Sigurð Hjart-
ar, Hlín Hjartar og Ríkarð Hjartar;
Skúli, f. 1945, b. á Ytra-Álandi,
kvæntur Bjamveigu Skaftfeld og
eiga þau tvö börn, Helgu og Ragnar
auk þess sem Bjarnveig á tvo syni
frá fyrra hjónabandi, Jón Bjarna og
Svein Steinar.
Langömmubörn Ásrúnar era nú
orðin ellefu talsins.
Systkini Ásrúnar urðu fimm en
hún er nú ein á lífi. Systkini hennar
voru Jakobína, húsmóðir á Raufar-
höfn; Vigfús, verkamaður á Raufar-
höfn; Björn, b. á Brekknakoti; Jó-
hanna, húsfreyja á Brekknakoti og
síðar á Raufarhöfn; María, hús-
freyja á Raufarhöfn.
Foreldrar Ásrúnar voru Sigfús
Vigfússon, b. á Brekknakoti, og
kona hans, Guöný Sofíía Guðjóns-
dóttir húsfreyja.
Magnússon bóndí, verða heima og taka
á móti gestum á heimiii sínu laugardag-
inn 15.12. nk.
Aðaibjörg Guðmundsdóttir,
Bessastaðagerðí, Fijótsdalshreppi.
Kristófer Eyjólfsson,
Hlíðarvegi 146, Kópavogi-
Guðmundur H. Andrésson,
Fannafold 5, Reykjavík.
60 ára
Guðmundur Kristmannsson,
Mánavegi 7, Selfossi.
Soffía Gunnlaugsdóttir,
Faxabraut 7, Keflavík.
Heiga M. Jóhannesdóttir,
Helömörk 17, Stöðvarhreppi.
Vigdís Ólafsdóttir,
Flúðaseli 69, Reykjavík.
Anne Marie Reinholdtsen,
Suðurgötu 15, Reykjavík.
María Ragnarsdóttir,
Skeijagranda 3, Reykjavik.
Kári Halldór Þórsson,
Bergstaðastrætí 17, Reykjavik.
Þórunn Þórðardóttir,
Svarfaðarbraut 30, Dalvik.
Stefanía Jóhannsdóttir,
Grundarási 2, Reykjavík.
Arnbjörg Vignisdóttir,
Fögrusíðu 13C, Akureyri.
Agnes Agnarsdóttir,
HeimavöUum 3, Keflavík.
Svavar Bjömsson
Svavar Björnsson, sjómaður og
vélstjóri, Byggðavegi 145, Akureyri,
eráttræðurídag.
Starfsferill
Svavar fæddist í Grenivík í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp.
Hann lauk fullnaðarprófi frá Barna-
skólanum á Grenivík og vélstjóra-
námskeiði lauk hann frá Fiskifélagi
íslands árið 1930.
Svavar stundaði sjómennsku frá
1924, fyrst á smábátum frá Hrísey
og Siglufirði og var vélstjóri á ýms-
um stærri fiskiskipum frá 1930 en
hann var vélstjóri á stríðsárunum
og sigldi þá m.a. til Englands.
Svavar var ásamt öðrum eigandi
að smábátaútgerð sem rekin var frá
Akureyri og kölluð „Nótabrúk".
Hann stundaði síldveiðar á Eyjafirði
um margra ára skeið og
dragnótaveiðar ásamt mági sínum á
milli vertíða á bát sem þeir áttu í
félagi.
Svavar var vélstjóri á Glerárraf-
stöðinni á Akureyri í nokkra vetur.
Hann starfaöi einnig nokkra vetur
við Vélsmiðjuna Atla hf. en hóf störf
hjá Slippstöðinni hf. árið 1956 og var
þar fyrst verkstjóri og síðan af-
greiðslumaður til ársins 1986 er
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir. Svavar sat um skeið í stjóm Vél-
stjórafélags Akureyrar.
Fjölskylda
Svavar kvæntist 13.10.1934 Emel-
íu Kristjánsdóttur, f. 26.10.1913, d.
27.3.1974, húsmóður. Emelía var
dóttir Kristjáns Magnússonar,
verkamanns á Akureyri en áður í
Ólafsfirði, og Eugeníu Jónsdóttur
húsmóðir.
Svavar og Emelía eignðust íjögur
börn. Þau eru Kristjana Ingibjörg,
f. 6.5.1935, skrifstofumaður á Akur-
eyri, gift Jóni Viðari Guðlaugssyni
og eiga þau þrjú börn; Skúli, f. 24.3.
1939, kristniboði, búsettur í Reykja-
vík, kvæntur Kjellrúnu L. Langdal
og eiga þau fimm börn; Gylfi Anton,
f. 1.7.1942, umsjónarmaður í Nor-
egi, kvæntur Jóhönnu Sigríöi Guð-
mundsdóttur og eiga þau sjö börn;
Birgir Björn, f. 14.6.1945, banka-
starfsmaður á Akureyri, kvæntur
Ölmu Kristínu Möller og eiga þau
þrjúbörn.
Systkini Svavars: Ingibjörg, f. 24.8.
1905, d. 20.8.1930; Hallfriður, f. 4.11.
1908, d. 9.8.1984; Unnur, f. 14.6.1913,
búsett í Hrísey; Helga Sigurlaug, f.
13.11.1919, búsett á Akureyri.
Foreldrar Svavars voru Björn
Jónas Ólafsson, f. 29.1.1878, d. 16.11.
1937, sjómaður og verkamaður á
Grenivík og á Akureyri, og Kristín
Ingibjörg Baldvinsdóttir, f. 4.5.1875,
d. 13.3.1958, húsmóðir.